Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 2
Á ,,dauða“ Rósu stóð þannig að hún átti vanda tii að falla i yfirlið; „það kom yfir höfuðið á henni,“ eins og sagt var. Nú stóð þannig á, að Skáleying- ar voru að koma úr kaupstaðar- ferð utan úr Flatey. — Það stóð aldrei á krökkunum aö sjónum, þegar lent var heima úr slíkum ferðum. Rósa hafði orðið þreytt, ef til vill kalt, í hráslagalegu haustveðr- inu, og það kom yfir höfuðið á henni á leiðinni inneftir. Þegar slikt kom fyrir á sjó, var ekki hægt um vik. Hjúkrun eða aðhlynningu varð litt komið við. Hún var bara „lögð til“ einhvers staðar i bátnum, breitt yfir hana segl ^eða annað til að verja hana kulda þangað til komið var að landi og mögulegt að bera hana til bæjar — væri yfirliðið þá ekki rokið út í veður og vind og hún orðin hress á ný. Þeir sem lengi höfðu verið með Rósu létu sér ekki bregða við að sjá hana i þessu ástandi. Það komst upp i vana að sjá hana i yfirliði. — Látum hana bara sofa út, sögðu þeir sem með henni voru. Rósa vaknar þegar hennar tími er kominn. Og það voru orð að sönnu. Rósa spratt upp eins og stálfjöð- ur að stundarkorni liðnu, hvort sem yfir hana leið á sjó eða landi. Jafn viljug og rösk til allra verka, sem henni hefði aldrei horfið veröldin. Sjálf sagði hún, að menn þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af sér, þótt hún skrippi snöggvast frá. Hún skilaði sér aft- ur. — Haft var eftir einhverjum lækni, að þessi kvilli mundi eldast af henni. Og svo fór. Þetta leiða heilsúleysi hætti að heimsækja Rósu. Það hætti að lfða yfir hana, a.m.k. á sjó. Ég man aldrei eftir henni í yfir- liði, nema þ'etta eina skipti sem hún var borin heim í segli úr Strákunum. Bergsveinn Skúlason stundum áttu þar heimalleiri eða færri húsmenn. Fiestar sjóferðir voru sameiginlegar öllum eyjabú- um. Ef ekki var hægt að manna bátinn karlmönnum, sem hæfa þótti í þessa eða hina ferðina, — ef til viil voru þeir þá í veri — var Rósa ævinlega kölluð til háseta fyrst kvenna. Henni mun ekki hafa verið það á móti skapi. Sjór- inn álti ekki illa við hana. Rósa var ekki stór vexti, en vel vaxin og furðu sterk. Hún bar það með sér að hafa alltaf fengið nóg að borða. Róið gat hún á við hvern meðal karlmann, og hafði gaman af að snúa á þær konur sem mikið Iétu yfir sér og þóttust henni fremri á einu eða öðru sviði. Ef til vill var hún dálítið meinræðin. — Og vel kom það sér einu sinni, að hún kunni áralagið. Talið var að hún hefði átt drjúgan þátt í að bjarga formanni sem féll út úr skipi sínu á siglingu í kirkjuferð frá Flatey á hvítasunnudag vorið 1919 með því aö róa skipinu svo rösklega við og hvetja aðra til dáða, að það barst skemmra frá slysstaðnum en annars hefði orðið og manninum, sem var ósyndur varð bjargað. — En ekki verður sú ferðasaga sögð hér. Og Rósa kunni leira til sjóferða en að leggja út ár. Hún kunni mætavel að hagræða seglum. Eft- ir að gaffalseglin komu til sög- unnar i eyjum, og skaut þurftu að vera laus þegar krussað var, hélt engin betur fokkuskauti en hún. Ég efast ekki um, að hún hafi haldið dragreipi manna bezt með- an á því þurfti að halda á sjó. Henni þótti gaman að sigla, en aldrei sá ég hana taka i stýri. En sagt gat hún til þeim sem stýrði. Hún sá vel, hvernig átti að mæta þessari eða hinni bárunni sem að fór. Svo var hún hin mesta veiðikló. Strákarnir sögðu, að rauðmaginn skriði upp undir pilsin hennar. Alltaf kom sá bátur þóftufullur af hrognkelsum að landi sem hún var á, þótt afli væri litill hjá öðr- ENGINN HELT FOKKUSKA UTI OG DRAGREIPIBETUR ENHÚN Um Rósamundu í Skáleyjum Rósa var fædd löngu fyrir síðustu aldamót, einhvers staðar i Úteyjum, að ég held. Hún var svo gersamlega ætt- laus, að hún var aldrei kennd við föður sinn né möður. Foreldrar hennar voru aldrei nefnd á nafn í mín eyru. Samt boraðist það. ein- hvern veginn inn i hausinn á mér á ungum aldri, að faðir hennar hefði heitið Sigmundur. Liklega hefur það verið vegna þess, að hann hafi stöku sinnum verið nefndur á nafn í sambandi viö Rósu, þó ég minnist þess varla. Móður hennar heyrði ég aldrei getið, lífs eða liðinnar, var ég þó samtiða Rósu frá þvi að ég fyrst man eftir mér og fram á full- orðins ár. Líklega hefur móðir hennar þó einhvern tima verið til! En þetta ættleysi kom ekki að sök. Og full ástæða er til að ætla, að foreldrar hennar hafi verið gerðarlegustu manneskjur. Sár- fátæk hafa þau eflaust verið. — Þegar Rósa var nefnd, vissu all- ir í Vestureyjum og næsta ná- grenni við hverja var átt. -O Ein fyrsta bernskuminning mín er sú, að ég sá Rósu borna „dauða“ í segli framan úr Strák- urp,í Skáleyjum heim i bæ. Ekki i bæinn minn. Hún átti ekki heima hjá foreldrum mínum. Ilún átti heima í Innribænum, hjá Jó- hannesi Jónssyni og Maríu Gísla- dóttur, sæmdarhjónum, er bjuggu í Skáleyjum á móti foreldrum mínum. „Jóa og Maju“ kallaði Rósa þau venjulega. Hún mun hafa verið á líkum aldri og þau hjón, og alizt upp að mestu með þeim i Hvallátrum og Skáleyjum. Jói og Maja voru því gælunöfn frá æsku- árunum, sem Rósa lagði ekki nið- ur, þótt þessir vinir hennar og leikfélagar giftust og yrðu hús- bændur hennar. Bezt man ég eftir Rósu og kynntist henni mest á sjónum. Hún mun hafa verið ein þeirra breiðfirzku kvenna sem ung fékk „vist á bátunum“ og ólst upp á þeim litlu skentur en þurru landi. Tvibýli var i Skáleyjum, og um. Sama hygg ég að hefði orðið uppi á teningnum, ef hún hefði róið úr verstöð, þar sem mest kapp var lagt á að afla sem mest af þorski og flyðru. En á það reyndi aldrei. Mér er ekki kunnugt um, að hún reri nokkurn tíma til fiskjar úr verstöð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.