Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 9
FJÓRIR SÓLAIiHRINGAR LIÐV FRÁ SNJOFIJMXU ÞAR TIL FRETTIST HVAÐ fíERZTHAFÐI biðu okkar nokkrir menn frá Kaldrananesi, sem fylgdust með okkur fram að Skarði. Páll varð eftir vegna þreytu á Svanshóli. Hann kom siðar um nóttina fram að Goðdal. Þegar fram að Skarði kom, var ég farinn að þreytast. Þó lét ég ekki á þvi bera. Jón Bjarna- son, böndinn þar, bað einn okkar að verða eftir til að fylgja læknin- um, þegar hann kæmi, en hann var á leiðinni yfir hálsinn með Öskari Áskelssyni á Bassastöðum. Bauðst ég þá til að biða og fylgja honum, þegar hann kæmi, því ég treysti mér til að rata, þótt veður versnaói, þar sem ég var kunnug- ur leiðinni og hægt að fara með sima mest alla leiðina. Vissi ég, að hin mesta nauðsyn var, að læknir væri sem fyrst til staðar, ef ein- hvers skyldi þurfa við. Héldu svo hinir af stað. Var nú kominn svælingsbylur og útlitið allt annað en glæsilegt. Fannst mér biðin löng eftir lækn- inum. Kom hann þó, eftir á að gizka hálfan annan tima, og lögð- um við þá þegar af stað. Veður fór nú aftur heldur batn- andi, en ófærð var töluverð alla leið. Læknirinn gekk á skíðum, en ég var skiðalaus og bar læknis- töskuna. Er við fórum niður hall- ann niður i Goðdalinn, skrikaði lækninum fótur á svellbunka og datt hann niður í grjót, sem þar var, og varð handleggur hans fyr- ir högginu. Hann bar sig hálfilla eftir byltuna, og spurði ég hann, hvort hann héldi, að handleggur- inn hefði brotnað. Hann sagðist ekki vita það. Hann væri alveg máttlaus. Mér leizt nú ekki á blik- una, en þetta lagaðist þó að nokkrum tima liðnum, og sagði læknir, að handleggurinn mundi óbrotinn, því nú væri mátturinn óðum að færast i hann aftur. Var svo ekki meira um þetta talað. Ég var orðinn nokkuð slæptur, er við komum fram eftir, því taska læknisins og frakki sigu töluvert i. Við fjárhúsin niðri á túninu stóðu þrír menn. Við spurðum þá strax frétta. Þeir sögðu, að búið væri að finna hús- bóndann, Jóhann Kristmundsson, og væri hann á lifi, og Jónas, sem væri dáinn, og yngsta barn Jóhanns, Ásdísi, 2 ára, líka dáið. Hitt væri ófundið, en sjö manns voru á heimilinu. Er við komum inn i fjárhúsin, varð sjón sögu rikari um það, sem hér hafði gerzt. 1 einni jötunni hafði verið búið um Jóhann til bráðabirgða. Virtist hann vera með fullu ráði, og þegar hann kom auga á mig, heilsaði hann mér strax og virtist hann vera skýr í máli. Jónas lá í sömu jötu, framar, og var hann orðinn stifur og kaldur. Arngrimur í Odda sagði, að þeir hefðu lengi reynt • á honum lífgunartilraunir án árangurs. Læknirinn hreyfði við honum, hristi síðan höfuðið og lét hann liggja kyrran. Fór hann síðan að skoða Jóhann. Voru tvö sár opin á likama hans, og kalinn var hann á höndum og fótum. Báðar voru hendur hans bólgnar og blóðrisa. Hann hafði verið að reyna að rífa frá sér með þeim, meðan hann haföi mátt á því, en steinveggur- inn orðið fyrir höndum hans. Jóhann gat sagt frá því, hvernig slysið bar að og hvenær, en ekki heyrði ég hann sjálfan segja frá því. Vil ég segja frá því eins og ég heyrði það. Það hafði verið á sunnudaginn 12. desember, sennilega eitthvað eftir að útiverkum var lokið um klukkan sjö um kvöldið, að fólkið var allt í eldhúsinu, nema Jónína gamla Jóhannsdóttir, sem sat á rúmi sínu í næstu stofu. Fólkið var nýbúið að drekka kaffið. Úti var öskrandi bylur, eins og fyrr er sagt. Jóhann lá á bekk við þá hlið hússins, er frá fjallinu sneri. Kona hans, Svanborg Ingi- mundardóttir, var þar skammt frá honum, en Guðrún Jóhannsdóttir var við eldavélina. Hún var eldri kona, móðir Jónasar og föðursyst- ir Jóhanns og mín, sem þetta skrifa, þvi hún og feður okkar voru systkin. Jónas var hjá Ásdísi litlu, sennilega á eldhúsborðinu við gluggann. Svanhildur litla, sjö ára telpa, var þarna lika i eldhús- inu. Þarna voru þau nú öll saman og áttu sér einskis ills von. Þá heyrir það allt í einu þungan nið. Jóhann leit þá upp og skildi strax, hvað um var að vera. Ætlaði hann að fara að segja fólkinu, hvað þetta væri, en hafði ekki tima til þess. Snjóflóóið var komið áður, malaði húsið sundur og fyllti hverja smugu með snjó, er var samanþjappaður eins og harðasti gaddur. Var nú hver maður klemmdur i grjóti og gaddi, þar sem hann var staddur. Úti geisaði stórhríðin og hvergi hjálpar að vænta fyrir fólkið, sem statt var í þessari miklu neyð. Ég kom mjög sveittur af göng- unni og kólnaði fljótt á meðan ég beið í fjárhúsunum. Fór ég þá út eftir nokkurn tíma og gekk fram að rústunum, þar sem nokkrir menn voru að vinna, að grafa með gætni hinn harða snjó. Enn voru fjórar menneskjur ófundnar. Þarna voru að verki mágar minir tveir, þeir Benjamín og Andrés, synir Sigurðar á Eyjum, og nafn- arnir Bjarni Loftsson frá Bólstaö og Bjarni Jónsson frá Asparvik. Þessir menn voru staddir á Skarði, er fréttin um slysió barst þangað með Halldóri. Ennfremur voru þarna Einar Jóhannsson frá Bakka og Pétur Askelsson frá Kaldrananesi. Allir þessir menn höfðu brugðið fljótt við, er þeir fengu tiðindin. Þarna var líka Ingimundur Ingimundarson frá Svanshóli, bróðir Svanborgar, konu Jóhanns, og Númi bróðir minn og þeir fleiri, sem honum fylgdu frá Skarði, þegar ég varð þar eftir sem fyrr getur. Ég fékk mér nú skóflu og fór að grafa með henni. Komst ég þá að raun um, hvað snjórinn var harð- ur, og gat ég ekki skilið, hvernig nokkur maður gæti lifað stund- inni lengur i slíkum gaddi. Sýndu þeir mér, hvar Jóhann hafði ver- ið. Hafði hann haft dálitið svig- rúm til að hreyfa líkamann að ofan, en fætur hans voru svo fast- ir, að þá mátti hann hvergi hræra. Jónas fundu þeir strax, er þeir komu að húsinu, þvi að á höfuó hans sást út um eldhúsgluggann. Var hárið kalið af höfðinu og skein þar i auðan blett, en svo var hann fastur, að það tók þá mjög langan tima að losa hann úr fönn- inni og þvi braki, er klemmzt hafði að honum. Jóhann hafði getað talað við hann fyrst eftir að slysið varð, og hafði Jónas sagt, að það yrði að bjarga litla barninu undir eins, ef það ætti að geta lifað. Einnig hafði Jóhann heyrt i fleiru af fólkinu. Kona hans hélt hann, að lægi skammt frá fótum sinum, þvi hann hafði heyrt til hennar þar. Reyndist það rétt, að hún var ekki langt frá honum, er hún fannst, en þó var dálítió bil á milli þeirra. Steinveggurinn lá i stórum hlutum á gólfinu. Þetta hefur sennilega verið skilveggurinn, og var ekki gott að glöggva sig á, hvað var eldhús eða stofugólf. Einn hluti veggjarins hafði fallið yfir rúmið, sem gamla konan hafði setið á, og klesst hana undir sér. Var Jónina stirðnuð undir veggnum, þegar hann hafði verið fjarlægður. Eg horfði á, þegar það var gert, og held ég að hún hafi dáið fljótt undir sliku fargi. Sama var mér sagt um Guðrúnu, af þeim, sem hana fundu, að hún hefði dáið fljótt. Um hitt, sem dó, er öðru máli að gegna, og er mikií raun til þess að hugsa. Ég fór með sængufötin niður i fjárhúsin nokkru eftir að Jónina var borin niður í húsin, og fór ekki til baka eftir það fyrr en allt fólkið var fundið. Komnir voru þá það margir menn að grafa, að fleiri komust ekki að, svo að ekki sýndist þörf á að vera þar lengur. Þegar ég kom í fjárhúsin aftur, fékk ég mér kaffisopa, þvi á prím- us logaði. Var þar a boðstólum heitt kaffi handa hverjum sem hafa vildi. Hafði verið hugsað fyr- ir því frá næstu bæjum. Ingi- mundur Magnússon, frændi minn, var þar hjá Jóhanni og lik- unum. Féð hafði verió fært úr næstu görðum við jötuna, sem Jóhann var i. Jóhann var í svefn- móki oftast nær, en þegar talað var við hann, vaknaði hann, og virtist þá með fullri rænu. Sýndi ■hann af sér hinn mesta kjark og stillingu, enda búinn að liða mikl- ar andlegar sem likamlegar þján- ingar. Má ætla, að hann hafi verið orðinn dofinn bæði á sál og lík- ama. Aldrei kvartaði hann, en sagði alltaf, að sér liði vel, er hann var um það spurður. Ingi- mundur bað mig að vera inni hjá honum á meðan hann færi frá. Hann var með Arngrími i Odda að búa til sleða úr borðum, til að draga líkin á, þegar þar að kæmi. Læknirinn var farinn fram eftir til að sjá rústirnar. Ég var þvi einn inni hjá Jóhanni um nokk- urn tima. Hann virtist sofa og ekkert heyrðist til hans. Svo kom Ingimundur aftur, og við fórum þá að hjálpast að við að ná niður borðum, sem bundin voru upp i fjárhúsunum, og raða þeim þann- ig yfir jötuna, að hægt væri að leggja likin á þau jafnóðum og þau fyndust. Nú kom læknirinn aftur, en ekki hafði hann lengi verið hjá okkur, þegar allt í einu var kallað á hann að koma strax, sem hann þegar gerði. Eftir nokkra stund komu þeir Benjamin og Andrés með eldri telpuna hans Jóhanns, Svanhildi, og lögðu hana í jötuna, höfðamegin við föður hennar. Læknirinn fylgdi á eftir. Hún var iifandi, og leit á okkur stórum, skærum augum, en virtist þreytt og lagði þau aftur við og við. Hún var rjóð i kinnum og virtist draga vel andann. Læknirinn hlustaði hana og virtist hinn vonbezti. Mér fannst líka eins og myrkuþung- inn, sem grúfói yfir þessum stað, léttast örlítió við að sjá hið fallega barn koma svona lifandi úr hjarn- inu með pabba sínum, en þetta var tálvon ein, sem brátt kom í ljós. Læknirinn færði hana nú úr fötunum og athugaði kal á likama hennar. Útlimir hennar voru dofnir af kulda og streymdi ekk- ert blóö um þá. Hún var öll blaut, þvi hún hafði legið i bleytu. Læknirinn bað um hlýja og þurra skyrtu til að færa hana i. Ymsir buðust til að fara úr skyrtum sín- um, en Arngrímur, móðurbróðir telpunnar, sagðist hafa hlýja prjónaskyrtu, og var hún færð i hana. Síðan sprautaði læknirinn einhverju styrkjandi lyfi i hand- legg hennar. Hún virtist ekki hafa mátt til að tala, þótt á hana væri yrt, en hún horfði á okkur, sem yfir henni vorum, til skiptis, og enn dró hún andann, djúpt og rólega. Það var reýnt að mata hana á volgu ' Framhald á bls. 11. Eftir nokkra stund var komið með Svanhildi, eldri telpuna og var hún lifandi. Hún var lögð i jötuna hjá föður sinum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.