Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 11
Teikningar: Ótto Ólafsson Þegar ég settist niður og horfði á mynd þína á borðinu, varð mér allt í einu eitthvað ijóst, sem ég hafði aldrei gert mér grein fyrir áður. Ég hef alltaf fram að þessu álitið mig einan, einan með min vandamál og mina erfiðleika. Fundizt ég einn bera ábyrgðina og ég einn vera orsökin fyrir þessu öllu. Ég vissi, að pabba þóttu viðfangsefni mín hálfleiðinleg og ekki sæmandi fjölskyldunni, seinna fékk metnaðurinn yfirhöndina og hann varð stoltur af íþróttasigrunum. En um þetta hugarástand, sem ég kann ekki að gefa nafn, kvöl er ekki rétta orðið, hélt ég að ég væri einn. María, þó að égsé hálfgerður útlendingur í landi okkar, veit ég hvað það þýðir, að neita að gera það sem fjölskyld- an vill. Gjafvaxta dóttir, sem neitar að gefast manni er ómöguleiki nema því aðeins að hún gangi í klaustur. Ég hef ekki enn frétt að þú hafir gert það. Mér varð skyndilega ljóst andrúmsloftið við máltíðirn- ar I þessu stóra húsi, augnaráðið, sem þú fengir þegar þú kæmir niður og settist við borðið. Athugasemdir á strjáli, niðurbæld reiði, sem öðru hvoru brytist út. Ég spurði sjálfan mig hvort ég ætti þetta skilið. Ég ungi maðurinn, sem geystist um akbrautir heimsins og naut sigranna, sem bifreiðin færði mér. María, ég get ekki þagað lengur, ég ætla að reyna að gera þér skiljanlegt hvers vegna það sem átti að verða gat ekki orðið. Það verður erfitt, ég er ekki vanur að skrifa bréf, minn penni er vanastur við að skrifa undir samn- inga og krassa nafnið mitt á myndir af mér. Og það er ekki oft, sem ég er i skapi til að skrifa bréf, ég er oftast annað hvort of þreyttur eða of spenntur til þess. Þessi ró, sem er yfir mér í kvöld, kemur ekki oft. En þegar hún kemur ætla ég að nota hana til að skrif a þér. Ég vænti ekki svars frá þér frekar en þú vilt. Hvenær ég skrifa næstá bréf veit ég ekki. Juan G. N.. ., 195. . . María, það er þung sumarrigning hér í N... Ég sit inni á litlum bar f hliðargötu i fiskimannspeysu og með sólgler- augu til þess að enginn þekki mig. Eftir daginn á morgun er keppni hér í nágrenninu. Þegar ég var að leita að þessum bar og sá ljósin blika á votum steinunum í illa lýstum hliðargötunum, kom mér í hug bernskuminning. Hún er aðeins brot úr sekúndu, ég er á gangi með mömmu á einni af aðalgötum Madridar, við stönzum fyrir utan búðarglugga, ljósið brotnar á votum götusteinunum. Þetta er allt sem ég man, en mér hefur tekizt að tengja atvikið við aðra atburði. Það var v.erið að undirbúa ferðina frá Spáni til Englands og mamma var sennilega að kaupa á mig skó. Ég hef verið sex eða sjö ára. En þetta ferðalag átti eftir að breyta ýmsu. Mamma var að fara til Englands með stjúpföður mínum, sem ég vandist á að kalla pabba eins og þú veizt. Eftir það dvöldumst við aðeins á Spáni á sumrin. Ég var sendur f skóla á Englandi og stóð mig vist sæmilega. Þegar að því kom, að senda mig í menntaskóla varð mikið rifrildi milli pabba og mömmu. Pabbi vildi senda mig í rlkisskóla en ekki einkaskóla, ekki einn af þessum skól- um fyrir heldrimannasyni. Hann vissi sem var, að kennsl- an i ríkisskólunum væri betri. Sennilega hefur lika vakað fyrir honum að gera ekki of mikinn Englending úr stjúpsyni sfnum, hvað honum lika tókst. Félagar minir í þessum skóla höfðu litla ástæðu til að virða mig mikils. Þeir áttu flestir erfitt uppdráttar og kepptu sín á milli um styrki og verðlaun. Ég þurfti þess ekki en hlaut samt stundum verðlaun, sem ég þá afsalaði mér. Þeir voru heldur harður hópur, að minnsta kosti þeir sem ég man enn eftir. Eitt var þeim öllum sameigin- legt: meðvitundin um takmark. Þeir höfðu allir skýr markmið. Flestir ætiuðu sér að verða lögfræðingar eða læknar. Að efast um hæfileika þeirra eða manngildi var ekki hægt. Það sem mest áhrif hafði á mig var þrek þeirra og viljastyrkur. Þegar ég hafi kynnzt sumum nánar, vissi ég hvernig þeir lifðu: í litlum köldum her- bergjum við lítinn kost. Sumir léku sér að því að borða ekkert nema lítinn morgunverð allan daginn. Ég reyndi þetta stundum lika og tókst það og Jeið eiginlega prýði- lega, en ég hafði enga ástæðu til þess, mitt svelti var íþrótt, þeirra hafði tilgang: spara sér fyrir bók, pari af skóm eðastuttu ferðalagi um næstu helgi. Ég varð aldrei einn af þeim. Ég fór einu sinni f ferðalag á reiðhjóli með tveim þeirra, að skoða kastala nokkuð langt frá bænum, sem skólinn var í. Það var heitur sunnudagur. Ég hafði klætt mig eins og þeir til að skera mig ekki úr. Þegar við komum að kastalanum ætluðum við að ganga í kringum hann. Jenkins, annar félaga minna, hafði mjög mikinn áhuga fyrir byggingarlist og ætlaði sér að ná mynd af kastalanum, þar sem stíleinkennin væru skýrust. Á leið okkar kringum kastalann komum við á grasflöt, þar sem nokkrir unglingar á líku reki og við voru að leika kricket. Við höfðum ekki tekið éftir þeim fyrr en við stóðum á miðjum leikvellinum. Kricketleikurunum var sýnilega ekkert um þessa truflun gefið og spurðu heldurhastarlega hvað það ætti að þýða, að ráðast svona óboðnir inn á annarra manna land. Félögum minum varð fátt til svara, sögðust hafa ætlað að taka myndir af kastalanum. Einn kricketleikarinn, sem bar liti gamalfrægs menntaskóla, sagði að það þyrfti leyfi föður slns til þess. Hann var stór og þéttvaxinn með bulldoggsandlit, algjör and^tæða hinna smávöxnu, grannleitu, vannærðu félaga minna. En fyrst við værum aðeins skólapiltar en ekki fullorðið fólk, þá væri nóg að hann gæfi okkur leyfi til þess. Orðalag hans og hátterni allt sýndi greinilega að hann leit niður á okkur. Við þökkuðum fyrir og tókum myndirnar. En það leið nokkur tlmi þangað til félagar minir tóku gleði sina aftur. Þeir höfðu verið minntir óþægilega á aðstöðu sina i þessu einkennilega þjóðfélagi. Það sem eftir var dagsins, töluðust þeir mest við sín á milli, án þess að draga mig inn i samtalið. Mér hefur alltaf siðan verið kær félagsskapur manna, sem eitthvað hafa orðið að leggja á sig til að ná marki sinu, manna, sem bera á sér merki erfiðrar æsku. En oftast hafa viðskipti þeirra við mig verið útreiknuð til að hafa eitthvert gagn af mér eða samböndum mínum. Ekki nema mjögskiljanlegur hlutur. Ég er búinn að vera lengi að skrifa þetta bréf, bar- þjónninn er farinn að horfa á mig, hann er sennilega þreyttur og langar til að fara að sofa. Ég er eini gestur- inn, sem er eftir hér inni. Ég ætla að ljúka þessu bréfi. Ef keppnin fer vel, skrifa ég þér kannski eftir hana. Juan G. P. . .16.5. 195. . . María, í veizlunni, sem var haldin okkur eftir keppnina, sem ég vann á nýju bifreiðinni, hitti ég M. hershöfðingja. Hann heilsaði mér mjög kumpánlega leyfði sér það sennilega vegna þess að hann er gamall kunningi pabba. Hann óskaði mér til hamingju með sigurinn og spurði svo hvað ég ætlaðist fyrir þegar ég hætti að keppa. Ég sagðist ekki vita það. „Fyrir son föður þíns er alltaf einhver góð staða laus heima á gamla Spáni, hvernig væri með góða stöðu hjá Seat bifrejðaverksmiðjunum, tilraunastjóri eða eitthvað slikt?“ Ég sagðist mundu hugsa um það þegar að því kæmi. Honum hefur fundizt ég stuttur í spuna, þvi hann yfirgaf mig skömmu á eftir. Nú gengur hann um i veizlum, diplómatiskum veizlum, óeinkennisklæddur, hershöfðinginn, sem stjórnaði fjöldaaftökunum hjá F. sumarið 37. Þú varst smátelpa og manst sennilega ekki eftir því sem gerðist. Ég hafði verið gestur hjá ykkur tima um sumarið. Þegarvíglínan nálgað- ist varð heldur órólegt i nágrenninu. Siðla dags kom liðsforingi til okkar og sagði, að það væri ástæða til að yfirgefa húsið og fara lengra að baki viglinunnar, það gæti verið að rauðu hundarnir gerðu árás. Pabbi þinn lét taka til sín stóru bifreiðina og lét aka börnum og konum i burtu. Þú varst hrædd og grézt. Ég setti þig á hné mér og reyndi að hugga þig. Við þurftum að aka i gegnum úthverfi bæjarins og framhjá gamla leikvellinum. M. hershöfðingi hafði látið safna fjölda fanga saman á leikvanginum til að skjóta þá niður með vélbyssum. Til þess að hraða ferðinni og lenda ekki í ringulreiðinni í bænum, ókum vió framhjá, ég þrýsti þér upp að mér og hélt fyrir augun á þér, svo að þú sæir ekki hvað fram færi. Sjálfur gat ég greint andlit fanganna, litlir horaðir menn, bændur bognir af erfiði og þrældómi við að erja hina spönsku jörð, nokkrir spengilegir foringjar úr lýð- veldishernum, fyrrverandi menntamenn og listamenn, sem kunnu ekki mjög vel við sig i einkennisbúningnum. Þeir gáfu frá sér stutt hróp þegar skothríðin skall á þeim. Þegar ég kom til Englands um haustið bað ég pabba að senda mig í annan skóla, annað land. Ég komst fljótt að þvi, að það var ekki til neins, þegar ég kynnti mig voru alltaf einhverjir, sem horfðu undarlega á mig. M. gengur um i veizlum og er heilsað með virðingu. Hann er ennþá myndarlegur og glæstur, ég sá glampa i augunum á sumum frúnum þegar hann gekk framhjá. Kannski vissi hann fyrir hvað hann hafði barizt, ég vissi það ekki. Og hann hafði boðið mér að snúa helm til lands, sem ég var eiginlega hálfgerður útlendingur í, taka við góðri stöðu og umgangast menn eins og hann, sadda og ánægða, sem fannst allt rétt, sem hafði gerzt, tóku hlutverk sitt alvarlega. I dag borðaði ég á spönsku veitingahúsi hér i borginni. Ég var einn og mig langaði í spánskan mat. Til allrar hamingju voru mjög fáir gestir þar inni þegar ég kom. Fyrst afgreiddi þjónninn mig eins og hvern annan gest og talaði frönsku. Þegar kom að aðalréttinum fór hann að lýsa kostum hans á spönsku og ég tók vel í það og vonaði að hann hefði að vana að gera þessa tilraun til að vita hvort gestir hans væru Spánverjar. Á meðan ég var að borða kjötið fann ég augnaráð hans hvila á mér öðru hvoru. Þegar hann kom að spyrja hvað ég vildi sem eftirrétt ávarpaði hann mig með fullum titli. Ég varð heldur hvumsa við. Að lokinni máltíðinni klæddi hann mig i frakkann, hneigði sig og sagðist vona, að herra greifinn sýndi veitingahúsinu þá virðingu að koma aftur og oft. Ég þakkaði fyrir og fór út að leita mér að rólegum staö til að drekka kaffið á. Ég fann litla bistro, sem var fjölsótt af atvinnubílstjórum. Hún hæfði mér betur. Góða nótt Maria, Juan G. B... 5.8.195. .. Maria, ég er i smáfríi, það var kominn tími til að hvíla sig svolitið frá kappakstrinum. 1 sumarlok þyrlar maður upp miklu ryki. Ég ligg hér i daginn í sólbaði á ströndinni og horfi á hafið. lkringummig er ágætisfólk, franskt skrifstofufólk, illa launaðir embættismenn i fríi, nógu ungir enn til að hafa gaman af að synda, sumir eru með konu með sér, sumir eru að leitaað konu.að minnsta kosti sumarkonu. A kvöldin safnast gestirnir saman á veitingastöðunum i bænum og dansa, drekka og daðra. A borðinu hjá mér er glas af góðu spönsku víni. Spánn er ekki langt I burtu. Stundum dettur mér i hug hvort ég ætti ekki að skreppa til landamæranna og aka i bílnum minum um þessa sæmilegu en ónotuðu vegi. En ég kvíði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.