Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 4
Eftir Richard Hall Fyrri hluti Sumarið 1874 bjó Henry Morton Stanley sig undir að voga sér enn einu sinni inn i Afríku. Hann var þegar frægur fyrir að hafa bjargað víðkunnum Afríku- fara. „Er þetta ekki dr. Living- stone?“ („Dr. Livingstone, I presume?“) var kveðja, sem hafði hljómað um heim allan. En það var ekki nóg. Það ferðalag, sem hann ráð- gerði nú, ofbauð imyndunarafli manna: 5000 mílna ferð gegnum Mið-Afríku frá austri til vesturs, frá Indlandshafi til Atlantshafs. Hann ætlaði sér að leysa úr öllum helztu spurningum um uppruna Níiar og kortleggja öll hin miklu stöðuvötn um miðbik álfunnar, áður en hann legði til atlögu við hið óþekkta land fyrir vestan Tanganyika-vatn og hin ævintýra- lega og dularfullu Mánafjöll. Eini hviti maðurinn, sem hafði vogað sér inn á þetta leyndardómsfulla land, var Livingstone, og hann hafði verið neyddur til að snúa við. Stanley vonaðist til að koma út úr þessum myrkviði við mynni Kongófljóts. Vatnsmagn það, sem fljótið flytti út í Atlantshaf, sýndi, að það væri éitt hinna stærstu í heimi, en farvegur þess inni í álfunni var óþekktur. Stanley ætlaði líka að leysa þá gátu. Það var almennt álit, að laun svo ofdirfskufulls metnaðar myndu verða dauðinn. Að iánið skyldi svo oft hafa bjargað Stanley á Livingstone- ævintýraferð hans, myndi örugg- lega bregðast honum núna. Það var vissulega margt fólk, sem með sjálfu sér vonaði, að frétta- ritari hins iburðarmikla og yfir- borðskennda blaðs, New York Herald, myndi hverfa fyrir fullt og allt í álfunni myrku. Stanley skildi mjög vel, af hverju óvinum hans þætti hann ætla sér um of — miðað við stöðu hans. A þeim tímum, þegar landkönnuðir voru yfirleitt liðsforingjar af góðum ættum eða auðugir áhugamenn, var hann litinn hornauga. Hann fæddist utan hjónabands í Wales og átti bernskuár sín I fátækrahúsi (sem hann síðar sagði hafa verið menntaskólann, sem hann hefði gengið í). Móðir hans hét Parry — hann tók sér nafnið Stanley á táningsárum sínum í Ameríku eftir nærgætn- um bómullarkaupmanni, sem sýndi honum föðurlega umhyggju. 1 amerísku borgara- styrjöldinni barðist hann fyrst með Suðurríkjunum, en var tek- inn til fanga og gekk þá i lið með hinum. Eftir styrjöldina komst hann í snertingu við blaða- mennsku og uppgötvaði, að hann ætti hægt með að skrifa. A hest- baki varði hann hið hvíta land- nám í vestri, og fleyg setning lýsir vel afstöðu hans til Indiánanna: „These wronged children of the soiI.“ (Þ.e. t.d. „Þessi rangindum beittu jarðar börn“). Snemma árs 1867, þegar hann var 26 ára gamall, fékk hann talið „The New York Herald" á að leyfa sér að fara til Afríku til að fylgjast með hinum mikla refsi- leiðangri Napiers, lávarðar, gegn Abyssiníukeisara. Fyrir einstaka framtaks- og útsjónarsemi tókst honum að koma fréttum frá sér til umheimsins vikum á undan keppinautum sínum. Meira aó segja frétti brezka ríkisstjórnin fyrst um árangur leiðangursins af fréttasendingum hans. Þessi snaggaralega fréttamennska leiddi til þess, að hann fékk mörg vellaunuð verkefni fyrir „Her- ald“ og loks 1871 frægasta hlut- verk blaðamanns á nítjándu öld: að finna brezku trúboðshetjuna David Livingstone, sem hafði verið týndur i myrkviðum Afríku i fjögur ár. Og þegar Stanley fann hann siðan öllum til mikillar furðu, sendi vinnuveitandi hans, James Gordon Bennett, eigandi „Heralds", honum svohljóðandi skeyti: „Þú ert nú eins frægur og Livingstone eftir að hafa leitað uppi þann, sem var að leita.“ En Stanley nægði það ekki að vera frægur blaðamaður. Nú vildi hann sýna, að hann væri sjálfur landkönnuður, sem jafnaðist á við menn eins og Richard Burton eða jafnvel Livingstone sjálfan. Eitt var það þó, sem setti strik í reikningin og hann hafði ekki gert ráð fyrir — hann varð ást- fanginn. Sunnudaginn 12. júlí 1874 undirritaði hann hjúskapar- samning ásamt ungfrú Alice Pike að heimili hennar í New York: „Við heitum því hátíðlega að vera hvort öðru trú og ganga saman í hjónaband, er Henry Morton Stanley kemur aftur frá Afríku. Við kölium Guð til vitnis um þetta heit okkar, um leið og við undir- ritum það.“ Alice Pike var aðeins 17 ára gömul — Stanley var á fertugs aldri, en engu að síður virtist jafnræði með þeim. Hún var gædd því rólega sjálfsöryggi, sem byggðist á því, að hún var falleg og gáfuð dóttir milljónamærings. Hús Pike-fjölskyldunnar var við Stanley I einkennisbúningi. Mikill metnaBur og dugnaður fleytti honum yfir ótrúlega erfiðleika. þann hluta Fimmtu breiðgötu, þar sem fjármálajöfrar á borð við William K. Vanderbilt og John Jacob Astor höfðu raðað upp eftirlíkingum af höllum og skrauthýsum. Og enda þótt Stanley gæti ekki státað af auði, þá var hann viljasterkur og mikill fyrir sér. Hann reykti Havana- vindla með morgunverðinum, gaf áritaðar myndir af sér við minnstu tilefni, gekk mjög hnakkakertur og lét vel að segja af sjálfum sér. Hann var aðeins 162 sm á hæð, en vel byggður. A þeim tíma, sem hann hafði vérið i ameríska vestrinu, hafði hann orðið sérfræðingur á sexhleypur og riffla. Það var mjög ruglingslegur stíll á bók hans „Hvernig ég fann Liv- ingstone", sem seldist í 70.000 eintökum og fékk þann harða dóm hjá Florence Nightingale, að hún væri hin „afleitasta bók um hið ágætasta efni“. En inn á milli voru kaflar, sem skrifaðir voru af næmri tilfinningu. Hann dáðist að fegurð skóganna og fjallanna. Hann naut þess að segja börnum frá ævintýrum sínum og hafði gott lag á að vekja áhuga þeirra. Þegar hann var í leiðangrinum í leit að Livingstone, kynnti ara- bískur kaupmaður hann fyrir þræladreng, sem Kalulu hét. Hann tók drenginn með sér frá Afríku og annaðist hann næstum eins og kjörson. Alice Pike var ekki vitund hrædd við glampann í gráum aug- um Stanleys, þegar hann missti stjórn á skapi sínu af óverulegu tilefni. Hann myndi gera allt fyrir hana. Hún sagði honum, að Henry, fyrra nafn hans, hljómaði ekki nærri eins vel og seinna nafnið, svo að hann tók þegar að undirrita hin ástúðlegu og skrúð- yrtu bréf sin með „Þinn elskandi Morton“. Alice var stolt yfir því, að hinn flytjanlegi bátur, sem Stanley ætlaði að nota til að kanna ár og 'vötn Afríku, ætti að bera nafn sitt. Það voru aðeins fáir, útvaldir vinir, sem vissu þetta leyndarmál — að Lafði Alice myndi stöðugt minna á stúlkuna, sem Stanley myndi snúa aftur til og heimta sem brúði sína. Auk bátsins hafði hann með- ferðis tvær myndir til minningar um Alice. önnur var andlits- mynd, frábærlega gáfulegt andlit. Hin var af henni, þar sem hún stóð klædd silkikjól, mjög þröngum i mittið, með skraut- saumuðu pilsi. Aðrar ráðstafanir, sem hann gerði fyrir Afríkuferðina, voru öllu venjulegri. Hann samdi við „Daily Telegraph" í London og „New York Herald“ i New York um, að hvort blað legði fram 6000 sterlingspund til fararinnar. og i Bretlandi réð hann til sin þrjá hvíta aðstoðarmenn. Það var ungur og áhugasamur skrifstofu- maður, Frederick Barker að nafni, sem hafði heyrt um ieiðangurinn og bað um að fá að fara með, svo að Stanley tók hann. Þá benti vinur hans á Pocock- bræðurna, Frank, 24ra ára og Edward, 22ja ára, syni fiskimanns í Kent. Þeir voru lítt menntaðir, en sterkir og úrræðagóðir. Þegar Stanley hitti Pocock-bræðurna, hreifst hann af hinum eldlega áhuga þeirra og hét þeim tæki- færis til að geta sér frægðar. Að því búnu leitaði hann ekki að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.