Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Blaðsíða 12
Brim gnýr vid hleinar og vindurinn þýtur fyrirstöðulaust yfir gráföla, gróðurvana útnesja- auðn. Yfirbragð landsins er úfið og óvingjarnlegt. Bifreiðin — litla hagamúsin, sem hann Guð- mundur Karlsson hefur lánað mér, er ótrúlega viðfeldinn farar- skjóti og þræðir af kunnáttusemi hraungjóturnar suður eftir Vatnsleysuströndinni. Og fyrr en mig varir er Keflavík — nýríkur bær — norðan undir Miðnesheiði komin í ljósmál og svo að baki. A ströndinni utan við Lciruna er fjölbýlishús í fæðingu. Þar eiga samastað margir athafna- samir útvegsbændur og sjófara- menn, og annað það fólk, sem um drífur dögg hafsins og með starfi sínu stendur að stórum hlut undir lífsafkomu þeirra er þetta land byggja. En þótt Ijóst sé, að umsvifamikil verkönn dags og nætur er hér mest áberandi lífs- mynd, þá er það ekki sá þáttur, sem mér er efst í hug þennan hrímkalda haustdag. Ferð minni er heitið á fund konu, sem mér hefur verið tjáð að sé leiðbein- andi þeirra Garðsverja hvað bóka- val snertir og að þeir láti sér vel líka ráðgjöf hennar. „Hún Una," sagði fólkið. „Hún sér um bókasafnið með honum Sigurbergi." Sigurbergur? „Hann er vitavörður í Garðskagavita. Hún Ásdis, konan hans, er skáld- mælt og Ijóðelsk." Lna? — Eg er forvitinn. Mér finnst tónfallið í rödd fólksins breytast, þegar það minnist á þessa konu, mildi og hlýju andar frá vörum þess. Yzt úti við ströndina, skammt frá vörinni stendur lítið og snot- urt hús. Auðsjáanlega byggt á þeim tíma sem fólkið sneið sér stakk eftir vexti og taldi meira virði að eiga öruggt athvarf en vagga sér á völtum og vafasömum veldisstóli. Húsið er ákaflega lít- ið, og miðað við tfmans hætti, sýnist ekki líflegt að bak við þess- ar dyr búi áhugaverðari og sterkari einslaklingur en víðast annars staðar, scm leið mín hefur legið um götur hins rísandi fjöl- býlis. Eg ,geri vart við mig. Dyrnar opnast og móti mér kemur lágvax- in kona nokkuöyfir miöjan aldur. Hún réttir mér hlýja hönd og horfir á mig björtum augum. Eg geri grein fyrir sjálfum mér og erindi minu. „Já, vertu vel- kominn. Ég vissi að þú varst á feröinni." Og svo er mér boöið inn í hlýja stofu og til sætis í notaleg- um stól. Þarna er hvorki hátt til lofts né vítl til veggja, en þaö er smn birtan og ylurinn sé alls ráð- aiidi og grár haustfölvinn íjarlæg- ist umhverfi og og innri þanka. k.onan er mér framandi. Viö höf- um aldrei hitzt fyrr — Og þó finnst mér ég vera i vinarhúsi. Síöan þetta var er nú senn liö- inn aldarfjóröungur, og ennþá eru fyrstu áhriíin af heimsókn- inni til Lnu i Garóinum fersk í vitund minni. Aldrei fer ég svo um Suóurnes aö mér íinnist ég ekki eiga til hennar erindi. Ekki endilega til aó íjalla um bækur, enda þótt hún sé rnikill bókaunn- andi og eigi vandaðan bókakost og vel meó íarinn. Erindió er fyrst og fremst þaó aó vera gestur kon- unnar i litla húsinu og njóta © „Þú hefur séö bókina?" „Já, en hvernig stendur á þvi, aó öll þessi ár, sem vió höfum þekkzt skuli ég aldrei hafa heyrt þig minnast á dulvitundarhæfi- leika þína?" „Hefur þú nokkurn áhuga á þeim efnum, góði minn? Eg hef ekki orðið þess vör og við höfum haft um nóg annað aó tala." Jú, þetta var alveg satt. Ég hafói aldrei haft neinn verulegan áhuga á aö skyggnast aó tjalda- baki þessa lífs, sem skynvitund min þekkir, og alltaf talió óvissar þær fregnir, sem þaöan voru sagð- ar koma. En kynni min af kon- unni úti á Garðskagaströndinni, og þær frásagnir, er ég nú haföi lesió i bók hennar, hlutu aó leiða til þess, aö ég hugleiddi þau mál á annan hátt en áóur. — Og hvað var svo markvert i þessari bók? Ég leyfi mér að taka hér upp tvo stutta kafla: „Fóstra mín hafði þannn siö aö kveikja seint á vetrarkvöldum. Sat hún þá og prjónaói og sagöi okkur systkinum sögur eða raul- aði rímur, því nógu var af að taka af þvi tagi hjá henni. Eftir að ég fór aö fá svolítið vit, hlakkaði ég til þegar fór að dimma og við settumst hjá fóstru minni. Ég hlakkaói ekki eingöngu til aö hlusta á sögurnar eöa kvæðin heldur til aö sjá alla dásamlegu litina, sem þá bar fyrir augu mín, helzt ef ég hafði þau aftur. Það voru eins og langir þræðir af gul- um, grænum, rauóum og bláum litum og stundum blandaðist þetta allt saman með mjúklegum hreyfingum og margskonar lög- un. Gleymi ég aldrei þeim dýröar- heimi lita og feguróar, sem ég dvaldi þá i. Ef ég var spurð aö því hvers vegna ég væri svo kyrrlát, svaraði ég aðeins: — Ég er aö sjá. Eitt sinn er ég var sex ára bar svo til er ég var háttuö í rúmiö mitt á vetrarkvöldi og fóstra mín var að lesa i einhverri sögubók, aö mér fannst allt í einu hiö kunn- uga umhverfa, en ég var komin á einhvern ókunnugan stað í afar fögru umhverfi. Allt var þakið blómum og trjám. Fannst mér ég eiga að sjá þarna ein- hverja helgiathöfn. En i þessum svifum er komió mjúklega við mig og sagt: — Er þér illt, Una min? Það var fóstra mín sem sagði þetta vió mig. Ég hrökk vió og gat stunið upp: — Nei, ég var bara að sjá. Bróðir minn, sem var eldri en ég og laus við minn ágalla, segir þá við mig: „Voðalega getur þú verið slæm stelpa. Við fóstra héldum að þú værir dáin. Þú andaðir ekki." Ég var ósköp raunamædd af að heyra þessi vandræði, að ég skyldi gera þau svona hrædd. En fóstra sagði: „Hún getur ekki gert að þessu, auminginn. Reyndu nú að fara að sofa, Una mín.“ — Blessuð fóstra min, allt skildi hún. Þetta var i fyrsta skipti sem ég minnist þess að hafa farió úr líkamanuin." ‘„Þegar ég var sextán ára veikt- ist ég hættulega og lá í tvo mán- uði. Ég hafði mikinn hita og var fóstra mín orðin hugsjúk af veik- indum minum þar eð mér gekk illa að iosna við hitann. I þessum veikindum var það ein hverju sinni um miðjan dag að ég var ein i baðstofunni. Fór þá að Hér er Una á heimili stnu I Garoinum og ð efri myndinni sést húsið hennar. þeirra hugdrifa, sem dvölin þar hefur ævinlega í för með sér. — Én svo kom bókin — VÖLFA SUÐURNESJA — Eg er staddur i bókabúð og veróur litið á eina kápusíóu. Jú, það er ekki um að villast — Efni bókarinnar snertir Unu í Garðinum. Eftir aðhafalesiðfrásagnirþær sem í bókinni voru skráðar eftir Unu, spurói ég sjálfan mig, hvernig það gæti hafa hent, að ég árum saman var gestur og góðvin- ur þessarar konu án þess að hafa kynnzt þeim sérstæða hæfileika, sem frásagnir hennar fjölluðu um. — Leið mín liggur suður i Garó og að vanda er ég gestur hjá Unu. Eg sé ekkert í framkomu hennar umfram það venjulega — alúð og hlýju — En sjálfsagt skynjar hún, aó hughrif mín eru dálitið breytt. Hún litur á mig mildum augum og segir: „Nú skalt þú hvila þig i stólnum þarna meðan ég helli upp á könnuna." Hún er greinilega að gefa mér tima. Og svo kemur kaffið og hún sezt andspænis mér eins og venjulega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.