Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 7
VIND- ORKA SOLAR- ORKA VÉLRÆN- ORKA RAFORKA ORKU GEYMIR ORKA & LJOS HITATAP |kæling/hitun /UNDIR-1 bOningui LfÆÐU > ELDUN HREINSUN IÖFNÚN" FILTERING VATNS ROTNUN Algengt að sjá feðurna klæða börnin. geró, sem einnig tekur vió grasi og leifum plantna. Þaöan er unn- ið gas, sem notað er til cldunar. A milli innigarðsins og íbúðar- innar eru opnanlegir einangrandi veggir, sem loka má í frostum. Sömuleiðis er unnt að loka af að utanverðu öllum gluggaflötum hússins með einangrandi lokum. Húsið sjálft er reist úr stálbit- um, sem klæddir eru að mestu með gleri til suðurs, vesturs og austurs. Norðurhliðin er hins veg- ar úr 60 cm þykkum múrvegg, bæði til að stlfa bygginguna af og eins til að safna í hann hita yfir daginn og bæta andrúmsloft, raka innirýmisins. Grunnflötur húss- ins er 100 fermetrar og rúmmál 600 rúmmetrar. Ibúðin sjálf er lítil um það bil 80 fermetrar og garðurinn er 50 fermetrar með 6 metra lofthæð. Garðurinn er liður í þeirri áætl- un aö gera íbúa hússins óháða, en þar geta þeir ræktað eigið græn- meti lengri tfma á ári en ella. Hann er talinn einn af meginkost- um hússins út frá notkunarsjón- armiði. Án efa getum við Islendingar notfært okkur ýmislegt af þeim hugmyndum, sem fram koma í orkuhúsinu. Það sem beinast iigg- ur við að nota hór eru vindrafal- arnir, en öll þekkjum við raf- magnsleysið á miðjum vetri sem er að verða óþægilegur árlegur viðburður vlða um land. Nútima vindrafall er stórt stökk frá þeim vindrellum, sem áður fyrr voru notaðar hér viða um land. Á myndinni af Kkaninu er sýndur nýr rafall, sem NASA, Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna hef- ur þróað. Aðalkostir hans eru vindgildra (hvíti kassinn á miðj- um ásnum), sem er eins konar jafnvægihjól fyrir snúningsás- inn og lætur hann snúast f minnstu golu. Blöðin þrjú, sem snúa svo ásnum eru þannig útbú- in, að þau breyta um skurð eftir vindhraða. Rafallin snýst því Að ofan: Skemamynd af kerfum orkuhússins. þar sem tiltæk orka er nýtt til hins ýtrasta. Til vinstri: Þverskurður af orkuhúsinu. Á þessari teikningu er þó sýnd eldri gerð vindrafstöðvar á þakinu. Sú sem sést á myndinni á bls 6 er nýrri og fullkomnari. Að neðan: Neðri hæð hússins, þar sem sólarhitanum er stjórnað með einangruðum renniveggjum. ávallt með sama hraða og yfir keyrir sig ekki. Annað, sem liggur beint við að nota hér á landi, er innigarður- inn, sem tengist Ibúðinni. Að skaðlausu mættum við lengja uralDesign). okkar skamma sumar og garð; prýði með hituðum glcrhúsum beinum tengslum við aðrar vistai verur. (Þýtt og endursagt úr Architee Framhald af bls. 4 ara. Úrsula skrifaði barnabækur, sem margar urðu vinsælar, m.a. Litli tréhesturinn, en sú bók var þýdd á íslensku. Hún var í smíð- um á meðan Áslaug dvaldi á heimili höfundar. Hefur það ef til vill átt þátt i að beina huga ungr- ar stúlku að viðfangs- og hugðar- efnum barna. Síðan lá leiðin til Bandarikj- anna til náms í barnauppeldi, eins og fyrr var getið. En um svipað leyti fór systir hennar, Valborg Sigurðardóttir, einnig þangað til náms i uppeldisfræðum. En hún hefur sem kunnugt er verið skólastjóri Eóstursskólans frá stofnun hans. Mikið áræði og áhuga hefur þurft til að leggja upp í sjóferð alla leið til Bandarikjanna á ófrið- arárum, til að leita sér menntun- ar. — Um annað var ekki að ræða, segir Áslaug. Á þeim tima voru Norðurlönd lokuð og ekki i annað hús að venda. — Hafðir þú enga löngun til að dvelja lengur í Bandarikjunum þegar námstímanum var lokið? — Eg hefði kosið að vera leng- ur. En hvorttveggja var að ég vissi að þörf var fyrir starf mitt heima og einnig hafði móðir mín áhyggjur af, að mér mundi dvelj- ast lengur en ég ákvað i upphafi. Ein ástæóa enn var til þess að heimferð var ekki frestað lengur en nauðsynlegt var. Svo undar- lega vildi til, þegar Áslaug var á leið til Bandarikjanna, að einn skipverja, sem hafði kynnt sér lófalestur, spáði þvi að einhvern tima mundi hún lenda í sjóslysi en bjargast þó naumlega. Ekki lagði hún mikinn trúnað á þessa spá, en gleymdi henni þó ekki. Með það i huga að spáin ætti sér nokkurn aldur, taldi hún öruggast að komast sem fyrst heim. Hún tók þvi fyrstu ferð, sem bauðst og hélt heimleiðis með Goðafossi. Þegar tveggja tima sigling var til Reykjavíkur, eftir nær rnánað- ar ferð í skipalest, varð skipið fyrir tundurskeyti frá þýskum kafbáti og sökk á mjög skömmum tima. 1 blaðafregnum frá þeim tíma segir: Af komust 17 skipverjar og tveir farþegar. Annar þeirra var Áslaug Sigurðardóttir. — Ég hafði gert tilraun til að flýja örlög min, segir hún, en í stað þess komst ég að því, að þau verða ekki umflúin. Þurfður J. Árnadóttir. SOLAR GEISLUN HAR HITI VARMAD/ELA ÖNNUR ORKA RYMISHITUN T:.H...... I I í 1 I I 1 ! I. liiJ ! 11.1,1 1 h m i I jUL^ORGANGSHITlt^^^^^n! j. j 1; 1 1 j Jsf | j J I 1 j 1.1 j| I Hí | INNÖNDUN ---V---0TÖNDUN í FÆÐU- \ ■ 1 HITATAP ••••••• ^M B STARFSEMI FÆÐU- FRAMLEIÐSLA FÆÐA ABURÐUR VATN LJRGANGUR VATNSHITUN • ENDUR- VINNSLA HITA URGANGS DREIFING ^Í __ _ FÖST EFNI j LAGERING ROTÞRO AÐSKILNAÐUR h 111 f I i i n H ii 11 iii i ii 111 k 11 í *ii n 111 n rn i í m i u ■H Hl SKEMAMYND AF ÖLLUM KERFUM ORKUHÚSSINS rninr HITI '7'y FÆÐI Hi LfFRÆN ENDURVINNSLA LOFT VATN [Tff | GAS VELRÆNT RAFMAGNS ] VATNSTANKUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.