Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 7
Þeir ruku allir á fætur þegar verkstjórinn birtist, nema skáldið, sem sat áfram eins og ekkert hefði l skorizt. Við kvöddumst svo þarna í kaffihúsinu. Og f fyrsta skipti borgaöi hann. Ég sá hann svo ekki f nokkuö langan tfma. Ég fór nokkru seinna úr bænum, norður á heiöi ,f vegavinnu. Þaö þótti meíra en lftill fengur að kom- ast f vegavinnu á þeim tfmum atvinnuleysisins, yfir sumarið og fram á haust. Þá var ekki fengist um það þótt kaupið væri lágt, 60 aurar um tfmann að vorinu, en 90 yfir sumarið. — A heiðinni var kaldranalegt. Snjór var ekki leystur er við komum þangað og klaki ekki farinn úr jörð. Svo eiginlega var varla hægt að segja, að það væri skemmtilegt að vera þarna. Ég varð meira en Iftið hissa, þegar ég kom þarna, að sjá kunningja minn meðal verka- manna. „Nú, ert þú hér?“ sagði ég. „Já, ekki ber á öðru,“ sagði hann og brosti. „Ég er að reyna að komast f samband við náttúruna." — „Heyrðu," sagði ég, „Það er laust pláss f tjaldinu mfnu. Er þér ekki sama þótt þú holir þér þar niður? Það er ekki verra að hafa þig en einhvern annan." „Hefur þú lesið kvæðið Kleppsreiðin í Speglinum. Sfðasta erindið nálgast að vera skáldskapur," sagði hann. „Að þcssu skaltu önd mfn hyggja yfirvöldum geðjist þú: A hnjánum báðum er best að liggja og biðja í auðmýkt og sannri trú. Hver veit nær sorgar hefjast él, hver veit nær söðlar Danfel. — Já, hver veit nær söðlar Daníel,“ endurtók hann og hló við. Ekki var hann kunningi minn mikill verkmaður. Var nánast, frómt frá sagt, sama hvort hann var eða ekki. Kom þar margt til: Hann hvorki gat, kunni né vildi vinna. Vinnan var erfið og sjálfsagt honum um megn. Enda hugurinn lfk- lega oftast bundinn við annað. Um skáldskap talaði hann lftið. Hvort hann orti vissi ég ógjörla. Ég sá hann stundum taka skrifblokk upp úr tösku sinni og skrifa eitthvað f hana. En um það allt var hann fáorð- ur. Mér er eitt atvik f sambandi við þennan kunningja minn sérstaklega minnisstætt. Það var einn góðviðrisdag, rétt eftir hádegi. Við vorum nýkomnir úr mat. Við unnum góðan spöl frá matarskálanum. Afar heitt var f veðri. 1 stað þess að fara að vinna strax, settumst við niður og hvfldum okkur. Veðrið var svo gott, heitt og mollulegt. Allt f einu vitum við ekki fyrr en verkstjórinn stendur mitt á meðal okkar og segir: „Hafið þið það oft svona, þeg- ar þið lialdið að ég sjái ekki til?“ Allir þustu á fætur, sögðu ekki neitt og hröðuðu sér að verki, nema kunningi minn, — hann leit beint framan f verk- stjórann og sagði: „Já, við gerum þetta oft, og mér finnst þetta nú ekki svo óskaplegt, að þörf sé að gera veður út af því.“ „Nú,“ sagði verkstjórinn hvasst. „Þú ert meira en Iftið ósvffinn að bæta gráu ofan á svart með þvf að svfkjast fyrst um og brúka svo hortugheit lfka. Ég hef nú litla þörf fyrir slfka menn. Og enginn hörgull á mönnum, sem kunna betur mannasiði en þú. Þú veist það kannski ekki að þú varst tekinn hér upp á gustuk." „Á ég þá að skilja þetta svo að þú sert aö reka mig?“ „Já, þú ræður þvf, ef þú held- ur að þú sért hérna bara til að brúka kjaft, þá er það misskiln- ingur. Ég sé ekki neitt tiltakan- lega eftir þér, þó þú farir. Og Ifklega komum við vegar- spottanum yfir heiðina jafn fyrir þvf.“ „Jæja, það er þá best við komum heim og ég fái þessar fáu krónur, sem ég á inni.“ — Að svo mæltu tók kunningi minn á rás og gekk hratt til tjaldanna. Við biðum f ofnæmi hvað næst muni gerast. En við fengum ekkert að vita. Kunn- ingi minn settist að matborði með okkur eins og vant var, hinn hressasti. Er við fórum að impra á þvf við hann, hvernig þetta hefði endað, svaraði hann okkur á þann veg, að lftið var á þvf að græða, og við skildum brátt að um þetta vildi hann alls ekki ræða neitt við okkur. Næsta morgun mætti hann f vinnuna eins og venjulega. Hann var svo f vinnunni til hausts og fór sfnu fram ekki sfður en áður. Aldrei varð þess vart að verkstjórinn fyndi að einu eða neinu við hann. Það var eins og hann sneiddi hjá að vera með aðfinnslur við hann. Annars virtist fara hið besta á með þeim. — Þegar þeir skildu um haustið, kunningi minn og verkstjórinn, virtust þeir skilja með vinsemd, eða a.m.k. sæmi- lega. Ég hafði alltaf nokkra Iöngun til að komast eftir hvernig þeim hafði samið, verkstjór- anum og kunningja mfnum, daginn sem hann rauk heim f fússi. — En það varð ekki fyrr en mörgum árum seinna, að kunningi minn sagði mér frá þessum átökum þeirra. Hann var þá við skál. — Ég rakst. á hann f Austurstræti. Þá sagði hann: „Nú býð ég þér kaffi. Þú átt það hjá mér. Og nú er meira f buddunni en forð- um.“ Er við vorum ný sestir segir hann allt f einu: „Nú er gamli verkstjórinn okkar dauður. Alltaf verður mér hann nú minnisstæður, kallanginn." — „Já, það urðu nú einu sinni árekstrar á milli ykkar, manstu? Mig hefur nú alltaf langað til að vita hvernig þetta endaði hjá ykkur, er hann hafði á orði að reka þig. Við undruðumst nú eiginlega hvernig þetta endaði. Satt að segja bjuggumst við nú við að þú værir á förum, er við kom- um heim um kvöldið." „Já, það er nú saga að segja frá þvf. Og eiginlega bjóst ég nú við þessu lfka. — En ég notaði sama ráðið og margir hafa gert á undan mér og gefist vel. — Verkstjórinn var búinn að taka upp vinnuskýrslurnar og farinn að athuga hvað ég ætti inni. Hann ætlaði auð- sjáanlega ekki að láta undan. Og ekki sá hann víst eftir mér, þó ég færi. Ég lái honum það ekki. En einhver kennd innra með mér sagði: Láttu hann ekki sleppa svona ódýrt, — svo ég sagði: „Þú ert ákveðinn f þvf að reka mig?“ „Þú verður að hlýða sömu regluin og aðrir.“ „Jæja, góði, þetta gerir mér ekkert til. Þú skalt bara reka mig. Ég er vanur útiganginum. Hvort ég svelti einum mánuöi lengur eða skemur skiptir mig engu máli. Þú ert ríkur, nóg af öllu. Ég á ekki neitt af ver- aldarauð. En eitt get ég. Ég get gert nafn þitt ódauðlegt. — Það er kannski vorkunn þó þú vitir ekki, að ég er stórskáld, — skáld, sem þjóðin á kannski eftir að meta. Það væri nú ekki nema sjálf- sagt að þú fengir þinn skammt, t.d. kvæði, sem héti: Verkstjór- inn og skáldiö. — Ég veit ekki hvort þú kannt vísuna: Enginn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd. — Ég hið þig ekki um neina miskunn. Mér er alls ekki neitt illa við þig. Ef þig langar til að ég geri þig ódauð- legan, þá rekur þú mig. Þitt er valdið.“ — Þannig lét kunningi minn dæluna ganga. — „Það var eins og verkstjór- inn, þessi sjálfum glaöi maður, og merkikerti, félli saman. Að lokum sagði hann: „Við skulum sleppa þcssu, og láta eins og ekkert hafi skeð.“ Loks sagði kunningi minn: „Mikið er ég nú feginn að þetta skyldi fara á þennan hátt. — Ekki svo að skilja, að ég beri neina virðingu fyrir verkstjór- anum okkar gamla. En eftir því sem ég eldist finnst mér ég alltaf skilja betur og betur orð Njáls gamla: Alltaf orkar tvf- mælis, þá hefnt er.“ — Steinn Steinarr Það vex eitt blðm fyrir vestan ÞaS vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á Ijósum klæðum og kveður því vögguljóð. Ég ann þessu eina blömi, sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur í hljóðri og einmana þrá. Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki að ég er til. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.