Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Blaðsíða 2
Lesbók minnist Hjálmars Jónssonar frá Bólu en 100 Hannes Pétursson 7 7 7 / Brekkuhus á Stára- Vatnsskarði i. A grasigróinni hólbungu snertuspöl frá vegi austan í Stóra- Vatnsskarði kúra gamla torftóttir. Þar heitir Brekkuhús. Tóttirnar eru leifar beitarhúsa frá Brekku f Seyluhreppi. Sá bær stendur f þjóðbraut undir skarðinu. Frá gömlu póstleiðinni, sem lá með Víðimýrará og því sunnar en akvegurinn gerir nú, var mjög stutt til Brekkuhúsa, tveggja til þriggja mínútna gangur, en neðan frá Brekku hafa fjármenn verið á að gizka hálfa stund að þamba til húsanna. Seint í júlímánuði 1875 slokkn- aði i Brekkuhúsum líf merkilegs öldungs, Hjálmars Jónssonar skálds frá Bólu. Fyrir því rennir margur maðurinn, sem á leið um Stóra-Vatnsskarð, augum til hinna dökku veggjabrota. Flestir munu hyggja, að þar sjái þeir rústir beitarhúsanna sem voru Hjálmari skáldi hinzta afdrep hérmegin grafar. Þé er ekki svo. Þau Brekkuhús sem uppi stóðu á 19. öld voru tættur einar þegar fram kom um aldamót, ef skiiinn er undan kofi þar sem stungið var inn hestum við og við, en hann féil þó litlu síðar og risu ný beitarhús, með allt öðru lagi en gömlu húsin, á sama stað skömmu eftir 1910. Það eru þeirra rústir sem nú getur að líta. Arnarstapi á Stóra-Vatnsskarði, þar sem Stefáni G. var hlaðinn minnisvarði, er sagður mesta sjónarhæð í byggðum Skaga- fjarðar. Brekkuhús standa dágóð- um spotta neðar, en þar á hóinum er samt útsýnisstaður ekki miklu lakari stapanum. Glóðafeykir er beint í austur, Mæiifellshnjúkur beint í suður, Drangey beint i norður. Öséðar línur frá þessum fögru köstulum mætast í skurð- punkti við Brekkuhús. Og það sér inn um öræfageiminn suður und- an, þar sem blikar upp af jöklum ef heiðskírt er veður. Úr beitar- húsadyrunum gat hinn vísi öld- ungur frá Bólu eygt f einni sjón- hendingu, hafi ljós augna hans © dregið svo langt, allar sinar gengnu slóðir í Blönduhlíð; „þetta helvítis greni“, eins og mælt er að hann nefndi húsin þegar hann fluttist þangað, stóð hærra en bæjaröðin austur frá, skáldið horfði í réttri raun niður á hana, og ef til vill hefur hann gert það í tvennum skilningi. Samt má minnast þess, að í Blönduhlíð lá sá blettur jarðar þar sem skáldið vænti þess að rísa upp frá dauð- um síðar meir: Miklabæjarkirkju- garður. Þar blundaði Guðný kona hans undir torfu. I löngu og athyglisverðu reikningsskila- kvæði ortu 1845, stuttu eftir jarð- arför hennar, sér Hjálmar þá tíð fyrir þegar þau byggja eina sæng í Miklabæjargarði og bíða nýs líkama. Hann kveður: Svo er hjónasæng til sællar hvíldar uppbúin aftur eins og fyrri, varðveitt og vígð i væru skauti líknandi móður, er leggur síðan prjállaust pellið grænt til prýðis yfir. Fyrr í kvæðinu lætur skáldið það uppi, að honum hafi þótt fag- urt í Blönduhlíð þegar hann kom þar fyrst ungur maður og batt kynni við brúðarefni sitt: Fögur var hlíðin, þar fyrst eg leit lilju línklæða, sem lamba gætti ... Og beiskjulaust lítur hann, í söknuði sínum eftir Guðnýju, yfir búskaparstrit þeirra: Bjuggum svo bæði að búi smáu, vunnum vallbjúg að vengi gróanda. Ólum kund og kind, en Kristur gaf björg og blessan með barni hverju. „Á þessum stað reis íslenzk örbirgð hæst“, kveður Steinn Steinarr á rústum beitarhúsanna. Hann kennir þær við Víðimýri. Fleiri hafa farið dyravillt þegar þeir sneru ræðu sinni að Brekku- húsum. 1 þætti af Bólu-Hjálmari ruglar Sverrir Kristjánsson býl- inu Brekku saman við beitar- húsin þaðan. „Beitarhús eru hjá Víðimýri," segir höfundur, „og heitir á Brekku." í uppflettiritinu Landið þitt (1966) er Brekka sögð eyðibýli skammt suður af Arnar- stapa og þar hafi Bólu-Hjálmar andazt í beitarhúsi. Brekka er i austnorðaustur frá Arnarstapa og hefur haldizt i byggð úrtökulaust svo langt aftur sem órækar heim- ildir ná til — eða frá því um 1780. II. Fátæklingar á íslandi engu síður en í öðrum löndum hafa orðið að gera sér að góðu margt „helvítis grenið“, jafnvel efnt upp á búskap í ónotuðum úti- húsum. Sumar þær torfhrúkur sem kallaðar voru mannabústaðir tóku gripahúsum litið fram að vistlegheitum, stundum síður en svo. Útlendum mönnum, sem gægðust inn í nokkrar þeirra á kynnisferðum hérlendis, sló illi- lega fyrir brjóst af ólykt og þrengslum. Svo lágreistir voru sumir þessara kofa, að i snjó- þungum sveitum sukku þeir öldungis í miklum fannburði og menn grófu sig niður á þá líkt og kind sem hefur fennt. Allt um það, hvers vegna urðu Brekkuhús nokkru sinni manna- bústaður? Um hellisholuna á Laugarvatnsvöllum, þar sem búið var á þessari öld, vita menn gjörla, en um Brekkuhús er margt á huldu. Þar kotrar fólk sér niður á seinni hluta 19. aldar, um það bil sem rýmkast í húsabæjum við Vesturheimsferðir. Var þar ef til vill skárri íverustaður en yfir- leitt má gera ráð fyrir um beitar- hús? Sú spurning hefur stundum sótt á þann sem hér heldur á penna. Ekki verður með sanni sagt að svör við henni liggi á lausu. Þó er reynandi að draga á einn stað saman það fróðleiks- smælki sem til er um Brekkuhús. Slíkt hefur að vísu lítið almennt gildi og á sér vart réttlætingu aðra en þá, að þar undir þaki tók Hjálmar skáld siðustu andvörpin og hóf Brekkuhús um leið til nafnfrægðar. III. Einar Stefánsson umboðsmaður á Reynistað, afi Einars skálds Benediktssonar, var dóttursonur Halldórs Vídalíns klausturhald- ara þar. Halldór eignaðist Viði- mýri á sfnum tíma og hélzt jörðin fram til 1861 í eigu Einars og konu hans, Ragnheiðar Bene- diktsdóttur frá Vfðimýri, sem var sonardóttir Halldórs Vídalíns. Brekka, upphaflega byggð úr Víðimýrarlandi, taldist einnig til jarðagóss þeirra, en þegar þau féllu frá bæði sama árið, 1871, var jörðin seld (4. september 1871) til greiðslu skuldar dánarbúsins við Havsteen kaupmann/í Hofsós, svo og til greiðslu skuldar Benedikts Sveinssonar yfirdómara við sama mann. Siðan var það á uppboðs- þingi 1. febrúar 1872, að Brekka var seld hæstbjóðanda, Ölafi Sigurðssyni að Ási í Hegranesi, sem varð eftirmaður Einars Stefánssonar f embætti. Ólafur í Ási var þvi húsdrottinn Hjálmars skálds snemmsumars 1875. Ekki er unnt að kveða nákvæm- lega á um aldur þeirra Brekku- húsa sem stóðu 1875. En í úttekt- argjörð fjórum árum síðar eru þau hátt metin i samjöfnuði við önnur hús á jörðinni, svo eftir því hafa þau talizt í góðu gildi. Þetta voru þrjú hús samföst og tók hvert þeirra 40 fjár. 1 annarri úttektargjörð, frá 1887, er getið þriggja beitarhúsatótta fyrir 120 fjár með tveimur heytóttum og veggir sagðir stæðilegir. Þá hefur því verið búið að rífa viði úr húsunum. Miklar lfkur benda til að Brekkuhúsin séu reist um 1863. Þau rök eru fyrir þessu, að það ár er Brekka tekin út og heimtar Einar Stefánsson, þvert á vilja úttektarmanna, að þeir skoði og meti ýmsar framkvæmdir sem hann hafði gert fráfarandi ábúanda skylt að inna af höndum samkvæmt byggingarbréfi, m.a. sléttun í túni, vatnsveitingar- skurð í engið og kálgarð, sömu- Ieiðis fjárhúsa- og heytóttir „sem nú (leturbr. mín) fylgja eða til- heyra jörðinni". Orðalagið má skilja svo, að þessar fjárhúsa og heytóttir hafi ekki verið til þegar jörðin var tekin út næst áður, 1849, enda er þeirra ógetið þá. Ég tel víst að hér sé átt við Brekku- húsin hálfgerð, en fullgerð hafi þau orðið skömmu sfðar. Megi marka þetta, voru þau ekki notuð til fjárgeymslu nema örfá ár, ef þá nokkurn tfma, þvf Brekku- bændur hinir næstu eftir 1863 áttu fáar kindur og húsin stóðu með vissu ónotuð árið 1874. Einar umboðsmaður sýndist á hinn bóginn hafa hugsa'ð sér búskap mikinn í Brekku, en^það farið á annan veg og sjálfur lézt hann fáum árum síðar en fénaðarhús þessi komust upp, sé tilgáta mfn rétt. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum, maður minnugur og eftirtektarsamur, var ungling- ur til heimilis í Brekku 1910—11. Þá lágu spor hans að beitarhúsa- tóttunum eins og að lfkindum lætur, og hefur hann lýst þeim fyrir mér í aðaldráttum. Enda þótt lýsing hans smelli ekki til fulls við þau Brekkuhús sem nefnd eru f úttektargjörðum, þyk- ir mér rétt að halda henni til haga. Guðmundi virtust kofarnir hafa verið tveir hlið við hlið og snúið frá austri til vesturs; syðri kofinn einhöluhús og styttri en hinn, svo munaði á að gizka þriðjungi, og dyr syðst á austurstafni; benti breiddin til þess að verið hefði hesthús, en hesthúskofar stóðu víða áfastir öðrum fénaðarhúsum. Nyrðri tóttin bar öll merki fjár- húss; hafði garði legið eftir þvf miðju og dyr verið beint framund- an garðahlaupinu. Kofarnir náðu jafnlangt vestur, að heytóttarholu sem þar var. Brekkuhús nýju, sem risu á sama balanum og hin eldri, voru tvö undir einu risi og stór. Þar var fé haft vetur hvern framundir 1930, ef til vill lengur. IV. Hvergi í opinberum skrám, svo sem kirkjubókum og hrepps- bókum, er fólk talið til heimilis f Brekkuhúsum. En „samkvæmt frásögn gamalla manna og öðrum heimildum var þar húsfólk öðru hvoru, líklega aðallega á tíma- bilinu 1860—1880,“ ritar Jón Sigurðsson á Reynistað. Hyggur hann að fólk þetta hafi talizt til heimilismanna í Brekku og því verði ekki séð fyrir víst, hverjir áttu dvöl í beitarhúsunum. Bjarni hét fátækur maður. Hann var Bjarnason, kallaður Brekku-Bjarni, því hann fæddist í Brekku sem beitarhúsin eru kennd við og óx upp í föðurgarði þar og á Viðimýri. Eftir mitt júbílárið 1874 eða öndvert árið 1875 kemur hann sér fyrir i Brekkuhúsum með bústýru sinni sem hét Rannveig Sigurðardóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.