Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 5
EINBYLI Smá- saga eftir færeyska rithöf- undinn HEDIN BRU Halldór Stefánsson þýddi Stakt hús stendur rétt norðan við Lyngvörðu í brattri fjallshliðinni. Umhverfis húsið er garður í órækt. Hér hefur Karl alizt upp hjá foreldrum sínum rosknum. Þegar Karl er um tvítugt, deyr móðir hans, og-faðir hans flýr í rúmið. Það varð Karli þungbært. Að hann varð að sjá á bak móður sinni var ekki það versta, ó, nei, hitt var verra, að faðir hans skyldi liggja verri en dauður. Hefði hann haldið sér saman, hefði lftið verið við þessu að segja, en hann jagaðist sýknt og heilagt við son sinn og heimtaði, að hann fengi sér konu. Karl vékst undan. En sá gamli gafst ekki upp. „Lýsnar gera útaf við mig, segir ég, ef kvenmannsrýju nýtur ekki við í húsinu,“ skrækir hann og bölvar reiður, skrfður á kné og leitar lúsa f rekkjuvoðunum. Hann notar flatkjöftu til að kremja þær með, og þegar hann hefur kramið þær, tutlar hann þær niður í grýtu, sem stendur f horninu við höfðagaflinn. Grýtuna reiðir hann ætíð á loft til að ógna syninum með. „Ég skal sýna hana hverjum sem er, morðvargur- inn þinn, svo að allir geti séð, hvern aldurtila þú ætlar föður þfnum.“ Karl var heilbrigður piltur og hafði fullan hug til kvenna. En hann var einn af þessum amlóðum, sem skorti kjark til að hefja upp bónorð. Hvert sinn, sem hann hugðist reyna missti hann móðinn, þvf að ekki datt honum í hug, að stúlkur hefðu kenndir í sömu átt. En eitthvað varð Karl til bragðs að taka þvf að óvært var inni hjá þeim gamla. Hann bölvaði kröftugar með degi hverjum og svo var hann tekinn upp á að tyggja býsn af rullu, og fullyrði, að skro væri lýsinni ban- vænt. Og hann ætlaði sér að tyggja þar til tóbakseitrið sprytti út úr líkamanum. „Sjáðu þá hvað verður um bölvaðan bitvarginn...!“ Hann hafði alltaf við höndina fótahlunn, sem stóð við rúmstokkinn. Er honurn varð tfðrætt um lýsnar, átti hann til að þjóta á fætur og verja f kringum sig með spýtunni. „Verið eins bölvaðar og ykkur lystir,“ reifst hann við lýsnar, „ég skal sýna ykkur I tvo heimana,“ og birtust honum þúsund lýs skrfðandi á móti sér eftir dýnunni og keyrði f jölina í flokkinn. Þá var hann óður: „Já, já, gamli minn,“ hófst hann upp, „einu sinni varstu maður fyrir þér, nú ertu orðinn áttræður og enn stendur þó einn gegn þúsund." Eftir þvf sem grýtan fylltist hjá gamla manninum, ágerðist hugur Kalla að fá sér konu f húsið. Dag nokkurn gekk hann til föður sfns til að forvitnast um, hvernig hann hefði borið sig að, er hann bað sér konu. Skröggurinn sat upp við dogg og tuggði, er sonurinn kom inn, sat og starði á ákveðinn blett á fótagaflinum og tuggði og tuggði. Kalli yrti á hann en sá gamli svaraði ekki. Allt í einu teygir hann úr hálsinum og spýtir mórauðu beint á blettinn á fótagaflinum, hefur upp hendurnar og rekur upp öskur. „Þvf læturðu svona?“ „Af hverju ég læt svona, sástu ekki að sextán runnu niður fótagaflinn. Þær lágu allar, drukknaðar í leðjunni, ha, ha.“ Og hann hló hjartanlega. O, nei, Karl fékk ekkert upp úr þeim gamla um bónorðið, þorði heldur ekki að spyrja afdráttarlaust. En gamli maðurinn bað hann að vera ekki fciminn, bara að kitla þær og klfpa, þá spekjast þær. Þetta fannst syninum óráðshjal og fór. Nei, hann varð eflaust að finna þctta út sjálfur. Og svo fór Karl að venja komur sfnar á bæi á kvöldin, einkum þar sem heimasætur voru, og góndi á þær en ekkert sagði hann. Gamli maðurinn fregnaði hvernig gengi. Karl lét illa yfir. „Það er brennt fyrir að þær líti við mér. Nei, ég hefði þurft að kunna sporið, svo að ég gæti tekið þátt f dansinum, þá væri betra við að eiga.“ Það steig gamli maðurinn upp úr körinni og kenndi syni sfnum sporið. Þeir kváðu Ananfusarkviðu þrjátfu sinnum og þá kunni sonurinn sporið og gamli maður- inn lagðist aftur f körina. Karl fer þar til er dansinn dunar, hyggur að stúlkunum en þær látast ekki sjá hann. Þá missir hann aftur móðinn. Gamli spyr hvernig gangi til. „O, nei, það gengur ekkert," segir Karl. „Þú ert hræddur við þær, bannsettur. Fáðu þér dreytil áður en þú ferð næst, þá þrútnar þér móður.“ Karl pantar brennivfn. En ekki fór sem til var ætlazt. Hann saup svo duglega, að hann valt út af á leiðinni og náði ekki til bæja. En svo er það kvöld eitt er Karl yfirgefur dansinn, að hann verður samferða konukind einni, nokkuð við aldur, er var gestkomandi á bæ einum yzt f byggðinni. Á leiðinni skail á þau afspyrnurok með snjókomu, svo að þau urðu að leita sér skjóls undir barði. Rokið stóð lengi og snjónum kyngdi niður. Stúlkan kvartaði um kulda. Jú, Karl samsinnti þvf að kalt væri, ók sér en sagði ekki fleira. Stúlkunni kólnaði meir og meir. Loksins upphefst hún. „Karl, værir þú nokkur maður, þá mundirðu verma mér dálftið." Þá hlær Kalli og tekur þetta sem grfn. En hún gefst ekki upp. „hvers vegna viltu ekki verma mér?“ Þá skilur Karl, að eitthvað muni búa undir og segir. „Já, ef ég vissu nú bara hvernig ég ætti að bera mig að... þá væri gaman að því.“ „Hvernig þú átt að bera þig að, þú gætir setið undir mér og haldiö yfir um mig og svoleiðis.“ Þá missir Karl málið, ekur sér seinlátur f skafl- inum, kemur sér vel fyrir og tekur stúlkuna f fangið. Þannig situr hann með hana og steinþegir. En smám saman fer hann að finna ylinn af henni og skynjar mjúkt holdið undir klæðunum, hlýtt kvenholdið, og þá kviknaði lff f honum. Hann hallaði sér fram og leitaði eftir vanga hennar. Svo ætlaði hann að kyssa hana aftur og hafði nú hraðann á því að nú vissi hann hvar vanginn var, en þá hafði stúlkan snúið höfðinu svo að hann hitti hana beint á munninn. Hann varð allur í einu báli og kreisti hana svo að augun stóðu á stilkum. 1 þvf bili fennti þau f kaf. Þcgar Karl kom heim um nóttina heyrði hann að faðir hans kvað, og hann heyrði hversu fast hann barði niður fótahlunninum f hvert sinn sem hann hnykkti á. Hann fór inn til hans og sagði, að nú kæmi kona f húsið. „Það er timi til kominn," fannst gamla manninum og sýndi honum grýtuna. Hún var full. Karl varð annar maður eftir þetta. Hann þvoði sér á hverjum sunnudegi og bjó sig upp á og tók til f bænum. Karlhrófið lá og dáðist að og fannst orðið svo ffnt innan húss að boðlegt væri presti. En svo var það einn daginn, er gamli maðurinn húkti uppi f rúminu og styður sig við fótahlunninn, að inn kemur kvenmaður með bala f hendinni og setur á gólfið. Því næst nær hún i vatn og steytir f balann. Gamli maðurinn hafði ekki yrt á hana, en nú spurði hann hvort hún væri kona Karls. Hún kvað svo vera, og vú skyldi hann afklæðast hverri spjör og hún skyldi hjálpa honum í balann. Þá spurði skarið hvort hún væri babtisti? Nei, hann væri sko skfrður og skyldi engum klæðum úr fara, og formælti kröftuglega. En hún tók hann og reif utan af honum larfana og fleygði þeim út í horn. Hann streittist á móti af lífs- og sálarkröftum, en það kom fyrir ekki, hún var sterkari en hann. Svo keyrði hún hann í balann. Iltnn gaf frá sér neyðaróp, því að heldur vildi hann láta lýsnar drepa sig en umskfrast, áttræður maðurinn, og hann bað allar góðar vættir að hjálpa sér. Þá heyrðist ógnar dynur og steinn kom fljúgandi úr fjallinu, mölvaði gluggann og þeyttist inn á gólf og niður úr þvf. Hann tók hliðina úr balanum en olli ekki frekara slysi. Þá upphófst karlskarið. „þarna5 geturðu séð!“ Honum fannst hann hafa öll tromp á hendi. En hún lét sér ekki segjast, heldur kom með annan bala og fyllti af vatni, rak hróið niður f og tók að skrúbba og þrffa. Er hún hafði lokið hreingerning- unni náði hún f skæri og nagaði af honum bæði hár og skegg. Þá greip hann báðum höndum um lireöjarnar. Nei, nei, hún reif hendur hans frá og hótaði, að fyrr skæri hún undan honum en skilja nokkra tjásu eftir á lfkama hans. Þá grét gamla skarið. Hann iðraðist sárlega að hafa hvatt son sinn þess, að draga þetta flagð f hús með sér. Konan brenndi hvert tangur og tetur, sem f rúminu var og þvoði allt hátt og lágt, og þegar gamli maðurinn skreið upp í rúmið, var bæði grýtan, fótahlunnurinn, skro og hey burtu rifið og engin lýs á ferli lengur. En þrátt fyrir óskammfeilni þessa kvenmanns gagn- vart honum, hafði hún eflt lúsunum þann seið, sem varð þeim bráður bani. Það fannst honum bót f máli. En hann andaðist skömmu sfðar. Nú þegar lýsnar voru úr sögunni hafði hann næstur ekkert til að lifa fyrir, ekkert við að vera, og þess vegna dó hann, dó næstum úr iðjuleysi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.