Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 9
lífsbaröttuna nú og aöur. Effir Guörúnu Egilson
Árið 1935: Þá tók hálfa klukkustund að vinna fyrir 1 lítra mjólkur. Myndin er af málverki Snorra Arinbjarnar,
Við höfnina. /
og árinu 1975 hins vegar, og fara
þær hér eftir.
Neyzluvenjur nútfmafjöl-
skyldu cndurspeglast aö niiklu
Ieyti f vfsitöluhni, sem reiknuð er
út á þriggja mánaða fresti, og
eins og fyrr segir gera sfðustu
útreikningar Ilagstofunnar ráð
fyrir mánaðarútgjöldum fjögurra
manna fjölskyldu sem ncma um
96 þúsundum króna. Sambæri-
iegar tölur frá 1925 eru ekki fyrir
hendi. Að sönnu var farið að
reikna út framfærsluvísitölu á
þeim tímum, en hún miðaðist við
beinharðar nauðþurftir, og það
var ekki fyrr en um 1950, að farið
var að taka inn í hana aðra liði,
svo sem þjónustu og neyzluvarn-
ing.
Hitt er svo annaö mál, að árið
1925 hefur öll alþýða manna vart
getað sett sér markið hærra en að
hafa fyrir nauðþurftum. Það ár
var tfmakaup Dagsbrúnarverka-
manna kr. 1,40, án orlofs, en það
var ekki komið til sögunnar. Þessi
kauptaxti mun hafa verið mjög
almennur og gilt fyrir flesta aðra
en þá, sem voru í opinberri þjón-
ustu. Til dæmis um verðlag frá
þessunt tfmum höfum við fengið
upplýsingar um verð á algcngum
matvörum, og fara þær hér á
eftir:
mjólk 1 Iftri kr. 0,60
súpukjöt 1 kg kr. 2,27
ýsa 1 kg kr. 0,50
egg 1 kg kr. 5,10
franskbrauð 1 st. kr. 0,65
hveiti 1 kg kr. 0,63
epli 1 kg kr. 2,34
strásykur 1 kg kr 0,71
kaffi 1 kg kr. 5,63
Tölur þessar eru miðaðar við
smásöluverð I Reykjavík, og sam-
kvæmt þeim hefur verkamaður
verið tæplega hálfa vinnustund
að vinna fyrir einum mjólkur-
lítra, tæplega tvær stundir að
vinna fyrir einu kg af súpukjöti,
og á fjórðu vinnustund að vinna
fyrir einu kg af eggjum. Af þessu
sést, að barnmargar fyrirvinnur
hafa vart getað leyft sér mikinn
munað, enda þótt atvinna væri
næg, en oft var misbrestur á því á
þessum árum.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Hagstofan liefur um verðlag
frá 1925, eru hvergi tilgreindar
matvörur, sem eru ómissandi við
nútfma heimilishald, svo sem
ýmsar kjöttegundir, súpur, sósur,
ýmsar niðursuðuvörur, sælgæti
og ýmislegt fleira. Margt af þess
konar vöruni hefur að vísu feng-
izt f verzlunum á þessum tímum,
en neyzla þeirra hefur verið svo
lftil, að þær eru ekki taldar með.
Við skulum nú athuga samsvar-
andi verðlag á matvörum miðað
við júnf 1975, og þá kemur á
daginn, aö mjólkurlítrinn er kom-
inn upp í kr. 33 og hefur verð á
honum 55—faldast frá 1925.
Súpukjöt kostar nú kr. 351 hvert
kg og liefur verðið 155-faldast.
Ýsa, hausuð og slægð kostar nú
kr. 85 hvert kg og hefur 170-
faldast í verði. Meðalverð á eggj-
um er kr. 465 hvert kg og hefur
91-faldast. Franskbrauö kostar nú
kr. 60 hvert st.vkki, og hefur verð-
ið 92-faIdast. Hvert kg af hveiti
kostar kr. 104 og liefur 165-faldast
I verði. Verð á eplum er ca. kr.
Nýjar þarfir; Eitt af þvl sem sem ekki
var til á kostnaðarreikningum ársins
1925 voru ferðalög til útlanda. Nú eru
Sólarlandaferðir orðnar liður I kostn-
aðinum við að lifa hjá býzna mörgum.
Verkamenn við Reykjavíkurhöfn,
Verkamannakaupið hefur 207 faldast
frá 1925; nú fást 9 lítrar af mjólk fyrir
klukkustundar vinnu. Verkamaður er
331 dagvinnustund að vinna fyrir út-
gjöldum visitöluf jölskyldu — fyrir
utan skatta.
200 hvert kg og hefur 85-faldast.
Meðalverð á sykri er kr. 280 hvert
kg og hefur 395-faldast, og hvert
kg af kaffi kostar nú kr. 472 og
hefur 84-faIdast.
Nú er algengasta tímakaup
Dagsbrúnarverkamanna kr. 290
með orlofi og hefur það 207-
faldast frá árinu 1925. Það er því
auðsætt, að miklu skemmri tíma
tekur að vinna fyrir algengustu
matvörum en fyrir 50 árum, að
sykri undanskyldum. Til dæmis
tekur aðeins eina vinnustund aö
vinna fyrir 9 litrum af mjölk,
rúma klukkustund að vinna fyr-
ir 1 kg af súpukjöti, og innan við
tvær tundir að vinna fyrir 1 kg af
eggjum.
En framfærslu vfsitalan hefur
líka breytzt hressilega. Arið 1925
voru helztu liðirnir, sem reiknað-
ir voru inn í hana: Matvörur, en
miklu færri en nú, upphitun,
fatnaður, þvottur, húsnæói og
búsáhöld. Ef við berum þetta
saman við núgildandi vísitölu
vantar þarna inn í fjölmarga liði,
svo sem bifreiðakostnað, útvarp,
sjónvarp, póst og síma. Inn I
núgildandi vísitölu er reiknað
með töluverðum kostnaði vegna
kaupa á húsgögnum, heimilis-
tækjum og snyrtivörum, en ekk-
ert slíkt flokkast undir nauð-
þurftir árið 1925, og þaóan af
sföur skemmtanir, sem nú eru
verulegur liður f vfsitölunni.
Þó að almennt kaupgjald hafi
ha'kkað langt umfram verðlag á
ýtrustu lifsnauðsynjum, er þvf
ekki öll sagan sögð, og verkamað-
ur er hvorki meira né minna en
331 dagvinnustund á mánuði að
vinna fyrir útgjöldum vfsitölu-
fjölskyldunnar fyrir utan skatta.
Vinnuvikan ætti þannig að vera
um 85 stundir. Hefur ekki ein-
livern tfma verið sagt, að 40
stunda vinnuvika ætti að nægja
til almenns lffsviðurværis?
Menn eru sjálfsagt ekki á einu
máli um, hvað eru nauðþurftir f
nútfmaþjóðfélagi og hvað ekki,
en öllum hlýtur að bera saman
um, að þær séu aðrar og meiri en
Framhald á bls. 16