Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 9
stumí LANDI Holland er land lista og menningar, um það getur enginn efast, sem landið sækir heim, þar úir og grúir af listasöfnum og maður mætir menningu f einhverju formi við hvert fðtmál. Myndlistarsöfnin eru með þeim beztu sem þekkjast og Hollendingar kappkosta að fylgjast með í heimi listanna, þðtt það kosti mikil fjár- framlög og fórnir. Að eðlisfari eru Hollendingar sparneytnir, líkt og grannar þeirra Þjððverjar, en þrátt fyrir það moka þeir peningum til lista og menningarmála, og það gerir landið sérstakt í veröldinni. Ein veglegustu verðlaun fyrir afrek í listum og vfsindum eru Erasmusverðlaunin Hol- lenzku. Ég tók f jölda mynda í ferð minni um HoIIand í sumar, aðallega á söfnum og sýningum, og vegna þess að málverk njóta sín síður í svart hvítu en í lit, sem gefur að skilja, valdi ég þann kostinn að láta Lesbðk birta nokkrar þeirra og eiga myndirnar að vera nokkurs konar viðbðt við ferðapistil minn f samtalsformi er birtist í Morgunblaðinu. Hollendinginn Co Westerik. satn Boymans van Þetta er málverk eftir pop-listamanninn ameríska Robert R3uschenberg. Vakin er athygli á því, hvernig hann staðsetur lampa, sem slokknar og kviknar á vixl inn í myndina. Stedelijk-safnið í Amsterdam. Þetta er nýleg mynd eftir hinn víðfræga Englending R.B. Kitaj, sem nýtur mikillar hylli yngri kynslóðar myndlistarmanna. Stedelijk-safnið í Amsterdam.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.