Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 6
ARKITEKTUR ' Merkileg tilraun sem gerð var á vegum Cambridge-há- skólans. Einar Þorsteinn Asgeirsson arkitekt tók saman. Le Courbusier lýsti því yfir á sfnum tfma, að í hans augum væri fbúðarhús vél til að búa í cða með öðrum orðum: fbúðarvél. Þetta vakti að vonum hneykslun margs fagurkerans, sem vildi þvert á móti halda þvf fram, að hús væri fyrst og fremst listræn tjáning, sem jafnvel af illri nauðsyn yrði að þola fbúa sfna. Sem endranær mun sannleikurinn vera á sveimi cinhvers staðar á milli þessara tveggja sjónarmiða. En það er vel, ef báðir fulltrúar þessara sjónarmiða hafa það eitt að mark- miði að uppfylla þarfir mannsins. Ef við athugum þróun íbúðar- hússins sfðustu 200 árin, sjáum við að í byrjun þess tímahils var húsið langt frá því að vera tækni- vætt eins og vél. Um leiðslur var t.d. ekki að ræða f húsum þá utan skorsteins í þeim best búnu þeirra. En fljótlega bættust nýjar og nýjar leiðslur í íbúðarhúsið jafnhliða tæknivæðingunni. Hús- tæknin hélt innreið sfna inn f hús gamla tímans. Fyrst komu vatns- og skolplagnir þá raflagnir og hitalagnir, en allar hafa þessar leiðslur þann tilgang að gera íbú- um hússins lífið þægilegt. Leiðsl- urnar voru aðskotahlutir í húsun- um, faldar f gólfi og veggjum. Form húsanna hélt velli og gerir það enn í dag, en tæknivæðing húsanna jókst stöðugt. Á sfðustu árum er mönnum hef- ur orðið ljóst, hvert stefnir í orku- málum og almennum afrakstri láðs og lagar, hafa margir lagt höfuð í bleyti í þvf skyni að vera viðbúnir breytingunum, sem eru afleiðing orku- og efnahags- kreppu framtfðarinnar, þegar þær koma fram — til þess að geta haldið nútfma íbúðarháttum þrátt fyrir þær og jafnframt minnkað mengun í leiðinni. t meðförum þessara aðila hefur íbúðarhúsið enn tekið miklum breytingum í þá átt að verða íbúð- arvél og frá sinni sígildu gerð. Á meðan margir hafa lauslega gælt við hugmyndir eins og þráðlaust rafmagn innandyra og inni- byggða ryksugutækni f gólf, sem næsta skrefið f tæknivæðingu fbúðarhússins, þá hefur Álexand- er -Pike við háskólann í Cam- bridge hafið rannsókn á fbúðar- húsi, sem framleiðir orku sfna sjálft. Engin lciðsla liggur að né frá húsinu. Rannsóknin var hafin 1971 og takmark hennar er að hanna hús með algerlega sjálfvirka orku- tækni, þar með talin endurnýting OrkuhúsiS, sem fri er sagt f grein- inni. Hér eru einangraBir rennivegg- ir, sem nýta sólarhitann. Trjónan i mœni hússins ekki neinskonar loft- net, heldur geysifullkomin vindraf- stöU, sem nær aS nýta jafnvel minnsta andvara. Ekki er nóg með að við sóum þeirri dýrmætu orku, sem oft er fengin frá dvínandi orkulind- um, heldur látum við ónotaða þá orku, sem oft er nærtæk, orku sól- ar og vinda. — og jafn- vel orku sjávarfalla. Orkukreppan hefur rek- ið mjög á eftir nýjum tilraunum í þessa átt og hér er sagt frá einni slíkri. á hvers konar úrgangi, sem til fellur í íbúðarhúsum. Eftirfar- andi var forsenda fyrir tilraun- inni: 1) Verð á olíu, gasi, rafmagni og fæðu mun að öllum líkindum hækka um 15% á ári (f Bret- landi) næstu 30 ár. 2) Þörfin á landsvæði til ein- staklingsafnota mun aukast um 10% á ári næstu 30 ár. 3) Venjulegur vinnutími mun minnka um 5% á ári næstu 10 ár. Þetta þýðir að einstaklingurinn muni geta og vilja framleiða sfna eigin orku, fæðu og vatn við íbúð sfna í náinni framtfð og minnka um leið úrgang heimilanna og mengunina þar með. Rannsóknin er nú komin á það stig, að tæknilegri athugun á öll- um „þjónustu“-kerfum hússins á þverfræðilegum grundvelli er lokið. 1 næstu framtíð verður haf- ist handa að reisa tilraunabygg- ingu til að afla íbúðarreynslu og til að samstilla og samhæfa hin ýmsu kerfi þess, sem mörg vinna saman. Verið er nú að setja sam- an hönnunarleiðarvísi með aðstoð tölvu, til almennra nota í sjálf- virk orkuhús. Áætlað er að niður- staða tilraunarinnar verði undir- staða undir fjöldaframleiðslu á húsum og húskerfum af þessari gerð. Einn hliðarárangur orku- hússins er sá, að það gerir kleift að taka til skipulagningar land- svæði, sem með venjulegum leið- um var ónothæft í þeim tilgangi, vegna kostnaðar við dreifikerfi orku og annarrar þjónustu. Við framlciðslu orkunnar f hús- inu er notuð öll sú orka umhverf- isins og sú orka sem kemur fram við venjulega notkun íbúðar- tækni, sem stöðugt er fyrir hendi og er nú lítið sem ekkert notuð. Þar má nefna sólarorku vindorku og gasorku, sem fæst við rotnun. Húsið er og búið þannig að þáð safnar og hreinsar rigningarvatn. Tilraunahúsið skiptist ( tvo meginhluta, vcnjulega litla íbúð á tveimur hæðum og jafnstóran garð, sem báðar hæðirnar opnast inní. Á þaki hússins er vindrafall. Þar er um leið safnað regnvatni og það hitað upp, en með þvf er svo húsið hitað upp. Það vatn sem hitnar á daginn er geymt I hita- geymi til kvölds. Á suðurhlið hússins eru sólarrafskaut, sem framleiða rafmagn. (Jrgangi húss- ins er safnað í rotþró af sérstakri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.