Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 13
afli og getu viðvíkur, samsvar- ar Lancia hinsvegar talsvert dýrari bilum, en yfirhöfuð verða fundnir i dýrari milli- flokki — og þar er átt við Volvo-klassann svonefnda. Vél- in í gerð 1800, sem hér um ræðir, er 120 hestöfl SAE og það hlýtur að teljast riflegt I bíl, sem er þó aðeins 1095 kg. Enda fer ekki milli mála, að Lancia er gæðingur; viðbragðið f 100 km hraða er eins og hjá átta gata tryllitækjum, 10,5 sek. Sé þessi frábæra vél þeytt uppf 6.500 snúninga f fimmta gír, verður hámarkshraðinn 175 kmáklst. Vélin er þverstæð að framan, fjögurra strokka og drif er á framhjólum. Hún er hljóðlát og hraðgeng og verulega skemmti- legt að finna afl licnnar, til dæmis á 5000 snúningum, bæði í þriðja og fjórða gfr. Þá er hægt að gefa svo f, að maður klessist aftur I sætið, jafnvel f talsverðri brekku. Fyrir þann sem ánægju hefur af því að finna tök í góðum bfl er vissu- lega freistandi að lofa Lancia Beta að njóta sfn og ég get vel fmyndað mér að sá sem ekur Lancia, hljóti fyrst og fremst að verða að hafa hemil á sinni eigin ökugleði. Um aksturshæfnina er það að segja, að Lancia Beta dregur dám af öðrum framhjóladrifn- um bfium. Hann er aðeins und- irstýrður en minna en sumir aðrir framhjóladrifnir bflar. Stýrið er svo frábært á malbiki, að þvf verður helzt jafnað við stýrið f Citroen. En á holóttum malarvegi verður nokkuð annað uppi á teningnum. Þar fær maður holurnar einum um of upp í hendurnar; einnig vildi koma fyrir, að hann hrykki úr gfr, einkum þeim þriðja, þegar honum var ekið greitt á hörðum og holóttum vegi. Þó má vera, að of mikill þrýstingur hafi verið f dekkjum. Að aka Lancia Beta á steypt- um vegi eða malbiki er framúr- skarandi í öllu tilliti: Hann liggur vel, er stöðugur f rás- inni, fjöðrunin normal, hemlar frábærir, útsýni allgott. Sömu- leiðis liggja stjórntæki vel við, gírstöngin hleypur alltaf greið- lega milli gfra, þótt kassinn sé frammí og álestur á mæla er auðveldur. Form og útfærsla á mæla- borði er smekkatriði, en hingað til hafa Italir þótt nokkuð sleip- ir f þesskonar verkefnum. Sæt- in eru framúrskarandi vel formuð, stillanleg á alla kanta og fáanleg með gallon, ullar- áklæði eða leðri. Að innan er Lancia bjartur og mjög rúm- góður, ekki sfzt f aftursæti. Frá- gangur á hurðum, sætum og Lancia Beta. Itölsk teikning, en notagildiS ræður ferSinni. mælaborði er kannski ekki eins og bezt gerist hjá þýzkum, en óaðfinnanlegur f fljótu bragði. Það sem einkennir útlitið framar öðru, er hvað farþega- rýmið er stórt á móti heildar- lengd bflsins. Vegna þessa verður vélarlokið tiltölulega stutt að framan og sýnist sumum að útlitið frá hlið verði ei lítið snubbótt. Ég get fallizt á, að Lancia Beta væri renni- legri og eitthvað fallegri, ef nefið skagaði svo sem feti lengra fram. En hér eru mála- miðlanir eins og svo oft f bfla- iðnaðinum. Hvað vinnst með slfkri Iengd? Svo sem ckki neitt raunhæft. Það verður aðeins erfiðara að leggja honum. Lancia Beta er eins og góður kvenskór, sem er lítill að utan en stór að innan. Að aftan er hann halaklipptur samkvæint nýjustu tízku, en annars mjög laus við allt ómerkilegt pfrumpár. Umboð fyrir Lancia hefur Davíð Sigurðsson h/f og verðið er kr. 1.600. Rými, þægindi, viðbragð og hámarks- hraði er sambærilegt við bfla, sem kosta vel yfir 2 milljónir. Og ekki skaðar að eyðslan er fremur f hófi, eða 11—15 lftrar á hundraðið samkvæmt svissnesku bflabókinni, Revue Automobile. g Einkunn miðaö við verð: Kr. 1600 þús. Útlit ................... 8.0 frðgangur ............... 8.0 sæti .................... 9.0 fjöðrun ................. 8.0 ökuhæfni ................ 9.0 vól ................... 9,5 eyðsla .................. 8.5 stýri ................... 8.5 rými .................... 9.0 hemlar .................. 9.5 útsýni .................. 8,5 Meðaleinkunn: 8.68 Um margra áratuga skeið hefur mikil virðing staðið um nafnið Lancia meðal þeirra sem til þekkja f bílaiðnaðinum. Lengi hafa hinir ftölsku Lancia-bflar verið sigursælir f rallíum, enda f senn kraftmikl- ir, fremur léttbyggðir og þar að auki með framhjóladrifi. Eitt- hvað gekk þó í brösum með f járhaginn og árið 1969 fór svo, að Fiat-verksmiðjurnar eignuð- ust Lancia með gögnum og gæð- um. Samt var haldið áfram að framleiða hinar ýmsu gerðir Lancia, en nýrri bætt við: Lancia Beta — og um þann bfl verður fjallað hér. Sé reynt að draga Lancia Beta í einhvern dilk, þá vand- ast málið Lengd hans er ekki nema 4,29 eða nálægt því að samsvara lengdinni á Toyota Mark II eða Mazda 929, sem mest hefur selzt hér að undan- förnu. En það segir ekki söguna alla; Lancia Beta er miklu rúm- meiri að innan en þeir báðir og samsvarar fremur Volvo, Saab 99 eðaOpel Rekord.Hvað vélar- I 1 l I i I : Hversdags- maður Framhald af bls. 3 ing ólafs fyrir svikin og tvöfeldn- ina. stóð ekki einmitt I biblfunni (eða voru það passíusálmarnir?) sjá hér hve illan endi/ótryggð og svikin fá? hann hefði aldrei átt að segja drengnum þetta ungum og óhörðnuðum. hann hefði aldrei átt að lifa þessu tvöfalda Iffi. hann hefði aldrei... en hér trufluðust hugrcnningar hans og sjálfásakanir því sigur- bergur tók til máls með fljúgandi mælsku scm faðir hans hefði aldrei komist nálægt hversu mikið sem hann þó kynni að reyna það. ólafur starði enn og fylgdist varla með, hvað var drengurinn að segja? sigurbergur talaði. hann sagði ólafi að hann sigurbergur hefði sattaðsegja alltaf hálfskaminast sín fyrir kariinn. að hann hefði óskað sér að faðir hans væri Ift- rfkari persónuleiki en ekki svona „helvítis gufa“. en nú hefðu augu sfn opnast — ólafur hafði aðeins gott hjarta. hann hefði útávið sýnt sig sem ábyrgan og hæglátan mann til að gleðja guðríði konu sína og móður sigurbergs en innst inni hefði hann alltaf hlegið að þeim og fyrirlitið þetta lff. og í stað þess að skilja við konu og börn hefði hann farið og lifað eigin lífi án þess að það gæti skaðað þau. hann var góðmenni sagði sigurbergur og þar sem hon- um minni menn hefðu brugðist hafði ólafur sigrað. ólafur reyndi að mótmæla reyndi að segja sýni sfnum að lvann væri einmitt hinn litlausi hversdags- maður sem sigurbergur liafði talið hann. en hugsanir hans voru á reiki og hann gat engu orði stunið upp. sigurbergur hélt ótrauður áfram. nú áttu þeir feðgarnir að fara útí bisniss sagði hann. kaupa sér bfla kannski sendiferðabfla hann hefði ekki hugsað það svo grannt mála bílana svarta og eitthvert „flott merki“ á hliðarnar. og ein- kennisbúninga og húfur með sama merki og guilhnöppum — það væri hægt að byrja með venjulegum jakkafötum fyrst og láta „kellfnguna" breyta þeim. seinna yrðu þau (fötin) auðvitað skraddarasaumuð. svo áttu þeir að auglýsa „nógu andskoti mikið“ virðulegar auglýsingar voru ,.sagen“. þar var leyndardómur- inn falinn. „og svo cr bara að vera alltaf upptekinn segja — þvf mið- ur, en kannski á fimmtudaginn" cn troða fólki inn eftir vinnu sem persónulegum greiða og taka tvö- falda borgun. þannig átti að reka bisness sagði sigurbergur enn- fremur. og þegar ölafur gat loks stunið upp spurningunni „hvað er það þá sem við erum að gera?“ stóð ekki á svari. „nú við flytjum eitthvað fyrir fólk — einhver verðmæti sem það treystir engum fyrir. skjöl eða Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.