Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 6
MINNING UNDIR MAL- BIKI Smðsaga eftir Jönas Jönasson Húsið cr ckki lcngur. Þorpið cr nú bær. Það gerist allt í cinu og cnginn veit hvaðan á sig stendur vcðrið; þorpið teygir úr sér en ckki letilega að hætti dýra heldur mcð sfgandi þunga eðjunnar, hraunsins, jnergs jarðarinnar; teygir sig í þennan titil: Bær og allir sætta sig við að vera nú orðnir bæjarbúar, ekki lengur þorparar. Húsið er ekki lengur. Eins og það var fallegt hús og hlýlegt. Mig minnir það hefði karakter á útlensku, en nú vilja margir halda þvf fram að hús hafi engan karakter, þau sem byggð voru eftir að þorpið varð bær. Nú er talað aí fyrirlitningu öf- undarinnar um steinkassa' með gluggum eða glugga með steinramma og enga sál. Þannig hugsaði ég þennan dag; ég stóð á malbiksgröf hússins og það óku hílar um eldhúsið — fannst mér. Ilúsið fór undir götuna sem lát út úr hænum cins langt og hægt var þar til peningarnir sögðu stopp. Áður en þeir malhikuðu eldhúsið, tóku þeir úr þvf hjartað; eldavélina gömlu sem gleypti þau kynstur af mó og spýtum og steinkolum á jólum. Þetta var mikil eldavél og Mútter frænka stóð fvrir framan hana öllum stundum, sauð og bakaði ofaní fölk. En hvað ég man glöggt þá tíma eins og ég er búinn að reyna að gleyma þeim. Ekki vegna þess að þeir væru búnir til úr sorg — heldur þvert á móti úr hamingju. Það var hamingjasamt fólk sem fékk að sitja í eldhúsi Múlter og fann varmann frá þessu mikla galdraverki eldavélinni sem bruddi kol f forrétt en lét síðan móinn hráðna á cldtungunni og bragðið lá líka í loftinu og gerði mann hamingjusaman. Maturinn sem framleiddur var í og á þessari vcl var ekkert til að fúlsa vfir og það sögðu gamlir menn að Mútter frænka gerði mat sem hæfði kóngum og það úr engu má segja, bættu þeir við. Og nú stöð ég þarna með ilmlausa minning, það var aðeins lykt af malhiki í nösum mfnum, dálítið góð Ivkt en annarar náttúru en meðan eldhúsið var og hét. Nú óku þar hílar og sumir flautuðu á mig kærulausan að standa svona út á giitunni. Þetta var alveg nýbökuð gata úr malbiksdcigi, hús beggja vegna eða voru það ekki hús heldur steinkass- ar með gluggaaugu af eðli risa en enga sál? Hús án sálar er eins og fiðla án sálar eða pfanókassi án hljómborós hók ái.oróa,oið án hugsunar. Hvað vildi ég á þessari maihiksgröf? Ómerkt var hún og ég mættur án blóma. Mútter frænka hefði ekki viljað blóm á gröf hússins. Ég hafði ekki einu sinni sett blóm á leiði hennar og hans frænda míns. Ég gat einhvernveginn ekki trúað þvf að þau væru undir öllu þessu grasi og mold næst þeim. Þau voru áreiðanlega farin burtu því hver endist til að liggja í hverfandi líkama? Það er að segja sálin var áreiðanlega farin eitthvað og ég var viss um það þau tvö höfðu sál rétt eins og g imla húsið þeirra hafði sá! og eldavélin stóra eg svarta. Ég virti fyrir mér kassana úr steini allt um kring. Þvflfkir frankensteinar og það úr gerfi! Já, gömlu hjónin væru nú fyrir löngu búin að koma sér fyrir einhversstaðar á grænum vöilum eilffðarinnar með eldavél f húsi og það þrungið af sál og maskfnan, eins og eldavélin var kölluð, æti himneskan mó og brvddi spýtur og ilmur nýrra og áður óeldraðra rétta fyllti eldhúsið og vökvaði munnkirtla og spáði góðu. Hvað var eiginlega langt sfðan? Ég gekk út úr ósýnilegu eldhúsinu, inn f litlu horfnu borðstofuna, gaut augum til vinstri; hér við austurþilið stóð gamalt kirkjualtari. Kirkjan sem hafði hýst það, var löngu horfin og dreifð í allar áttir og brennd á mörgum stöðum í misstórum maskínumunnuni. Ilún fauk frá altarinu eitt sinn í áhlaupi, altarið stóð, enda úr útlenskum góðviði og þungt, kirkjan bókstafiega sprakk frá þvf fyrir undrandi augum prestsins og grátandi maddömu og tók sig svo upp úr jörðinni og lagði f loftið. Menn hvfsluðu sín á milli að séra Amundi hefði þau orð talað; grefils stormurinn að stela frá mér skemmu. Svo hafði hann rölt að altarinu og hvítar hærur hans dansað hringdans á enninu, hann hafði tekið höndum þungu kertastjakana tvo úr kopar sem fylgt höfðu kirkjunni alla tfð nema út f bláinn, farið með þá inn f bæ tautandi slæmsku í orðum og maddaman sem nú var hætt að gráta og komin með hiksta, elti hann eins og hún hafði ævinlega gert. Frændi keypti altarið fyrir Iftið. Höfundur þess var víst skynsamur maður og hafði gert þvf tvo skápa og þar geymdi Mútter frænka diskana sfna og glösin fín og sparidúkinn. I þessu göfuga altari. Eitthvað hafði fylgt með að kirkjubckkjum, nærri óslitnum en voru nú brunnir og löngu búið að bera öskuna á suðurtúnið þegar haígolan var og til nokkurs gagns annars en rota mýflugur og nú var túnið Ifka komið undir götu — en sumsstaðar garða, þar sem pláss var fyrir grænt. Úr borðstofunni með altarið við austurþilið gekk maður f betri stofuna. Þar héngu á veggjum myndir af öllu því fólki sem á einhvern hátt var tengt Mútter eða frænda og hafði lifaö þegar fyrsta Ijósmyndavélin kom til landsins. Það sá eiginlega ekki f þil né veggi en viðurinn var ómálaður enda f gæðaflokki. Við vesturvegginn að norðanverðu stóð pfanó og það var hægt að leika á það þrátt fyrir kulda á vetrum og hita á sumrum, það var keypt f útlöndum og kostaði morð fjár. Það var kostulega útskorið, aðeins nótnagrindin var sjálfstætt listaverk og seldist núna dýrum dömum ef sett væri á uppboð. Pfanóið hvarf með grind og öllu saman innvolsi og veit nú enginn hvað af því varð. Það bara hvarf eins og góðir hlutir. A kvöldin, þegar vetur var utandyra og búið að gefa kúnum með takk fyrir mjólkina, var framin tón- verknaður í þessari betri stofu. Þá var eldhúsið yfir- gefið og allir komu til að hlusta á söng og spil og opið fyrir ylinn úr eldhúsinu, meðan maskínan bruddi kolasallann og hélt matnuin heitum. Það var aldrei borðaður kvöldmatur fyrr en seint í þessu húsi. Þá var sungið á útlensku enda var þá komin í geymd gömul kona með þá rödd sem heimurinn vill kaupa ef föl. Saga konunnar með röddina er ein af þessum sögum sem aldrei verða skráðar svo mönnum Ifki. Nánast ævintýri sem aldrei getur gerst þvf það er svo dagsatt. Brot þess ævintýris lágu stundum lausbcisluð á tungu Mútter, einkum þegar ég sat einn hjá henni og f eldhúskróknum og það var blanda nætur saman við kvöldið, Mútter að ganga frá eftir kvöldverð og ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.