Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 11
Sigurður Guðjónsson: VONDS- LEGA HEFUR OSS VERÖLDIN BLEKKT Síðasta daginn sem ég bjó á Skaga lifði ég sárasta harmleik ævi minnar. Þá skein sól í bláu heiði og logn yfir sundum. Ég átti erindi i apótekið. Þar af- greiddi mig ung stúlka sem snart mig einsog lag eftir Schubert er ég heyri í fyrsta sinn. Hún var með rauðar og tælandi varir, þung augnlok með löngum svörtum hárum, dálitlar feimnislegar freknur á nefinu og djúp og blá augu sem blikuðu einsog tvær bjartar stjörnur á dimmum himni. Ég afhenti henni resept upp á hægðapillur sem ég hafði fengrð hjá Þórði héraÖslækni og blóð- roðnaði af feimni og skömm. Hún leit á blaðið og síðan beint framan í mig, brosti sætt og blítt einsog nýútsprunp:' baldursbrá í haga spurði: „Ertu ekki enn búinn að skipta um sjúkrasamlag eftir fjögur ár?" Ekki enn búinn að skipta um sjúkrasamlag? Þekkir hún mig? Veit hún hver ég er? Og nú steyptist yfir mig heit fagnaðarbylgja og ég virti hana fyrir mér í sælli leiðslu. Augun og andlitið og niöur um háls- inn — guð minn almátt- ugur hvað hann var hvítur og mjúkur — heröarnar og svo brjóstin — ó, Jesús minn — og mittiö sem var þannig að mann langaði til að taka utan um það, og fylgdi síðan eftir hönd- unum alveg fram á þessar kúptu og formfögru negl- ur. Hver andskotinn var nú þetta? Hún bar útflúraðan trúlofunarhring á einum fingri. Ég hrökklaðist út hryggur og sneyptur. Þannig enda draumar mannanna. Það eru mikil vonbrigði sem geta hlotizt af því að fá harðllfi. Ég ætla að éta sveskjur það sem eftir er ævinnar. Þessa dapurlegu lífs- reynslusögu hefði enginn getað sagt nema ég og Heine. m.a. sakar Danastjórn Hol- lendinga um ad fylgja stefnu, sem sé sneydd allri mannúð. Gæta verði að því, að lega Is- lands valdi þvf, að landbúnað- ur þar sé ekki upp á marga fiska og sé þjóðinni því lffs- nauðsyn að geta treyst á sjáv- arafla. Þurfi landsmenn því að hafa ákveðið svæði kringum Iandið algerlega út af fyrir sig, ef byggð eigi að haldast við á tslandi. 1 riti dr. Gunnlaugs Þórðarsonar, Upphaf land- grunnskenningar, er birt þýð- ing á bréfi frá árinu 1741 án frekari dagsetningar og er hér vafalaust um að ræða yfirlýs- ingu Danakonungs frá 5. ágúst 1741. Samfara flotaviðbúnaði og þessari yfirlýsingu fór Dana- konungur fram á það við Svfa, að þeir miðluðu málum f deil- unni. Ekki var því skilyrði gleymt, að HoIIendingar ættu að viðurkenna ýfirráð Dana- konungs yfir Norðurhöfum, áður en setzt yrði að samninga- borðinu. Jafnframt þessu telur dr. Thomas, að Danakonungur hafi notað dciluna sem átyllu til að komast undan þvf að veita Rússum samnings- bundna hjálp gegn Svíum á þessu ári. Ef strfðið brytist út milli Svfa og Rússa, átti Dan- mörk að styðja Rússa með flota sfnum. Svo fór að umrætt ár, 1741, varð styrjöld milli Rússa og Svfa, en Danastjórn færðist undan þvf að veita um- samda hjálp, þar eð Danmörk væri nú vant við látin vegna deilunnar við Hollendinga. Málið hefur verið mjög til umræðu hjá stórveldunum á árinu að þvf er virðist. Dana- stjórn hafði látið sendiherra sína f Parfs og Hannover vinna í þvf eftir megni og danski sendiherrann f Parfs fékk það hlutverk að reyna að fá Frakka'stjórn til að leggja að Hollendingum að gefa eitt- hvað eftir f deilunni. Það kom til tals, að stórveldin þrjú, England, Frakkland og Rúss- land, tækju sig saman um að miðla málum, en þessi hug- mynd var lögð á hilluna. Sænska stjórnin var fús til að taka að sér málamiðlun í dcilunni samkvæmt beiðni Dana og lét sendiherra sinn f Hollandi, Preis, leggja fram slfkt tilboð við hollenzku stjórnina. Holienzka þingið, sem eins og fyrr er getið fór með stjórn landsins, tók þetta til rækilegrar meðferðar en gat ekki fallizt á að samþykkja skilyrðið um yfirráð Danakon- ungs yfir Norðurhöfum, sem eins og fyrr er nefnt var for- senda fyrir saniningaviðræð- um af hálfu Danakonungs. Hins vegar samþykkti þingið að fallast á, að málamiðlun yrði á þann veg háttað, að stór- veldin þrjú ásamt Svfum önn- uðust málamiðiun f samein- ingu. Dr. Thomas segir, að menn hafi verið þeirrar skoðunar f Hollandi, að málamiðlunartil- boð Dana hafi ekki verið al- vörutilboð, þar eð slfkt skil- yrði hafi fylgt, að Danastjórn hafi mátt vita, að tiiboðinu yrði svarað neitandi. Vera má, að næsta skref HoIIendinga hafi þó verið að einhverju leyti árangur af málamiðlun- artilboðinu. Hollenzka stjórn- in réðst f það sfðla árs 1741 að senda samningamenn til Kaupmannahafnar til að ræða málið við dönsku stjórnina svo að lftið bæri á. Jarðvegur fyrir slfkar viðræður mun hafa ver- ið fyrir hendi þar eð Dana- stjórn hafði látið skilja á sér, að kröfur hennar væru vægari en yfirlýsingin frá 5. ágúst og málamiðlunartilboð Svfa hafði gefið til kynna. Auk þess höfðu engir árekstrar orðið um sumarið á tslandsmiðum milli danskra og hollenzkra skipa. Dr. Thomas hefur fundið skjöl, sem gefa upplýsingar um það, hvernig hollenzku samningamennirnir áttu að haga sér í viðræðunum og hún upplýsir, að Holland hafi ákveðið að reyna að múta ráð- herrum Kristjáns VI. Hol- lenzku samningamennirnir hafi haft fyrirmæli um, að þeir mættu nota allt að 50.000 gyllini (fimmtfu þúsund) f þessu skyni, en hins vegar megi tvöfalda þessa upphæð og greiða allt upp í 100.000 gyllini f mútur, ef unnt reynd- ist að fá einhver skrifleg lof- orð. Þessar viðræður fóru fram f Kaupmannahöfn á öndverðum vetri en ekki er ýkja mikið kunnugt um þær að sögn dr. Thomas. Hún telur sig þó vita, að ráðherrar Danakonungs hafi ekki látið kaupa sig. Ekki hafi verið til neins að bjóða utanrfkisráðherranum, Von Schulin, peninga og hafi þó verið gerðar tilraunir til að múta honum. Samkomulag náðist ekki f þessum viðræðum og virðast þó Danir hafa látið sér nægja að gera kröfu um, að Ilollendingar viðurkenndu fjögurra mflna landhelgi. Þessar viðræður þyrfti raunar að afsaka betur en dr. Thomas hefur gert. Væntanlega hafa þær átt sinn þátt f þvf, að dró úr hitanum f deilunni og má segja, að hún gufaði upp af sjálfu sér á árinu 1742. 14. marz 1742 rann út samn- ingur sá milli Dana og Breta, sem fyrr er nefndiir. Daginn eftir, 15. marz 1742, gekk f gildi vináttusamningur milli Dana og Frakka. Samið var um gagnkvæman stuðning f ófriði og Danmörk fékk verulega fjárupphæð sér til styrktar sem gjöf frá Frakklandi. Hluti af þessum samningi var leyni- legur og hér var sérstakt á- kvæði um, að ef deila Dana og Hollendinga um landhelgi við tsland leiddi til styrjaldar og England gengi f lið með Hol- lendingum, skyldi Frakkland koma bandamanni sfnum til hjálpar með nægilega mikinn liðsstyrk. Ekki fór þó svo, að franska hernum yrði beitt gegn Eng- Iandi f styrjöld um fslenzk fiskimið. Deilan hjaðnaði af sjálfu sér samkvæmt frásögn dr. Thomas og hún kemst svo að orði, að cndalokin hafi ver- ið heldur hversdagleg og frægðarlftil. Hér hafa verið dregin fram aðalatriðin f rannsókn dr. Thomas á þessari deilu og á hún miklar þakkir skilið fyrir að hafa sinnt þessu verkefni. En jafnframt telur undirritað- ur ástæðu til að árétta þá skoð- un sína, sem nefnd er f upp- hafi þessarar greinar, að rann- sóknin á þeirri hlið deilunnar, sem snýr að Danakonungi og tslandi er alls ekki fullnægj- andi og væri æskilegt, að úr þvf yrði bætt. Jón Kristvin Margeirsson. KLUKKA Framhald af bls. 5 nokkuð lengra inn f skóginn. En svo var hann þéttgróinn og lauf- mikill, að harðsótt var að komast áfram; það lá við, að bláklukkurn- ar og krossgrösin væru of hávax- ;n, klukknablóm og brómberja- klasar héngu f löngum fléttum frá einu tré til annars, og þar siing næturgalinn dillandi og sól- geislarnir iðuðu. Ó, sá unaður, sem þar var! en ekki var smá- meyjunum hent að fara þann veg, þvf hætt er við, að kjólarnir hefðu rifnað. Þar voru stórgrýtisbjörg og klappir, algrónar allavega lit- um mosa, og spruttu þar upp tær- ar lindir með suðandi nið, og var eins og þær segju: „glúk, glúk,“ „Skyldi nú ekki þetta vera klukkan?" sagði eitt af ferming- arbörnunum og lagðist niður til að hlusta betur; „það verður að rannsaka til hlítar." Og svo beið það kyrrt og hirti ekki um, þó hin börnin héldu áfram. Það er nú af þeim að segja að þau komu að húsi einu, sem gert var af berki og trjágreinum. Stór- vaxið tré, sem bar villiepli, slútti ofan yfir það, eins og það ætlaði að hella allri ávaxtablessun sinni yfir þakið, sem var rósum vaxið. Löngu greinarnar á trénu seild- ust fram með gaflinum, og á hon- um hékk Iftil klukka. Það skyldi þó ekki vera klukkan, sem til hafði heyrzt og eftir var lcitað! Jú, jú! Allir voru samdóma um, að svo væri, nema einn. Hann sagði, að þessi klukka væri smá- felldari og lítilfjörlegri en svo, að það gæti heyrzt til hennar þvílfk- an óraveg eins glöggt og þeir liefðu heyrt hljóðið, og það væru Ifka allt aðrir hljómar, sem gætu gripið mannlegt hjarta svo inni- lega. Sá, sem þetta mælti, var kóngssonur, og þá var það við- kvæðið hjá hinum að hann væri einn af þeim, sem þættust vitrari en allir aðrir. Honum var þá lofað að fara einuin, því hinum leizt ekki að fara Iengra, og gekk hann leiðar sinnar áfram, en að því skapi sem honum miðaði áleiðis, eftir því varð hjarta hans æ gagnteknara af töfrum skógarkvrrðarinnar. Samt heyrði hann enn til litlu klukkunnar, sem honum Ifkaði svo vel, og stæði vindurinn þaðan, sem sætabrauðsbakarinn hafðist við, þá heyrði hann óminn öðru hverju, þegar fólkið var að syngja yfir tedrykkjunni, en dimmrödd- uðu klukkuslögin voru hljóm- meiri og sterkari. Þ.að fór að heyr- ast eins og lcikið væri undir á orgel, og liljóðið kom frá vinstri lilið, þeirri hliðinni, þar sem hjartaðslær. Nú skrjáfaði f runnunum, og allt í einu stóð frammi fyrir kóngssyninum lftill piltur á tré- skóm og treyjugarmi, æði erma- stuttum, svo ekki náði fram á úlnliðina. Báðir þekktust, þvf þessi drengur var einmitt sá hinn sami, sem fyrr cr um getið, að ekki komst með í ferð- ina, af því hann varð að fara heim og skila treyjunni og stfgvélunum, sem hann hafði fcngið að láni af syni húseigand- ans. Þessu hafði hann aflokið og sfðan labbað af stað í fátæklegu flfkunum sfnum á tréskónum, þvf klukkan dunaði fyrir eyrum hans með svo aflmiklum og undarlega djúpum hljómi. Hvað sem taut- aði, varð hann að re.vna að komast þangað út. „Við getum þá orðið samferða," sagði kóngssonurinn. En fátæki fermingarpilturinn á tréskónum varð feiminn við, strauk um stuttu treyjuermarnar og sagðist ekki treysta sér til að ganga nógu hart, svo hann gæti fylgzt með; auk þess hélt hann, að það vrði að leita klukkunnar þeim megin, sem til hægri handar vissi, því að þeirri hliðinni hneigðist allt, sem veglegt er og mikilfenglegt. „Þá er ekki að hugsa til að við finnumst,” segir kóngssonurinn og kinkar kolli til fátæka drengs- ins. Fór þá sá fátæki inn í skóg- inn, þar sem hann var þykkastur og skuggalegastur og allur þyrn- um gróinn, enda rifnuðu líka föt hans, og fætur hans og hcndur urðu blóðrisa. Kóngssonurinn fékk líka margan skinnsprett, en sólin skein þó á hans leið, og skulum við nú fylgja honum eft- ir, sem vert er, því hann var dug- andi drengur. „Klukkuna vil ég og skal ég finna,“ sagði hann, „og það þó ég ætti að ganga á heimsenda." Ófrýnir apar sátu uppi f trján- um og glottu, svo að skein í tann- garðinn. „Eigum við að lernja hann? Eigum við að lumbra á honum? Hann er kóngssonur." *En hann brá sér ekki við það og gekk inn í skóginn lcngra og lengra, þar sem hann var gróinn kynlegustu blömum; þar stóðu hjartar stjörnuliljur með dreyr- rauðum duftþráðum himinbláar hjálmrósir, sem blikuðu í vind- blænum, og eplatré með eplum, sem glóðu álengdar eins og gljá- geislandi sápubólur; það má nærri geta, hvað falleg tré þessi voru í sólskininu. AHt umhverfis l.iósgræn engin, þar sem hjört- urinn og hindin léku sér í gras- inu, gnæfðu laufskrýddar eikur og bevkitré. og væri börkurinn sprunginn á einhverju trénu. þá uxu bæði grös og langflæktar, öngóttar jurtir út úr sprungun- um. Þar voru skóglendi mikil með lvgnum stöðuvötnum, og syntu á þeim fannhvftir svanir og böðuðu vængjunum. Kóngssonur stóð oft við og hlustaði, og þótti honum stundum eins og klukkan sendi óminn upp til hans úr þess- um djúpu vötnum, en hann fann í hvert sinn, að klukkuhljónturinn kom ekki þaöan, heldur lengra innan að úr skóginum. Nú settist sólin, og loftið varð rauðglóandi sem eldur, það varð svo hljótt og svo rótt f skóginum. Þá féll hann á kné og söng kvöld- sálminn sinn og sagði; „Aldrei finn ég þaö, sem ég leita eftir; nú rennur sólin og nú kemur nóttin, hin dimma nótt. Þó veit ég ekki, nema ég geti ennþá einu sinni séð Framhald á bls. lfi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.