Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 8
NV VERK f PARIS Ljósmyndir (íunnar Hannesson MYND- LIST Gunnar Hannesson Ijósmyndari var á ferðinni í París og tók þá þessar myndir af nýjum skúlptúr, sem borgaryfirvöld þar hafa keypt og komið fyrir á torgum. Stinga þessi verk óneitanlega í stúf við hefðbundnar torgmyndir af kóng- um á hestbaki eða hetjulegum stjórnmálagörpum. Sum þessara verka vekja spurningar eins og t.d. spurningamerkið, önnur óhugnað og sum áreiðanlega hneykslun, að minnsta kosti ef þau væru sett upp hér. 1. grein í greinaflokki um Fyrir skömmu rak á fjörur Les- bókarinnar búreikninga frá þvf fyrir stríö. Þar voru nákvæmlega tilfærðir allir útgjaldaliðir Ift- illar hafnfirzkrar fjölskyldu frá því fyrir strfð, allt frá brýnustu lffsnauðsynjum til munaðarvöru, allt lagt saman og dregið frá rýr- um tekjum fyrirvinnunnar, svo að ekki skakkaði eyri. Við lestur þessara talna fór ekki hjá því að mann langaði til að skyggnast ofurlítið nánar inn f þá veröld, sem að baki þeim bjó og bera hana saman við velferðar- þjóðfélag nútímans, þar sem reiknað er með, að vísitölufjöl- skyldan, þ.e. hjón með tvö börn, þurfi til ráðstöfunar 96 þúsund krónur mánaóarlega fyrir utan skatta. Það er alkunna, að verðgildi krónunnar hefur lirakað gegndar- laust á síðustu árum og áratugum, þannig að það var f sjálfu sér ekki svo furðulegt að sjá að fiskneyzla lftillar fjölskyldu nam í eina tíð kr. 1,50 á viku og kjötneyzla rúm- lega fjórum krónum. Athyglis- verðara var, að f umræddri heimilisbók gat hvergi að Ifta út- gjaldaliði, sem eru snar þáttur í nútíma hcimilishaldi. Til dæmis var bifreiðakostnaður cnginn, kostnaður við kaup á húsmunum enginn, sumarleyfiskostnaður enginn, og svo til enginn kostn- aður af vöxtum og afborgunum. I bókinni var gert ráð fyrir út- gjaldaliðum eins og til dæmis tfzkuvörum, búsáhöldum, snyrti- vörum, skemmtunum og happ- drættum, en engar tölur voru í tilheyrandi dálkum, nema hvað örsjaldan var gerð grein fyrir nokkrum aurum til skemmtana, sem varla gátu numið mciru en verði aðgöngumiða að barnasýn- ingu í kvikmyndahúsi. Ekki dettur mér í hug, að með lestri þessarar gömlu heimilis- bókar hafi ég gert einhverja meiriháttar uppgötvun. Við sem ekki liföum tfmana fyrir strfð, höfum öll heyrt sitt af hverju um atvinnuleysi, skort, jafnvel sult, þrældóm, þröng húsakynni, lé- legan fatnað, — sára og nfstandi fátækt, sem alla hráði nema ör- fáa, er meira máttu sín. En hvers konar líf var þetta eiginlega? Ilvernig fór fólk að því að Iáta enda ná saman og hvað gat það gert til að lífga upp á stritið og skortinn? Þessum spurning-um verður að miklu leyti svarað í viðtali, sem birtist á næstunni við þrjár hafn- firzkar systur, sem eyddu æsku- árum sfnum f þrotlaust strit við fiskþvott og uppskipunarvinnu á árunum 1920—1930. 1 þessu við- tali fæst sýnishorn af Iffsbaráttu og neyzluvenjum alþýðu fyrir u.þ.b. hálfri öld. Til samanburðar birtist síðan viðtal við barnmarga alþýðufjölskyklu í nútímaþjöðfé- lagi, þar sem annar mælikvarði gildir, en eigi að síður þarf að keppast við að láta endana ná saman. En til þess að gera saman- burðinn raunhæfari höfum við fengið ýmsar upplýsingar hjá Hagstofunni um verðlag og kaup- gjald frá árinu 1925 annars vegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.