Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 2
ALLT f kringum okkur er fólk sem við tökum ekki eftir. það eru kakkarnir sem við lékum okkur ekki við i sandkassanum forðum daga — þau sem sátu útí horni með skóflurnar sfnar og byggðu húsin sín fyrir sig. það er str&kur- inn f okkar bekk sem var aldrei með nein sérstök læti og hvorki betur né verr lesinn en gengur og gerist. stelpan sem stóð út við vegg og horfði á hina krakkana hlaupa og slást og sippa f frf- mínútunum. börnin sem kennar- arnir aldrei skömmuðu þvf þeir tóku ekki eftir þeim frekar en við. fólkið sem við aldrei höfum farið f partf með. maðurinn f næsta strætó á undan eða þá þess- um á eftir okkar. konan f kjallaranum á horninu. sá sem er fyrir aftan okkur I biðröðinni f mjólkurbúðinni rétt fyrir klukk- an tólf á iaugardögum. meðal- manneskjur tölfræðinnar. venju- lega fólkið. þeir sem eru hvorki frfðir né ófrfðir heimskir né greindir. þeir sem fá engar minningargreinar í blöðunum þegar þeir loksis gefa upp and- ann. þeir sem aldrei skrifa iesendabréf. þeir sem mæta ekki of seint til vinnu. litlaust fólk sem getur sfn börn stundar sfna vinnu og horfir á sitt sjónvarp án þess að nokkurntímann öðlast andlit. Fólk sem hvergi kemur fram nema f manntalsskýrslum eða þá sfmaskrám. þeir sem eru þarna bara ánþessað við sjáum þá eða virðum þá viðlits eða brjótum heilann um örlög þeirra og lff. fólk sem kemur okkur ekki við og við höfum engan áhuga á. hvers- dagsfólk. ólafur óskar einarsson. ólafur óskar einarsson var ein- mitt einn af þessum einstaklega dæmigerðu meðalmönnum sem við höfum engan áhuga á að kynn- © Hversdags- MAÐUR Smásaga eftir MAGNEU MA TTHÍASDÓnVR ast nánar. sannkallaður hvers- dagsmaður. hann var fæddur f reykjavík — sonur miðstéttar- fólks sem hafði nóg handa sér og sfnum en ekkert framyfir. f bernsku var ólafur rólegt barn og heilbrigt og uppvöxtur hans og þroski einsog tölfræðinga frekast getur dreymt um. hann brosti tveggja mánaða tók fyrstu tönn- ina sex mánaða skreið nfu mánaða og fór að ganga fjórtán mánaða. á tilskildum tfma hóf hann skólagöngu og þótti prúður nemandi þó ekki prúðari en geng- ur og gcrist. hann var f meðallagi vel lesinn f tfmum og einkunnir hans fylgdu sömu lfnu. kennarar hans höfðu aldrei yfir neinu að kvarta á foreldradögum þó þeir reyndar hrósuðu honum ekki heldur. ólafur lauk skyldunámi samkvæmt áætlun og sfðan gagn- fræðaprófi samkvæmí ósk for- eldra sinna. að þvf loknu fór hann á sjóinn. umþaðleyti sem ólafur lauk gagn- fræðaprófi hafði fátt markvert gerst f iffi hans. þó má geta eins atviks er varð þegar ólafur var á fimmtánda ári. það gerðist skömmu fyrir jól að ólafur var á leið niður I miðbæ í strætisvagni að kaupa jólagjafir. kalt var í veðri og ölafur var vel klæddur meðal annars í gærufóðraða græna úlpu með tveim framaná vösum og hettu með spæl. ólafur hafði verið svo heppinn (eða óheppinn) þrátt fyrir jólaös- ina að fá sæti við glugga aftar- lega I vagninum. næst fyrir aft- an ólaf sátu tveir háðfuglar og þegar ólafur tók svo ofan hettuna einsog hans var vandi og starði útum gluggann í þungum þönkum losuðu fé- lagarnir spælinn og festu svo Iftið bar á utanum sætið. þegar svo strætisvagninn var kom- inn niðrf bæ og ólafur stóð á fætur ákveðinn f að kaupa baðsalt hand« eldri systur sinni missti hann jafnvægið og féll aftur nið- ur f sætið. ólafi brá talsvert að vonum og varð fyrst fyrir að halda að hann væri orðinn lamað- ur. og þarsem hann var of hrædd- ur til að kanna málið frekar og of tillitssamur til að vilja trufla samferðafólk sitt önnumkafið við jólaundirbúninginn sat hann allan daginn f strætisvagninum ánþcssað bragða vott né þurrt eða sinna öðrum kröfum Ifkama sfns. eftir ólafi var fyrst tekið þegar strætisvagninn hafði lokið skylduferðum sfnum þann dag- inn og farið var með hann til spúlunar um kvöldið. þá loks losnaði ólafur ú klípunni að- þrengdur mjög og komst heim til áhyggjufullra foreldra sinna. ekki var séð að þetta atvik hefði alvarleg áhrif á sálarlff ólafs að öðru leyti en þvf að hann tók aldrei framar ofan hettuna f strætó. þegar ólafur stóð á tvftugu kynntist hann guðríði sigurbergs- dóttur á dansleik hér i borg. þar var ólafur með nokkrum skips- félögum sfnum og guðríður sem annars sótti lítið skemmtanir var f fylgd með tveim vinkonum sín- um. guðrfður var álfka litlaus og algeng og ólafur sjálfur og mein- illa við að skipta sér af því sem hún taldi sér ekki koma við. með þeim ólafi og guðrfði tókust ástir og eftir stórviðburðalaust tilhuga- lff héldu þau látlaust og cinfalt brúðkaup sitt þar sem aðeins voru viðstaddir nánustu vanda- menn. nýgiftu hjónin fluttu f litla leigufbúð f reykjavfk og hófu búskap. og nú urðu nokkur þátta- skil f lffi ólafs óskars einarssonar. eins og alþjóð er kunnugt fá ófrískar konur oft ýmsar flugur f kollinn sem erfitt er að losa þær við. þar var guðríður engin undantekning og jafnhliða þvf sem hún át pikklis af miklum móð varð hún skyndilega heltek- in áhuga á stjörnuspeki. til lengdar nægðu henni ekki stjörnuspádðmar dagblaða og vikurita og hún keypti bók nokkra á ensku um hin ýmsu stjörnumerki. en þó guðrfði gengi sæmilega að fylgjast með fram- haldsþáttum sjónvarpsins var enskan ekki hennar sterkasta hlið og hún Ieitaði aðstoðar bónda síns. ólafur hafði þegar hér var komið sögu skipt um atvinnu og gerst vörubflstjóri með tillitit til þess að hann var orðinn fjöl- skyldufaðir. eftfr kvöldmat sátu þau þvf saman hjónin og pældu f gegnum bókina með aðstoð ensk- fslenskrar orðabókar. þetta gekk vonum framar og er komið var á áttunda merki dýrahringsins greindi frá þvf að árið áður cða árið eftir (ef ekki sama ár) og sporðdreki dæi fæddist nýr fjöl- skyldumeðlimur og öfugt þegar sporðdreki fæddist. þarsem allt útlit var fyrir að frumburður þeirra hjóna myndi fæðast f sporð drekamerkinu varð ólafur grip- inn mikilli spennu og tílhlökkun. aldrei áður hafði hann sýnt jafn rnikinn áhuga á heilsufari fjöl- skyldu sínnar og vandamanna. hann hlustaði hrifinn á rauntölur gamalla frænkna og hlakkaði með sjálfum sér „það verður hún“. og tíminn nálgaðist og guðríður var orðin gild og þung á sér og sporð- drekamerkið leið. elsti sonur ólafs var fæddur f bogmanns- merkinu. ólafur huggaði sig við að hann væri þó undir sporð- drckaáhrifum hugsaði „gengur betur næst“ og hélt áfram til- raunum sfnum tll útrýmingar fjölskyldu konu sinnar og sjálfs sfns með sporðdrekafæðingum. þess ber cftilvill að geta í þessu sambandi að þrátt fyrir mikinn barnafjölda ólafs og góðan vilja er ekkert barna hans fætt f sporð- drekamerkinu. afturámóti eru þar Ifkiega flestar vogir á iandinu fæddar innf sömu fjölskyldu. þcgar börnin eru mörg er f mörg horn að Ifta og lftill friður. þar kom að ólafur þráði það heit- ast að sofa eina nótt f friði laus við grát nýjasta afkvæmis sfns. einn góðan veðurdag kom hann því til guðríðar konu sinnar og kvaðst vera búinn að ráða sig á bát frá litlu sjávarþorpi á suður ströndinni. guðrfður svaraði aðeins „það var gott elskan" án þess þó að hætta tilraunum sfnum til að mata næstyngsta barn þeirra hjóna (sem reyndar var bogmaður en ekki vog) á skyri ánþessað allt of mikið magn færi I eyru og nef og hár. hvortsem það var þessvegna eða vegna hennar eiginleika að skipta sér ekkí af því sem henni ekki kom við spurði hún einskis: ekki hvað báturinn héti eða hvað hann væri stór ekki hvaðan hann væri gerð- ur út eða hver veiðarfærin væru ekki einusinnu hversvegna ólafur hefði ekki minnst á þetta við hana áður. og vissulega var það heppilegt fyrir ólaf þvfeins- og svo marga meðalmenn skorti hann hæfnina til að Ijúga svo honum yrði trúað og sannleikinn var sá að hann hafði ekki ráðið sig á neinn bát. ólafur var á leið úr bæn- um f þorp á suðurströndinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.