Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Qupperneq 13
ofar f hlíðinni og nálægt því sem bær H jálmars stóð. Á minnismerkinu um Bólu- Hjálmar, sem stendur í girtum reit neðan við túnið, ber hörpu skáldsins hæst. En á lágmynd berst maður á móti veðri. Sym- bólismi getur verið áhrifamikill þegar bezt Iætur, en hér hefur miður vel tekizt til. Á Minni-Ökrum Við fylgjum þeim Hjálmari og Guðnýju í húsmennskuna að Minni-Ökrum. Leiðin liggur norður eftir Blönduhliðinni, framhjá Uppsölum og Kúskerpi, Sólheimum, Miklabæ og loks Akratorfunni. Húsakynnin eða öllu heldur íbúðarkofinn, sem þau fluttust í, var „lítill baðstofu- kofi, flatreftur með 10 pallfjala- nefnum og hurðarflaki fyrir,,. Skáldið frá Bólu leit ekki björt- um augum til framtiðarinnar á Minni-Ökrum, sem þó varð dvalarstaður hans um 27 ára skeið; hvergi dvaldis't hann leng- ur. Þau hjón eru þarna í tvíbýli, en Hjálmar unir illa sinum hag og segir svo I bréfi: ....Erum við hjónin hér með tvö okkar yngstu börn, en lífs- bjargarmeðölin ftta ær I kvf- um og ein kýr, en hrossin á ég ennþá kyrr. Enginn veit nær nóg er. Hver stundin er mér hér leið og löng.“ Vorið eftir varð skáldið fyrir mesta áfalli ævi sinnar, þegar Guðný veiktist og dó. Hjálmar stóð nú einn uppi með börn sln og syrgði konu sína ákaflega. Nú varð það hlutskipti hans að búa I þessu kofaskrifli á Minni-Ökrum I meira en aldarfjórðung, en lengst af tókst honum með aðstoð Guð- rúnar'dóttur sinnar að draga fram lífið án aðstoðar frá hreppsfélag- inu. Sjaldan er ein báran stök og fylgdi hvert áfallið öðru: Sonur hans tók holdsveiki, og dóttur- sonur skáldsins, sólargeisli þess I ellinni, drukknaði I bæjarlækn- um. Hann sótti um sveitarstyrk — og var synjað. En þrátt fyrir allt urðu einstaka sólskinsstundir; Hjálmar þótti skemmtinn og hrókur alls fagnaðar I veizlum og var honum oft boðið til mann- fagnaðar. Hann orti mikið á Minni-Ökrum. Við brúna á Dalsá er beygt út af þjóðveginum og þaðan er stuttur spölur upp að Minni-Ökrum. Nú stendur þar hvítmálað steinhús sem Vagn Gfslason bóndi hefur byggt. Vagn er frá Miðhúsum I Akratorfunni, en hefur búið á Minni-ökrum sfðan 1938. Aftan og ofan við fbúðarliúsið standa gömul peningshús, að hluta úr timbri og að hluta hlaðin úr klömbruhnaus. Þarna stóð bað- stofukofinn, sem Hjálmar flutti fyrst í. En sfðar fluttist hann f kofa, sem stóð á lækjarbakkanum svo sem hundrað metrum ofar. Vagn bóndi man eftir því að þessi kofi stóð uppi; gert var yfir hann með rekaviðarspýtum og röftum og var hann notaóur fyrir kindur. Dyr vissu í vestur. Nú er aðeins dálftil þúst og eitt moldarvarð eftir af þessari vistarveru skálds- ins frá Bólu. En héðan er fallegt um að litast. Bæjarlækurinn lfður framhjá f dálitlu gili; þar hafa börnin á bænum gert sér bú og heimaalningurinn unir sér vel f kafgresi. Handan við Eylendið blasir við byggðin I Varmahlfð, Vatnsskarð og fjöllin sfn hvorum megin; Grísafell og Valadals- hnjúkur. Yfir aurana, sem Dalsá hleður upp frá ári til árs, ber Tindastól í norðri. Akratofan blasir við í suðri og Mælifells- hnjúk Ber þar fjalla hæst. En fyrir ofan: Glóðafeykir, Akraöxl- in og Sólheimafjall. Þetta er tignarlegt útsýni og ugglaust vel til þess fallið að veita skáldi inn- blástur. Móðir Vagns bðnda Gfslasonar mundi eftir Hjálmari f kofanum á lækjarbakkanum. Segir Vagn eftir henni, að hún hafi verið dálftið hrædd við hann og sagði hún hann bæði lotinn og langleit- an. í GrundargerÖi Nú fer senn aö halla undan fæti fyrir skáldinu frá Bólu. Árið 1871 verða ábúendaskipti að Minni- Ökrum; Hjálmar var þá hálfátt- ræður að aldri. Þótt aldrei félli honum vistin vel, var honum mjög óljúft að þurfa að hrekjast þaðan. En annar kostur var ekki fyrir hendi, nýi ábúandinn þver- tók fyrir, að Hjálmar fengi að hýrast áfram í kofa sínum upp frá bænum. Hjámar hafði ort um hann niðvisur. Skammt utan við Dalsána var kotið Grundargerði, hjáleiga frá Miðgrund. Kotið losnaði úr ábúð um þetta leyti og fengu þau þar inni Hjálmar og Guðrún dóttir hans. Húsakynni voru jafnvel ennþá aumari en kofinn á Minni- ökrum; jörðin lítil og kostasmá. Þarna hýrðist Hjálmar um tveggja ára skeið, en Guðrún var talin fyrir búi. I bréfi til Björns Jónssonar ritstjóra hefur Hjálmar lýst svo veru sinni í Grundargerði: „.. .Hraktist ég á næstliðnu vori frá Minni-ökrum eftir 27 ára þarveru og í kotgreni þetta, svo sem í húsaskjól hjá Guð- rúnu dóttur minni og hefi hér verið kvalinn f óyndi og hlotið að þola hér flest illt, einkum í vetur, bæði óþreyju, húskulda, Ijósleysi og stundum atvinnu- skort, en jafnan verið tóbaks- laus.“ I Grundargerði Kemst Hjálmar á ómagaskrá hreppsins, og mjög að vonum, þvi bústofn Guðrúnar var smár: Ein kýr, tvö hross og fjórar ær eða fimm. Vagn bóndi á Minni-ökrum fylgir mér út að Grundargerði; það er aðeins stutta bæjarleið að fara norður á aurana. Fátt eða nálega ekki neitt er eftir I Grundargerði, sem minnt gæti á mannvist — svo kyrfilega hefur eyðingaröflunum tekizt að útmá öll mannvirki þar. Efst á gras- rima við Dalsáraura hefur bær- inn staðið, en þar er aðeins mjög óljós þúst eftir og nokkrir vatns- barðir hnullungar, sem Uklega hafa verið I hleðslu. Samt er að kalla skammt síðan byggð lauk f Grundargerði, — sfðast bjuggu þar Gamalfel Sigurjónsson og Marfa Rögnvaldsdóttir frá Réttar- holti um 1930. Rústin f Grundargerði gæti eftir öllum ummerkjum að dæma verið nokkur hundruð ára gömul. En hvorttveggja er, að mannvirk- in voru æði ófullkomin og Dalsá hefur á sfðustu áratugum borið fram ógrynni af aur og gengið mjög á graslendi. Ofar voru býli, sem nú eru eydd: Ilaugsnes, þar sem Ilaugsnesbardagi átti sér stað og Gr jótstekkur. Undir Glóðafeyki var einnig býlið Torfmýri, en norðar er Flugumýri og sést vel inn f Stóra- dal, eða Dalsdal, sem minnir á aðra nafngift: Fót undir Fótar- fæti. Það litla sem eftir er af túninu f Grundagerði er karga- þýfi; þar vellur spói og syngur lóa, en fénaður dreifir sér um graslendið ofan við Miðgrund. En niður af: Eylendið með kvfslum og hólmum. Á Starrastöðum og vlð Brekkuhús Guðrún Hjálmarsdóttir hætti búskaparbaslinu í Grundargerði vorið 1873 og vistaði sig á bæ þar í grenndinni. En við fylgjum Hjálmari i nýjan verustað; i þetta sinn fluttist hann að Starrastöð- um í Lýtingsstaðahreppi. Þar var hann næstu tvö árin. Hér virðist svo sem Hjálmar hafi verið au- fúsugestur og hjónin á Starrastöð- um voru honum vinveitt. Ilonum leið betur hér en í Grundargerði, hann naut sveitarstyrks og ýmsir viku gjöfum að honum. Og nú réðst skáldið i það stórræði að ferðast allar götur austur til Eyja-* 1 fjarðar til þess að líta i síðasta sinn æskustöðvarnar. Sú upphefð kom einnig til Hjálmars á Starra- stöðum, að þrír nafnkunnir menn gerðu við hann samning um út- gáfurétt á kvæðum hans. Kannski var það mesti sigurdagurinnn í lífi Bólu-Hjálmars. Hér var það sem hann hófst handa um að safna saman kvæðum sinum og skrifa þau upp að nýju. Bærinn á Starrastöðum stendur , efst á hól eða bungu og er þar vel hýst; ljósmálað steinhús með kvisti. En vestan við íbúðarhúsið stendur uppi hluti torfbæjar og gróskumikil tré eru þar f garði. Páll bóndi Ófafsson, sem ég hitti á máli á Starrastöðum, kvaðst fæddur þar 1910 og hafði búið þar alla ævi. Hann sagði, að bærinn, sem Hjálmar bjó í, hafi verið rifinn árið 1910 og þá var nýr bær byggður, — það eru leifarnar af þeim bæ, sem enn sjást. Frammi á hólnum er laut og f henni var kofi. Þar hafði Hjálmar skáld dót sitt og dvaldist þar löngum. En nú sést ekkert eftir af þessum kofa. Þarna hefur skáldið átt athvarf sfðasta árið sem hann lifði og þaðan hefur hann séð upp eftir ánni og Mæli- fellshnjúkinn. Slóð Hjálmars endar við Brekkuhús á Stóra-Vatnsskarði, þar sem hann lézt saddur lífdaga 25. júlí 1875. Ég kom þar einnig og naut þess að horfa yfir Skaga- fjörðinn frá þessum ágæta sjónar- hóli. En það væri að bera i bakka- fullan lækinn að lýsa Brekku- húsunum — eða öllu heldur tóftunum þar. Þess í stað skal vfsað á hina ítarlegu og ágætu grein Hannesar Pétursson um Brekkuhúsin, sem birt er hér i blaðinu. Timinn hefur sléttað yfir mann- virkin frá dögum Hjálmars; á efri árum hans lá leið hans úr einu moldargreninu i annað og bráðum verður aðeins dökkgræn þúst á hólnum, þar sem beitarhúsin frá Brekku stóðu. Þannig grær grasið að lokum yfir slóð mannsins — eða eins og erlendur skáldbróðir Hjálmars sagði löngu siðar: „Ég er gras og ég græ yfir sporin þín. . .“ Þarmeð lýkur göngunni í slóð Hjálmars. Ég geng út úr tóftinni, sem enn ilmar af mold og torfi. Á hvanngrænum blettinum fyrir framan stendur folaldsmeri á beit — og leirljóst hestfolald, sem iðar af lffi og fjöri. Leiði Hjálmars Jónssonar og minnisvarði i Miklabæjarkirkjugarði. Hoimildir: Æviágrip, þæltir og sagnir eftir Finn Sigmundsson. Formáli um Hjálmar eftir Jónas Jónsson f Ijóðaúrvali sem Menningarsjóður gaf út og þáttur af Hjálmari f bókinni Konur og kraftaskáld eftir Sverri Krist jánsson. 1 Hjölmar Jönsson SÁLARSKIPIÐ Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekurtil skaSsemdanna, af því það gengur illa við andviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó eg slæ, svo að hann ekki fylli, en á hléborðið illa ræ, áttina tæpast grilli. Ónýtan knörinn upp á snýst, aldan þá kinnung skellir, örvæntingar því ólgan vist inn sér um miðskip hellir. Bitur mér fyrir nesin naum, í Naustavík hjálpar hvergi, óláns því hrekst i striðan straum og steyti á Smánarbergi. Sundur þá leysir feigðar flök og festir i jarðar iðri, eitthvað burt flæmist öndin slök, illverka reifuð fiðri. Sýnist mérfyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. Aðför að Böluhjönum grein Sigurðar Ólasonar hrl, sem fyrirhuguð var í þessu blaði, verður að bíða vegna rúm- leysis. Hún fjallar um sauðaþjófnaðarákæruna á hendur Hjálmari og málsmeðferðina sem Sigurður telur með miklum endemum. Greinin verður birt í næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.