Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 2
ÍSLENZKAR
KONUR
í STARFI
OGSTJÖRN
Eftir Þunöi J. Árnadóttur
NÚER
ALGENGT
il tm
FEÐURNA
KLÆÐA
BÖRNIN
Rœtt viö ÁSLAUGU SIGURÐARDÓTTUR
forstööukonu Barnaheimilis stúdenta
Að ofan: Áslaug Sigurðardóttir. Á
myndinni til hægri: nokkur barnanna
á barnaheimili stúdenta.
I ÞESSUM þætti og þeim er á
eftir kunna að fara, munum við
hitta að máli konur, sem gegna
störfum utan heimilis. Verður
hér meðal annars ieitast við að
vekja athygli á þeim störfum,
sem konur hafa á hendi og talist
geta ábyrgðar- og stjórnunarstörf.
Ástæða er tii að hyggja nánar
að þvi, sem i framansögðu gæti
orkað tvímælis. I fyrsta lagi mun
mörgum koma til hugar, að vart
verði fundið ábyrgðarmeira starf,
er konur inna af hendi, en ein-
mitt húsmóðurstarfið. Þvi verður
ekki mótmælt. En eins og fram er
tekið er hér einkum miðað við
störf kvenna utan heimiiis. 1 því
sambandi er ekki úr vegi að
benda á þá hliðstæðu ábyrgð, sem
hvílir á húsmóður og heimilisföð-
ur. Venjan er hins vegar sú, að
sjaidan er vikið að þvf hlutverki
karimannsins, þegar rætt er um
starf hans.
í öðru lagi er sú spurning,
hvernig skiigreina beri ábyrgðar-
störf. Víst má telja, að viss ábyrgð
fylgi hverju starfi. Framyfir það,
felastjórnunarstörf f sér ábyrgð á
rekstri viðkomandi stofnunar,
verks eða farartækis, ásamt vel-
ferð þeirra einstaklinga, er starf-
inu tilheyra. Um ýmis þeirra
starfa, er kveðið svo á, að sækja
megi til saka þann, sem sýnir
vanþekkingu eða vanrækslu f
starfi, svo sem er um skipstjórn-
armenn og flugstjóra, svo eitt-
hvað sé nefnt. Um önnur störf
gegnir nokkuð öðru máli, þar sem
um slfk ákvæði er varla að ræða,
en þó eru engu sfður mikil
ábyrgðarstörf. Má þar m.a. nefna
rekstur og umsjón þeirra stofn-
ana sem falið er það mikilvæga
hlutverk að ganga hinni yngstu
kynslóð hvers tfma f móður- og
föðurstað að meira cða minna
leyti. A þeim störfum byggist
einnig möguleiki til þess, að karl-
ar og konur fylgist að í hinum
mismunandi störfum atvinnulffs-
ins.
1 þeim tilgangi að skyggnast
um innan veggja einnar slfkrar
stofnunar, liggur leiðin að gömlu
ValhöII við Suðurgötu. Þar er til
húsa eitt af yngstu dagheimiium í
borginni, Barnaheimili stúdenta.
Forstöðukona þar er Áslaug
Sigurðardóttir.
Eftirfarandi samtal, sem fram
fór á skrifstofu hennar fyrir
skömmu, leiðir f ljós nokkurn
fróðleik um starfsvið hennar. 1
þvf kemur einnig fram að fjöl-
þætta Iffs- og starfsreynslu hefur
henni tekist að samræma, að þvf
er virðist á sjálfsagðan og eðlileg-
an hátt.
Vert er að hafa f huga, að starf-
skeið hennar hefst á tfmamótum f
uppeldismálum barna og þá um
Ieið í atvinnuháttum kvenna hér
á landi.
Menntun til undirbúnings
starfi sfnu varð hún að sækja til
annarra landa. Engin skilyrði
voru þá til slfkrar menntunar
heimafyrir.
Nám sitt stundaði Áslaug við
Columbia háskólann f New York,
þar sem hún lagði stund á barna-
uppeldi við The Teachers
College, sem er ein deild við
háskólann. Hún var þar f tvö ár,
við bóknám á vetrum og vann á
sumrin á sumardvalarheimili.
Þegar hún kom heim að loknu
námi tók hún við starfi forstöðu-
konu við Barnaheimilið Suður-
borg, sem þá var fyrir skömmu
tekið til starfa.
— Hvernig var umhorfs í vist-
málum barna á barnaheimilum á
þessum órum?
Um það segir Aslaug:
— Þrátt fyrir mikið og erfitt
brautryðjendastarf í þeim efnum,
var vistkostur barna á dag- og
dvalarheimilum mjög takmarkað-
ur, en þörfin brýn og fór sívax-
andi. Fróðlegt er að líta yfir
starfsskýrslur Barnavinafélags-
ins Sumargjafar frá stofnun þess
'árið 1924 og fram að þessum tíma
í byrjun fimmta áratugarins.
Með því að stikla á þvi stærsta i
framkvæmdum félagsins á þessu
tímabili, má geta þess, að árið
1930 reisir félagið sitt fyrsta hús,
Grænuborg, þar sem samfelldur
rekstur dagheimilis fyrir börn
hefst. Þó var aðeins um sumar-
starf að ræða fyrstu árin. Það
verður að telja mikinn stórhug
þeirra sem að því stóðu, ef tekið
er tillit til efnahagsástands Reyk-
víkinga á þeim árum, kreppuár-
unum. I rauninni var þarna fyrst
og fremst verið að koma til liðs
við fátækt fólk, með því m.a. að
gera konum kleift að komast frá
heimilum sínum og stunda fisk-
vinnu á sumrin.
En langt var frá því að eftir-
spurn væri fullnægt. Arið 1937
sést að þá hefur orðið að visa 80
börnum frá vist i Grænuborg. Um
svipað leyti tekur Vesturborg til
starfa og síðan dagheimili i Tjarn-
arborg á árinu 1941. Strax á
fyrsta ári þar varð að vísa jafn-
mörgum börnum frá og mögulegt
var að taka inn á heimilið.
Næsta og stærsta skrefið var
svo tekið með stofnun Suðurborg-
ar, i húsnæði, sem rúmaði allt i
senn: Leikskóla, dagheimili, vist-
heimili og vöggustofu.
— Þar hófst þú störf að loknu
námi. Var þér ekki nokkur vandi
á höndum að taka við stjórn svo
umfangsmikils barnaheimilis
strax að afloknu námi?
— Ég hafði lítinn tíma til um-
hugsunar, því segja má að starfið
biði eftir mér. Að visu hafði heim-
ilið starfað um nokkurn tíma en
það vantaði nú forstöðukonu og
mér var boðið starfið um leið og
ég kom heim. Mjög fátt var um
sérmenntað fólk á þessu sviði á
þeim tíma. En þptta varð til þess
að ég fékk engan tíma til þess að
venjast og þjálfast frekar en orðið
var í störfum á barnaheimilum,
með því að starfa fyrst sem fóstra
eins og venjulega gerist í þessu
starfi. Og þessa hef ég stundum
saknað.
— Hvað var margt manna á
þessu heimili?
— Börnin voru um eitt hundraó
og starfsfólkið tuttugu og fimm
manns. Nokkur barnanna voru
þar hálfan dag, önnur allan dag-
inn og um þrjátiu börn voru til
vistar allan sólarhringinn. Hjúkr-
unarkona hafði umsjón með börn-
unum á vistarheimilinu en í minn
hlut kom daglegur rekstur og yf-
irumsjón stofnunarinnar.
Ýmsir annmarkar voru á því að
reka svo stórt og fjölmennt barna-
heimili í því húsnæði, sem heimil-
ið hafði til umráða. Þetta voru tvö
samliggjandi hús, Eiríksgata 37
og Hringbraut 78. Þótt húsrými
væri nægilegt var það ekki hent-
ugt til starfsemi af þessu tagi
enda upphaflega byggt í öðrum
tilgangi. Það gerði allar aðstæður
við starfið erfiðari. En áhuginn
var fyrir hendi og þörfin fyrir
starfsemina mikil.
— Er þér eitthvað öðru fremur
minnisstætt frá þessu starfi?
— Mér er ef til vill hugstæðust
sú reynsla sem kom i Ijós við
rekstur vöggustofunnar. Á þess-
um árum og árunum eftir seinni
heimsstyrjöldina, var þörfin fyrir
vöggustofu hér mjög brýn. Marg-
ar mæður höfðu engin önnur úr-
ræði með börn sin en að koma
þeim fyrir á vöggustofu.
— Það er mikil tilfinningarösk-
un fyrir móður að þurfa að skilj-
ast við barn sitt, ekki sist á fyrstu
dögum og vikum í lífi þess. Sú