Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Blaðsíða 5
skráðar eru yfirheyrslur vegna
þjófaleitar í Bólu og víðar á bæj-
um, er haft eftir honum að hann
sé „48 eða 49 ára gamall". Þá var
hann hins vegar 43 eða 44 ára,
eftir því hvenær ársins 1796 hann
fæddist (sem enginn veit til hlít-
ar). Af þessu er ljóst, að aldur
Hjálmars skekkist því meira sem
hann reskist, og staðhæfi ég ekk-
ert um það, hvers vegna svo er. Sá
grunur læðist að mér samt sem
áður, að Hjálmari hafi þótt hags-
bót í því að segjast eldri en hann
var. Samúð góðviljaðra manna
átti hann þeim mun vísari sem
hann bar fleiri ár á herðum sér.
Hann mun einnig snemma hafa
gerzt mjög aldurslegur miðað við
réttan árafjölda, og var því minni
ástæða til áð tortryggja umsögn
hans um þetta efni.
Vorið 1875 brá Björn á Starra-
stöðum búi; fóru þau hjónin til
sonar síns sem þá hóf búskap á
Skíðastöðum á Neðribyggð.
Hjálmar varð að víkja frá Starra-
stöðum, „grét hann þá eins og
barn“ segir í sögu hans. Nú var
hann húsvilltur í bili, og hefur
það aldrei verið skýrt, hvers
vegna ekki fannst rúm fyrir hann
neins staðar á bæ. Vistarárið
1874—75 var Guðrún dóttir hans
á Krithóli stutt frá Víðimýri.
Henni hefur því verið kunnugt
um dvöl Bjarna Bjarnasonar og
Rannveigar Sigurðardóttur í
Brekkuhúsum. Má telja fullvíst
að hún hafi beiðzt af þeim hælis
handa föður sínum þar til önnur
úrræði fyndust. Sjálf réðst hún þá
um vorið kaupakona að Valadal á
Skörðum, sem er ekki ýkja
langt frá beitarhúsunum; þar
ekki sfður en niðri á Krithóli, ef
því hefði verið að skipta, gat hún
verið föður sínum í Brekkuhúsum
hjálpleg í og með. Guðrún þurfti
reyndar í fleiri horn að líta þær
stundirnar, því 17. júní 1875,
mjög um það leyti sem ætla má að
Hjálmar byggi um sig i beitarhús-
unum, ól hún fimmta barn sitt og
sfðasta, dóttur sem hún lét heita
eftir móður sinni. Guðrún fær
hranalega kveðju f kirkjubók séra
Jóns prófasts Hallssonar í Glaum-
bæ þegar hún fæðir barnið, þvf þá
er hún titluð „heimilislaus flæk-
ingur Akrahrepps". Barnsfaðir
Guðrúnar Hjálmarsdóttur í þetta
sinn hét Sumarliði Gunnarsson,
snotur maður að sunnan. Þau
höfðu verið samtíða í Valadal og
er sögn um, að eitt sinn lægju þau
og fleira fólk við engjatjald
nokkrar nætur. Sagði Guðrún þá,
kankvíslega f laumi til merkis um
hvern hug Sumarliði bæri til sins,
„að það væri ósjálfráður læra-
skjálfti á manninum".
Þegar fastráðið var að Hjálmar
flyttist í beitarhúsin, fór Brekku-
Bjarni og sótti hann fram í Lýt-
ingsstaðahrepp, að því er Árni
Bjarnason heyrði sagt. Ekki mun
þetta vera rétt. Annar heimildar-
maður sem gerr mátti vita, Gísli
sonur Benedikts bónda í Brekku,
segir að Guðrún kæmi með
Hjálmari föður sínum frá Starra-
stöðum og væri hann „þá orðinn
sjóndapur og hrumur mjög“.
Hægt er að gera sér Bólu-
Hjálmar í hugarlund, þar sem
hann heldur út í Seyluhrepp vor-
ið 1875, sjálfsagt nálægt fardög-
um. Þá var fremur köld tíð og
umhleypingasöm, eftir því sem
hermir f veðurdagbók Ölafs Sig-
urðssonar í Asi, eiganda Brekku-
húsa. Hjálmar átti á efstu árum
sínum hryssur tvær, aðra bleika
en aðra brúna, og notaði þær jöfn-
.um höndum til reiðar (hann fór
ævinlega fetið) og burðar. Nú
hafa líklega báðar verið dauðar
eða komnar annað, þvi Gísli Bene-
diktsson áðurnefndur segir að
hann kæmi framan að á skjóttri
hryssu og hefði Guðrún teymt
undir honum alla götu. Ef að lík-
um lætur klæðist Hjálmar nú yzt
fata — sem áður á ferðum — sfðri
eltiskinnsúlpu af sauðskinni og er
ullinni snúið inn. Hann er þriggja
álna maður, grannlegur og lotinn
í hálsi, en fyrirferðarmikill hest-
búinn I úlpu sinni. Hann er al-
varlegur í bragði að vanda, togin-
leitur og magur i andliti, ennið
mjótt og kúpt og skorið mörgum
hrukkum, hálsinn svo langur að
það vekur eftirtekt, hve mikil
hæð er af öxl upp á hvirfil. Hann
hefur skeggkraga um kjálka og
höku, ekki þykkan heldur grisj-
óttan hýjung, er fölur á vanga,
kinnbeinahár, en andlitið að öðru
leyti fremur smágert. Augun sitja
djúpt, þau eru lítil og hvöss Hann
er með hvitan baug kringum sjá-
öldrin, og fannst manni sem
þekkti Hjálmar vel og lýsti hon-
um, að augun, þegar hann leit
upp, minntu sig á hringeygðan
hest. Rómurinn er „hlöktandi
dimmur og áherzluþungur".
Oft hafði Hjálmar reitt mikið
undir sér á ferðum, „stóra þver-
poka á hnakknum, er voru út-
troðnir af alls konar matvælum,
er menn höfðu bugað að honum,
þar sem hann kom,“ segir einn
þeirra sem kynntist skáldinu.
Ekki er það út í bláinn, að í far-
angri hans nú, þegar sú skjótta
lötrar með hann á baki sér fram-
an úr Lýtingsstaðahreppi, hafi
verið matgjafir, til að mynda vina
hans á Mælifelli. Hvað sem þvi
líður, þá voru þar með vissu ýmis
handrit hans, þvi sumarið áður,
þann 2. ágúst, hafði Hjálmar gert
samning á Mælifelli um útgáfu -
allra verka sinna „í bundnum og
óbundnum stíl“ eins og segir í
samningnum. „Hófst hann nú
handa um að safna kvæðum sín-
um og skrifa þau upp að nýju,“
ritar Finnur Sigmundsson og enn-
fremur að Hjálmari yrði „sæmi-
lega ágengt um veturinn við
skriftir og söfnun, þó að höndin
væri tekin að stirðna og heyrnin
að mestu farin". A Starrastöðum
mun Hjálmar hafa ort þjóðhátíð-
arkvæði sitt („Velkominn sértu,
sjóli' vor“) og stendur í Bólu-
Hjálmarssögu að hann hafi fært
það kaupendum verka sinna,
þeim séra Arnljóti Ólafssyni, séra
Árna Jóhannssyni og Jóni Sig-
urðssyni á Gautlöndum, sem þá
gistu allir að Mælifelli á suður;
leið. „Lofuðu þeir að koma því á
framfæri," segir í sögunni, „en
hvort sem þeir hafa gjört sér mik-
ið eða lítið far um að koma því á
framfæri, þá varð ekkert úr því,“
og fylgir þessu nokkurt málskraf
Símonar og Brynjúlfs. — 1 far-
angri Hjálmars hefur einnig verið
spjald það sem hann skildi ekki
við sig siðustu æviárin. „Það var
brot úr reikningsspjaldi og gat á,
en dreginn spotti í gatið og griffill
bundinn við. Það kom fyrir, að
hann gat ekki greint, hvað menn
sögðu við hann. Tók hann þá
griffilinn og spjaldið og bað menn
að skrifa það, sem þeir vildu hafa
sagt.“
Á ferð sinni frá Starrastöðum
til beitarhúsanna komu þau feðg-
in að Brekku. Þar skildust leiðir.
Guðrún hélt upp að Valadal
í kaupavinnuna, en Hjálmar
beiddist fylgdar að Víðimýri, því
hann vildi hitta að máli Jón vin
sinn og skáld Arnason. Gísli sonur
Benedikts bónda, þá ungur
sveinn, var látinn teyma undir
Hjálmari. Þegar þeir sigu í hlað á
Víðimýri kom Jón út úr bæjardyr-
um , tók þeim vel og ljóðaði á
Hjálmar:
Hugsarðu þér að hafa dvöl
í húsunum frá Brekku
og deyja þar úr kröm og kvöl
kjörin við óþekku?
Hjálmar svaraði:
Finnst mér orðið fremur þungt
um ferðastjáið.
Alltaf blaktir ýlustráið,
ekki getur Hjálmar dáið.*
Á Víðimýri gisti Hjálmar
nokkrar nætur áður en hann kom
sér fyrir i beitarhúsunum. Jón
bóndi Árnason, húnvetnskur
maður, þá hálffimmtugur að
aldri, var nafnkennt skáld á þess-
um tfma. Kvæði eftir hann var til
að mynda valið í stærstu sýnisbók
19. aldar um íslenzka ljóðagerð,
Snót, 1877 (3. útg.), en ekkert
eftir Hjálmar, hvorki þá né fyrr.
Jafnsnemma birtust ljóðasöfn
þeirra beggja, 1879. Ljóð Jóns,
sem lézt um sjö mánuðum ,sfðar
en Hjálmar (drukknaði i Héraðs-
vötnum), liafa aldrei verið endur-
prentuð, en ljóð Hjálmars aftur
og aftur í auknum og endurbætt-
um útgáfum og sýnishorn þeirra
margoft i úrvalsritum.
Vorið 1875, þegar Bólu-Hjálmar
fluttist í beitarhúsin, höföu sam-
tals, eftir því sem mér reiknast
til, aðeins komið á prenti eftir
hann sjö ljóð með vissu, öll nema
eitt í Akureyrarblöðum; hið átt-
unda var ef til vill sérprentað í 25
* í Bólu-Hjálmarssögu segir allt
annan veg frá þessum samkveðl-
ingi, en hér er fylgt frásögn Gísia,
sem var „skýr maður og sannorð-
ur“, og sýnist óþarft að rengja að
hann hafi verið heyrnarvottur að
vísnagerð þessari.
eintökum, en ekkert þeirra ér til
svo menn viti. Flest voru þessi
kvæði dánarminningar.
Það segir vitanlega ekki alla
sögu um skáldfrægð Hjálmars,
hversu lítið var prentað eftir
hann meðan hann var lifs, né hitt
að ekkLskyldi leitað til hans eftir
kvæðum til birtingar í Snót. Visur
hans margar og kviðlingar höfðu
flogið um byggðir eða dreifzt í
uppskriftum og alþýða manna
þekkti nokkuð til rímnagerðar
hans og erfikvæða, þó varla að
marki aðrir en Norðlendingar.
Hann þótti orðslyngur, mergjaður
og níðyrtur. Réttnefnt stórskáld
varð hann ekki i vitund fólks,
hvorki norðanlands né annars
staðar, fyrr en prentaðar höfðu
verið að honum látnum syrpur
þær hinar miklu ■ sem hann
hafði meðferðis frá Starrastöðum
út í Brekkuhús. Þær voru í fögg-
um hans, þar sem hann sat á
Víðimýri að Jóns, biðu þess — líkt
og sprengjur — að tæta sundur þá
einhæfu mynd sem rnenn höfðu
búið sér til af höfundi þeirra. Sú
mynd var ekki „röng“ þegar haft
er hugfast, að lítill kostur var
þess að búa hana til öðruvisi en
gert hafði verið, þar eð merkilegt
sálarlíf Hjálmars og skáldgáfa lá
enn að stóru leyti falið sýnum,
þ.e. í óbirtum verkum.
VI.
Aðalheimildin um veru Hjálm-
ars í Brekkuhúsum er saga þeirra
Simonar og Brynjúlfs frá Minna-
Núpi af skáldinu. Þegar Simon
tók að draga saman efni til þeirr-
ar sögu voru þau bæði dáin,
Bjarni Bjarnason og Rannveig
Sígurðardóttir. Fyrir því gat hann
ekkert sótt til þeirra beinlínis,
nema svo fremi hann hafi gefið
sig að þeim í tíma og numið þá af
RITHÖND
Hjölmars Jönssonar
ÍÆpp ní) JíoJm ÍTJn-tv
tjifcÁJb/r(M/é'arix áfanqilu
fitq asr fcrrjvr f/cnjcv '
fchU.
famV'&ftcLpefufti
fQ(OTi cu> ÓefnL frltQvrU
^cwn-tne)