Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 15
BÍLAR ÁriS 1973 varð metár í banda- riskum bílaiðnaði, en siðan hafa þrengingar þessa iðnaðar verið á almennu vitorði og þess hefur verið getið ( 'fréttum. að verksmiðjurnar ættu breiður sem tækju yfir marga hektara af óseldum bflum. Jafnframt hefur þess verið getið, að sölutregðu hafi litið sem ekkert gætt á dýrustu gerðunum: Lincoln og Cadillac til dæmis. Sömu sögu er að segja af stöðutáknum eins og Rolls Royce og Mercedes 450. Ástæðan er vitaskuld sú, að upplag þessara flaggskipa er tak- markað og þrátt fyrir samdrátt I efnahagslifi, er fjöldi auðmanna nægur i heiminum til þess að halda framleiðslunni gangandi. Þess ber einnig að gæta, að það eru ekki einvörðungu auðmenn, sem kaupa bila af þessu tagi; stór hluti fer til efnaðra fyrirtækja, embættismanna, ríkisstjórna og þjóðhöfðingja, jafnvel i vanþróuðu löndunum. Tvær bilgerðir, sem teljast ásamt með Mercedes Benz hinar virðu- legustu i heiminum, komu fram með nýjar gerðir ( vor. Cadillac kynnti útgáfu, sem aldrei þessu vant er mun minni en tíðkast hefur og nefnd Cadillac Seville. Og Rolls Royce, sem kannski má telja stöðutákn númer eitt meðal bila, kom fram I dagsljósið með nýtt flaggskip og trúlega dýrasta bil, sem nú um stundir er fáanlegur: Rolls Royce Camargue. Á Bandarikjamarkaði er hann verðlagður á 70 þúsund dali og til samanburðar má geta þess, að hinn nýi Cadillac Seville verður seldur á 12 þúsund dali og er með dýrustu bilum, sem framleiddir eru fyrir vestan. CADIL.LAC SEVILLE Þessi nýja smækkaða Cadillac- útgáfa er búin að vera lengi á leið- inni, eða siðan 1970. Jafnframt hafa hugmyndirnar tekið verulegum breytingum. Fyrst hét hann „La Salle" og við þá gerð var lokið vetur- inn 1972—73. Að ytra útliti var sú gerð mjög óskyld þeirri, sem siðan varð ofan á. Þá hafði runnið upp fyrir ráðamönnum hjá General Motors, að beztu og eftirsóttustu lúxusbilar heimsins voru ekki endilega stórir og efnaðir kaupendur sneru sér sifellt meir að Rolls, Jagúar, Mercedes eða jafnvel Opel Diplomat. NÝ FLAGGSKIP Það kom í Ijós, að þessir bílar voru mjög viðllka stórir og sú ákvörðun var tekin, að gefa Cadillac- kaupendum kost á sambærilega stór- um bil, búnum öllum hugsanlegum lúxus og umfram allt virðulegum i útliti. í La Salle-útgáfunni virðist italska linan hafa verið allsráðandi; linurnar mjúkar og billinn rennilegur með hlemm fyrir hálfu afturhjólinu og mjög grönnum gluggapóstum. En þessi gerð var söltuð og málið hugs- að á nýjan leik. Það virðist hafa haft sín áhrif, að um þetta leyti var Mercedes Benz 450 eftirsóttasti lúxusbill heimsins og allsráðandi við- miðun. Svo rækilega virðist hann hafa verið tekinn til fyrirmyndar, að hinn nýi Cadillac Seville gæti eins heitið Cadillac Benz. Þó er ein undantekning: Þaklínan og aftur afturpóstarnir eru ættaðir frá Rolls. Bæði ytri og innri mál eru svo að segja hin sömu og á Benz og Rolls; línurnar eru kantaðar og stífar upp á þýzkan máta, hringskorið fyrir hjöl- um eins og á Benz og i rauninni vantar aðeins hið klassiska Benzgrill til þess að fullkomna verkið. f upphafi var i ráði að nota Wankel-vél og framhjóladrif, en horfið var frá því til hefðbundinnar tækni. Aftur á móti var i fyrsta sinn notuð sérstök tölvutækni við rann- sóknir á hljóðburði og titringi, og aksturseiginleikar eiga að vera mjög góðir. Ráðamenn hjá GM hafa sagt, að þessi bill sé sniðinn fyrir fremur ihaldssaman smekk; ætlaður þeim sem ekki kaupir sér alltaf ný föt i hvert skipti sem hneppingin breytist. Og það er heldur ekki ætlunin að gera á honum árlega andlitslyftingu, eða „face-lift" eins og tiðkast hefur. Sérfræðingar, sem prófað hafa Cadillac Seville, telja hann ef til vill hijóðasta bil, sem enn hafi verið búinn til; i hægagangi heyrist alls ekki i vélinni. Hann er framúrskar- andi i beygjum, en tekið er fram, að kappakstursmaður á braut mundi finna, að hann stenzt ekki alveg samanburð við Mercedes Benz 450 SE. Við venjulegan akstur finnst hinsvegar enginn munur. Þótt útlitið minni bæði á Rolls og Benz, er mælaborð algerlega unnið sam- kvæmt amertskum smekk og Cadillac-hefð. Það ætti með öðrum orðum skilið að vera skárra og verð- ur að teljast ærið hvunndagslegt og að þvi leyti gamaldags, að hraða- mælirinn er láréttur. Cadillac Seville tekur bæði mið af Rolls Royce og Mercedes Benz, Að neðan: Hinn nýi Rolls Royce Camargue. ROLLS-ROYCE CAMARGUE Meðal lúxusbila hefur Rolls Royce lengi haft þá sérstöðu að hann hefur verið sér á parti um útlit; ekki áber- andi likur neinum öðrum og aðrar lúxusgerðir hafa heldur ekki reynt að likjast honum nema óverulega, samanber Cadillac Seville, sem áður er lýst. Það sem einkennir Rolls umfram flest annað eru einfaldar. hreinar linur án skrauts og grillið fræga, sem Rolls hefur notað frá upphafi. Þrátt fyrir merka hefð og mikið stolt, var þetta nýja flaggskip Rolls ekki teiknað hjá fyrirtækinu sjálfu. Hér þótti við hæfi að leita samstarfs við snjöllustu bilahönnuði heimsins hjá (talska fyrirtækinu Pininfarina. Sjálfsagt hafa þeir fengið sín fyrir- mæli, enda sýnist árangurinn dyggi- lega í samræmi við hina virðulegu hefð. Verður að telja, að vel hafi tekizt; Rollssvipurinn er óumdeilan- lega á sinum stað og engar tilslakan- ir á virðuleikanum. Samkvæmt hefð- inni er harðviður i mælaborði og allir mælar kringlóttir. Það hefur lengi verið Rolls-venja, að nefna hvergi vélarstærð. Aflið er nóg — segja þeir aðeins. Vélin er 8 strokka, vatnskæld, búin tveimur blöndungum. Drif er á afturhjólum. Lengdin er 5,24 m. Eins og venjulega staðhæfir Rolls Royce blátt áfram, að þetta sé bezti btll heimsins. Samkvæmt verðinu ætti það líka að vera svo. Fram- ieiðslan er takmörkuð; hver bill er 24 vikur á leiðinni gegnum verk- smiðjurnar og þær unga aðeins út einum slikum á viku. Þrátt fyrir verðið er beðið eftir hverju eintaki. Flaggskipið var kynnt á Sikiley, en þar þykja vegir upp og ofan eins og á fslandi. Sýnir það traust framleið- andans að velja einmitt slikar að- stæður til kynningar á bilnum. Þar fékk þessi fini Rolls óvægilega með- ferð þeirra, sem reynsluaka bilum og skrifa um þá í bilablöð og bilaþætti dagblaða. Niðurstaðan varð sú, að til væru bilar, sem hefðu snarpara við- bragð, væru enn hljóðari, með fullt eins góða aksturseiginleika. En að vafasamt teljist, að til sé bill, sem svo vel sameinar hina beztu og eftir- sóknarverðustu eiginleika. Bensín og blóð Framhald af bls. 13 Eftir þetta samtal átti ég erfitt með að taka þátt i samræðum, átti beinínis erfitt með að vera kurteis, ég varð smám saman reiður út í sjálfan mig og þessa menn, sem sátu í kringum mig, mér fundust vera brögð i tafli. Hver hafði svikið hvern? Hafði ég svikið sjálfan mig? Af hverju hafði ég ekki þaggað andstöðuna innra með mér niður og tekið þátt i leiknum? Eða reynt að horfa rólega á og byggja upp framtíðina eins og vinur minn listaverka- salinn, sem við vorum gestir hjá? Lifa á ástinni á föður- landinu í fjarska! Nei, ég hafði fengið aðrar taugar, ég var ekki þeir, ég varð að horfast í augu við mín örlög, horfast i augu við nautið — og til þess þurfti hugrekki. Juan G. M... 195... María, ég veit nú til hvers ég þarf hugrekki. Ég skrifaði þér fyrir nokkru, að mér hafi verið ráðlagt að fara að vinna fyrir aðra framleiðendur. Uppáhaldsbíllinn minn er víst orðinn slitinn og þreyttur, en hann er nógu góður til sins brúks. Ég hef smám saman kynnzt veikleikum hans og lært að varast þá. A beygjum liggur hann ekki eins vel á braut- inni og skyldi. Ég finn, að ef ég færi yfir ákveðið hraðamark, þá steypir hann sér. Ef hraðinn er nógu mikill áður en ég kem að beygjunni og ég gef stýrið laust á réttu augnabliki ætti kraftur hans að vera nógu mikill til að ljúka lifi okkar beggja. Þegar þú færð þetta bréf verð ég ekki lengur lifs. A morgun er seinasta keppnin, sem ég tek þátt i. Eftir nokkra hringi á góðum hraða stanza ég læzt þurfa að gera við eitthvað, nægjanlega lengi til þess að allir þeir sem eru næst mér komist fram úr. Ég stanza töluvert langt frá knappri beygju, sem liggur vel við áformi minu, þvi þar eru engir áhorfendur, það væri einstök óheppni ef einhver yrði fyrir þegar vagninn steypist. Þegar þeir eru komnir framhjá fer ég aftur af stað og kný vagninn eins og ég get og gef ekki eftir á beygjunni og losa um leið á stýrinu. Þeir munu segja á eftir, að hinn mikli fullhugi og harði keppnismaður hafi ætlað að vinna upp tímatap sitt, en slæmur vagn og ofdirfska hafi riðið honum að fullu. Vertu sæl María og þakka þér fyrir. Juan G. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.