Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Page 10
Guomundur Valdemarsson er einsetumaður f Bólu og hefur búið þar slðan
1924. Þá fékkst um það bil eitt kýrfóður af túninu I Bólu.
Bllfært er að kalla að Ábæ I Austur-
dal, en þaðan er meira en klukku-
stundar gangur inn að Nýjabæ.
Bærinn stóð undir fjallinu á miðri
mynd. Þarna voru eitt sinn margir
bæir, sem nú eru löngu eyddir.
nfðvísur á móti Jóhönnu á
Hrauni, sem talin var laundóttir
Jóns skálds á Bægisá. Þessar
kveðskaparglettur eru næstum
það eina, sem vitað er um búskap
Hjálmars á Bakka.
Þegar ekið er um þjóðveginn f
Öxnadal, blasir við bærinn á
Bakka, handan árinnar. Hún hef-
ur grafið sig inn í fjallshlíðina og
myndað háan bakka, sem bærinn
dregur trúlega nafn af. Þar er nú
myndarlega hýstur bær eins og
nálega allsstaðar f Eyjafjarðar-
sýslu; bærinn stendur undir
brattri hlfð og undirlendi þeim
megin er mjög af skornum
skammti. En á eyrunum handan
árinnar eru víðáttumikil tún og
þar var mikið niagn af vélbundnu
heyi, þegar Lesbókin var á ferð-
inni. 1 vestri — og vonandi er nú
farið rétt með áttina — rís Hraun-
drangurinn og klettakamburinn
báðum megin við hann, hvass
eins og hnffsegg. Bærinn mun
hafa staðið á sama stað, þegar
Hjálmar bjó þar, en túnið hefur
verið mjög Iftið og bústofn
Hjálmars trúlega þar eftir.
Nýibær í Austurdal
Búskap Hjálmars og Guðnýjar á
Bakka lauk vorið 1824. Við mæt-
um þeim enn á öxnadalsheiðinni
á leið vestur yfir. Leiðin liggur á
ókunnar slóðir um miklar veg-
leysur. Þau eru að flytja inn að
Nýjabæ í Austurdal og það er
enginn smá handleggur. En þar
er landrými og Hjálmar hefur
hug á að fjölga fénu. Hann er
vaskur maður og kappsfullur í
blóma lífsins. Leið þeirra
Hjálmars og Guðnýjar liggur út
eftir Norðurárdalnum, siðan inn
Kjálkann,' yfir einstigið í Merki-
gili og síðan hjá garði i Abæ.
önnur byggð var ekki í dalnum
þeim megin. Og nú tók við
klukkustundar gangur inn að
Nýjabæ.
Sumarið 1969 komst ég allar
götur inn að Nýjabæ og síðla árs
1970 birtist grein í Lesbókinni um
slóðir Bólu-Hjálmars í Austurdal.
Þar er vikið ýtarlega að búskapar-
sögu Hjálmars í Austurdal, en hér
verður aðeins að stikla á stóru.
Aðkoman að Nýjabæ hefur
naumast verið glsbsileg; siðasti
ábúandinn hafði gefizt þar upp að
sögn vegna ágangs Nýjabæjar-
skottu, sem drap fyrir honum féð.
Húsið voru injög að falli komin,
slægjur sáraiitlar, en beit talin
góð. Bærinn stóð á eyrarodda
milli Tinnár og Jökulsár austari
og nær Austurdalur langan veg
Nú sést lítið eftir af Nýjabæ I Austurdal; Tinná og Jökulsá hafa gengið á
landið og smá þúst er eftir af bænum.
Á
slööum
Bölu-
Hjölmars
í Eyjafiröi
og Skagafirði