Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 15
FYRIR nokkru kom að máli við mig rúmlega þrítug kona og sagði mér farir sínar ekki sléttar. Hún er gift og á þrjú börn, það elzta er tiu ára og hið yngsta nýlega tveggja ára. Maðurinn hennar er nokkrum árum eldri og hefur allar stundir frá því að þeirra leiðir lágu saman verið helzt til hneigður fyrir sopann. Á siðustu árum hafa fjárhagsvandræði verið á heimilinu sem að sumu leyti má rekja til þessarar hneigðar mannsins, svo og vegna þess að þau réðust í að stækka við sig húsnæði. Nú er svo komið að eiginmaðurinn hverfur iðulega á föstudags- kvöldum og kemur ekki heim til sin fyrr en siðla sunnudags. Óþarft er að lýsa þeirri hugarkvöl sem konan og börnin, að minnsta kosti þau eldri, líða meðan það ástand varir, en þó má segja að taki út yfir allan þjófabálk, þegar eiginmaðurinn skreiðist heim, heldur illa á sig kominn eftir „skemmtun" helgarinnar. Þá er hann yfirleitt svo illur viðskiptis og rustalegur að nokkrum sinnum hefur það komið fyrir, að konan hefur séð sitt óvænna og flúið af heimilinu með börnin. Þegar heim er komið er aðkoman stundum svo ömurleg að hún sagðist þvl vart geta með orðum lýst. Þá er búið að brjóta allt og bramla og ælupollar og ýmislegt þaðan af hvimleiðara út um öll gólf. Stundum hefur viðkomandi eiginmaður fagnað brottför eiginkonunnar með þvi að bjóða til sín nokkr- um vinum sínum og hefur þá drykkja hafist á ný. Konan hafði nokkrum sinnum hríngt til lögreglu og óskað eftir að maðurinn yrði fjar- lægður af heimilinu. Hún sagði að undirtektir lögreglumanna væru á stundum mjög sérkenni- legar og enda þótt lögreglumenn kæmu stund- Gœtum þess að möðga ekki drykkjumennina um á vettvang flytu með mjög eindregnar yfirlýsingar frá þeim i hennar garð um að hún væri áreiðanlega hið versta fól að æsa blessað- an manninn svona upp, þegar hann kæmi á sitt eigið heimili til að fá að hvíla sig og safna kröftum á ný. Síðan hefur þó maðurinn stund- um verið fjarlægður, en sleppt fáeinum stund- um siðar og væri hann þá von bráðar kominn aftur, hálfu verri en áður og staðráðinn I að hefna harma sinna á henni. Þessi lifsreynsla konunnar og barnanna er ekkert einsdæmi og þessir atburðir eru að gerast á fjölda heimila um hverja einustu helgi og oft á virkum dögum llka. Svo virðist sem það dugi engan veginn að sækja um skilnað frá svona manni, þá fyrst verður hættan á að hefndarþorstinn gagntaki hann fyrir alvöru. Enda má oftsinnis lesa um það I blöðum að fráskildir eiginmenn hafa tekið hús á fyrr- verandi konum sínum og valdið þar bæði ómælanlegri röskun á heimilishögum og spjöll- um og skemmdum meira en tárum tekur. Þetta hefur lika oft verið rætt opinberlega, einkum I blöðum. Alvarlegir atburðir hafa gerzt af þessu tagi sem mönnum er sjálfsagt I minni. Við- komandi yfirvöld eru fyrst allra til að viður- kenna að þetta sé óþolandi ástand og ekki sæmandi. Samt eru þessir harmleikir að endur- taka sig árið út og árið inn. Mér er spurn hvað þurfi að drepa marga áður en ein allsherjar breyting verður gerð? Og breyting sem ein- hverju fær áorkað og er ekki bara fum og kák út I loftið? Jóhanna Kristjónsdóttir Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu m £7| —:.j, F n R —9 Ð 0 L r n 1 9 lc o T Qjf 7 A ? A R m F 7 to R L R A K S*i •> <k \ L mi Jlfop- UH u N '0 T T 3 1 o A R \ s N U R L A R 4fl8Ð- flR T A inntn* H A N l • ^ v> o U R íS» L 'A S A 8 A R l N K1 'O N ÚL u R \ N N 7 B A U N l*S f£» 7 N A N A R BfULI UMDM- IR. T A U M A IM MFRU S 1 N A A m KEfKI A L í wLi- O-VílN s 1 f> d E \ fc A R R ro 1 N N % $ A F \ N N m á. 'A IflW' S 7 SvJIK A U M U R. 7 »5? ílSi, 6. N £ 1 S mn.- E I T L u N U M A V 1 m fúy." 1 R. 7 K AR. R. Æ T 1 ^t.K hX\)0 E R. \ L L £> F K I O 1 R. \ N £ L A U tA n \7 A E & A iL 4/tLU- aoionii FoR- jKe-rri fí R. í>iRru bsK- aMOfi SAM- ■HLT. Dfld\ 7 £INS V£R«£ KyíR- ftR VÆT- H.rifl /l yS fLÝlj • / K HflL- J>*f>- Bdtfl M Foft- MflFM rorr( UMifJ 1 jk'cl/N Kuflrr- oWar H W.S EKVCl Mt-9 ~ tRL/N Berff? 'OHR- £\ N - rHO.tíM {jfifcK-r MO^1 . 1 s I KwÆPA NÍÆ.€>( 7 1 Hiftíí FRurvt- EFf^i u t^» rKflMr- INM £ok ttJ iLÍ-fl i/eNTa n <- e pSÓT\ LiíRI »*-£>»- <U Cfí Sex. fflMM MfldK AR 7 Neypo- j« rii- deisífí- HXUP- IIK/MM 7 #' £RfH_ HLJ. i /JN leJiM- FÆRI® t’Ysfe.D VoMOlK. EFr* i !•’' VC- flM’i, IbviiD- I ^ UP- |ápPI 'ftR-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.