Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 11
Farið þiB nú heim greyin mfn, — stóð f þýzku blaði undir þessari mynd af tyrkneskum verkamönnum, og átti vfst að vera í gamni, en öllu gamni fylgir einhver alvara. Tyrkir voru næstum búnir að taka að sér sorphreinsun f þýzkum borgum, og þessir Suðurlandaverkamenn voru f óþrifalegum störfum, illa launuðum. Nú þegar harðnar ð dalnum fá þeir reisupassann heim. Þýzka markið er sterkt — en samt er nóg til af tómleika, falsguðum og örvæntingu í þessu ríka iðnaðarveldi þó að minnsta kosti frá ofbeldis- verkum, með þvl að takmarka að- gerðirnar við skólasvæðið — hvort stúdcntarnir hafa nokkuð lært af þessu, eins og prófessor- arnir haida fram, má alltaf deila um. Þau illskeyttu veggspjöld, sem 40 manna kommúnistafélag stúdenta Ifmdi utan á skólabygg- inguna, hanga enn uppi og Huber prófessor segir því tii skýringar: „Ég hef látið þau eiga sig til þess að þeir héidu ekki að ég væri afturhaldsseggur — sem ég er vitanlega ekki.“ I augum þroskaðri þjóðverja er Bader-Meinhoff klíkan síðasti votturinn af þeim stúdentaóeirð- um, sem árið 1968 lögðu f rúst flesta háskóla Vestur-Þýzkalands — og Sorbonnc-háskólann f Parfs. Af þátttakendum f þeim hafa 80 af hundraði, þótt með trcgðu sé, elst ogsamlagast þjððfélaginu; 10 af hundraði hafa aðhyllst hreinan kommúnisma (sem nú er lögmæt- ur) og hinir hafa gengið á hönd þcssum „rómantísku“ byltingar- sinnum. Fyrir tveimur árum hefði verið hægt að lenda f hörkudeilu um efnið: ef Ulrike Meinhoff berði að dyrum hjá þér og bæðist ásjár, myndirðu þá gefa henni kaffi- bolla og hringja til lögreglunnar í faumi eða vfsa henni til sængur og segja henni að hypja sig um sólarupprás? En nú gæti það ekki gerst. Eftir sjö morð og margar tilraunir til pólitískra Ifkamsárása hafa mark- mið og aðferðir klfkunnar verið fordæmdar, en vonsviknir stúd- entar hafa verið háværir um „ómannlega" meðferð á henni f fangelsinu — einangrun, bóka- skort og sffelldar tafir f réttar- höldunum. Þetta eru óréttmætar ásakanir. Fangarnir fá oft að hittast f fang- clsinu hafabækurogsjónvarp og halda áfram að leggja á ráðin um fleiri árásir ásamt hinum 400 áhangendum sfnum utan fangels- ismúranna. Skilaboðin á milli þeirra flytja hinir tuttugu og tveir vinstri sinnuðu málflutn- ingsmcnn þeirra (sem nú hefur verið fækkað f fimm með sér- stakri lagasetningu). Mönnum hefur smám saman lærst sú lexía, að vel skipulagðir bófaflokkar geta siglt viðkvæmu þjóðfélagi í strand — að það er ekki handtaka þeirra, sem í raun og veru vefst fyrir rfkisvaldinu, heldur það að koma yfir þá lögum og rétti, vegna hins algera skorts á samvinnu af þeirra hálfu. Einn- ig hvetja þeir til öryggisráðstaf- ana af hendi stjórnvalda, sem ef til vill gætu reynst öfgafullar. Þess vegna segir hinn vinstri- sinnaði Huber prófessor: „Neyð- arástandið er nú talið stafa af hermdarverkum og rfkisstjórnin er í þann veginn að beita fyrir sig hernum og lögreglunni á miklu breiðari grundvelli.“ Fyrir tveimur árum setti einn færasti kvikmyndaleikstjóri þjóð arinnar þessi gremjuviðbrögð fram í kvikmyndinni Das Unhcil — en nafnið merkir f senn eitt- hvað illt og óheillavænlegt. I kvikmyndinni er ráðist á meng- un, núgiidandi þjóðfélagslegt gildismat og efnishyggju, gagns- laus mótmæli ungs fólks, myndin er móðursýkisleg og rifrildis- kennd og var framleiðendum sfn- um ærið kostnaðarsöm. Fjórum dögum eftir að hún var frumsýnd I Munchen var hún pú- uð af tjaldinu. Fleischmann stóð uppi slyppur og snauður, sem enn einn ungur þýskur hæfileikamað ur,útlagi f Parfs, og enda þótt sjónvarp hafi blásið nýju lífi f myndina nú fyrir nokkrum vik- um og hún fcngið fádæma góðar viðtökur, heldur Fleischmann kyrru fyrir f Parfs, ósannfærður um að vindáttin hafi breyst. Mcðal ritliöfunda er Böll ein- stæður og aldraður. Hinir ungu hæfileikamenn hafa skorist úr leik. Vera kann, að Hermann Hesse sé hið nýja goð og arftaki Tolkiens hjá æskufólki Banda- rfkjanna og Bretlands, en bók hans Steppenwolf er sem töluð frá hjartarótum ungra þýskra rit- höfunda. Peter Hanke.ungur austurríkis- maður, sem nú býr í útlegð í Parfs og er næst Böll vfðlesnastur hinna alvarlcgri rithöfunda nefndi nýjasta ritgerðasafn sitt „Ég bý f fílabeinsturni", en hún er alger höfnun á vestur-þýskri þjóðfélagsskipan. Sfðasta skáidsaga hans „Stutt bréf undan langri kveðju", kom út jafnt tveim metsölubókum eft- ir velmetna unga rithöfunda, þá Gerhard Roth og Fritz Achten- bush, sem er frá Mæri — f öllum bókunum er slegið á sömu strengi og í Steppenwolf, allar segja sömu sögu, allar cndurspcgla þær sama innilcga leiða ungra vestur- þjóðverja og þann tómleika er þeir sjá í allsnægtum þeim er umlykja þá. I öllum skáldsögunum er ung- ur, einmana þjóðverji á ferð til og um Bandarfkin, leitandi að him- inbláma og frelsi vestrænna kvik- mynda, einkum mynda Johns Ford. Sumir nota jafnvel nafn Fords eða nöfn kvikmynda hans f sfna eigin bókatitla. Allar skáldsagnahetjurnar þrjár eru menntamenn og allir eru þeir að lesa fræga þýska átj- ándu aidar menntaskáldsögu. Þeir hrekjast til og frá, öðlast nýja reynslu, komast loks til Hollywood þar sem þeir finna að- eins vonbrigði og snúa heim breyttir menn. Þýskar bókmenntir hafa ávallt verið innhverfar, en þó varla eins og nú. Né heldur hefur yngri kyn- slóðin áður verið jafnnæm á kyn- slóðabilið milli sfn og forcldr- anna, sem byggðu upp á rústun- um, en skcytingarlaus um þau afrek vestur-þýskalands nútfm- ans, sem gera okkur hin orðlaus — f þessari afstöðu felst fremur uppgjöf en örvænting. Þjóðverjar standa ef til vill við gerða við- skiptasamninga á réttum tfma, en þeir eru ekki enn farnir að yrkja ljóð. Björn B. Björnsson Nútímaljöð hugsanir mínar hanga í lausu lofti hvert stefnir? ég reika ölvaður inn í heim heilabrotanna held dauðahaldi í öfugmæli eilifðarsinna mér er vísað út i vorið vonlaus þoka hvilir letilega yfir kirkjugörðum að gamni sinu hún gerir gys að mér í sínu stolta áhyggjuleysi hún er bara þoka sólin brosir afsakandi út við sjóndeildarhringinn hún hefur glatað virðingu sinni og hugsar — skyldi heimurinn farast í dag? Anna María Inga Ruth Sigurðardöttir Ég ötti allt... Ég fékk auð. Ég fékk völd. Ég fékk bíl. Ég fékk hús. Ég fékk þig. Ég fór margar utanlandsferðir. Ég vann alltaf í bingó. Ég fékk alltaf minu fram. Ég fékk mikið af fötum öll sem mig langaði i. Loks fékk ég tískuverslun og græddi peninga Svo fórst þú. Ég skildi það ekki, ég átti allt. En ég átti ekki náttúruna, sólina, tunglið, sem þig langaði í. Svo henti ég öllu sem ég átti áður og nú er ég að leita að sjálfri mér, tómri sál í mannfjöldanum. Astarljöö Ég rauk inn í herbergi mitt í brjálæðiskasti, skellti hurðinni á eftir mér flísarnar flugu. Öskubakkinn fór í þúsund mola ég reif myndina af Che Guevara í tætlur ég tók inniskóna mína og klippti þá i sundur. Og skrapaði ofninn ég skar stóran kross í gólfteppið framlengingarsnúran hlaut einnig sín svo öskraði ég af öllurn mætti kastaði mér uppí rúm og grenjaði unz ég sofnaði. Er ég vaknaði tók ég til í herberginu minu með frið í sálinni örlög

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.