Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 15
Þessi skemmtilega teikning er aðeins auðkennd með Sigrún, en það eru frekar litlar upplýsingar og þvl miður er ekki hægt að segja frá þvl hér, hvað Sigrún er gömul, eða hvar hún á heima. Munið að skrifa fullt nafn, aldur og heimilisfang með myndum. Hjö Unu í Garðinum Framhald af bls. 13 siðar, á erfióustu reynslustundum ævinnar, veróur þetta sama bæna- mál þeir styrkur og hugsvölun. Ég er fædd og uppalin hér á þessum tanga í Gerðum í litlum bæ, sem hét Skúlahús. Foreldrar mínir voru Guðmundur Jónsson og Guðriður Þórðardóttir. Hann var Skagfiróingur í aðra ættina en fæddur hér inni á ströndinni. Móóir min var Rangæingur. Hana missti ég nýfædd, en föður minn þegar ég var var fimm ára gömul. Skjól mitt i uppvextinum var hjá þeirri beztu konu, sem ég hef þekkt um ævina, Sigurlaugu Sveinbjarnardóttur. — Hún var mér allt. Vió vorum saman i 46 ár. Hún var ein af hetjum hversdags- lífsins, kærleiksrik og fórnfús. Enginn kærleikur getur dáið, Lif kærleikans er eilíft. Ömur- legasta hlutskiptiö er aó vera til- finningasnauður og elska ekki neitt. Svo kveöjum vió Unu — mikil- hæfu konuna i litla húsinu úti á Garðskagaströndinni, með ljóðlin- um úr löngu kvæði, sem eitt af skáldum þjóðarinnar sendi henni. „Þú huggar svo margar, þann gleður, sem grætur, engin göfgari þjónusta finnast á jörð.“ / Islenzkt vor Einu sinni var ég að skoða stóra sýningu á Kjarvalsmálverkum í Lista- safni ríkisins. Einhverra hluta vegna hafði ég enga sýningarskrá og gerði mér það til gamans að nefna myndirnar eftir eigin geð- þótta. Ég stóð frammi fyrir mynd af glettnum strák, sem var eins og hann hefði á þeirri stundu, sem ég leit hann stokkið inn i mynd- flötinn og staðnæmst þar, gamansamur, gustmikill og brosandi í fremur kulda- legu landslagi að mig minnir. „Þessi mynd heitir Sumardagurinn fyrsti" flaug í gegnum huga minn. (Seinna komst ég að því, að myndin heitir „Vindgustur".) Líklega er ekki hægt að segja, að sumardagurinn fyrsti hafi hér á árum áður stokkið skyndilega inn í líf barnanna, sem svo lengi biðu hans með óþreyju. En þegar hann loksins kom var hann vissulega eins og glettinn strákur, sem lífg- aði upp á hversdags- leikann. Skrýtið er til þess að hugsa, að í útlöndum er ekki haldinn hátíðlegur sumardagurinn fyrsti. Hann er að öllum Kkindum einstætt íslenzkt fyrirbæri. Ég minnist þess þó, að lítil íslenzk stúlka ók rauð- máluðum brúðuvagni skröltandi eftir stein- lögðum gangstéttum Kaupmannahafnar fimmtudag nokkurn í apríl fyrir sautján árum siðan. Þann dag var sumardagur- inn fyrsti heima á íslandi og rauði vagninn var sumargjöf til hennar. Skrúðgöngur og útisam- komur eru þættir nú- tímans i sumardeginum fyrsta. Nú skjálfa prúðbúin börn haldandi á pappirs- fánum þar sem áður skulfu lóur í mó, því að auðvitað veit hver heilvita maður, að sumarið er sjaldnast komið á sumardaginn fyrsta. En alltaf er gaman að halda i einstaka gamla siði, þó að nýir séu upp- teknir og enn munu til þau börn, sem setja vatn í skel út á svalir nóttina fyrir sumardaginn fyrsta til þess að sjá, hvort frjósi saman sumar og vetur og æði- mörg munu finna smá- gjafir við rúmstokkinn, þegar þau Ijúka upp augunum þennan morgun. Þegar þetta er skrifað er sumardagurinn fyrsti ný- liðinn. Heldur heilsaði hann hlýlega að þessu sinni og ekki fraus i skelinni, sem dóttir mín lét hér út á svalirn- ar kvöldið áður. En varla höfðu liðið nema 3 - 4 dagar, þegar brá til hins verra og Élja - Grimur gat ekki stillt sig um að koma enn einu sinni i heimsókn. Hann blés hárinu niður i augu á Esju og Skarðs- heiði og blés og hamaðist hér á höfuðborgarsvæðinu nokkra daga, hreytti úr sér ónotalegum snjóhöglum og feykti upp möl og mold, svo að útsýnið héðan úr Breiðholtinu var eins og sandstormur á Sahara. Nokkrar glerkrúsir björguðu lifi krókusanna i garðinum í frostinu, sem fylgdi, en þeir höfðu lifgað upp á tilveruna á undan- förnum vikum með brosi við sólu á daginn og á kvöldin lýstu þeir eins og kertaljós, þegar birtan úr gluggunum skein út í dimman garðinn. En allt tekur enda og einn daginn var Élja - Grímur á brott. Keilir var ekki seinn að bregða sér i fjólubláu vorfötin og undir- furðulegur blágrænn litur birtist á loftinu yfir Hengli- num. Var sá, sem öllu ræður að láta okkur vita, að allt yrði gott á ný? Esja og Skarðsheiði stóðu slétt- greiddar á sínum stað, Skarðsheiði skautaði hvitu við vorsólinni. Það er meira, hvað allir hlutir klæða þær konur vel, sama hvort frost er eða þíða, sólskin eða dimmviðri. Margar mættum við hinar öfunda þær af því. Á slíkum degi styrkist og eflist vonin um það, að enn einu sinni eigum við eftir að lifa undrið mikla, islenzkt vor. Anna María Þórisdóttir. Þ.M.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.