Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Blaðsíða 11
innúr frá Nýjabæ. Fyrir suö-
vestrið girðir geysihátt fjall;
berar skriður þess falla niður f
Jökulsá. En það er samt alboga-
rými hér; maður hefur á tilfinn-
ingunni að vera einn í heiminum.
Sú spurning hlýtur að vakna,
þegar komið er að Nýjabæ, hvort
það hafi ekki verið einskonar úti-
legumannalif, sem þau lifðu
þarna, Hjálmar og Guðný.
Hjálmar orti ekkert að gagni í
Nýjabæ; ekkert af því rem siðar
hefur haldið nafni hans á loft.
Það varð allt til síðar, í eymdinni í
Bólu og á Minni-Ökrum. En
honum búnaðist vel og sauðunum
fjölgaði; eftir fjögur ár í Nýjabæ,
var hann orðinn svo gildur bóndi,
að hann verður að greiða 5 fiska i
aukaútsvar. Það segir kannski
ekki nútímamönnum mikið. í
Nýjabæ fæddust þeim hjónum
engin börn. Einn son höfðu þau
eignast áBakkaenhanndvaldist
löngum hjá ömmu sinni og þau
Hjálmar og Guðný munu oftast
hafa verið ein í kyrrð dalsins, þar
sem kliður Jökulsár er helzta
hljóðið, sem að eyrum berst.
Þarna hefðu þau ugglaust viljað
una í friði; Hjálmar búinn að
hrekja Skottu á brott með sær-
ingum og kraftaskáldskap — eða
svo segir þjóðsagan. En menn
komu til skjalanna þegar drauga
þraut að gera skáldinu lifið
óbærilegt i Austurdal. Þeir Jón á
Merkigili og Guðmundur í Ábæ
reyndust hinir verstu nágrannar,
báðir stórbokkar og efnaðir eftir
þeirrar tíðar mælikvarða. Þeir
sökuðu Hjálmar um sauðaþjófnað
og að lokum þóttist hann ekki
óhultur um líf sitt. Hjálmar var
viðkvæmur, þakklátur velgjörða-
mönnum, en heiftrækinn með
afbrigðum gagnvart þeim, sem
hann reyndi að óvild.
Menn trúa þvi naumast nú, að
Guðmundur i Ábæ hafi ætlað að
drepa Hjálmar, þegar hann sat
fyrir honum við skaflinn í Stórhól
með kirkjujárnið að vopni. Að
visu henti hann járninu á eftir
skáldinu, þegar hann lagði ekki I
að stökkva yfir Ábæjarána á eftir
Hjálmari. Eins liklegt er þó, að
þeir nágrannabændurnir hafi
viljað losna við Hjálmar úr daln-
um og gert þetta til að hræða
hann. <
Leiðin i Austurdal liggur um
þjóðveginn að Goðdölum og
þaðan verður að minnsta kosti
komist á jeppa yfir hálsinn milli
Austurdals og Vesturdals og
áfram inn með Jökulsá, yfir
brúna innan við Mcrkigil og
áfram eftir afleitum vegi að
Ábæjará. Byggð i Ábæ lagðist
niður 1941; tóftir bæjarins standa
furðu vel og Ábæjarkirkju er
haldið við og messað þar einu
sinni á ári. Nú er aðeins Merkigil
í byggð norðan við Jökulsá og
óvíst um framhaldið þar, þvi
Moníka er orðin gömul og hefur
talað um að hætta búskap.
Leiðin inn að Nýjabæ liggur frá
Ábæ eftir graslendi og kinda-
troðningum inn með Jökulsá.
Þarna verður blítt og heitt
í sunnanátt og göngumaður-
inn gerist þyrstur. Hver öxl-
in og hjallinn tekur við af
öðrum og öðru hvoru liggur leiðin
framhjá vallgrónum rústum
bæja, sem hér stóðu fyrr meir.
Sumar heimildir segja, að um
skeið hafi yfir 30 bæir verið
þarna í dalnum. Engar sögur fara
annars af þessari byggð né því
fólki sem þá erjaði þessa ófrjóu
jörð og nýtti reytingsslægjurnar
meðfram ánni. Það gefur auga
leið, að niest hefur verið treyst á
beitina. Austurdalur er vel
gróinn norðan árinnar, en þegar
í| & 'v
Bærinn I Bólu, sem Jón Jónasson frá
Litladal byggði 1906 er nú mjög
tekinn að snarast á ýmsa vegu.
í Bólu
Viö hittum þau Hjálmar og Guð-
nýju næst í Uppsölum í Blöndu-
hlið vorið 1829. Þar bjuggu þau i
tví- eða þríbýli um fjögurra ára
skeið og hafa þau verið mikil við-
brigði frá víðáttunum í Nýjabæ.
Samkvæmt kirkjubökum er Sig-
riður dóttir hjóna fædd i „Ból-
staðagerði" i janúar 1834. Kotið
stóð upp i hliðinni — og stendur
enn — skammt austan við Upp-
sali. Hjálmar stytti nafnið; nefndi
bæinn Bölu og enda þótt hann
byggi þar aðeins um 10 ára skeið,
var hann jafnan síðan kenndur
viö Bólu. Mannmargt var í Akra-
hreppi á þessum árum, hjáleigur
margar og smákot og ábúendur
taldir alls 89. Fátæktin var hið
almenna hlutskipti fremur en
undantekning og samkvæmt tí-
undarskrám hafa margir haft úr
minnu að moða en Iljálmar. Á
búskaparárunum i Uppsölum og
Bólu er hann aldrei í hópi hinna
fátækustu — og þó hefur bústofn-
inn verið litill.
Hér situr Vagn Glslason bóndi á Minni Ökrum á tóftarbrotinu sem enn er eftir af kofa Hjálmars á bakkanum
við bæjarlækinn. Móðir Vagns mundi eftir Hjálmari þarna.
innar kemur í dalinn, verður
suðurlilíðin brött og grýtt.
Rétt áður en komið er að Nýja-
bæ, standa rústir bæjarins í
Tinnárseli uppi [ hlfð. Þar er
grösugt og vinalegt og Bölu-
Hjálmar eignaðist nágranna þar,
skömmu eftir að hann kom að
Nýjabæ. En nýi nágranninn
flosnaði fljótlega upp. Nú er
bæjarstéttin í Tinnárseli að
sökkva í grassvörðinn, en tfminn
er lengur að þurrka út ntann-
vistarsporin hér en víða annars-
staðar, vegna þess að gróðurinn
er svo lítill: Kemur seint á vorin
og fölnar snemma.
Við túnfótinn í Tinnárseli fell-
ur Tinná, ströng á grýttuni eyr-
um. Rústirnar af Nýjabæ standa
handan við ána á dálitlum rana,
sem nú er næstum eyddur af sam-
eiginlegum ágangi Jökulsár og
Tinnár. Aðeins dálftil dökkgræn
þúst minnir á, að hér hafi ein-
hverntfma búið fólk. Að öllum
Ifkindum hefur verið mun
grösugra, þegar þau Hjálmar og
Guðný tóku ofan fátæklegar
klyfjar sfna í fardögum vorið
1824. Enginn hefði flutzt inn að
Nýjabæ og reynt að setjast þar að,
hefði flatlendið verið eins auruni
orpið og nú er orðið.
Gróðurfar dalsins breytist inn-
an við Nýjabæ; þar tekur öræfa-
gróðurinn við, en dalurinn teygist
enn um langan veg innúr.