Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 3
'V Skáleyjar á Breiðafirði Við selveiðar tók henni enginn fram, hvorki karl né kona. Hún þekkti hvert sker og boða í Skál- eyjalandareign, vog og vík, hverri konu betur. Vissi hvar best var að leggja netin, eftir því hvort vindurinn blés úr þessari eða hinni áttinni. Vissi nákvæmlega hvar urtan tagði að landi með kópinn sinn, við þetta eða hitt skerið. Þegar kulaði af vestri var það austanvert við skerið. Þegar hvessti af norðri skyldi lagt við það vestanvert. Avallt í skjóli. Þetta var reynsla kynslóðanna sem búið höfðu í eyjunum og veitt sel, sagði hún. Svo var hún líka fljótust allra að greiða rammflækta kópa úr netum. Það var list sem fáir léku eftir henni. Hún kvað stundum svo að orði, þegar henni þótti þeir sem með henni voru í selalögnunum vera lengi að greiða netin utan af kópunum: — Látið þið mig nú kartnagla kópinn, drengir mínir. Þetta gengur ekkert hjá ykkur. Þið eruð bæði handseinir og klauf- virkir, þar af leiðandi krókloppn- ir. Vinnið ykkur ekki til hita. Skiljið aldrei hvernig kópurinn veltir sér i netið. Það liggur þó i augum uppi, þegar athuguð er vindstaðan síðan við vorum hér siðast. An þess að skilja hnút- inn verður hann aldrei leystur. Það verður ekki vitjað allra band- anna á þessari fjöru, ef þessu fer fram. Skerin verða öll komin i kaf áður en þið komizt að næsta neti. Ketið af klessuðum kópnum óætt af blóði og skinnið marétið. Hon- um Gisla fóstra mínum Einars- syni hefði ekki lfkað þessi vinnu- brögð ykkar, eða þá honum Guð- mundi Jóhannessyni. Það voru nú karlar sem brögðuðu. Þeim þótt ekki til alls koma hérna i lögnun- um. Ég man svo langt. — Eftir svona ræðu var Rósa stundum leyst frá árinni í andóf- inu og látin greiða kópa úr netun- um. Það var undarlegt, að hún skyldi ekki alltaf vera látin gera það. Við strákar urðum þeim skiptum verulega fegnir. Það var þó alltént heitara að kreista ára- hlummana en greiða sjóblaut net utan af steindauðum kópnum á þangivöxnum skjólausum skerj- um úti á Breiðafirði. Karlmann- leg voru skiptin kannski ekki. Það leið heldur aldrei löng stund, þangað til Rósa skilaði net- inu utan af kópnum hreinu og greiðu í hendur formannsins. Svo var þá hægt að halda áfram að næsta neti og bjarga því sem bjargað varð af lostætu keti og dýrmætu skinni. Síðan koll af kolli. — Þú ert alveg ómissandi i sela- lögnum, Rósa mín, sagði formað- urinn við hana stúndum, að lok- inni vitjun. Ég er ekki viss um að hún hafi nokkru sinni fengið meira lof eða laun fyrir vinnu sína. — Ég held, að Rósu hafi þótt gaman að öllum veiðiskap. Þjóðtrúin segir að selurinn hænist að rauðum lit, einkum þegar hann skarti á kvenfólki. Hann hefur fengið orð fyrir að vera kvensamur. Kópurinn er heimskur og forvitinn eins og manna börn. Rósa talaði við hann og veifaði honum með rauðum skýluklút, sem hún hafði ævinlega í selalögnunum. Svo gat hún hermt eftir honum. Stundum tókst henni með þess konar brell- um að flæma einn og einn í net. Eftir það gældi hún við hann dauðann. Rósa vissi allt um uppruna sela. — Þeir hafa ekki breytzt mikið þessir síðan þeir voru hermenn Faraós konungs og drukknuðu í Rauðahafinu, sællar minningar, sagði hún stundum þegar hún virti fyrir sér dauða kópana, sem lagðir höfðu verið við fætur henn- ar í bátnum. Sem betur fór gengu þeir aftur, svo við gætum drepið þá hér og étið. — Hvað væri til að borða hjá henni Maju minni ef ekki væri blessaður selurinn? Lítið þið bara á, hvað þeir eru líkir mönnum: augun, brjóstið, bakið. Axlaslappir eru þeir eins og hann Láki sterki, skeggið eins og á honum Andrési hreppstjóra, loppurnar gætu verið af honum Láfa gamla, ef ekki vantaði þumalfingurna, og spikið er litlu minna en á honum Jóni kaup- manni. Ætli synir Faraó hafi verið fríðari? Svo strauk hún kópunum um kviðinn með fætinum, þvi dauðir selir eru ævinlega lagðir á bakið, og sagði: — Blessaður strákurinn! Senn verður þú étinn. Það er góð af þér volg gónan! Rósa var í fjósinu og hirti kýrn- ar a.m.k. síðari hluta vetrar, þeg- ar vinnumenn flestir í eyjum voru komnir til sjóar. Kúahlaðan stóð langt norður á túni, fjarri fjósinu. — Húsaskip- an á mörgum gömlum býlum er óráðin gáta enn í dag. — Hús- bóndinn skammtaði kúnum heyið í meisa. Skildi þá svo eftir í hlöð- unni. Þar tók fjósamaðurinn þá. Það mun hafa verið gamall vani. Hver kýr átti sinn meis. Meisarnir máttu ekki ruglast. Branda varð að fá sinn skammt, Búbót sinn o.s.frv. Kýrnar voru venjulega fjórar. Rósa bar gjöfina handa þeim öllum í hvert mál í einni ferð — fjóra meisa — tvo undir hvorri hendi. Henni fannst ekki taka því að fara fleiri en eina fgrð með þetta lítilræði. Hún hafði aldrei Iært að hlífa sér um dagana. Hún búnkaði meisunum. Felldi tvo og tvo saman. Neðri meisinn lét hún standa upp á endann og sneru botnrimarnar að henni. Efri meisinn setti hún svo þvert á gaflinn á þeim neðri. Siðan gekk hún milli staflanna, faðmaði yfir efri meisinn og náði þá taki á efstu gaflriminni á þeim neðri með því móti að beygja sig dálítið til hliðar meðan hún treysti átök- in. Þannig lyfti hún meisunum upp og pressaði þá um leið að síðunum. Þeir héngu þá utan á henni eins og sátur á reiðings- hesti. Ekki hefur þetta verið mjúk eða þægileg byrði, en aldrei var svo vont veður eða mikill sjór á jörð í Skáleyjum að hún baxaði ekki þessum farmi milli fjóssins og hlöðunnar i einni lotu án hvfld- ar. — Hún komst þess fyrr að rokknum sfnum í baðstofunni sem fjósaverkin tóku skemmri tíma. Eldiviður var einna helzt sú nauðsynjavara, sem skortur var á i eyjum síðari hluta vetrar meðan almennt var búið þar. Mórinn sem sóttur hafði verið til lands um haustið með ærinni fyrirhöfn var búinn, óðum gekk á sauðataðs- hlaðana í eldiviðarhúsinu og sprekin, sem ef til vill hefðu bor- izt á fjöruna um veturinn, klín- ingurinn ekki orðinn þurr á Framhald á bls. 16 Jönas Svavár ÁST- HILDUR hár þitt stormsveipur öræfanna augu þin stjörnuhröp vetrarins nef þitt fjall sjóndeildarhringsins varir þínar mánasigð sólarlagsins bros þitt sólskin jökulheimsins hendur þínar jafndægri haustsins mjaSmir þínar hret heimskautsins fætur þínir veðrátta árstiðanna Teikning: Jónas Svavár

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.