Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 8
Goðdalur ! Strandasýslu. Myndin er tekin eftir snjóflóðið, enda er bærinn ! rústum. Þaö var sunnudaginn 12. desember 1948, að ég vaknaði við það um morguninn, að kominn var aftaka bylur, frost töluvert og veðurhæð afskapleg. Bleyta hafði gengið áður og frost þar á eftir, svo að hjarn var á og svellrunnið viða, er veður þetta gerði. Storm- urinn var strax svo mikill þennan dag, að þrátt fyrir það, að lausa- mjöll var lítil til að skafa i upp- hafi, var bylurinn tvímælalaust sá svartasti, sem komið hefur siðan ég fluttist hingað á Brúará vorið 1941. Veðurhæðin var það mikil, að ég ætlaði varla að komast út i vík þá, er Fúlavik er kölluð, og er hér spölkorn fyrir utan bæinn, til að gæta að tveim kindum, sem mig vantaði kvöldið áður. Daginn eftir var auðvitað engu eða litlu betra, og entist það svo allan þann dag. En á þriðjudags- morgun var veðrið orðið töluvert betra og fært fyrir karlmenn milli bæja. Þó var svælings bylur. Á miðvikudaginn var hríðar- veður, en hæglátur fremur. Ofan- kafald mikið og skafmoldrenning- ur með jörðu. Þennan dag talaði Páll Guðjónsson á Eyjum við mig um að fara yfir að Kaldrananesi og sækja baðlyf í fé, sem baða átli strax og mögulegt væri. Lögboðin kláðaböðun stóð þá hér yfir, og var búið að baða fyrri böðun, en sú síðari þurfti nauðsynlega að fara fram þessa dagana, svo að hægt væri að ljúka henni á öllum bæjunum fyrir jólin. É_g sagðist mundu fara, ef Magnúsi í Reykjar vik þætti fært yfir fjörðinn með mér. Hringdi ég síðan til hans nokkru á eftir, og taldi hann ekki meira en fært að fara, og einnig vildi hann ekki láta baða fé sitt í sliku veðri. Um kvöldið skánaði veðrið heldur og talaði þá Magnús við mig aftur og sagðist skyldu fara yfir fjörðinn með mér þá strax, ef ég vildi. Mér þótti það hins vegar of seint, en sagðist skyldu koma snemma næsta dag, ef þá -yrði vænna veður. Þannig var veðrið þessa fjóra daga, frá þeim 11. til hins 16. des. 1948. Fimmtudaginn 16. desember fór ég á fætur með fyrstu skímu og hélt inn að Reykjarvík. Þá var veður heiðbjart, logn og frost, þó ekki mjög mikið. Við Magnús fór- um síðan yfir að Kaldrananesi — sem ráðgert var —, og er við komum aftur að Reykjarvík, var Páll þar kominn og Númi bróðir minn með honum til að baða hjá Magnúsi, erj, ég hélt strax heim með byrði nókkra. Var ófærð alla leið. Þegar ég kom heim, fór ég strax að sinna gegningum, því skepnur voru allar inni. Að því loknu fór ég inn i eldhús til fólks- ins. Þá verður mér gengið að sím- anum, og heyri ég þá, að Ragn- heiður Benjamínsdóttir á Bakka er að tala við Ingimund Guðmundsson á Kaldrananesi. Heyri ég, að hún segir: „Það er voðalegt að heyra þetta frá Goð- dal.“ — Ingimundur játar þvi, en ekkert sögðu þau um þetta meira. Eg sný mér að konu minni og spyr: „Inga, hefur þú frétt nokk- uð alvarlegt úr símanum?“ — „Nei,“ sagði hún með hræðslu- svip, þvi að hún sá, að mér var brugðið. Ég sagði þá með hægð við hana því að hún var barnshaf- andi og komin langt á leið: „Það er kannski ekkert, góða min. Það var verið að segja að það hefði eitthvað komið fyrir í Goðdal. Ég veit ekki, hvað það er, kannski komið snjóflóð á skepnur eða eitt- hvað þessháttar. Ég vona bara, að það sé ekki fólkið, sem orðið hef- ur fyrir þvi.“ Meðan við erum að tala um þetta, er hringt á Brúará. Er það Matthias Helgason á Kaldrana- nesi. Er við höfum heilsazt, spyr ég hann strax frétta. „Já, það eru slæmar fréttir frá Goðdal,“ segir hann, „það hefur komið snjóflóð á bæinn. Pósturinn kom þarna í dag og sá, að húsið var i kafi í fönn ekkert lífsmark að sjá.“ — „Þetta er voðalegt að heyra,“ sagði ég. Fór þá Ragnheiður á Bakka að segja mér, að Halldór Ölafsson, sonarsonur hennar, sem fór með póstinn fram í Goðdal, hefði séð einhvern part af húsinu upp úr fönninni, Iíkt og það hefði brotn- að. Ennfremur sagði hún mér, að menn frá Skarði, sem þar voru staddir, er fréttin kom, væru farnir fyrir nokkru fram eftir, og Matthíassagði, að sex menn væru að leggja af stað frá Kaldrana- nesi. Ég fór þá úr simanum og sagði við Ingu: „Ég verð að fara tafarlaust fram að Goðdal. Snjó- flóð hefur komið á fólkið, og eng- inn veit, hvenær það hefur orðið. Þú verður að vera ein heima með' börnunum og reyna að vera róleg, vina min.“ Hún vildi ekki, að ég færi, því að hún vissi, að ég var óhraustur, en ferðin löng og erfið, því mikil ófærð var. Ég sagði henni, að ég hefði engan frið heima, þar sem Jóhann frændi minn og fólkið hans væri grafið i fönn. Ég yrði því að fara. Ef ég gæfist upp á leiðinni, mundi ég fara á þann bæ, er næstur væri, og hvílast þar. Hún féllst þá á þetta og sagðist skyldu vera róleg. Ég kvaddi svo i skyndi og fór eins og ég stóð. Þegar ég kom að Reykjarvík, voru þeir Páll að enda við að baða. Við fórum heim og drukk- um kaffi í flýti, og síðan héldu þeir Páll og Númi með mér. Veð- ur fór þá versnandi og alltaf var ófærð. Ofankafald var ekki mikið, en skafrenningur og fór harðn- andi. Siðan kom myrkrið. Er við komum að Asmundarnesi, fór ég inn í dyrnar og spurði, hvort eitt- Sigurður Rósmundsson SNJ0- FLOÐIÐ íGOÐDAL 12. desember 19U8 Frásögn þessi var skráð aðeins fáum dögum eftir aðkomurwb og höfuvdurinn tók sjálfur þátt í björgunar- starfínu hvað hefði frétzt, en þvi var neit- að. Héldum við svo áfram. Er við vorjjm rétt komnir að Svanshóli, mættum við Áskeli Jónssyni á Kaldrananesi. Kom hann frá bæn- um. Hann sagði okkur, að búið væri að finna einn manninn, Jónas Sæmundsson, og hefði hann verið með dálitlu lifsmarki. Meira vissi hann ekki. Þetta voru þung tíðindi fyrir okkur. Varð nú ótti minn að vissu. Bjóst ég nú við, að enginn væri á lífi. Fólkið i Goðdal var allt mér náskylt, en hefði þó ekki svo þurft að vera til þess að þetta hræðilega atvik fengi mjög á mig. Ein hugsun var þó mest ráðandi hjá mér sem öllum hinum: að halda fram ferðinni, ef vera kynni, að maður gæti orðið að einhverju liði. Heima á Svanshóli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.