Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 5
Nokkrar myndir úr Efra Breiðholti, sem virðist vera byggt á myrkasta skeiði islenzkrar byggingar- Tvær „frystikistur" t Efra Breiðholti. Félagsleg þjónusta er I lágmarki segir nýieg rannsókn, en listar. Að vtsu er eftir að ganga frá lóðum og útlitið skánar Iftið eitt við það, en form bygginganna hverskonar áhrif hefur svona umhverf i á mannskapinn, þegar til lengdar lætur? liggur klárt fyrir, eða öllu heldur formleysið og flatneskjan. Skýringin hlýtur öllu fremur að liggja f þeim tveimur atriðum sem fyrst voru upp talin. Nokkrar myndabækur hafa verið gefnar út um Rcykjavík. Þeim er sameiginlegt, að þar er leitað fanga f hinum eldri hlutum borgarinnar. Að vfsu eru f eldri hlutanum nokkrar eyðimerkur l'jótleikans svo sem Hlíðahverfið og Norðurmýrin. En ætli maður að finna eitthvað, sem gleður augað, þá verður sú leit árangurs- Iftil f hinum nýrri hverfum, svo sem Árbæjarhverfi, Fossvogi og Breiðholtshverfi. Á þessum svæðum hefur víðtæk umhverfismótun átt sér stað. Væntanlega hafa vel menntaðir arkitektar og skipulagsfræðingar hugsað þctta allt og hannað. En árangurinn er með þcim hætti, að við hljótum að spyrja aftur og aftur: Hversvegna, hversvegna f ósköpunum hefur svona sorglega illa teki/.t til? 1 Fossvogi virtust öll skilyrði þess að unnt yrði að byggja veru- lega fagurt hverfi og sumar norrænu verðlaunalausnirnar bentu til þess, að loksins, loksins gæti eitthvað slfkt gerzt. En það gerðist því miður ekki. Árangurinn í Fossvogi ætti að geta verið annað skóladæmi um andlega fátækt og þó fyrst og fremst ofskipulag. En það er þó fyrst f Efra- Breiðholti, að skórinn tekur að kreppa að til muna. * Þar fer tvennt saman: Áldeilis furðulegt skipulag og einhver Ijótustu hús, sem hægt er að finna á voru landi. Ég veit ekki hver hefur tciknað þessi hús; hef ekki spurt um það og vil ekki vita það. Raðhúsa- lengjum, sem svo eru ljótar að helzt minnir á kartöflugeymslur eða vélaskcmmur, hcfur verið dritað niður á milli blokkanna. Með þeim hætti verður útsýnið úr raðhúsunum f næsta blokkarvegg. Þegar á heildina er litið, minnir þessi byggð óhugnanlega á mynd- ir af nýlegum bæjum í Sfberíu cða einhversstaðar fyrir auslan járntjald. Þar virðist ráða rfkjum samskonar skortur á hæfileikum til þess að koma upp mannlegu umhverfi; hlýlegu og listrænu f senn. Samskonar Sfberfa er Ifka til f úthverfum Stokkhólms og fleiri sænskra borga. Þar hefur stöðlun og ofskipulag ráðið hverju pennastriki og leiðindin grúfa eins og dimmt ský yfir kumböldunum sem Svíar nefna „svefnborgir". Sfberían í Breiðholtshverfi nær hámarki í ömurlegri fjögurra hæða lengju, sem minnir helzt á minnkabú. Það er því lfkast að þarna hafi einhver byrjað á venjulegri, tilbreytingarlausri og ljótri blokk, en síðan fengið dugnaðarkast og ekki getað hætt. Líklega má þakka fyrir, að hann hélt ekki áfram austur yfir Fjall. Trúlega er einhver hagræðing og sparnaður fólginn f þessum byggingarmáta. Mér þykir líklegt að einhver hafi getað bent á líkur fyrir lægra verði með því að byggja langhund. En ber ekki skipulagsyfirvöldum að minnast þess, að hér er verið að skapa samtíð og framtíð umhverfi til þess að lifa í. Er lfklegt að fólk muni sækjast eftir að búa í svona húsum? Eftirtektarvert er, að viðlaga- sjóðshverfið í Breiðholti er lang- samlega manneskjulegasta byggðin þar; Hæfilega stór hús með frekai' bröttu risi, vingjarn- leg og hlýleg. Þegar komið er inn á meðal þessara innfluttu húsa, mætir manni önnur tilfinning: Maður er ekki Icngur í Sfberíu, þar sem ómcnnskt kerfi gerir mannabústaði útlits eins og frystikistur. I nýjasta Breiðholtshverfinu, sem nú er í byggingu í fallegri hlfð ofan við Brciðholtsbæinn, virðist svo sem einhver hafi rumskað. Það er nýr og dálítið ferskur svipur á húsum þarna, ekki sfzt fyrir bröttu þökin; annars er of sncmmt að fjalla um þessa byggð, hún er það skammt á veg komin. Vonandi verður þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.