Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 6
Ferð Stanleys: Þrekraun fyrir 100 árum áfram. Eitt sinn varð hann fyrir verulegu áfalli. Hann hélt áleiðis til Albertsvatns í broddi fylkingar 2270 manna hers (180 eigin liðs- manna og hinna frá hinum vin- samlega konungi í Buganda), en mætti slíkri mótspyrnu fjöl- mennari herja, að í fyrsta skipti á ævinni varð hann að viðurkenna ósigur og hörfa undan. En þá sneri hann sér ótrauður að næsta áfanga, sem var Tanganyika-vatn um 400 mílur sunnar. Nær tveim- ur árum eftir brottför hans frá Engiandi, var fyrsta hluta hinnar sögulegu ferðar um Afríku lokið. Ef erfiðasti hluti þessarar ein- stæðu ferðar var þó framundan: frá Tanganyika-vatni þvert í gegnum álfuna myrku til strand- ar. Hann fetaði í fótspor Living- stones og varð að fara um land Manyema-mannætanna. Eftir því sem Livingstone hafði sagt, væru menn þar haldnir undarlegum sjúkdómi — þeir væru niður- brotnir. Þar veiddu Arabar þræla, og mannfjöldinn virtisttakmarka laus. A þrælamarkaðinum í Ujiji var hægt að kaupa stúlku fyrir 50 álnir af klæði. Stanley ráðgerði að fara lengra en jafnvel Living- stone hafði farið. Livingstone hafði talið, að Lualaba kynni að vera syðri endir Nílar. Stanley ætlaði að sýna fram á, að hún rynni saman við Congo-fljót. Ferðin til Lualaba, sem tók mánuð, var viðburðalítil, þó að bólusótt geisaði á þessu svæði. Hinn 17. október 1876 kleif leið- angurinn lágan fjallshrygg nálægt háu fjalli og sá, hvar Lualaba sameinaðist öðru, minna fljóti. Stanley var fullur eftir- væntingar og kvíða. Lualaba var nærri mílu breið, fölgrá á litinn og hlykkjaðist hægt í norður átt. „Hinn mikli leyndardómur, sem náttúran hafði allar þessar aldir falið fyrir vísindunum, beið nú afhjúpunar." Zanzibararnir voru nú farnir að halda, að hætturnar hefðu verið stórlega ýktar fyrir þeim, þvi að þeim virtist land Manyema ekki bjóða upp á neinar þær hættur, sem þeim hafði verið sagt frá. Mat- ur var ódýr: dagpeningar hvers leiðangursmanns voru 6 skeljar, sem voru gjaldmiðillinn, og þorpsbúar seldu kjúklinginn fyrir 3 skeljar. Hjá Lualaba hitti Stanley í fyrsta sinn Tippu-Tib, voldugasta Arabahöfðingjann í Mið-Afríku, augliti til auglits. Stanley gerði honum þegar til- boð. Ef Arabinn vildi fylgja hon- um í tveggja mánaða ferð með 200 vopnuðum mönnum, myndi hann borga honum 5000 dollara. Eftir talsvert þref var gengið frá skil- málunum í smáatriðum. Leiðangurinn, sem 150 manns voru nú i og þar um tuttugu kon- ur og börn, sameinaðist nú lest Tippu-Tibs — sem í ,voru 200 vopnaðir menn með byssur ásamt heilli hjörð af burðarkörlum, hjákonum og fleira samferða- fólki. Sumir manna Tippu-Tibs voru „Ruga Ruga“ — málaliðar, sem orðlagðir voru fyrir grimmd. Þeir voru f blóðrauðum bómullar- skikkjum með höfuðbúnaðgerðan af fjöðrum og skinni. Ferðin frá Nyangwe hófst 5. nóvember 1876 og ætlunin var að fara í nokkra daga gegnum regnskóginn í stað þess að fylgja hlykkjum Lualaba frá upphafi. Áður en þeir lögðu upp í förina, gerði Stanley Frank Pocock ljóst, hvaða áhættu þeir væru um það © bil að leggja út í. Ef Lualaba rynni ekki í Congó, gæti farvegur hennar orðið nær 2000 milna langur, áður en hún næði til Atlantshafs. Enn væri tími til að snúa til baka fremur en að leggja í óvissuna. Pocock hikaði ekki við að halda áfram. Hann sagði, að faðir sinn hefði sagt sér „að standa með Stanley til hins sfðasta", og hann ætiaði sér að gera það. En fyrir lesendum sín- um lýsir Stanley augnablikinu á íburðarmikinn hátt — hvernig hann og Frank hafi setið og rætt málið við kertaljós. Þeir köstuðu peningi, og hann sagði þeim að halda i suðurátt. Þeir drógu strá, og þau bentu í sömu átt. En aó lokum urðu þeir sammála um það, að þeir yrðu að halda norður, þvi að það væru þeirra örlög, og þeir tókust i hendur hátiðlega. Þetta var söguleg ákvörðun fyrir Afriku. En það, að Stanley skyldi vera ákveðinn í að halda áfram, hvað sem það kostaði, byggðist fyrst og fremst á þvi, að hann vildi standa við orð sfn: það heit að vinna mesta landkönn- unarafrek aldarinnar var ofar öllu öðru. Þeirra erfiðleika, sem Stanley hafði séð fram á, var ekki langt að bíða. Ferðin gegnum hinn þétta og vota skóg gerði burðarmennina örmagna og dró úr kjarki allra. Greinilegt var, að siðferðis- styrkurinn var að bila. 1 þorpun- um voru raðir af hauskúpum á staurum. Pocock sagði síðar: „Þarna voru virkilegar mannæt- ur. Þær skáru eyrun af þrælum og föngum og voru alætur á kjöt. Mannakjöt fannst þeim bezt“. örvadrífur féllu á tjaldbúðirn- ar á nóttunni, og Stanley varð að senda út vopnaða flokka til að hreinsa til umhverfis búðirnar. Ferðin gekk skrykkjótt, því að hluti hins sameiginlega leið- angurs fór á bátum niður Lualaba, á herteknum flatbytnum með Lady Alice í fararbroddi en hinir þrömmuðu eftir árbakkan- um og eftir þeim þurfti að bíða. Um miðjan desember átti flot- inn undir stjórn Stanleys í bar- dögum við um 500 manna lið stríðsmanna. Landliðið, sem dróst aftur úr, mætti einnig mótspyrnu — og smitaðist líka af bólusótt. Eitt af fórnarlömbunum var eftir- lætis hjákona Tippu-Tibs, og Stanley var orðið það Ijóst, að Arabinn var búinn að fá nóg af ferðalaginu. Þegar þeir komu að landsvæði, sem kallaðist Vinya- Njara, innan við 180 mílur fyrir norðan Nyangwe, var samningn- um sagt upp. Tippu-Tib fékk ávís- un að upphæð 2.600 dollara, og Stanley lofaði því þvert um geð að senda honum mynd af sér frá London. Farangri leiðangursins var nú komið fyrir i Lady Alice og 22 flatbytnum. Matvæli voru fyrir hendi til 15 daga. Það var mikill óhugur i flokksstjórum Stanleys og orðrómur var á kreiki um, að hluti leiðangursmanna ætlaði að reyna að komast aftur til Nyangwe með Tippu-Tib. En Arabinn vildi ekki eiga hlutdeild í uppreisn meðal fylgdarmanna hvíts manns, sem seinna kynna að kæra hann fyrir soldáninum i Zanzibar. Tippu-Tib birti aðvör- un: „Ef nokkur maður reynir að elta mig aftur til Nyangwe, skal ég drepa hann.“ Morguninn 28. desember 1876 var svalt, grátt mistur yfir Lulaba. Stanley beið unz birti og fór svo um borð með leiðangur- inn. Hann hafði með sér 143 menn, konur og börn, tvo apa, tvær geitur og eina kind. Með Lady Alice í fararbroddi hélt flot- inn af stað með straumnum með- fram vesturbakkanum. Einhver reyndi að upphefja söng, en fékk dræmar undirtektir. Undir trján- um stóð Tippu-Tib og lið hans og horfði á eftir þeim. Frá frumskóginum heyrðist í bumbum og herlúðrum, sem boð- uðu, að framandi menn nálguðust eftir Lualaba. Hópar manna sáust á gægjum milíi trjánna með spennta boga í höndum. Ef ein- hver flatbytna kæmi of nálægt bakkanum fyrir óvarkárni, myndi þeir senda frá sér drífu af eitur- örvum. En það var heldur ekki óhætt að vera í miðjum straumn- um, því að hvirfilvindar gátu rót- að upp fljótinu, sem var míla á breidd. Þetta lærðist þeim fljótt, en biturlega: Tvær flatbytnur sukku, tveir menn drukknuðu og fjárar byssur týndust. „Þetta eru hræðilega sljóir förunautar i miðri Afríku,“ skrifaði Stanley í dagbókina um fylgdarmenn sina. A kvöldin reyktu þeir kannabis, þangað til þeir lognuðust út af, og á daginn sýndu þeir slíkt andvaraleysi, að hann var forviða. I gegnum kíkja sína grandskoð- aði hann árbakkana og eyjarnar fram undan, ef einhverjir stríðs- bátar myndu liggja þar í leyni og bíða færis til árásar. Hann varð að skrá hjá sér atriði varðandi þver- ár, eyjar, fjarlæga fjallgarða. Mæla varð dýpi fljótsins með línu og sökku. Um nónbil varð hann að taka fram áhöld sín til að bóka hina landfræðilegu afstöðu. Og siðan varð hann að leita að örugg- um náttstað. Þegar á land var komið, var hann að fylgjast með byggingu staurgirðingar, senda út flokka til að afla vista, gefa sjúk- um lyf, binda sár og kýli og skrifa dagbókina. Að síðustu gafst svo ef til vill einhver tími, áður en hann iokaði tjaldinu, til að lita í bók við kertaljós eða til að láta hugann reika. Alice sagði i einu hinna ástfólgnubréfa sinna: „Svo að þig dreymir um mig, virkilega — og hvílíkir draumar! Ég held að þig dreymi með opin augun. En ef þú vilt það, þá er ég fegin.“ Fljótið og afl þess gagntók hann. 1 beina linu var hann i um 1000 mílna fjarlægð frá Atlants- hafi — en hvað langt myndi fljót- ið renna, áður en það næði þang- að? Skömmu eftir áramótin fékk Stanley þær fréttir, sem hann hafði kviðið fyrir. Eftir nokkurra daga ferð myndi hann koma að röð af fossum og straum- vötnun. Hann hafði komizt að þessu með því að yfirheyra fanga. 10 árum áður hafði hann átt í baráttu gegn Rauðskinnum í Kansas, en herforinginn, Winfield Hancock, hafði fylgt þessari einföldu reglu: „Ef þeir vilja tala, skal ég tala, ef þeir vilja berjast, skal ég berjast hér og núna.“ Stanley var einnig þeirrar skoðunar, að þegar menn væru á annað borð farnir að berjast, dygði ekkert hálfkák. Við fyrstu fossadrögin mættu þeir harðri mótspyrnu og leið- angurinn varð að berjast fyrir lífi sinu til að komast i land og reisa búðir, áður en hringiða fljótsins gerði út um flotann. Siðan varð að ryðja braut gegnum frumskóginn og vinnuflokkar undir stjórn Pococks voru skipulagðir þannig, að unnið væri dag og nótt. Úr- hellisrignig tafði athafnir og hin- ir hraustustu menn hans áttu fullt i fangi við að draga bátana landliðis. A sumum vatnasvæðum var hægt að setja bátana á flot aftur. Þegar þorpsbúar sýndu fjand- skap, var það næg ástæða til að fara í land og ræna vistum. íbúarnir þekktu ekkert til skot- vopna, og nokkur skot nægðu til að senda þá í ofboði út í skög. En hagleikur þeirra í járnsmiði, vefnaði og leðuriðju var undra- verður, og þrátt fyrir allt, sem Stanley þurfti um að hugsa, gerði hann margar teikningar hertekn- um spjótum, hvífum, körfum og bumbum. 1 lok janúar 1877 hafði leiðang- urinn brotið sér leið til neðri hluta fossadraganna (sem síðar fengu nafnið Stanleyfossar). Fljótið hafði nú runnið yfir mið- baug og var í síðustu bugðunni til vesturs. Fljótið rann seint og hægt og varð sums staðar yfir 10 mílar á breidd. Þar sem hæðin yfir sjávarmál var nú innan við 500 metra, gat mörg hundruð milna óslitið rennsli verið fyrir höndum. En ánægja Stanleys yfir þvi að hafa lagt fossa drögin að baki stóð ekki lengi. O þekktir ættflokkar reru lífróður frá bökkunum i risa- stórum flatbytnum sem sumar báru yfir hundrað vopnaðra manna. Það var ekkert hlé á bar- dögum. A hverjum degi varð að hrinda hverri árásinni á fætur annari, og farið var að ganga á skotfærabirgðirnar. Lfkurnar á þvi að komast lifandi út úr þessu voru minni en Stanley hafði nokkurn tíma grunað. Framhald á bls. 16 Úr myndabók Stanleys: Aö ofan: Barizt gegnum frumskóginn. A8 neðan: Leiðangurinn kemur yfir Viktóriuvatnið til Uganda og hlýtur höfðinglegar móttökur. Þarna var Startley fyrir réttum 100 ðrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.