Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 14
Upphaf 4. kafla Eldur í Kaupinhafn er þannig: „Fræðimenn hafa í þeirra bókum skráð sitthvað um þá margvíslega for- boða sem á íslandi urðu fyrir bóluna miklu." Síðan telur skáldið hina „marg- víslegu forboða" upp og lýsir þeim. Fræðimenn þeiV, sem Halldór Laxness byggir þessar frásögur sínar á, eru höf- undar þeirra annálshandrita, sem Hið íslenska bókmenntafélag hóf útgáfu á, undir nafninu Annálar 1400—1800 (Reykjavík 1922 — 1961). Hér fara á eftir tilvitnanir, sem sýna að Halldór Laxness hefur, eins og hann segir sjálfur, byggt frásagnir sínar um „forboða bólunnar miklu" á sögnum, sem þessir fræðimenn hafa skráð í annálum, þótt skáldið hafi beygt frásagnarstíl þeirra undir „lögmál verksins sjálfs". NOKKUR FÖNG Halldórs Laxness í 4. kafla Eldur í Kaupinhafn Eftir Eirík Jönsson I. „Mörg teikn og fyrirburðir gengu undan þessu mikla mann- falli á fyrirfarandi árum: hungur og hallæri vegna fiskloysis af sjónum, svo fátækt fólk af vesöld dó; rán og þjófnaður; blóð- skammir; sundurþykkja; tví- drægni og margt annað fáheyrt sem og sá ógnarlegi jarðskjálfti". (Annálar 1400—1800, IV, bindi bls. 197 — Setbergsannáll, ár 1707.) „Fræðimenn hafa í þeirra bók- um skráð sitthvað um þá margvís- lega forboða sem á íslandi urðu fyrir bóluna miklu. Er fremst að telja húngur og hallæri sem í öllum landshlutum varð með miklum mannadauða, sérflagi meöal fátækra. Vöntun á snæri mikil. Far við bættist rán og þjófnaður meira en í meðallagi, svo og sifjaspell ásamt jarð- skjálfta fyrir sunnan land. Ýmsir fáheyrðir hlutir líka svo“. „Eldur, bls. 51). II. „A fyrirfarandi sumri eða ári ó Eyrarbakka giftist ekkja nærri óttræða tvítugum manni. Vildi hún honum aftur skila impotentiae causa, þá nærri árið höfðu saman verið“. (Annálar 1400—1800, IV. bindi bls. 193 — Setbergsannáll, ár 1706.) „A Evrarbakka giftist ein átt- ræð rúmt tvítugum manni haust- ið fyrir bólu, og vildi honum aftur skila um vorið impotentiae eausa“. (Eldur, bls. 51). III. „18. Maii sáust 7 sólir í einum hring nálægt sjálfri sólunni“. (Annálar 1400 — 1800, IV. bindi, bls 208 — Setbergsannáll, ár 1710). „A sautjánda majus sáust sjö sólir". (Eldur, bls. 51). IV. „A sama mánuði fæddi ær ein lamb vanskapað í Bakkakoti í Skorradal, svo stórt að vexti sem þriggja vikna gamalt, með svíns- höfði og svínshári. Það vantaði efri skoltinn upp undir augna- staðinn. Ilckk svo tungan Iangt fram yfir kjálkana. Voru þeir lausir frá hausskelinni, og sást engin mynd til augnanna nema skinnið eins og annarstaðar. Eyrun síð sem á dýrhundi, en fram úr hausskelinni hékk álíka sem ærspeni iítill og var t,at þar á“. (Annólar 1400—1800. IV. bindi, bl. 145 — Setbergsannáll, ár 1696). „Sama voi fæddi ær nokkur lamb vanskapað í Bakkakoti f Skorradal, með svfnshöfði og svfnsburst; vantaði ePra skoltinn uppundir augnastað, hékk svo túngan lángt framyfir kjálkana og voru þeir lausir frá höfuð- skelinni og sást ekki mynd til augna; eyru síð sem á dvrhundi, en framúr hausskelinni hékk ær- speni lítill og gat þar á. Heyrðist lambið greinilega mæla þá fæddist þessi orð segjandi: mikill er andskotinn í börnum vantrúar- innar“. (Eldur, bls. 51—52.) Setningin, sem Ilalldór Laxness bætir við þessa annálssögn og læt- ur lambið nýfædda mæla, er all vídalínsk. Til samanburðar má benda ó orð Jóns Vfdalíns í pré- dikun hans á fyrsta sunnudegi í föstu. „Þetta eru kraftaverk and- skotans, er hann verkar í börnum vantrúarinnar“. (Jón Vídalín, Vídalínspostilla, Reykjavík 1945, bls. 224.) V. „Sú fregn hefur borist að ó Kirkjubæjarklaustri á fyrirfar- andi vetri hefði klausturhaldar- anum með öðrum manni heyrst, hver um vökutíma með honum út í kirkju gekk, að emjað væri und- ir þeírra fótum í kirkjugarðinum, hvar sem um hann gengu, og líka kringum þá“. (Annálar 1400— 1800, IV. bindi, bls 197 — Setbergsannáll, ár 1707). „Sú fregn barst frá Kirkjubæjar- klaustri vetur fyrir bólu, að klausturhaldarinn heyrði ásamt öðrum manni sem gekk með honum i kirkjugarði um vöku- tíma, að emjað var undir þeirra fótum“. (Eldur, bls. 52.) VI. „Höfðu krákur og krummar og aðrir fuglar ógnarlegan rifrildis- gang í loftinu“. (Annálar 1400 — 1800, III. bindi, bls. 31— Vatnsfjarðar- annáll elsti, ári 1485). „í Kjalarnessþingi rifrildis- gangur í lofti“. (Eldur, bls. 52.) VII. „Um haustið bar til ó Skagafirði, af Höfðaslrandar fiskimönnum, er reru, var soddan skata úr sjó dregin, að þá hún var uppkomin í skipið, þá emjaði hún með hó- hljóðum og hrinum, og jafnvel þegar hún var sundur skorin til skipta í fjörunni, þá hljöðaði og emjaði hvert eitt stykkið með sama móti og jafnvel þá þau voru borin heim til húsa og bæja, hvar fyrir því var öllu aftur í sjó kastað“. (Annálar 1400 — 1800, IV. bindi, bls 265 — Sjávarborgar- annáll, ár 1634.) „I Skagafirði var ein soddan skata úr sjó dregin, að þá hún var upp komin í skipið tók hún að emja með háhljóðum og hrinum, og jafnvel þegar hún var skorin til skipta í fjörunni þá æpti og emjaði hvert eitt stykki með sama móti, meira að segja eftirað stykkin höfðu verið heim borin til liúsa héldu þau áfram að emja og, t'Vjúða hvert í sínu lagi, svo því var öllu aftur í sjó skilað". (Eldur, bls. 52). VIII. „Síðan sá eg 2 menn á norðurlopt- inu á heiðskírum himni hvorn hjá öðrum. Báðir voru á síðkjólum og horfðu hvor til annars. Svo sá ég nokkra menn, 10 eða 12; einn, sem var mitt á milli þeirra, var næsta ypparlegur ásýndar, á björtum klæðum síðum! hann var í stærra lagi, horfði til útsuðurs. Ilér eptir sá eg 2 menn; báöir þeir voru á kápum og spásseruðu eða sem gengu um gólf á norðurlopt- inu“. (Annálar 1400 — 1800, II. bindi bls. 464 — Kjósarannáll, ár 1634.) „Menn í Ioftinu". (Eldur, bls. 52.) IX. „Á sumri þessa árs varp hani einu eggi í Fjalli á Skeiðum og eggið fundu börn þrjú og og brutu, en ú skurninni var pressað soddan dökkt mark, sem hér stendur með dalverpi fyrir öllu markinu: (ath. tákn í grein IX.) n t retrorsum signum Saturni, n t ömniurn rerum vicissitudo veniet. )“. (Annálar 1400 — 1800, IV. bindi, bls. 265 — Sjávarborgarannáll, ári 1634). „Og er loks að uppteikna um það egg er hæna verpti á Fjalli á Skeiðum, þar greinilega sást áprentað nokkurt dökt mark, scm var það öfuga Saturni mark meinandi omnium rerum vicissi- tudo veniet". Samkvæmt þessum annálatil- vitnunum urðu allir þessir „for- boðar“ nema einn, fyrir daga bólunnar ntiklu 1707. Sá fyrsti árið 1485, eða 222 árum fyrr. Sá síðasti 3 árum eftir bólu. Varla verða þó atburðir, sem eiga að hafa orðið árin 1485, 1634, 1696 og 1710 taldir „forboðar“ bólunnar 1707. En Halldór Laxness slær þann varnagla sem dugir. Aftan á titilsíðu bókarinnar segir hann: „Einsog í tveim fyrri bókum er „sagnfræðin" einnig i þessari beygð undir lögmál skáldverks- ins“. Rétt er að benda á, að ef til- vitnanirnar I. — IX. í Eldur í Kaupinhafn, hér á undan, eru lesnar sem samfellt lesmál, kemur fram samfelldur texti í Eldur í Kaupinhafn, sem tekur yfir alla blaðsíðu 51 og blaðsíðu 52, að neðstu greinarskilum. Lýsing Ilalldórs Laxness í Eld- ur í Kaupinhafn, á því hvernig bólan lék íslendinga, svipar mjög til frásagnar Setbergsannáls um þann atburð, en er í mun knapp- ara formi. Hér fara á eftir tilvitn- anir, sem sýna þessi tengsl. „Á þessu sama áðurnefnda ári og sumri kom út hingað til íslands á Eyrarbakkaskipi, bví sem seinna kom, bólan, og varð þar í nánd mikið mannfall, og höföu þá liðið 36 ár frá þeirri bólu, sem síðast gekk hér á landi. Á Eyrarbakka dóu 2 konur og einn karlmaður úr þessari bólu, sem þá fyrri fengið höfðu. Eyddust 3 hjáleigur á Eyr- arbakka. 1 einni lifði eftir 8 vetra gamalt barn. Peningur varð ekki mjólkaður á bæjum nokkrum, og barst sú fregn, að 40 manneskjur um alþingistímann væri þá á Eyr- arbakka og þar í nánd burtsofnaður. Á þessu sumri frá þvi í Junio stóð yfir það mikla mannfall úr þessari stóru bólu, sem margir héldu að pest fylgt hefði. Voru víða 30 manns í einu eða á einum degi við kirkju jarðaðir, nefnilega Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu- strönd, . .. Við Ingjaldshólskirkju 200 manns, við Fróðárkirkju 100 manns. . . . Iljón mörg fóru þá bæði í eina gröf. ... Sumir misstu öll sín börn þó mörg ætti, margir nær því öll sin systkin. . .. Fimmtugir og yngri burt- kölluðust, því margt fólk hafði þá fyrri bólu ei fengið. Margir brjáluðust á vitsmunum, urðu ofsterkir, . . . Flestallt það aldraða og örvasa fólk lifði eftir af körlum og konum, en það yngra hraustasta og mannburða- bezta fólkið úr valið. Ungbörn dóu ekki mörg allvíða. Sumir misstu sjónina, margir á öðru auga og margir lágu í kör lengi eftir. í Borgarfjarðarsýslu önduðust úr þessari stóru bólu 930 manns, en prestar i Skálholtsstipti, aö frátekinni Múlasýslu, önduðust 23, ... I Hólastipti deyðu í bólunni 15 prestar". (Annálar 1400 — 1800 IV. bindi, bls. 195—197 — Setbergs- annáll, ár 1707.) „Þegar bólan mikla kom í landið voru þrjátíu ár liðin frá því sfðasta bóla hafði geisað og fimtíu sfðan næstnæsta bóla var“. (Eldur, bls.'52) „Kom veikin út á kaupmanns- skipinu við Eyrarbakka um vorið nær fardögum og voru eftir viku aleyddar þrjár hjáleigur þar í plássinu, og í þeirri fjórðu lifði eftir eittsaman sjö vetra jöð, en peningur varð ekki mjólkaður. Eftir tíu daga voru fjörutíu manns burtsofnaðir f þessu fátæka plássi. Þannig hélt mannhrunið áfram. Stundum voru jarðaðir þrjátíu mcnn í einu við litla kirkju. t fjölmennum sóknum sofnuðu tvö- hundruð manns og þar yfir; einninn hrundi kennidómurinn og varð ekki embættað. Hjón fóru niörg í eina gröf, sumir mistu börn sín með tölu og fvrir kom að fábjáninn stóð einn uppi í störum systkinahópi Margir urðu ofsterkir eða brjáluðust á vits- mununum. Mest burtkallaðist af ðfimtugu, hið yngra hraustasta og mannburðarmesta fólk, en liföu aldraðir og örvasa. Fjöldi misti sjón eða heyrn aðrir lágu í kör leingi eftir“. (Eldur, bls 53—54.) 1 þessum kafla segir Halldór Laxness einnig frá veislu sem danskri alþvðu var haldin á krýningardegi nýs konungs. Frá- sögn hans er mun stuttorðari en frásögn f Ilftardalsannál af sams- konar atburði. Þó eru þessar tvær frásagnir ekki með öllu ólíkar. Verða þær þvf raktar hér. „Eptir máltfðina, nær klukkan var hér um 7 um kveldið, var á stórum flutningsvagni færður heill uxi, steiktur, með margslags fugla og 'villibráð uppstoppaður og heitur, yfir slotsplássið yzt á garðinn. Þar voru og uppreistir tveir forkostulegir stólpar, á hverjum sátu 2 forgylltir svanir, en fram af þeirra nefjum rann bæði rautt vfn og hvftt um nokkrar stundir. Þetta hvort- tveggja, ásamt öðrum vistum, var gefið almenningi og bænunum til snæðings, svo af þeim át og drakk hver scm kunni og hann náði til, jafnvel með blóðugum fingrum, þá fengið höfðu nokkuð í koll- inn“. (Annálar 1400 — 1800, II. bindi, bls. 648 — Hftardalsannáll, ár 1731). „Þegar Arnas Arnæus kom aftur til Kaupinhafn höföu þau tfðindi orðið þarflandi að vor þáverandi herradómur lá á hans börum, en þeir stóru voru að búa sig til að krýna þann nýa. Alþýðan fékk bæði súpu og steik ásamt öli og rauðvfni þará torginu fyrir utan slotið krýningardaginn". (Eldur, bls 54.) Að lokum skal bent á, að nokkur tengsl virðast vera á milli hluta af þessum kafla og ævisögu Árna Magnússonar eftir Finn Jónsson prófessor. En, eins og kunnugt er, er Árni Magnússon fyrirmynd Halldórs Laxness að Arnas Arnæusi sögunnar. „En frá þessum tfma er það sýni- legt, að Árni var ekki í náðinni hjá Gyldenlöve Áður höfðu til- lögur hans verið þegnar af stjórn- inni með velvilja og hún fór eftir þeim til gagns fyrir landið. En nú var skift um; nú var umsóknum hans neitað hvað eftir annað, honum var neitað um leyfi til að koma til Khafnar og á alla lund var honum gert til miska. Tillög- Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.