Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 12
Með sanni má segja, að á undanförnum árum hafi vart, svo heitið geti a.m.k., farið fram almennar umræður um hlutverk og gildi for- setaembættisins. Það er helzt í tengslum við forsetakosningar að menn hafa velt vöngum yfir slíkum hlutum, en í annan tíma má nærri heita, að engum komi það til hugar. Kemur þar eflaust margt til. Bæði er, að þjóðhöfðingja- embættið stendur utan og ofan við hversdags- lega þrætubókarlist samtímans, og eins er virðing þess slík, að menn fýsir ekki að stofna til deilna þar um. Hvort tveggja þetta eru eðlilegar og réttmætar skýringar. Þó að við höfum lært margt af Dönum, bæði gott og illt. þá er guði þó svo fyrir að þakka, að við höfum aldrei orðið fyrir barðinu á eiginlegri þjóðhöfðingjamenningu með viðeigandi myndablöðum og hjartnæmum kjaftasögum. En eigi að síður er fyllilega eðlilegt og réttmætt að íhuga hvert eigi að vera hlutverk forsetans í þjóðfélagi nútímans. Að vísu er engin brenn- andi þörf, sem knýr á umræður um þetta efni, en þrátt fyrir það á ekki að vera loku fyrir það skotið að menn ræði það litillega. Fyrir skömmu var flutt í sjónvarpi viðtal dansks fréttamanns við konung Svíþjóðar, þann sem kom hér fyrir nokkrum vikum. Kon- ungur lýsti lífi sínu og hlutskipti á þann veg, að menn hlutu að fyllast vorkunn i hans garð. Þar var greinilega of langur vegur á milli tilgangs og tilstands. Um forsetaembættið hér gegnir að ýmsu leyti öðru máli, þó að það sé grein á sama meiði. Ekki verður með sanni sagt, að prjál og tildur hafi sett svipmót sitt þar á. Þvert á móti hefur þjóðhöfðingjaembættinu verið sniðinn stakkur eftir vexti, það hefur mótazt f eðlileg- um tengslum við þjóðlífið, þar sem forsetinn hefur jafnan verið fremstur meðal jafningja. Forseti íslands hefur ekkert pólitískt vald annað en að hafa frumkvæði að stjórnar- myndunum, þegar þær ber að höndum. Eigin- legan starfa hefur hann ekki með höndum. Flestir ættu þó að geta verið á einu máli um nauðsyn þess að viðhalda hér þjóðhöfðingja- embætti, sem staðið getur ofan við hags- munaríg og flokkadrætti. Þrátt fyrir allt er það mikilvæg kjölfesta I þv( lýðræðisskipulagi, er við búum við. Á hinn bóginn verða menn að gera sér grein fyrir því, að líklegt er að virðing forsetaembættisins þverri, ef svo heldur áfram, sem verið hefur, að forsetinn hafi ekkert raun- verulegt starf með höndum. Enginn vafi er á því, að starfsleysi forseta- embættisins getur leitt til þess, að tilgangsleys- ið beri gildi þess ofurliði. Þá er hætta á, að ekki verði fyrir hendi meirihlutavilji fyrir viðhaldi þjóðhöfðingjaembættisins. Ef menn vilja í raun VERKSVIÐ FORSETA ÍSLANDS og veru hafa hér þjóðhöfðingjaembætti í líkri mynd og verið hefur, er það verðugt verkefni að koma fram nauðsynlegum breytingum til þess að fá forsetanum verk að vinna, er hæfði stöðu hans. Stöku sinnum hefur verið á þetta minnzt, m.a. hefur verið lagt til, að forsetaembættið yrði sameinað starfi forsætisráðherra. En með því móti væri forsetaembættið í raun réttri lagt niður. Það er þvi ekki æskileg lausn. En hér gæti einnig komið til álita að breyta stjórnar- skránni á þann veg, að forseti íslands yrði jafnframt forseti sameinaðs Alþingis. Með þessu er ekki verið að leggja til, að forsetinn yrði þingmaður með venjulegum hætti, því að hann myndi sitja á forsetastóli á Alþingi án atkvæðisréttar. Á hinn bóginn myndi hann eftir slíka breytingu hafa með höndum ákveðið og mikilvægt starf, er hæfði virðingu þjóð- höfðingjaembættisins. Þó að Alþingi setji lög og ráðherrar fari með framkvæmdavaldið, er forsetinn að forminu til samkvæmt stjórnarskránni æðsti handhafi framkvæmdavaldsins og lög öðlast ekki gildi fyrr en hann hefur undirritað þau. Það er því í fullu samræmi við eðli forsetaembættisins að forsetinn stjórni störfum Alþingis í samráði við ríkisstjórn hverju sinni. Alþingi gæti eftir sem áður kosið varaforseta til þess að stjórna þing- störfum í fjarveru forseta íslands og handhafar forsetavalds gætu verið þeir sömu og verið hafa. för með sér, yrði því ekki svo ýkja mikil frá stjórnskipulegu sjónarmiði. Hitt skiptir meira máli, að með þessu yrði forseta fengið ákveðið starf og um leið yrði rennt traustari stoðum undir forsetaembættið, gildi þess myndi aukast og vegur þess vaxa. Það stenzt ekki á okkar dögum að halda uppi háu embætti, án þess að því fylgi nokkur raunverulegur starfi. Sam- kvæmisstörf kunna að vera erfið, það skal viðurkennt, en þau verða aldrei viðurkenndur starfi í augum fólksins í landinu. Af þeim sökum ættu menn að hyggja að breytingum f þessum efnum, og betur væri, ef það yrði gert fyrren seinna. h___ . Þorsteinn Pálsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu w .*' y'*' ■ i n:o «* £ H nó-v S k A A R ííif <y á '■cb* V £ z -* M £ £> —? ft 6 Ct M H L '» r £ 0 F R A‘ b R Ý R F) R : i lc L h F A I; A' R 1 pj : r.'-lP U'fi A R R 7&r- fc A R A ö {/ nír P n R I i> •'.r« Á A ■C7C- ÍFA K A f A R 6* át. & 1 A( f> E r U e C. R A S A S N 1 ícf'H t VÍ-.V, 1 /í /• A <x A R. I £> R h 5 7 N * •tí’i 5> is?. A . ft' ''t.* 1 L 3r. 5 1 ^44 r R D N S K * R »' N 1 R ->r- R A N A’ ft — K O L A 5 » N N 1 S*«. 6. K 'nlLll s i T ..£■ e K N f\ T L A a A 5<. - \ o L 1 -.:,6 s i »0 N f\ 3 Ú L A bS J c- - a: J t? 0 & e £>, pi R N tt 5 S’X S 1 N N 1 £> y a A ElTuj?- EFM1 FLfóT VftFuft fcKkfn vl O £> 5THF- aR S\Co(Z- DÝR 3> 1 \i HutftC SaRÐ IA«- ’ilat miL<t SjÍk /Uins ) |7 M fö|. L'»Kf\tAV HLAf- FlSKHl flSKAe * TfTr'/ 4^ v £>|C.R- Fan- o-n- 5K Ytp- MWNI VoSPA PUR í> n R Heins AÐ gAKl ypl P- HÖFMIM H L J. STÓ(? &■ & KKI n ££> ÍUK-fl A«- MNDR RÐl H EíTS [HONTS, Hölt 3l'oT lí> Tímfi- 01 t-i Á VÖKU' 1 M W blaut UR. KANN- VflTAS FflLL 4 FlUil.- PlH A ÞÝfufl {ftrá' HlT FíSICdR LAMDft SRfeFf- 1 * HffíruR yi... P HÆf) nT'io" k-maÐ \ie tiifí ST O m J goTM- FrtC-Ll ÉQL' is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.