Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1975, Side 16
Brekkuhús á Stára- Vatnsskarði Framliald af bls.6 þegar hann gekk út og mælti við sambýlinga sina, „að 'nú væri venju brugðið fyrir sér: allir hlut- ir í kringum sig kæmi sér svo undarlega fyrir sjónir og líklegast ætti hann skammt eftir ólifað“. Hann kvartaði um vanlíðan, sagðist hættur við ferð sína að Valadal þann daginn og lagðist fyrir. Rannveig færði honum til hressingar heitt kaffi með brenni- vínstári saman við. Síðan rann Hjálmari svefn í brjóst. Hann svaf langa stund og rumskaði þá loks lítið eitt þegar Bjarni hafði á orði ,,að ekki færi vel um höfuðið á honum, og lagaði það“. Um nón- bil þennan sama drottinsdag hvíldi Hjálmar skáld frá Bólu örendur í rúmbálki sínum. Yfir liðinn líkama hans signdu tveir fátæklingar, góðhjartaðir en svo afskiptir veraldargengi, að Glaumbæjarprestur lét vera að telja þá til lifandi manna. Jón Árnason á Víðimýri var smiður. Hann gerði kistu að líki Hjálmars og vandaði verk sitt. Sú kista hefur verið svört að sið þeirrar tíðar. Ritaó er að hún stæði í Viðimýrarkirkju eftir að kistulagt hafði verið. Efalitið má skilja þetta svo, að lík Hjálmars hafi menn fært til kirkju á Víði- mýri mjög stuttu eftir dauða hans, enda lá ekki annað beinna við — hæpið að það gæti staðið uppi í beitarhúsunum, í kró þar sem bjuggu tvær manneskjur. Bólu-Hjálmar var jarðsunginn 4. dag ágústmánaðar. Nokkrir vin- ir hans úr Húnaþingi komu til þess að bera hann til moldar ogf var það samkvæmt ósk hins látna. Einnig kom að vestan Markús prestur Gislason í Blöndudalshól- um. Hann hélt húskveðju í Víði- mýrarkirkju, hvarf að því búnu vestur aftur, en kistan var flutt sem leið lá til Miklabæjar austur Vallhólm og yfir Héraðsvötn hjá Stokkhólma. „Jón á Vfðimýri og Pétur í Valadal og fleiri bændur úr nágrenninu fylgdu Hjálmari til grafar,“ segir í Bólu- Hjálmarssögu. I Miklabæjarkirkju talaði staðarprestur, séra Jakob Benediktsson, að beiðni tveggja Hjálmarsbarna, en sjálfur hafði Hjálmar ekki viljað tölu yfir sér og var prestur óundirbúinn og tregur til. Líkaði gestum misjafn- lega ræða hans, herma munnmæli og ennfremur það, að rekið hafi á ofsaveður í Blönduhlíð, þrumandi rok og síðan úrhelli, þegar útförin var gerð; kallaðist þetta Hjálmarsbylur síðan og átti að vera til sannindamerkis um kynngi Bólu-Hjálmars sem hefði magnað þessi ólæti sem kveðju til gamalla sveitunga. Sögunni fylgir að jarðarfarardaginn hafi verið logn, heiðríkja og blíðúveður um allt héraðið og hvergi hvesst nema í Blönduhlíð. Það er vel trúlegt að veður hafi náð sér þaf upp þennan dag meira en í nær- sveitum, þvi svo er stundum og þykja engin jarteikn. En munn- mælin um lognið í héraðinu alls staðar nema í Blönduhlíð meðan sungið var yfir Bólu-Hjálmari eru skröksaga. Miðvikudaginn 4. ágúst 1875 var hvassveður af suðri í Skagafirði, hiti 13 stig á mæli Ólafs í Ási og gekk á með skúrum. Sama veður var daginn áður nema litlu hlýrra og þá hékk hann þurr. Daginn eftir „Hjálmarsbyl" hélzt enn svipað veður, þó hvassara og með rigningarhryðjum. Nú var þá Hjálmar Jónsson frá Bólu, hinn mikli bassasöngvari meðal íslenzkra skálda, lagztur í þá gröf sem hann svo oft hafði séð gína kalda í móti sér. Mörgum sem dóu hafði hann hlaðið lofköst í bragartúni. Einn var Arni Sigurðsson bóndi í Stokkhólma, völundur á allar smíðar. Um hann kvað Hjálmar — og skulu þau orð fara hér síðust, líkt og þau hefðu verið lögð af öðrum á kistu hans sjálfs: Fallin er til foldar sú hin fræga eik, sem laufguð var lista blóma, sterkbyggð lengi stóð og storma þoldi mannviðar á mörk. Hannes Pétursson l’tj;rfandi: II.f. Artakur. Rcvkjavfk Framkt .slj.: Ilaraldur Stcinsson Ritstjórar: Mallhías Johanncsscn Sl> rmir (iunnarsson Rilstj.fllr.: I.ísli SÍKUrðsson AuKlysinuar: Arni (iarðar Krislinsson Rilstjórn: Aðalslrwli 6. Sírni 1(1100 Sunira heimilda þáttarins hér að framan er getið jafnharðan f lesmálinu, en ótaldar eru þessar hel/t: Ritsafn Hjálmars Jónssonar frá Bólu I—III, Kvk 1963, í útgáfu Finns Sig- mundssonar; f II. bd. eru skýringagreinar við kvæði Hjálmars, í III. bd. æviágrip hans eftir F. Sigm., einnig frásagnir kunnugra manna af skáidinu. Ýmsar skagfir/kar og húnvetnskar kirkjubækur. Úttektahækur og hreppsbækur Seyluhrepps (f Héraðsskjala- safni Skagfirðinga). Skiptabækur Skaga- fjarðarsyslu (f Þjóðskjalasafni). Jaröa- og búendatal í Skagafjarðarsýslu, Rvk 1950—59. Ævísaga Gfsla Konráðssonar Rvk 1911—14. Morgunblaðiö 17. apríl 1966 (viðtal Matthfasar Johannessen við Arna Bjarnason). Tindastóll 4. tbl. 1962 (úr endur- minningum Pálma Péturssonar frá Valadal). IVlildur? 9B TffliWfiapM ■ Já,en ekkivið fítu og matarleifar. Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þóttþérþurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. Prófið sjálf... Palmolive í uppþvottínn mm U' i ■. r. r*rwrrrmim :

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.