Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 9
Fólk er myndefni Lindners, fólkiS í götunni, I vinnu, eða einkennilegt fólk á bar eins og sú þriflega hér að ofan. Hann Iklæðir fyrirmyndir slnar oft grlmu miskunnarleysis og hgrku, samanber myndina til hægri, sem heitir Á barnum. Götulifið er óendanlega fjölbreytt. Lindner er svo lltill að hann verður eins og barn hjá lögregluþjóninum. Enda málar hann lög- regluþjóninn á myndinni að neðan sem ægilegan járnkarl. Lindner er bæði skrásetjari og túlkandi. Hann skilgreinir manngerð stórborgarinnar; konur sem lita út eins og ægilegar valkyrjur og karlmenn, sem oft eru eins og mafíuforingjar, brynjaðir og iskaldir. Hann fjatlar lika um einangrun mann- eskjunnar; sambandið verður fremur i sima, en að talað sé saman augliti til auglitis. borð við „Stúlkur i hættu stadd- ar“, „Glataða dóttirin“ og „Hý- enur holdsins“. Hann las kvæði franska skáldsins Rimbaud og „Lulu“, hið „hneykslanlega" leik- rit þýzka höfundarins Franks Wedekind. Kvenmynd Lindners dró einkum og sér i lagi dám af lýsingunni á „Lulu“, sem var fórnardýr og tálkvendi í senn en þó ævinlega ofjarl hins veiklynda karlmanns. Eins og fyrr er sagt er Lindner af Gyðingaættum. Arið 1933, þegar hann var orðinn forstöðu- maður myndlistardeildar stórs út- gáfufyrirtækis, varð hahn að flýja land. Frístundamálarinn Adolf Hitler, sem oft hafði vanið komur sinar í listamannaknæpur Míin- chenarborgar fyrrum, hafði tekið völdin í Þýzkalandi. Lindner hélt þá til Parísar, teiknaði kvik- myndaauglýsingar og reyndi eftir beztu getu að bjarga sér eins og allir útflytjendur. Árið 1939 handtóku svo Frakkar hann og settu hann í fangabúðir. Lindner sá nú sina sæng upp reidda. Hann brá þá á það ráð, ef það mætti verðatil að forða honum, að bjóða sig fram til herþjónustu í út- lendingaherdeildinni. En hann var ekki fyrr kominn þangað en hann sá, að sér hafði orðið á i messunni. Hver einasti undirliðs- foringi í herflokknum var Þjóð- verji! Hann lagði á flótta. Hann fór huldu höföi í tvö ár og var hvergi óhultur. Loks skutu skækjur og melludólgar yfir hann skjólshúsi I vændishúsi í Bordeaux. Ekki löngu seinna komst hann svo til Portúgal og þaðan til Bandarikj- anna. En ekki var allt fengið þótt þangað væri komið. Fjöldi inn- flytjenda í Bandaríkjunum lifði mjög örýggislausu lífi og einnig Lindner fékk að reyna það. Loks tókst honum aó selja New York timaritinu „Town & Country" mynd. Skömmu seinna var hann orðinn eftirsóttur teiknari af virðulegum og útbreiddum tima- ritum á borð við „Harper’s Bazar”, „Fortune” og „Vogue". Arið 1950 hætti hann þessari iðju af fúsum og frjálsum vilja og geróist kennari í teikningu og málverki við Pratt-stofnunina. Frá þessu ári, 49. aldursári Lindners, eru fyrstu myndir hans. Þær bera sterkan keim af uppruna hans og eru næsta „evrópskar” á að lfta. Listamaður- inn málaði þjóðsagnakonunginn Lúðvík II af Bæjaralandi og franska rithöfundinn Marcel Proust. Konurnar á myndunum voru tálkvendi með postulíns- andlit. En smám saman losaði hann sig undan áhrifavaldi minninganna. Áhrif New Yorkborgar urðu æ greinilegri í myndunum. Hin stór- kostlega flatarlist Lindners varð þekkt um svipað leyti og popplist- in. Þó fannst Lindner hann hvorki tengdur popplistinni né annari liststefnu, sem hann var oft bendlaður við — hinum nýja notastíl. Þvert á móti forðaðist hann líkingu við þá málara hins nýja notastils upp úr 1920, sem stefndu að hlutlægri framsetn- ingu manna og hluta. „Þeir mál- uðu bara skækjur, rétt eins og góðir óg gegnir þýzkir, borgara- legir eiginmenn; skækjur með máluð andlit,” segir Lindner. Richard Lindner er heillaður af hinu kyninu. „Konur,“ segir hann, „eru langtum ímyndunar- ríkari en karlmenn. Þær alast upp við leyndardóma og verða snemma sjálfstæðar.” Hann reiðir sig miklu fremur á þær en karlmenn og heldur því fram, að það séu þær, sem raun- verulega stjórni heiminum. „Ég bíð þess dags með óþreyju, að kona verði forseti Bandarikj- anna,“ segir hann. Konur eru í hans augum sterkari og sjálfstæðari verur en karlmennirnir, sem „eru svo háðir kyni sínu“. Þessa sér hann alls staðar dæmi. Fyrir skemmstu fór hann með ungri og fallegri brezkri stúlku á „fínan" veitinga- stað í New York. Þegar stúlkan gekk í salinn i stuttpiliji sinu („það var tæpast breiðara en belti,“ segir Lindner) klöppuðu allir karlmennirnir saman lófun- um. Siðar spurði málarinn vin- konu sína: „Var það ætlun þin að eggja karlmennina með þessari framkomu?” „Ilið eina,“ sagði stúlkan, „sem ég vil segja í þessu sambandi, er „NEI.““ Síðar meir festi málarinn þetta atvik á léreft. En það verður ekki annað sagt en Lindner fari vel með það, sem hann sér og heyrir I kringum sig. Hann lætur ekki nema tvær myndir frá sér fara á ári. „Ég kvíði því,“ segir hann, „að sá tími komi, þegar ég þarf ekki annað en rita nafn mitt á strigann — og það rjúki samt út!“ En hans bíða önnur verkefni og sjálfur hefur hann margvislegar áætlanir á prjónunum. T.d. er hann að leggja drög að leik- myndum og búningum fyrir svið- setningu Alban Bergs á óperunni „Lulu“, sem byggð er á verki Franks Wedekind, sem áður var á minnzt. Milli þess, sem Lindner vinnur að leikmyndunum reikar hann enn sem fyrr urh Manhattan. Hann er nýkominn frá París, þar sem hann dvaldi nokkurn tíma og er stórhrifinn að vera kominn aftur. „Mér leiðist Evrópa, eins og nú er háttað," segir hann. „Amerika er æsileg. Lftið bara í kringum yður. Hér æpir hver i kapp við annan: „Eg flyt egg! Ég ek grænmeti! Ég kem með sjón- varpstæki!““ Hann benti á risa- vaxið pakkhús frá þriðja áratugn- um, himinblátt að lit með rauð- gulum dyrum og sagði: „Þetta eru litirnir minir.” En tilefnin og fyrirmyndirnar verða æ sjaldgæfari. Lista- maðurinn verður sífellt að leita þeirra lengur og lengra. Er við gengum heim á leið fram hjá hinum risavöxnu skýjakljúfum tryggingafélaganna og stórverzl- ananna sagði Lindner: „Það er tjón að þvi að bíóhallirnar miklu skuli vera horfnar. Ilollywood- andinn varð þeim að bana; draumar, sem komu til móts við þrár múrara og skrifstofustúlkna. Allt og sumt, sern eftir er frá þessum dögum eru stóru flutn- ingabilarnir, en einnig þeir munu hverfa af sjónarsviðinu.” Þegar kom á Times Square, þar sem Lindner hefur eytt svo mörgum kvöldum, staðnæmdist hann fyrir framan Café Metro- polo. Eitt sinn var það mikill sam- komustaður nátthrafna New Yorkborgar. Nú er það orðin kláðug búlla með eymdarlegum dansmeyjum, sem sveifla fótunum þreytulega i takt allt kvöldið fyrir glaseyga björ- drykkjumenn. „Eftir ár,“ segir Lindner að lokum og tónninn i rödd hans minnir á sorgbitið barn, er sér draum sinn verða að engu, „eftir árið verður Broadway dauð og grafin.”

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.