Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1975, Blaðsíða 15
BÖRNIN TEIKNA OG SKRIFA DauLA Einu sinni var stclpa. Hún hét Bagga. Hún var f jögra ára og hún var í leikskóla. Henni fannst gaman ( leikskóla. Einn morguninn vaknaði hún og átti að fara f leikskólann. Bagga vildi ekki fara. Það var lfka önnur stelpa sem hún sá á ieiðinni sem viidi ekki heldur fara f leikskóla. Mamma hennar Böggu var feit. Svo komu þær loksins f leikskólann. Krakkarnir þeir voru úti að Ieika sér. Bagga dró mömmu sfna upp að grindverkinu. Svo stökk hún yfir grindverkið og mamma hennar á eftir henni þvf að þær héldust f hendur. Mamma hennar öskraði alveg ofboðslega. Svo voru þær loks- ins komnar yfir. Mamma hennar sagði að þetta hefði verið vond flugferð. Sagan er búin. Dalla Jöhanns- döttir, 6 öra, Öldugötu 51 Reykjavik, hefur sent Lesbökinni þessar prýöi- legu myndir og sögur. Fiskurinn í vatninu Einu sinni var fiskur. Stundum stakk hann hausnum upp úr vatn- inu. Það fannst honum gaman. En hann passaði sig alltaf þegar hann sá ánamaðka f vatninu af þvf að hann hafði heyrt um fisk sem var veiddur. Hann langaði ekki til að láta veiða sig. Einu sinni sá hann stelpu þegar hann stakk hausnum upp úr vatn- inu. Honum fannst stelpan skrftin. En þá sá hann að stelpan var með veiðistöng. Hann flýtti sér aftur ofan f vatnið. En þar sá hann dálftið ógeðslegt á botn- inum. Það var krabbi. Hann flýtti sér langt langt f burtu. Hvað var nú þetta? Hann fann ekki mömmu sfna. Hann fór aftur niður á botninn og fór að gráta. En þá kitlaði eitthvað hann. Hann sneri sér við og sá að þetta var krabbinn. En hvað var nú þetta? Sporðurinn á honum vildi ekki hreyfast. Hvernig ætti hann nú að geta sloppið frá þessum krabba? Krabbinn fór með hann heim til sfn og át hann. DAJLLA Leikskölinn þessa tornæma heims að sólinni úti og blessaða vorinu græna og hlýja. En ckki merkti ég að það hefði veruleg áhrif á skoðanir húsfrcyjunnar á mér og öðrum hrópendum í eyöimörkinni. Hún sagði aðeins: „Hlauptu nú út með ruslíð fyrir mig Siggi minn! Svo skal ég gefa þér kaffi og vöflur.“ Eftir að hafa etið og drukkið lyst mina þegjandi og ekki ýkja upplitsdjarfur kvaddi ég húsfreyju hæversklega og bað að heilsa jarðneskum leifum snillingsins og lúskraðist út f góðviðrið. £g rölti hnfptur og dapur einsog maður sem misst hefur unnustu sina þcgar lögreglubfll kcmur á fleygiferð og hemlar beint við tærnar á mér með ískri og fyrirgangi. Mér varð ekki um sel. Hver andskotinn var nú? Hafði eitthver.t ódæði verið framið í bænum? Var ég grunsamlegur? Hafði einhver framið bankarán, barnsrán, búðarrán — eða jafnvel kirkjurán — á sjálfri hvftasunnu! Guð sé oss næstur! 1 bflnum sátu tveir fflefldir laganna þjónar. Annar sté ' formálalaust út úr bflnum, hneigir sig djúpt fyrir mér og mælir virðulega og kurteislega: „Má ekki bjóðayður far? Gerið þér svo vel.“ ökumaðurinn var fámáll og þögull eins og rykfallin lögbók en sessunautur hans lék hinsvegar við hvurn sinn fing- ur og var fádæma fróðleiksfús, spurði um Iffið í höfuð- staðnum, mfna liagi og viðfangsefni og áhugamál, póli- tfk og rómantfk, bækur, rithöfunda, spámenn og spekinga. Svo tröllaukinn var áhugi hans og eldmóður að ég hélt að hann ætlaöi aö gleyma að hleypa mér út er við komum á áfangastað. En loks opnaði hann fyrir mig dyrnar með djúpri reverentsíu, þakkaði mér greinargóða skýrslu og bað mig vel að lifa og lengi. Hamingjusamt er það bæjarfélag er á jafn fróðleiksfúsa og árvaka þjóna laga og réttar. Hjálmar og Sigrún voru í fcrmingarveizlu svo ég var einn f húsinu. Eg settist f stól og stúderaði illvfgt naut er bölsótaðist bcint fyriri framan augun á mér. Það var listaverk. En ég var truflaöur I þessum listarannsóknum með hvellri símhringingu. t sfmanuin var sjálfur söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Hann var kátur og glaður og bauð mér heim hvað ég þáði með eftirvæntingarfullri ánægju. Kantorinn tók á móti mér með orðunum ,rsalutalio“ og þreföldu heljarstökki afturábak og þótti mér þettá hinar eftirtektarverðustu móttökur. En þetta var aðeins saklaus forleikur á undat. sjálfum sjónleiknum. Varla var ég fyrr f stól setztur en kantorinn tók að tóna yfir mér messu eina kynlega og alla á latnesku tungumáli. Þuldi hann ýmist í barm sér álútur f bragði cða reigðist uppf háar rokur með gneistandi augum, grfstanditönnum.vitfirringslegu handapati, tryllingslegum hlátri og hroðalcgum gráti og hoppum áfratn og afturábak um stofuna. En er hann hafði yfir mér mcssað þrisvar sinnum án þess að ég bæri merki iðrunar og yfirbótar venti hann sinu kvæði f kross, bar mér krásir og f ína drykki, sýndi mér fágæta hluti úr kistu sinni og sagði mér upprffandi sögur af frægum hljóðfærasnillinguni og komponislum. Þarna dvaldi ég f dýrlegum fagnaði framundir miðnætti en þá leystur út með gjöfum og Ijúflegum kveðjum. Svona aðdáanlegt er jafnvægi efnis og anda á Ilciðarbraut 58. Hjálmar var einn á fótum. Hann sat f stól sfnum I hálfrokkinni stofunni, reykti pípu og hlustaði á Beethoven sem honum er kærari en allir aðrir tónsnillingar. 1 þessari stofu hafði ég lifað ýmsar mikilvægustu og ógleymanlegustu stundir ævi minnar. Og hér var það er opinberunin mikla kom yfir okkur eitt kvöld í nóvember fyrir nokkrum árum. Það var ieyndardómurinn um „balakfrev". En þann Icyndardóm skilja aðeins útvaidir. Hjálmar er einn af þeim furðulcgu huidumönnum, sem finnast til allrar hamingju enn í þjóðlífi okkar og bera höfuð og herðar yfir flesta samferðamenn sína en gera þó aldrei neitt til að vekja á sér athygli. Samt sýrir liann mcira mannviti og dýpri þekkingu á mörgum hlutum en flestir þeir er halda að þeir séu útvaldir til að láta á sér bcra. t tuttugu ár hcfur hann stritað i víngarði mannheima og sáð fræjum vfðsýnis, umburðarlyndis og skilnings á lögmálum Iffs og tilveru í gamla og unga er orðið hafa á vegi hans. Slfkir menn spyrjaekki um verkalaun. Unaðurinn af starfinu og þjónustan við lifið er þeim ærin umbun. Þeir þokast ekki um hársbreidd af braut sinni þó umhverfið botni ekki meira í háttalagi þeirraen hundur f háspeki og sýni þeim annaðhvort kuldalegt skilningsleysi eða þjösnalega andstöðu vopnaðir blindu og fordómum hinnar máttugu heimsku og hroka. En þakklæti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.