Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Blaðsíða 6
Hvort er manneskjulegra? Annarsvegar Viðlagahverfi I Breiðholti; timburhús með risi og hinsvagar blokkasamsteypan við Æsufell. Hversvegna byggjum við svona ljót hús? brotirt blað horfið frá frysti- kistustílnum, sem orðinn er full einkennandi fyrir íslen/ka nú- tíma bygfíinKarhætli. En það er víðar Guð en í Gorð- um ofí ekki allar syndir of; yfir- sjónir saman komnar í Breið- holti. Til dæmis má nefna, að innarlega í Kópavogi er hörmu- lcgur ranghali upp kominn og má segja að þar hafi ljótleikanum verið reist full varanlegt minnis- merki. Þessi blokkaranghali minnir átakanlega á kumbaldana, sem hróflað var upp í enskúm borgum á dögum iðnbyltingarinn- ar og á Viktoriutfmabilinu. A vor- um dögum hafa þcssir sótsvörtu ranghalar orðið að fátækrahverf- um og nú er víðast unnið dyggi- lega að því að rífa þá niður. En á sama tíma byggjum við eftirlfk- ingu, og má segja, að iðnbyltingin sé lengi á leiðinni til Kópavogs. Erlendunt höfundum kennslu- bóka í arkitektúr þætti trúlega matur í að komast f annað eins. llér hefur það markverða afrek verið unnið, að útlitið er jafnvel enn hræðilegra en á minnkabú- inu í Breiðholti. Við getum ckki haldið þannig áfram. A einhvern hátt vcrður að stokka spilin upp og gera betur. Því verður ekki trúað að fslcnzk byggingarlist þurfi að vera ámóta og kvikmyndin um Lénharð fó- gcta. Ekki er hcldur endalaust hægt að afsaka getuleysið með þvf að nauðsynlega hefð vanti til að byggja á. Eins og áður var fram tckið, vcit ég ekki hverjir eru höfundar þeirra verka, sem hér eru til- greind. Líklcga er öllum fyrir bcztu að það gleymist. Gera má ráð fyrir að sumir höfundanna séu „bara“ tæknifræðingar eins og stundum heyrist. Það skiptir ekki máli. Ekki hefur frétzt að arkitcktar hafi risið upp á aftur- lappirnar og mótmælt kröftug- lega þcirri lágkúru, sem hér hef- ur verið bent á. Scnnilcga ætti það þó að standa þcini nærri að benda á það, scm hlýtur að tcljast langt undir lagmarki. Hér skal staðar numið í bili f þeirri von, að þessari gjörninga- hrlð lágkúrunnar taki að slota. Byggingar eru ckki einkamál þeirra sem teikna og byggja. Þeir eru að skapa lifandi fólki skiiyrði til þess að njóta lífsins: Mannlegt umhverfi en ekki minnkabú. Að lokum þetta: Tilveran er bæði súr og sæt. Þótt flest berin f vfngarði byggingarlistar okkar séu súr, má með góðum vilja finna cinstaka sæt. Aður en langt um Ifður, mun Lesbókin aftur fara á kreik og leita með logandi Ijósi að sætu berjunum. Þess verður líka að geta, sem vel er gert. © Það var einhverntfma á skólaárum mfnum. Ég var að koma úr skólanum. Þetta var um hádegisbilið. Um leið og ég gekk að útidyrum hússins, þar sem ég borðaði, tók ég eftir að konan, sem seldi fæði, stóð við girðinguna og var að tala við ungan mann. Þótt ég aðeins liti við f svip, fannst mér ég strax verða fyrir einhverjum sér- stæðum áhrifum frá þessum unga manni. — Hann var frek- ar lágur vexti og grannur. Ljós- hærður, bláeygður, með snör, Ieiftrandi augu. — Já, það voru einmitt augun og augnatillitið, sem gerðu manninn svo sér- stæðan. Um leið og ég gekk um heyrði ég að konan sagði: „Já, þú mátt vera í viku.“ Ég skildi ekkert f þessu og þóttu þessi orð konunnar einkcnnileg. — Ég fór svo að veita þessum unga manni æ meiri athygli. Hann var frekar fámáll, — en skaut við og við inn setningum er menn ræddu saman. Oft voru það mcinlegar athuga- semdir, en svo hnitmiðaðar og hárbeittar að þær afvopnuðu á stundum þann sem hann and- mæiti í það og það skiptið. Stundum svo torráðnar að þær voru eins og véfrétt, sem fáir skildu. Það kom fyrir að ég mætti honum á götum borgarinnar á sfðkvöldum. Hann var jafnaðarlega eins klæddur, í þykkum móleitum frakka, sem farinn var að slitna, og á fótum hafði hann nasbitna skó með nærri gatslitnum sólum. Er við höfðum gengið stundarkorn saman sagði hann oft: „Ertu ekki múraður? Þú ert kannski til að „splæsa" f molakaffi.“ — Jú, það var nú ekki nema sjálfsagt. Þannig kynntumst við lftillega fyrstu dagana f þessari einu viku, sem hann var f mötuneytinu. Mér þótti hann sérstæður og öðruvfsi en flestir hinir, eitt- hvað torráðið, dularfullt og seiðandi við hann. Og hinar snöggu athugascmdir hans og leiftn ndi tilsvör. — Þetta lýsti svo fiábærum vitsmunum að unun var á að hlýða. En einn góðan veðurdag var hann horfinn. Ég saknaði hans úr mötuneytinu. Bráðlega hitti ég hann þó aftur. „Ertu hættur að borða f mötuneytinu?“ spurði ég. „Já, það stóð aldrci til að ég yrði þar lengur,“ sagði hann litlaust. Þar sem við vorum orðnir all kunnugir áræddi ég að impra á þvf við hann, að mér hcfði þótt það mjög einkennilegt, sem forstöðukona mötuneytisins hefði sagf við hann úti við girð- inguna, þegar hann kom. „Nei, það var ekki svo ein- kennilegt," sagði hann. „Hún vissi að ég mundi aldrei geta borgað neitt. Henni fórst betur en flestum öðrum.“ „En finnst þér þetta ekki leiðinlegt samt,“ sagði ég f barnaskap mfnum. „Mér fannst það, en ég er nú orðinn þessu svo vanur, að það er komið upp úr á mér, sem kallað er. En áður fyrr var mér þetta ógurleg þjáning. Já ægi- leg kvöl.“ / Agúst Vigjusson „Þú varst tekinn uppá gustuk ” Minningar um þjóðskáld, í vegavinnu Svo þagnaði hann skyndilega, horfði á mig dreymnu, athugulu augnaráði og sagði: „Hefurðu lesið Sult eftir Hamsun? Já, svona er að vera skáld á Isfandi. Já, og lftt fær til stritvinnu.“ Ég hitti hann svo öðru hvoru um veturinn. Það var sfðla kvölds á útmánuðum, um það leyti sem ég ætlaði að fara að ganga til náða, að bankað er á hurðina hjá mér. Jú, þar var kunningi minn kominn, örlftið hreifur af vfni. „Nú er ekki gott í efni,“ sagði hann. „Nú, hvað er að?“ „Það er kalt úti, — 10 stiga frost og hvass norðan.“ „Hvað gerir það til?“ sagði ég. „Það er heitt inni.“ „Já, en það er ekki víst að allir eigi það tryggt að vera inni.“ „Heyrðu kunningi, hvað er að? Ertu kannski húsnæðis- laus?“ „Já, þaö liggur nú við,“ sagði hann og brosti tvfræðu brosi. „Eg var rekinn út úr kjallara- kompunni f dag. Mig furðar nú ekki á þvf, — ég hef ekki greitt neitt fyrir húsaleigu sfðan ég kom f haust. Með hverju hefði ég átt að greiða?“ „£g hef nú ekki mikið að bjóða þér, en þó er það skárra en að liggja úti.“ Hann lá á gólfinu hjá mér f sex vikur. Ekki létum við mikið á þessu bera. Og engum sagði ég frá þessum sérkcnnilcga gesti mfnum. En cinn daginn, skömmu eftir hádegið, kom húseigandinn til mfn, ærið þungur á brún, og sagði: „Hvernig er það, ertu búinn að taka leigjanda f herbergið? Ég heyri sagt að það sé einhver umrenningur búinn að vera hjá þér um lengri tfma. Ef þú ekki lætur hann fara umyrðalaust, þá er best að þið farið báðir." Þarna skildu leiðir að sinni. Litlu seinna mætti ég honum á Laugaveginum. Mér varð star- sýnt á hann. Þarna var nýr mað- ur á ferð, — þ.e.a.s. f nýjum fötum. Ljósum sumarfötum og bláum frakka. „Jæja, þú ert múraður núna.“ „Já,“ sagði hann og tók dræmt undir. Það var eins og það ylli honum þjáningu að tala um þetta. „Kannski ég bjóði nú f kaffi," sagði hann. Eg spurði: „Hvernig gekk þér að fá her- bergi?" — „Sleppum þvf,“ sagði hann. „Skefling langar mig út f sveit. Hér er allt svo andlaust. Það er peningalykt af öllu. 1 sveitinni, úti f guðs grænni náttúrunni, kemst maður f stemningu. Þar eru hinir sönnu alþýðumenn. Það er hvergi hugsað dýpra en þar.“ Ég fann að hann þjáðist af einmanakennd. „Skrambi fara þessi föt þér vel,“ sagði ég. En sá samstundis eftir að hafa sagt þetta. „Já, þessi föt,“ sagði hann. „Mér lfður verr f þessum fötum en hinum druslunum, sem ég var f í vetur. Það er engin hamingja að þurfa að þiggja gjafir steigurlátra burgeisa, þó jafnvel þeir geri það f góðum hug. Það er ömurlegt að heyra þá segja: Ósköp er að sjá hvern- ig þú gengur til fara. — Ég er ekki að vanþkakka neitt, en svona er nú þetta.“ „Heyrðu,“ sagði ég. „Þeir voru að segja mér f mötuneyt- inu að þú værir hagmæltur." „Hagmæltur," sagði hann og hló innilega. Einhvernveginn fannst mér að f þessum syngj- andi hlátri hans fælist: Æ, góði farðu nú ekki að tala við mig um skáldskap, þú hefur ekki neitt vit á honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.