Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 10
Síðari hluti Vargöld, ofstæki og hryðjuverk. Að ofan: Leiðtogar hinna öfgafullu vinstrisinna, Ulrike Meinhof og Andreas Baader. Stjórnleysingjaflokkurinn, sem kennir sig viS þau, hefur staðið fyrir ránum og hryðjuverkum. Að neðan: Stjórnmálamaðurinn Peter Lorenz f haldi hjá skæruliðum flokksins og til hægri: Þýzki sendiherrann i Stokkhólmi eftir árásina á sendiráðið þar. Eftir Bruce Rothwell Katherina Blum er hæglát ung kona, sem þar til fyrir skömmu bjó einsömul i Köln og starfaði sem einkaritari. Hún hafði ekki umtalsverðan áhuga á stjórnmál- um fyrr en hún hitti f samkvæmi ungan iðnaðarmann, sem hún varð óðara ástfangin af, þrátt fyr- ir það úr hve ólfkum jarðvegi þau voru sprottin. Þessi unnusti henn- ar reyndist vera stjórnleysingi á flótta — en hún lét það ekki á sig fá, heldur tók hann að sér og skaut yf ir hann skjóishúsi. Uirike Meinhoff er einnig ung stúika, en hvorki réttur og sléttur einkaritari né tiltakanlega hæg- lát. Hún er boidangskvenmaður, dökkeyg og hvasseyg og var sem frábær blaðamaður við hið vinstrisinnaða kvennablað „Con- crete“ veiþekkt f bókmenntasam- kvæmum Hamborgar. Hún kynnt- ist einnig og varð ástfangin af ungum iðnaðarmanni og stjórn- Ieysingja — hún tók einnig unn- ustann að sér og hafði hann i felum. Þessar tvær konur varpa ljósi á hina hliðina á allsnægtaþjóðfé- lagi Þýskalands — tómleikann, falsguðina og örvæntinguna. Katherina Blum er skáldsögu- hetja úr sfðustu metsölubókinni „Glatað saklcysi Katherinu BIum“ eftir þýska Nóbelsverð- launarithöfundinn Hcinrich Böll. Ulrike Meinhoff, sem er fyr- irmyndin að Katherinu, situr f fangelsi f Vestur-Berlín, gerir hungurverkföll og er mötuð með valdi og bfður þess að koma fyrir rétt Þeprfl ásamt unnusta sfnum, Andreas Bader, og fjörutíu öðr- um, fyrir sjö morð, margar póli- tfskar árásartilraunir og önnur hermdarverk. Bader-Meinhoff klíkan var ógn- vekjandi fyrirbæri, táknræn í augum margra ungra þjóðverja sem uppreisn gegn því er þeir líta á sem kæfandi efnishyggju, linnulausa sögu liagsældar, alls- nægta, sem vakti hjá þeim hung- ur eftir vandamálum til fyllingar menningarheimi sfnum. Þetta Istöðuleysi unga fólksins, f leit þess eftir allsherjarlausn- um, er hinn veiki hlekkur þjóðar- innar. Þvf það er ekki einungis nasistatfmabilið, sem látið hefur verið falla f gleymsku, heldur einnig sjötti og sjöundi áratugur- inn, sem er enn athyglisverðara. Kynslóðin, sem enn hefur ekki náð þrjátfu og fimm ára aldri, hefur þvf engan nýjan vegvfsi. Hún hcfur lært nóg til að hafna öllum stökkbreytingum til hægri en er rómantísk og ógagnrýnin á vinstriöflin og ef einhver lægð verður í heimsmálunum — það sem þessi kynslóð myndi óðara kalla „að lýðræðið hafi brugðist" — myndi hún, eins og glöggur maður hefur orðað það „taka ómengaðri marxiskri stefnu opn- um örmum innan tveggja ára.“ Þetta stafar að nokkru af því, er stjórn sósfal-demókrata sagði fyr- ir tuttugu og fimm árum skilið við marxiskan undirstöðuþátt sinn og þá um leið það, sem ungir þjóðverjar telja samstarf mála- miðlunar og án þjóðnýtingar við iðnaðinn, er undirstrikar sam- starf stéttarfélaganna, sem þegar er orðið veigamikið. Á sfðustu flokksráðstefnu brá EVRÖPA 1975 fyrir þrefi um afturhvarf til stétt- arfgs og dró úr meirihluta flokks- ins í tveimur sfðustu þingkosn- ingum — enda þótt þegar gæti nokkurra afturhaldsviðbragða við umbótaglcði ríkissljórnarinnar. En Hclmut Schmidt kanslari, sem nú hefur birst á sviðinu sem hinn sterki maður Evrópu, er mjög ólfkur stjórnmálamaður fyrirrennara sínum, flokksfor- manninum Willy Brandt, sem ber í brjósti Iffseiga samúð með marxiskri fortfð flokksins. Schmidt, sem er kaldhæðnari, leiðir hjá sér hina háværu yngri kynslóð, hina svoköiluðu ungu sósfalista, og skarkalinn hófst nógu snemma til þess að gefa honum möguleika á að ná endur- kjöri f næstu kosningum eftir tvö ár — og þeim mun fremur, sem andstæðingana, Kristilega demó- krata, skortir og mun sennilcga skorta traustvekjandi leiðtoga. Bader-Meinhoff hermdarverka- mennirnir hófu feril sinn sem skynsamlegir fréttaskýrendur. En þeir urðu eins og ringlaðir blaðamenn, sem skrifa sömu sög- una ár eftir ár og sjá að ekkert gerist. 1 stað þess að samlagast, urðu þeir stjórnleysingjar. Georg Huber prófessor, forscti á vinstri væng stjórnmáladeildar hins frjálsa háskóla í Vestur- Berlfn, segir: „Sem fræðimaður f stjórnmálum hlýt ég að segja að staða þeirra er fáránleg. Þeir scgjast vilja stjórn alþýðunnar. En séu þeir spurðir hver alþýðan sé, verður þeim svarafátt. Að mfn- um dómi eru aðferðir þeirra glæpsamlegar og fasfskar." Nóbelshöfundurinn Heinrich Böll túlkar hins vegar skáldsögu- hetjuna Katherinu Blum frá róm- versk-kaþólsku, Graham- Greenversku sjónarhorni. Hann lftur hana samúðarfullum augum sem fórnarlamb þjóðfélagsins og einkum hinna æsifréttaþyrstu dagblaða — sem í bók hans eru persónugerð I ruddalegum frétta- ritara frá Zeitung, grófgerðri táknmynd Bölls af hinu víðlesna blaði Bild-Zcitung, útgefandi þess er milljónamæringurinn Ax- el Springer, eigandi blaðakeðju, sem er daglcg ögrun við hvern stjórnmálalega virkan ungan þjóðverja. Bók Bölls seldist upp á hálfum mánuði, hefur verið metsölubók f þrjá mánuði, bæði f innbundinni útgáfu og ódýrri pappfrskilju, sem stúdentar hafa gefið út. Hún hefur nýlega komið sem fram- haldssaga f vinstri sinnuðu viku- blaði, Der Spiegel. Og ' einn fremsti kvikmyndaleikstjóri þjóðarinnar, Volker Schlondorff, er að gera eftir henni fjárfreka kvikmynd. I síðustu viku voru hinir 3.600 nemendur stjórnmáladeildar Frjálsa háskólans boðaðir til fjöidamótmæla gegn aðbúnaði hinna „pólitfsku fanga“ — Bader-Meinhoff klfkunnar — og dauða eins þeirra af völdum hungurvcrkfalls, sem aftur leiddi af sér enn eitt morð á dómara einum í Vestur-Berlín. Aðeins 400 mættu. Af þeim tóku aðeins 200 þátt í hungur- verkfalli — og það fjaraði út á f jórum dögum. Kennarar þeirra forðuðu þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.