Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Blaðsíða 15
Á ellefu hundrað ára afmæli byggðar í land- inu, hélt þjóðin sjálfri sér dýra veizlu, sem hún vitaskuld hafði engin ráð á, og gaf sjálfri sér veglega afmælisgjöf: Veg og brýr yfir Skeiðarár- sand. Naumast mun það hafa verið rætt í alvöru, hvort framkvæmdin borgaði sig í bein- hörðu klinki; veizla er veizla og gjafir eru utan við lögmál hagfræðinnar. En veizlur geta verið ótímabærar og óverj- andi. Um þessar mundir er samgönguráðherr- ann fyrir hönd þjóðarinnar að efna til veizlu við Borgarfjörð. Þar er senn búið að dúka borðið; Borgnesingar eiga að njóta, en þjóðin að splæsa. Sá tími kemur vonandi, að réttlætanlegt geti talizt að brúa Borgarfjörð. En eins og sakir standa er verið að fara af stað með ótlmabær- asta mannvirki á íslandi og við skattborgarar eigum að kyngja þvl steinþegjandi að misvitrir pólitíkusar fari að eins og þeir eigi allt heila gillið. Upphaflega mun hafa verið áætlað, að þetta mannvirki kostaði 800 milljónir og það var nokkuð örugglega vísvitandi eða af barna- skap, of lágáætlað. Á þessu ári er varið 135 milljónum og 390 milljónum á næsta ári af vega- og brúafé landsmanna. Viðurkennt er þó, að þessi 800 milljón króna áætlun sé út I bláinn; aðeins Framkvæmdastofnun rlkisins virðist enn ganga út frá þeirri tölu. En nú kemur það sem vert er allrar athygli og sýnir okkur inn I spillingu stjórnmálaheimsins: Ekki er hægt að fá uppgefið, hvað líklegt sé að veizlan kosti. Tveir hátt settir verkfræðingar hjá Vegagerðinni, viðurkenndu hreinskilnis- lega, að þeim hefði verið skipað að þegja þunnu hljóði og nefna enga upphæð, ef spurt yrði. Kvaðst annar þeirra ekki þekkja dæmi þess, að upp hefði komið hjá Vegagerðinni annað eins pukursmál, sem ekki þyldi dagsljósið. Vegamálastjóri staðfesti I samtali við undir- ritaðan að 800 milljónirnar væru óraunhæf viðmiðun. Hann nefndi einn til tvo milljarða; nákvæmar vildi hann ekki spá. Hinsvegar hef ég heyrt það eftir verkfróðum mönnum, að þessi tveggja kílómetra langa brú yfir Borgar- fjörð, muni samkvæmt núgildandi verðlagi ekki kosta minna en tvo og hálfan milljarð og ef til vill þrjá. ÖTÍMABÆR VEIZLA Því er borið við til réttlætingar, að arðsemi þessarar fjárfestingar sé mjög mikil og í annan stað þurfi að endurnýja brýr á Andakílsá, Hvitá og Ferjukotssýki. En góðir hálsar; þessar brýr verður allar að endurnýja hvort eð er, svo sparnaðurinn þar af verður næsta Iftill. Hvað arðsemina snertir, þá tek ég ekki minnsta mark á þéirri útkomu. Hlýtur ekki að vera auðvelt að gefa sér einhverjar þær forsendur, sem gefa alltof hagstæða og þar af leiðandi blekkjandi útkomu. Trúlega yrði miklu meiri arðsemi af því fé, sem færi I að gera nýjan Norðurlandsveg um Dragháls og Hvítárslðu og stytta þarmeð leiðina norður um nærri 30 km. Sú hugmynd hefur þó alveg verið söltuð I bili vegna brúar- innar, sem styttir norðurleiðina næstum ekki neitt, eða 3—5 km. Að vísu styttist leiðin vestur á land um eitthvað nálægt 25 km, ef ég man rétt, en hlutfallslega munar mestu fyrir Borgnesinga sjálfa, og þyngstir á metunum eru ugglaust hagsmunir einstaklinga og fyrirtækja þar á staðnum, sem hagnast geta á umferðinni. Vert er að gera sér grein fyrir þvi hvað hægt væri að framkvæma á öðrum sviðum fyrir allt það fé, sem brú yfir Borgarfjörð kostar. Til þess að vera ekki ósanngjarn, ætla ég að fara bil veggja og áætla að brúin kosti „aðeins" tvo og hálfan milljarð, eða með öðrum orðum: Tvö þúsund og fimm hundruð milljónir króna. Höf- um við nokkursstaðar þörf fyrir slika smámuni? Hvað um spítala fyrir langlegusjúklinga, sem mér skilst að séu á sorglegum hrakhólum í allri velferðinni. Ef til vill er það utan við rammann að spá í slikt. Þetta eru eyrnarmarkaða/ vegakrónur; kannski yrði „arðsemin" ekki rýrari af því að púkka dálítið uppá einn vegstubb. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum Vegagerðarinn- ar, er meðalverð á veginum austur á Selfoss 15—20 milljónir króna á kílómetra. Sé tekið meðaltal af þvi, kostar frágenginn, steyptur vegur 17,5 milljónir króna pr. kilómetra. Sam- kvæmt því mætti leggja 150 km langan, steyptan veg fyrir brúarandvirðið, eða allar götur út úr Reykjavík og upp í Borgarfjörð, — þriðjung leiðarinnar til Akureyrar. Hvað er hér á ferðinni; hagsmunastreð, at- kvæðaveiðar? Hverskonar ráðstöfun er þetta á almannafé, hver skipar embættismönnum að leyna upplýsingum; hverskonar mél er það, sem þessi samgönguráðherra hefur i pokahorn- inu? Pólitíkusar halda víst ennþá, að böllin verði að kontinúerast, en Borgarfjarðarveizlunni má að skaðlausu fresta um óákveðinn tima og skattkrónunum okkar er auðvelt að ráðstafa til þarfari hluta. Spurningin er aðeins, hvort við höfum manndóm til að taka í taumana — eða hvort við þegjum bara eins og verkfræðingarnir hjá Vegagerðinni. Gísli Sigurðsson Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu - <*■ ■ . • .. • i ÍILlu TRtnn mp —» F L u 4 S L i S eULL (5 u M ... y L ’A 4 R áUDlR Æ 5 1 ft FAHC1 M O i TlUfl ÍKK.I Hn Tónu 0 4 U Nf P'HTl- A Ð l l J> S F R O 5 T FM6U1 w A ft A u MÍui Hu»fí A T V ft T HtUT' L Æ R 1 mjd K*ert- A R A R A r jKÍTf Hf>U A N A R o' U 4 c. A ±> VoT*R K A Kr A R KtelK- uR 4 / fúí.- LEao 4 T A R M A N R A P l R íeKK ru 0 NJ VflRN IM6- V A R A N «,e iv f£7rT M F Sar R A T A R R íT«’ 'E Wr fHKgi A U U R 6«»*« vt«« A k a ft S P L A R LK.H 01 5K/T N A Nj SPIL L A' Ð IrtMr, FlUtL M A N 'JoH L e H b 1 R Á 4 S 1 Á* A MflfH O J> J> íí$ R auf> A F T R A V ÍÖí A u Hitrr lí. 5 R I> l ** HIKItL FTót-D 'o T 'A L M A ft r VP K H Á r r Cntt> ID L a N D \ N Brte- PflM A T ccfe 'W <Á <£&> flFTfl- regh luL ■pl UK - RcA>H- vflí. EfFiNPU ÍÍÉI % í % flF- ko- Æ- 1 STÓ- MrtPUR Ku<-p| S ? 1 L CV/?&/M Vf/o/lR- FÆR 1 HftTÍi) \Z6RaR. SVCRlFl i J/ÝRlN KVEÍ>I rvvnKins SÆTtI |OU(X STÉTt ICflRL' F UCkL ýfi^' (fJU * UKT yC«> KVEN- DýK XÐRi EWPWÍ. tíflTT- lÁRu- Ffl R. g/.ÓHUt MfltífJS- NAFtíl P ÆG.TI? GÆLU- HftFW if íflURG- H-DI Ki/ÆÐIS RSKufi MXL- Oýfll srXv- /VR,- Dý'R KoSTUíZ U HCX- \noif> gLDiT- /e©i© + inpe/w- ■T01- 1 0* #ft KEíJMI VMDI fuus (flflHHS ÍTrtR©' l\)ERS- REVKl Lf* Ka£^- S> yR 'oDRutc- VCiHN PÆHIf) ntannj- NA PN i u u - Ox-pRl fcSJc-r /JftFtí tlKTfh maí?k < > > w T\>em . /frt ift! ■ l^v Ctft' kom*} UfJH 1 □

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.