Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 16
Hver þakkar
Leino?
Framhald af bls. 10
ið forsætisráðherra, hafi hann
viljað, að hann læsi yfir ræður
sinar og ræddi við sig um efni
þeirra. 1 öllum mikilvægum
sendinefndum, sem komu fram
fyrir hönd Finnlands á þessum
árum, var Leino sjálfsagður mað-
ur. Hann naut trausts Paasikivis.
Það voru ekki margir, sem
kynntust Paasikivi náið. Og ekki
heldur Leino. Síðasta timann,
sem Mannerheim var forseti, var
það i reyndinni Paasikivi, sem
annaðist embættið. Hann beið eft-
ir þvi, að marskálkurinn segði
endanlega af sér embættinu, en
það dróst og Paasikivi fór að
verða óþolinmóður.
— Hann ætlar ekki að fara,
helvizkur, sagði Paasikivi við
Leino.
Mannerheim, marskálkur, sagði
ekki af sér, fyrr en Savonenkov
frá eftirlitsnefndinni veturinn
1946 heimsótti hann á sjúkrabeði
og — eftir þvi sem Savonenkov
sagði Leino —tjáði honum berum
orðum, að þess væri óskað, að
hann segði af sér. 1 fyrstu svaraði
Mannerheim ekki neinu, heldur
fór að tala um allt aðra hluti. Það
var ekki fyrr en Savonenkov
hafði kvatt og var á leió til dyra,
að marskákurinn bað hann að
koma til baka og sagði honum þá,
að hann myndi segja af sér.
Paasikivi var siðan kjörinn for-
seti 9. marz 1946.
En hver átti þá að mynda
stjórn?
Paasikivi fól fyrst Eero Vuori,
þá Kekkonen og síðan Yrjö Leino
að mynda stjórn. Kekkonen var
þó sá eini þremenninganna, sem
gerði alvarlega tilraun til að
mynda stjórn, en hún strandaði á
andstöðu alþýðubandalagsins,
DFFF, sem studdi Leino. Loks
varð samkomulag um alþýðu-
bandalagsmanninn Mauno Pekk-
ala, sem áður hafði verið í flokki
sósialdemókrata. Lengra til
vinstri varð ekki komizt. Með
bróður sínum Eino og Yrjö Leino
setti hann siðan saman stjórnina.
Paasikivi hafði verið í allmikl-
um vafa, þótt hann léti svo tilleið-
ast að fela Pekkala stjórnarmynd-
un. Þegar átti að skipa sendiefnd,
sem fara skyldi á friðarráðstefn-
una í París 1946, sagði Pasikivi
hreinskilnislega:
— Ég held ekki, að Pekkala sé
heppilegur sem formaður friðar-
sendinefndar. Ég sting upp á
Enckell, utanríkisráðherra.
1 bók sinni segir Leino: „Pekk-
ala reis snöggt á fætur og gekk
inn í hliðarherbergi. Þegar hann
kom aftur eftir smástund — hann
hafði greinilega fengið sér hress-
ingu úr pelanum, sem hann alltaf
hafði i bakvasanum — sagði hann
með þunga:
l'lKWiimii If.f. Arvakur. Rrvkjadk
Kramkt.sij.: Ilauldur Strinssun
Rilsljiiritr: Nalibbs Jnhmnnsrn
Sl>rmir <»unnarwon
RiUlj.fllr.: lilsli SiuurAssun
AucKsinuar: Arni Larðar Krisfinssun
Rifsijúrn: \9aMrrliK.SImi IftlOft
— Nú, af hverju valdi forsetinn
ekki Enckell sem forsætisráð-
herra, úr þvi að hann er nú einu
sinni svo ágætur maður?“
Eftir miklár umræður varð svo
Pekkala formaður sendinefndar-
innar, en Enckell varaformaður.
I ágúst fór nefndin til Parísar.
Leino segir frá samtali Pekkala
og Vysjinskijs i matarveizlu, þar
sem Pekkala fór einfeldnislega
inn á hinar miklu hreinsanir
Stalíns á fjórða áratugnum, en þá
var Vysjinskij hinn opinberi
ákærandi.
— Merkilegt er það, sagði Pekk-
ala með undrunarsvip, að slíkum
þorpurum skyldi takast að komast
alla leið í æðstu stöður.
Leino leit spenntur á
Vysjinskij, sem sat beint á móti
honum við borðið. Hann varð
vandræðalegur á svipinn sem
snöggvast, andvarpaði og sagði
með fjarrænu augnaráði:
— Já, mér fannst það merkilegt
líka... En þegar maður rannsak-
aði málið til hlitar, þá reyndust
þeir sekir þrátt fyrir allt.
Á ieiðinni til Parisar var komið
við í Stokkhólmi, og þar vildi
Pekkaia einhverra hluta vegna
endilega horfa á sirkus, og sendi-
ráðinu var falið að útvega miða.
Það er eins og tekið úr pólitiskri
revýu, en staðreyndin er sú, að á
leið sinni til Parisar til að stað-
festa friðarsamninga Finnlands
og bandamanna komu forsætis-
ráðherra og innanríkisráðherra
Finnlands við í cirkus í Stokk-
hólmi og furðuðu sig á fakírum,
sem stungu nálum í gegnum kinn
arnar.
10. apríl 1947 varð enn stjórnar-
kreppa, er bændaflokkurinn dró
ráðherra sína úr stjórn Pekkala.
Fyrst fól Paasikivi Tuomioja og
siðan Leino að gera tilraun til
stjórnarmyndunar. Leino ræddi i
fjóra daga við sósialdemókrata og
bændaflokkinn, en svar þeirra
var — að hans sögn:
— Við höfum ekkert á móti
yður persónulega, en við munum
ekki taka þátt í ríkisstjórn undir
forustu kommúnista.
Auk þess hefðu Rússar aldrei
samþykkt mig þá, sagði Leino.
Eftir 42ja daga þóf varð endirinn
sá, að stjórn Pekkala var áfram
við völd.
Það kom sumar, og Finnland
afþakkaði Marshall-aðstoðina.
Fyrst eftir að svo hafði verið gert,
þóknaðist Sovétríkjunum að stað-
festa friðarsamningana. Það var
ekki fyrr en 15. september 1947.
11 dögum síðar fór eftirlitsnefnd-
in úr landi og þjóðinni létti, þótt
hún hefði aldrei vitað, hve gjör-
samlega hún hefði stjórnað Finn-
landi í reynd.
Leiörétting
f GREIN mtna „Hringurinn" t Lesbók
Morgunbtaðsins 11. — 12. tbl. Þ.á.
hafa því miSur slæðzt nokkrar prent
villur og eru þessar helztar: I upphafi
greinarinnar segir að vi8 höfum veriS
þrjú saman en vorum fjögur eins og
Ijóst er af samhenginu. f 4. dálki
neSst á bls. 6 f 11. tbl. hefur falliS úr
llna. Setningin á a8 vera þannig:
„Vi8 feSgarnir vorum einn dag um
kyrrt t Þverárdal og fórum þá fram I
Svartárdal. alla Iei8 til hinnar vt8-
kunnu Stafnsréttar", o.s.frv. f 12.
tbl. er meinleg villa f 2. dálki á bls. 6,
þar sem stendur a8 OddsskarS só
1666 m. á hæ8. á auBvitaS a8 vera
um 660 m. e8a eftir nýjustu mæling-
um rúml. 700 m. sbr. Artoók FerSafá-
tagsins um AustfjarSafjöll. Nokkrar
aSrar prentvillur eru f greininni en
flestar smávægilegar.
Jón Bjömsson.
Mildur?
*
Já,en
niatarleirar.
Palmolive-uppþvottalögurinn
er mjög áhrifamikill og gerir
uppþvottinn Ijómandi hreinan og
skínandi - jafnvel þóttþérþurrkið
ekki af ílátunum.
Jafnframt er efnasamsetningin
í Palmolive þannig, að hann
BmM"1 oppvask-*®*™ ....... - - -•
■w miídr,4iK'^TÍ er mjög mildur fyrir hendurnar.
mot hendonr, t Prófið Sjálf...
& •
mw
jQne
KWm
Palmolive í nppþvottinn
■
M ’ V ■
t
mm
Igp
i^TTlTIÍWfflMlllH.... iiFl
OPPVASK
m
II
ÍP
® I I M b £.*,
f *sí. . sík *■ ■
'■ ; í9 4 r «, t; i
mSm
, *'■ ISfifepaSW