Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 16
Nokkur föng I'ramluild al' bls. 14 uni hans og öskum ekki sint, fleyjít til hlióar, aö því sleptu, sem fyrr er gctiö, að rentukammerið harðnaöi stöðugt í kröfum sínum (>íí ummælum". (Safn fræðafélagsins VIII. bindi, bls. 95, Finnur Jónsson: Ævisaga Árna Magniissonar.) „Þá var ný öld risin í Danmörk. Sá góðvilji í tslands garð, sem Arneo liafði með lángri kynningu við hirðina (ekisl að vekja. í brjósti hans herradóms, var nú dofnaður í Danmörk með hinum sofnaða konúngi. Skýrslum Arnæi af ástandi á íslandi sem og unihótalillögum hans um verslun, atvinnuvegi, réttarfar og land- stjórn var fálega tekið í kansellíinu, vafaniál hvort þær fengust lesnar;“. (Eldur bls. 55.) Tilvitnanirnar hér að framan i Eldur í Kaupinhafn eru í 1. út- gáfu, Reykjavík 1946. MINNING UNDIR . . . Framhald af bls.7 röddina þegar ég sat þarna I eldhúskróknum. Frændi talaði aldrei um dalinn og konan með röddina horfði ekki einu sinni I áttina. Þegar ég kom til að vera um hrfð og það var sumar sat gamla konan í litlu cldhúsinu sem hún átti sjálf og það var vaskur á veggnum og hæfði höll. Ilún sat kannski á gömlum stól hörðum og hafði vaskinn við bakið og gerði mér galdra með kaffibaunum. Þá var hún að brenna baunir og kaffiilmurinn vafði sig um mann. Þá var það mesti galdur I heimi að éta kaffi- baun með miklum hruðningi og hún rak út úr sér tunguna að sýna með mylsnuna og svo kyngdi hún og glcttnin átti heima f augum hennar bak við gleraugun sem aldurinn útvegaði hcnni. Sfðan tautaði hún hræðilega mikla útlensku og sjá; Baun sat á fölrauðri tungunni eins og óétin. Svo hlógum við dátt og Iengi og hún sló sér á lær af undrun á þessum kaffibaunum sem urðu heilar þótt þær væru bruddar. Þessi galdur, ásamt glettnum augum, dróg mig að þessari konu sem hafði siglt úthaf til þess að fá sér vatn að drekka og syngja I þröngri stofu þeirri röddu sem heimurinn vill kaupa, en er ekki föl öðrum en bændum og hundum þcirra og kannski nokkrum úrvalsgestum. Þetta er mesti þorsti sem ég hefi heyrt um. Bflarnir aka fram og aftur á malbiksgröf. Mvnd Mútter frænku og frásaga hennar eða sögubrot af konu með rödd, sem gerðist göldrótt eyddist f regn- bogalitum bensínpolli á malbikinu. Þið munuð sam- mála mér að vona ævintýri er ekki hægt að skrifa: ævintýrið um manninn með augun blá eins og postu- Ifn og konuna með röddina. Munaðarnesi ápáskum 1974 KLUKKAN Framhald af bls. 11 kvöldsólina kringlótta og eld- rauða, áður en hún hverfur alveg undir jörðina. Kg ætla að komasl upp á klcttana þarna, þar sem þeir gnæfa jafnhátt hæstu trján- um.“ Og liann þreif í rætur og tágar og klifraðist upp eftir votum steinunum, þar seni vatnssnigl- arnir hringuðu sig og frosk- paddan glennti upp skoltinn, eins og til aö gelta að honum, en upp komst hann samt, áður en sólin var alvcg gengin undir, og var sjón að sjá liana úr þeirri hæð. 0, hvilík dásemdarprýði! Ilafið, hið mikla og dýrðlega haf, sem velti löngum bylgjum inn að strönd- inni, lá opið fram undan honum og sólin glóði eins og gullaltari út við vzlu brúnina, þar sem haf og himinn mættust. Allt rann saman í leiftrandi litadýrð. Skógarnir sungu og hafið söng og hann söng með. ÖII náttúran var ein stór og heilög kirkja, þar sem tré og sveimandi ský voru súlurnar, þar sem blóm og grös voru glitofin gólfábreiða og himinninn sjálfur hvelfing hins mikla musteris. Ilið efra slokknuðu rauðu litirnir, þegar sólin hvarf, en þá tendr- uöust þúshundruð stjörnur, og þá lýstu þúshundruö demantslamp- ar, og kóngssonurinn breiddi faðminn á móti himninum, móti hafinu og skóginum, og rétt í sama bili kemur fátæki drengur- inn með stuttu ermarnar, á tré- skónum, út úr hægra hliðargangi. Ilann var þá kominn jafnsnemma hinum og kominn það á sfnum vegi, og nú runnu þeir í fangið hvor á öðrum og héldust í hendur f hinni miklu kirkju náttúrunnar og skáldskaparins. Yfir þeim hljómaði hin ósýnilega, heilaga kirkja, og kringum hana svifu sælir andar í danshring með fagn- andi lofgerðarröddum. l'li'rfuiHÍi: II.f. Vr\iiKur. K«*>kja\ík Kramkv.slj llaraldurSicinsson Hilsljórar Mallhias Johanncsscu Si> rinir (iumiarssun Kilslj.fllr (• Isli Sii'urflssnn \uul>sinuar: \rni (.arHar Krisiinsstm Kilsijórn: ARalslrii'li H. Sími 101 (»0 Mjög óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvottaefni... MeÓ Ajax þvottaefni veróur mislíti þvotturinn alveg jafn hreinn og suóuþvotturinn. Hínír nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleíft aó þvo jafn veí meó ötlum þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sina, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er stuttur og hitastigið légt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýir. endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Ajax pvottaefní þýóír: gegnumttreinn þvottur meó öltum þvottakerfum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.