Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 13
Tanya Plyushch með tvö börn þeirra hjóna. Hún þekkti eiginmann sinn vart, þegar hún sá hann á „geðveikra- hælinu", þar sem hann hafði m.a. orðið að þola eiturlyfjasprautur. þarna — annar heldur uppi stööugum mótmælum í fangabúð- um sínum og vörnum fyrir félaga sina, en hinn er að örmagnast af völdum hinna villimannlegu eiturlyfjagjafa og annarra fágaðra gerða „læknisumönnun- ar“. En örlög fjölskyldna þeirra þekkja aðeins fáir. Og ég er einn af þeim. Plyushch á konu, Tanya, og tvo drengi: Lesik, sem nú er 9 ára og Dima, 15 ára. Stundum kom Tanya i heimsókn til mín með manni sínum, en hún tók lítinn þátt í viðræðum okkar, og reynd- ar var hún yfirleitt þögul. Þegar Lenya var lokaður inni á hæli, fór hún að koma oftar til mín og við kynntumst undireins betur. Það voru mörg kvöldin, sem við áttum saman í eldhúsinu heima hjá mér, mörg vandamálin, sem við rædd- um yfir tebollum, margir kíló- metrarnir, sem við gengum saman um götur Kiev undir vökulu eftirliti hinna miskunnar- lausu njósnara KGB. Og alltaf var ég jafn undrandi: hvílik sjálfsstjórn, hvílik ró, svo óhagganleg, hvilikur hæfileiki til að geyma það meó sér, hve erfið-' leikarnir væru miklir. Það var undraverður viljakraftur og festa i þessari lágvöxnu konu, sem alltaf var með bros á vör, hvort sem það var dapurlegt, kald- hæðnislegt eða lýsti fyrirlitningu. Hún brosti alltaf. En það voru einnig glaðleg bros, jafnvel hlát- ur, sem var mjög smitandi, sér- staklega þegar hún lýsti hinum ótrúlega heimskulegu og frum- stæðu aðferðum, sem það fólk beitti, sem hafði það að starfi að lama viljakraft hennar. Tanya hafði mikla kímnigáfu — og ef til vill er það að nokkru leyti hún, sem hefur bjargað henni. Án hennar hefði hún varla getað af- borið þetta Hinn stöðugi eltingarleikur, eftirförin — það eru tveir á hæl- um þér, þrir eða fjórir, þeir elta þig alls staðar, fela sig, skjótast bak við tré, koma beint á móti þér, sitja rétt fyrir aftan þig, þarna eru þeir í bíl, fylgjast með þér á leiðinni heim og bíða svo þar við inngangin, þegar þú kem- ur heim. ... Áreitnin og áleitnin, þegar þú ert á ferðalagi. Persón- urnar, sem eru sendar til að setj- ast við borðið hjá þér á veitinga- húsi til að reyna að fylla þig (ein þeirra játaði það siðar)... Hinn sífelldi þrýstingur á foreldra Tanya, en þeir eru ekki vel menntaðir og eru að sjálfsögðu dauðhræddir. Þeir eru kallaðir til KGB (sem er nógu skelfilegt út af fyrir sig) og fá fyrirmæli: „Segið dóttur ykkar að halda sér saman, og einnig að annars látið þið taka börnin frá henni.“ Skjálfandi af hræðslu biðja forcldrarnir Tanya að gera allt, sem þeim er skip- að... En Tanya þegir ekki. Hún mót- mælir, skrifar bréf, fer á fund KGB, tekur sér ferð á hendur til geðveikraspítalans. til að hitta mann sinn — stundum hleypa þeir henni inn, stundum ekki — og enn á ný mótmælir hún, aftur skrifar hún bréf. Og ég get ekki hætt að undrast: Ilvaðan öðlast þessi litla kona svo mikinn styrk, svo mikið hugrekki og óttaleysi? Auk alls þessa verður hún að fara til vinnu sinnar (þó að hún vinni ekki nú sem stendur — hún dró sig í hlé, þegar hún varð þess vör, hve hún setti yfirmann sinn í mikinn vanda, velviljaða konu, sem kom vel fram við hana — slíkt fólk er énn til) fæða og klæða börnin, fara i skólana, sem þau ganga í, til að ræða við kennarana um vandmál þeirra... Síma hennar hefur nú verið lokað. Og hún býr ekki Iengur í miðborginni, heldur i úthverfi hennar, hálftíma gang frá næstu neðanjarðarstöð (en hún veit, að hún verður ekki drepin né að á sig verði ráðizt, því að lífverðirnir fylgja henni alltaf — þó að þeir gætu fengið sérstakar fyrir- skipanir). En auk þess, sem að henni sjálfri snýr, þarf hún einn- ig að hugsa um vini, sem eru hjálpar þurfi, til dæmis nöfnu sína, Tanya þá, sem er trúlofuð Alexander Feldman, öðrum póli- tískum fanga, sem einnig neitar að þegja. Og þannig hefur það ekki gengið aðeins i einn dag, tvo eða þrjá eða nokkra mánuði — það eru nú þrjú og hálft ár síðan Plyúshch var læstur inni. Hvernig er hægt að lifa slíkt af? Hvað hinni fjölskyldunni við- vikur, eru foreldrar Slaviks ekki ung lengur, faðirinn kominn yfir sjötugt. Bæði eru Iæknar. Og þau vinna. Og þau eru bæði veil fyrir hjarta. Ýmist liggur annað þeirra rúmfast eða hitt. Hann hefur ver- ið félagi i flokknum siðan 1917 og tók þátt i öllum endurbótum og umbyltingum fyrstu áranna. Bæði tóku þau þátt í siðari heims- styrjöldinni og störfuðu í her- sjúkrahúsum. Og nú er einkabarn þeirra í vinnubúðum. Fyrir hvað? Þau voru viðstödd í réttarsalnum, þegar dómurinn var kveðinn upp. (Mér var auðvitað ekki hleypt inn:’ dómssalurinn var víst yfir- fullur. Af þeim 20, sem voru við- staddir, voru 18 njósnarar, sem höfðu veitt Slavik stöðuga eftir- för. Eftir að hann hafði verið handtekinn, hófu þeir aö njósna um mig). En eftir uppkvaðningu dómsins sagði faðir hans við mig: „Sjö ár! Fyrir hvað? Fyrir að láta ein- hvern fá ,,krabbameinsdeildina“ eftir Solzhenitsyn og opið bréf eftir Heinrich Böll, fyrir að semja skopstælingu á verkum (hins al- ræmda leigurithöfundur)... Vesvolod Kochetov? Er þetta hægt? Hann drap ekki neinn, hann stal engu, hann framdi ekki nauðgun ... Hann las bækur ... Og Iánaði þær öðrum. Kannski lánaði hann þær ekki einu sinni öðrum. Og fyrir þetta — sjö ár! Hvað er eiginlega á seyði?“ Hvað eiginlega? Og nú er liðin nær þrjú ár siðan. Fjögur eru enn framundan . . . Lifum við svo lengi? — spyr gamla fólkið. End- ast okkur kraftar? Og móðir hans grætur: hún getur ekki tára bund- izt.|Munu þeir lifa svo lengi? Síðastliðið sumar báðu þau yfir- mann vinnubúðanna lcyfis að mega heimsækja son sinn. Leyfið var veitt. Og gamla, veika fólkið bjó sig undir hina löngu ferð til Úralfjalla, þangað sem fljótið Chusovaya rennur. Eftir mikla erfiðleika og með því að skipta nokkrum sinnum um lest komust þau til Vsevyatskaya járnbrautar- stöðvar, þar sem lestin hefur við- dvöl í innan við mínútu. Þaðan tókst þeim einhvern veginn að ná (eftir að hafa nærri því orðið und- ir Iestinni, en einhverjir björguðu þeim) að hliðum vinnubúðanna. En þar var þeim tilkynnt: „Nei! Leyfi til heimsóknar hefur verið afturkallað! Farið heim aftur!“ Þau sneru aftur heim — og höfðu ekki erindi sem erfiði. „Nú verð- ur að bíða í eitt ár enn!“ Sú spurning hlýtur að vakna, hver þurfti að táta allt þetta ger- ast? Það er ekki í fyrsta sinn, sem ég hef varpað fram þessari spurn- ingu. Hver hefur þörf á, hver hagnast af slíkri grimmd? Ilver hefur hag af þvi, að ungt, gáfað, heilbrigt fólk (leiðréttist: það var heilbrigt) sé hrifið burt og látið þola skort, auðmýkingu og pynt- ingar (geðveikrahælin eru pynt- ingaibæli, einhver hin djöfulleg- ustu, sem til eru)? Og hver hefur hag af þvi, þegar fjölskyldur þeirra reyna að fá að heimsækja það og skirskota til laganna, en lögin eru hundsuð og fólkið sjálft spottað og kvalið af yfirvöldun- um, sem taka hvorki tillit til ald- urs né starfa þess fyrir land sitt? Á meðan vaxa börn Lenya upp. Og þau eru þó framtiðarborgarar Sovétrikjanna, framtíðarverjend- ur þeirra i stríði. .. Fyrir þrjátíu árum barðist ég við Stalíngrad. Ég barðist og hugsaði sem svo — og ég var ekki sá eini, sem þannig husgaði — að nú myndum við nterja Þjóðverja, sigrast á fasismanum og réttlætið myndi hrósa sigri á jörðunni. Þannig husgaði ég og það veitti mér styrk og kjark. En hvað get ég nú sagt sonum Tanya, Lesik og Dima, ef þeir spyrja mig: „Fyrir hverju varstu eiginlega að berj- ast? Fyrir þessu öllu? Svo að faðir okkar yrði læstur inni á geð- veikrahæli? Ilann pabbi, sem er betri og gáfaðri en nokkur annar? Og að við myndum ekki einu sinni fá að heimsækja hann? Varstu að berjast fyrir því?“ Hverju á ég að svara þeim? Ilverju get égsvarað þeim? Á ég að segja þeim, að ég hafi verið blekktur, að öll þjóðin hafi verið blekkt? Ég vil, að Lesik og Dima alist upp í ást til föðurlands- sfns, virðingu fyrir þvi og i þeirri vissu, ef þeir myndu þurfa að verja það (sem Guð forði þeim frá, en okkar er ekki að velja), að þeir væru «ð verja bezta land f heimi. Þetta er það, sem ég vildi segja þeini, en get ekki. Ég get það ekki, af því að ég veit ekki, hvernig lífinu verður háttað, þeg- ar þeir verða fullorðnir. Kannski verður þeim skipað að afneita föð- ur sínum (það hefur þegar gerzt), og þeir myndu ekki gera það. Og hvað þá? Kannski myndu verða litið á neitun þeirra sem einkenni hinnar sömu hræðilegu „kleyf- hugasýki“, sem geðsjúkdóma- læknirinn Snezhnevsky, prófess- or, fann upp til að þóknast yfir- völdunum og stimpla hvern og einn með, sem hugsar öðruvísi en skipað er, og að þeir verði einnig sendir á geðveikrahæli. Ég veit ekki, hvað bíður þeirra. Og ég ber kvíðboga fyrir því. Nú sækja þeir skóla, safna frímerkj- um (ég var sá, sem lét þeim mest i té) og Díma er aö læra skylming- ar. En sá tími kann að koma (og er ef til vill kominn), þegar þetta verður þeim ekki nóg og þeir vilja fylgja föður sinum hinum gáfað- asta og bezta af öllum, og að þeir muni einnig taka að berjast fyrir réttlæti ... Afleiðingin, sem í vændum væri, — geðveikrahælið. Ilræðilegar myndir birtast i huga mér. Ég myndi vilja eiga fagra drauma, hugsa um fallega hluti eins og áhyggjulausa æsku og friðsamlega, notalega elli. En ég sé tárin í augunv móður Slav- iks, ég sé hin þurru augu Tanya, spurnina í augum barnanna. Þau horfa í augu mér og spyrja þögul — ég veit um hvað — og ég vcit einnig, að ég hef enn ekki barizt nóg í lífinu og hcf ekki enn rétt á því að taka mér hvíld. Ég segi þetta við sjálfan mig. En við ykkur öll, öll ykkar, sem hafið tilfinningar, hafið samvizku og finnið til ábyrgðar gagnvart sjálfum ykkur og öðrurn, og hafið rödd, við ykkur segi ég: Takið til máls, brýnið raustina, takið mál- stað þessa fólks, sem þjáist án þess að hafa neitt til saka unnið — sem er réttlætið öllu ofar og kann að láta lffið fyrir það, ef við látum slikt viðgangast. Þess vegna segi ég: Takið til máls! Brýnið raustina! Sveinn Asgeirsson þýddi úr „Observer".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.