Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Page 6
munni þeirra einhverja fræðslu
um ævilok Hjálmars. Vel má það
hafa verið.
Traustar sagnir um lífið í beit-
arhúsunum virðast hafa glatazt.
Dótturdóttir Hjálmars, Ingibjörg
Lárusdóttir á Blönduósi (dóttir
Sigríðar Hjálmarsdóttur) kynnt-
ist Rannveigu Sigurðardóttur og
átti tal við hana um Brekkuhús og
dvölina þar. „Margt sagði hún
mér frá þeim dögum, sem varð
henni minnisstætt," skrifar Ingi-
björg í bók sinni Úr síðustu leit
(1944). „Ég set það ekki hér, en
það er meira en þess vert að
segja það og fleira síðar.“ Mér er
ekki kunnugt um að Ingibjörg
færði þessar frásögur nokkru
sinni í letur.
Fastlega má ætla, að Guðrún
Hjálmarsdóttir hafi verið helzti
heimildarmaður Slmonar um ævi-.
lok Hjálmars. Hún mátti gjörla
þekkja hagi föður síns þessar
vikur í beitarliúsunum, þvl hún
gat um helgar og sjálfsagt oftar
skroppið til hans ofan frá Vala-
dal. Guðrún var sögð greind kona
og ástæðulaust að halda að hún
færi viljandi með rangt mál. Hana
gat misminnl, en mér þykir lík-
legt að veilur pær sem eru í frá-
sögn Bólu-Hjálmarssögu af beitar-
húsadvöl skáldsins megi rekja til
Símonar og Brynjúlfs.
Ekki er fullvitað, hvenær
Hjálmar settist að I Brekkuhús-
um, en það ætti í síðasta lagi að
hafa verið stuttu eftir fardaga,
þ.e. snemma í júnímánuði. Þegar
hann hafði dvalizt í húsunum „ná-
lægt vikutíma, veiktist hann og lá
rúmfastur um hríð. Þó batnaði
honum þá aftur og varð hress
eftir hætti“ (Bólu-Hjálmarssaga).
Svo frískur hefur öldungurinn
orðið, að hann treystist til ferða-
lags fram í Lýtingsstaðahrepp
upp úr Jónsmessu: ,-,Um frá-
færnaleytið fór Hjálmar að Sölva-
nesi og kom á heimleiðinni að
Mælifelli. Fylgdi Steinunn hon-
um þá út fyrir tún — og mun hafa
gefið honum svo um munaði.
Sagðist hann þá kveðja hana í
síðasta sinni.“
Heimkominn í beitarhúsin
hugsaði skáldið sér enn til hreyf-
ings, talaði um „að ferðast inn á
Akureyri. Af því varð samt ekki“.
1 sláttarhyrjun fór Hjálmar hins
vegar ofan að Víðimýri að heim-
sækja Jón skáld. Annarra ferða
Hjálmars úr beitarhúsunum er ó-
getið í sögu hans, trúlega háfa
þær ekki orðið fleiri.
Brekkuhús voru ekki „vistleg
mannahíbýli" ritar Brynjúlfur,
en um leið að ýmislegt hafi létt
Hjálmari lífið þar, nefnir til gott
sambýli við Bjarna og Rannveigu
og tíðar komur ferðamanna sem
vildu „sjá öldunginn og gleðja
hann“. Kofarnir stóðu, eins og
áður er sagt, varla nema röskan
húsaveg úr alfarabraut á Stóra-
Vatnsskarði, svo menn þurftu
ekki að fara langan útúrkrók til
að ná fundi skáldsins.
Við þetta hvort tveggja má
bæta því, að Hjálmar átti vinsemd
og greiðasemi að mæta á bæjum
allt um kring, Víðimýri, Brekku,
Fjalli, Valadal og ef til vill víðar,
þótt nú sjáist það ekki í heimild-
um. Að framan er getið vináttu
þeirra Jóns á Víðimýri sem var
maður „veitull og skemmtinn“
(Isl. æviskrár). Neðan frá
Brekku var honum færð hressing
á hverjum degi, því svo segir Gisli
Benediktsson: „Um sumarið var
ég látinn smala kvíaám föður
míns upp um Brekkuhólana, og
sendu þá foreldrar mínir með
mér á hverjum morgni mjólkur-
flösku til Hjálmars. Svo munu og
ýmsir aðrir hafa fært honum eitt
og annað smávegis." — Á Fjalli
bjó Ingibjörg Guðmundsdóttir,
ekkja Grims Jónssonar bónda þar.
Um Ingibjörgu hafði Hjálmar
kveðið:
Gefst á Fjalli góðvild mörg,
garpar um sem beiða,
enn hefir guð og Ingibjörg
opnað hús til greiða.
Þegar Grímur maður hennar
leið af þessum heimi 1859, varð
Hjálmari að orði:
Velgjörða mér vinir hverfa,
við eg blikna,
grátur vill í geði vakna,
Gríms eg má frá Fjalli sakna.
I ValadaL bjuggu Pétur Pálma-
son og Jórunn Hannesdóttir. Bú
þeirra var stórt, sum árin hið tí-
undahæsta i hreppnum. „Þau
voru hin mestu rausnarhjón,“
segir Bólu-Hjálmarssaga, „og
mjög örlát við snauða menn. Við
Hjálmar höfðu þau lengi haldið
stakri tryggð og var það regla
þeirra að gefa honum eins dags
búnyt á hverju sumri. Var dag-
smjörið að jafnaði um fjórðung"
(þ.e. 10 pund) „og skyr eftir því.“
Hjálmar mun hafa þegið í Vala-
dal ýmsan velgjörning annan en
smjör og skyr, því hann tók þar
oft gistingu á ferðum sínum. I
Valadal orti hann síðla ævinnar
kvæði sem kallast Gisting I góðs
manns húsum (kvæðið kom seint
í leitirnar, prentað í heildarútg.
verka Hjálmars 1965, viðbæti III.
bindis). Þar þakkar skáldið höfð-
ingsskap húsráðendá og nokkurra
efnabænda úr Húnavatnssýslu
sem sátu að fagnaði með Pétri
bónda.
Um kveðskap Hjálmars þann
tíma sem hann átti heima I
Brekkuhúsum er saga hans sjálfri
sér ósamkvæm. Þar segir að fyrir
árslok 1874 kvæði hann „Nýárs-
ósk til Steinunnar á Mælifelli og
færði henni. Var það siðasta
kvæði hans — fyrir utan lausavís-
ur. Enda kallaði hann það örverpi
sitt“. (Att er við kvæði sem nefn-
ist I útgáfum Sigrún). Litlu aftar
í sögunni nefna höfundar, að í
beitarhúsunum hafi Hjálmar að
sögn ort „3 andríka sálma“. Eitt-
hvað þykir mér þetta tortryggi-
legt, úr því ekki er nánar vitað
hver þessi kvæði voru, nema um-
mælin beri að skilja svo, að sálm-
arnir þrír hafi eigi varðveitzt. Á
hinn bóginn virðist kvæðið
Raupsaldurinn, þar sem Hjálmar
telur upp verklegar og andlegar
íþróttir sínar, vera frá 1875, því
það ártal stendur við fyrirsögn
kvæðisins I annarri af tveimur
uppskriftum þess með hendi
skáldsins; varla mun það samt ort
I Brekkuhúsum.
í Bólu-Hjálmarssögu eru
prentaðar tvær stökur, lagðar i
munn skáldinu eftir að hann kom
I Brekkuhús, svo og fyrsta vísan
af þremur sem hann orti t,il Rann-
veigar Sigurðardóttur. I sögunni
segir að stökurnar báðar kvæði
hann í heimsókn hjá Jóni á Víði-
mýri; hefði Hjálmar fyrst kastað
fram vísunni „Finnst mér orðið
fremur þungt um ferðastjáið“,
Jón svarað með annarri: „Hugs-
arðu þér að hafa dvöl“, og
Hjálmar þá bætt við:
Ljós á skari líf mitt er,
lagt á veikdóms pressu,
fyrr en varir útslökkt er
inni í greni þessu.
Hér framar var hafnað sögn
Bólu-Hjálmarssögu um fyrri
vísurnar tvær, en sögn Gísla
Benediktssonar höfð fyrir satt af
ástæðum sem áður eru greindar.
Einnig kemur hér til, að vísurnar
þrjár standa í óeðlilegri röð eins
og Bólu-Hjálmarssaga hefur þær.
Siðasta vísan ber öll merki þess
að vera kveðin í beitarhúsunum
sjálfum en ekki á Víðimýri, þótt
meira en líklegt sé, að þar færi
Hjálmar með hana fyrir Jón
Árnason.
Það er skakkt í Bólu-
Hjálmarssögu, að velfarnaðarvís-
urnar þrjár til Rannveigar Sig-
urðardóttur („Alls kyns njóttu
unaðar" o.s. frv.) kvæði Hjálmar
daginn sem hann andaðist. I út-
gáfu sinni á kveðskap Hjálmars
segir Jón Þorkelsson eftir
Guðrúnu dóttur skáldsins, að vís-
urnar hafi Hjálmar ort eftir
beiðni kvöldið fyrir dauða sinn,
„og er þetta hið síðasta, sem menn
vita til að hann hafi ort“.
1 miklu vísnasafni Guðmundar
Davíðssonar frá Hraunum í Fljót-
um (Landsbókasafn) geymist
staka sem sögð er þar „síðasta
vísa Bólu-Hjálmars“. Fyrir þessu
er borinn Páll Bergsson í Hrísey.
Heimildarmaður hans var aftur
Sigriður dóttir Hjálmars skálds.
Sigríður átti heima í Húnavatns-
sýslu og má hafa lært vísuna af
Rannveigu Sigurðardóttur, eftir
að hún fluttist aftur vestur
þangað. Mér vitanlega hefur
staka þessi hvergi verið prentuð.
Hún hljóðar svo:
Engin huggun á sér stað,
eg er að guggna af plnum;
svartir skuggar sækja að
sálarglugga mínum.
Hér sýnist Bólu-Hjálmar hafa
um vélt. Hitt læt ég liggja milli
hluta, hvor þeirra systra hafði
réttara fyrir sér um hinztu brag-
armál föður þeirra.
Nú mun fulltalinn sá kveðskap-
ur sem eignaður verður Bólu-
Hjálmari eftir að hann fór frá
Starrastöðum, því það stenzt ekki
sem skilið verður af frásöguþætti
Sverris Kristjánssonar, að í
beitarhúsunurr frá Brekku yrði
til vísa Hjálmars: „Þekki eg
óminn þessa hljóms“. Hún er
fyrri vísa af tveimur undir heit-
inu: Sagt upp úr þögn. Þær vísur
standa báðar í eiginhandarriti
höfundar, og skrifaði hann á aft-
asta blað þess: „Endað 24. jan.
1873“. Vísurnar geta þannig ekki
verið yngri en frá því Hjálmar var
í Grundargerði. Einnig er til-
búningur í nefndum þætti að
tengja erindi Hjálmars, „Mínir
vinir fara fjöld,“ við dvöl hans í
Brekkuhúsum. Sama er að segja
um niðurlagserindintvö, „Mér er
orðið stirt um stef“ o.s. frv., úr
kvæði því sem skáldið festi á blað
aftan við ættartölu Odds á Dag-
verðareyri og sögubrot af honum.
VII.
25. júlí 1875 bar upp á sunnu-
dag. Hjálmar skáld reis af beði
um morguninn og staulaðist út á
kofahlaðið. Hann hafði verið
„frískur eftir hætti fram á slátt-
inn“ segir saga hans og afráðið að
skreppa þennan dag sér til
skemmtunar upp að Valadal.
Guðrún dóttir hans vissi af þeim
ásetningi og beið komu föður síns.
Veður höfðu haldizt allgóð það
sem af var mánuðinum, þar til
upp úr tuttugasta að snöggkólnaði
og gekk í „norðan bálviðri með
þokubelgingi og regnhraglanda"
eftir því sem Ólafur ritar, um-
boðsmaður í Ási. Þar sem Iljálm-
ar gamli stendur hrumur fyrir
dyrum úti blæs um hann kulda-
stormur norðan úr hafi, en veður
er þó úrkomulaust.
öldungurinn sneri aftur inn í
rökkvuð beitarhúsin og steig
aldrei framar undir himins tjald.
Hann kom inn annar maður en
Framhald á bls. 16
Starrastaðir I LýtinasstaðahreoDÍ. bar sem Hiálmar var meðal vina. unz hann nevddist til að flvtia I Brekkuhús.