Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 7
masklnan hætt að tyggja, lá á meltu heitrar ösku og það sótti mig syfja þar til Mútter byrjaði að tala. Hún talaði ævinlega eins og ég væri ekki þarna I króknum, það var kannski öllu frekar að hún væri að tauta til hundsins sem átti það til að kúra upp við maskfnu ef hann hafði rignt. Uppþvotturinn og frágangur á gler- inu var einskonar messuform hjá Mútter. Lengur var hún að ganga frá en þakólsir prestar að hespa af einni hámessu. Aðeins það að setja á sig svuntuna tók langan tíma. En loksins var hún gyrt henni og dökkir þykkir sokkarnir brugðu á fætur hennar ósýnileik, svartur kjóliinn náði niður fyrir hné og voru á honum blettir af sögu eldhússins og hárið eins og ekki neitt um höfuð hennar þar til hún gekk til náða og hárið féll frjálst niður á hæla. Mynd hennar var mér skýr þar sem ég stóð köidum fótum á horfnu eldhúsgólfi og það óku um það bflar. Þarna var hornið sem ég sat svo oft, nú var það pollur með blöndu af bensíni f litum regnbogans/ Rödd hennar kom aftur mér f eyru; dálftið hátóna með nasahljóði enda Mútter eina konan sem ég man nef- brotna en með heilt mannorð. Það vantaði tvær fram- tennurnar, þær sem eru mest áberandi f kanínum og þegar hún maulaði brauðskorpu beitti hú augntönn, hló stundum að hugsun sinni bak við skorpuna, þagnaði ef til vill í miðju tauti til hundsins og hló I staðinn og augun vottuðu greind hennar. Já, á löngum kvöldum við eldhúsmessur tfndi hún úr sér ævintýra- brot um konuna með röddina: Hún fannst f útlöndum, konan, eins og pfanóið útskorna sem nú var týnt og röddin hcnnar var þá þcgar slfk að engum heilvita manni datt f hug að sú rödd syngi að lokum fyrir ekkert, norður á tslandi eða bara bændur og gesti þeirra, nokkra hunda og börn sem cignuðust sönginn í tannfé og geymdu f minning- unni. Þegar hún söng f stofunni hvarf öll fjósalykt og þilin lcystust upp í heiðarmosann og fuglarnir þögnuðu á meðan. Það var búið að senda hana til söngkennara sem taldi sig hafa fundið þá Lorelei sem dygði til aðgera nafn hans til minnis um dálitla eilffð og borgina hennar stolta frammi fyrir afgangnum af veröldinni. Hún var ákaflega ung og hugurinn reikull í viljanum og augun voru forvitin og eftirvæningar- full; tóku eftir öllu. Lfka unga manninum sem einn dag gekk götuna og virtist forvitinn þvf hann horfði fastar á hlutina en aðrir ungir menn sem hún hafði skoðað. Ekki var nú útlitið ncitt sérstakt; spfssað hökuskegg ogtildurslegtyfirskeggog hvergi vaxborið, hárið með engum sérstökum lit, maðurinn snoturlega vaxinn á fínlegan máta. En það voru augun. Þau voru blá eins og postulfn með dálftið treggerðri slæðu yfir augnsteinum, andlitið slétt og vantaði reynsludrætti — undir meðalvexti karlmanns. Hann hafði þesskon- ar augu sem vekja forvitni annara og löngun til að mega gægjast með þeim á heiminn sem hlyti að vera einhvern vegin öðruvfsi með augum þessa grannvaxna manns sem var Ifklegast lentur af fjöllum, gott ef ekki tunglinu, bakhlið þess — úr skugganum. Stúlkan sá hann allt í einu, þennan unga tunglbúa og áður en hún vissi hafði hún kastað honum orð. Og pilturinn, eins og hún hafði séð, langt að kominn, reytfdi af hugrekki að tala þau orð sem henni voru af Iangri notkun, feiminn og augun svona óskaplega postulfnsblá. Hann var kominn að kaupa hrúta. Fyrst að skoða sig um, sfðan kaupa hrúta og flytja heim til lands sem áreiðanlega var ekki einu sinni á tunglinu eftir allt saman, heldur á óþekktum hnetti bak við það. Þess- vegna voru augun hans svona blá. Af allri fjarlægð- inni milli hans lands og hennar. Eins og gjarnan gerist hjá fólki sem býr ógnar langt hvort frá öðru var eins og þau hefðu dvalist f nærveru alla tfð og þar sem sólin var f jörug gengu þau stefnulaust um borgina og hún sýndi honum merkileg hús og furðuvagna á hjólum eins og hús af stærð fannst honum og átu fólk. Hún Iærói frásagnir hans af landinu scm ól hann og það færðist smátt ogsmáttframfyrir tunglið en var þó ógnarlega iangt f burtu. Hann bjó f dal sem var engum öðrum dal Ifkur og það rann fljót um dalinn sem var engu öðru fljóti Ifkt, það runnu lækir hlfðarnar niður og voru cngum öðrum lækjum líkir og höfðu auk þess bann kost að vera úr besta drykkjarvatni í heimi. Rifjúletturnar hennar voru næstum ómerkilegar f samanburði við þá, þrátt fyrir Iftið kvæði eftir Tenny- son. Eftir þvf sem fjölgaði fótsporum unga fólksins, varð stúlkan með röddina sem heimurinn ætlaði að kaupa, forvitnari og þvrstari f besta drykkjarvatn heimsins sem rann niður hlfðarnar hjá lionum, enda var nú sólin glannalega hátt á lofti. Loks var svo komið að hún var farin að horfa með postulfnsaugum á ein- hvern dal f óskráðu landi og heimurinn á góðri leiö með að missa af raddarkaupum. Ævintýri eiga að vera stutt; stúlkan fór með unga piltinum og bláum augum hans, hrútum nýkeyptum, nokkrum stólum og forláta sófa, til þessa huldulands. Eftir stóðu ættingjar með slíkan svip undrunar að tárin féllu ekki fvrr en mörgum árum seinna þegar hún kom snöggvast aftur. Þá var unga stúlkan með röddina orðin kona með tvo svni og dálflið þr'eytt f höndum og fótum. Hún hafði þrælaö og bardúsað fyrir bláu augun við slfkar aðstæður að henni datt ekki einu sinni f hug að skrifa um þær heim. Vasklaust eldhús og rammfslenskur útikamar langt frá húsum lak vindi og vatni og var ekki aflgjafi söngs þeim er hann gisti um stund. Ef hún nefndi vask við bónda sinn brást hann stuttlega við. Kona með söngrödd sem heimurinn vildi kaupa og fær hvorki vatn né vatnssal- erni og eldar að auki við slfkar aðstæður og ómerki- lega kolavél að ekki er heldur aflvaki söngs, hlýtur einn dag að glata þolinmæðinni. Blá augu eða ekki blá og ættuð frá landi bak við tunglið og líklegast öllu heldur bak sólar, verka ekki lengur sem akkeri á hug hennar og hjarta, nú vill hún út. Lækirnir og fljótið og hlfðanar með blárri slikju berja, tæla hana ekki lengur til dvalar. Þeir mega renna lækirnir f óendanleik niður og fara f bland við fljótið sem hvergi á sinn lfka. Hún er farin. Hún siglir með synina f átt til landsins sem hún þekkir og finnast vatnssalerni, vaskar og almennileg- ar vélar til eldamennsku, gasijós lýsir götu en ekki bara stjörnur og tungl þegar ekki er skýjað og fólk lætur f ljós fögnuð sinn yfir góðum söng á einhvern annan hátt en þegja. Þó dormar f henni undarleg kennd saknaðar vegna þess sem dalurinn geymir. Galdrar. Þessir fslensku menn eru göldróttir og er enginn hissa sem þeim kynnist.KonanskiIurlíka eftir f þessum dal það mál sen enginn heilvita maður f þessari veröld talar eða skilur en hún vegna síns eyra og músikgáfu var farin að beita fvrir hugsanavagn sinn. Landið seig hægt f sæ og konan með röddina talaði til drengjanna sinna á því máli semþeimvar framandi en var allt eins mikið þeirra mál. Ilennar mál höfðu þeir heyrt stund og stund er hún virtist tauta við eldavélina og vasklausan vegginn. Drengirnir hcnnar horfðu á móðurina og skildu ekkert. Hafið stækkaði óðum, svo byrjaði það að minnka. Bóndinn mcð bláu augun býr einn á sfnum parti í þessum dal sem hafði kynnst konunni með röddina. Hann er alveg einn þrátt fyrir sambýiiö. Augun eru eins og postulfn með sprungu. Svo hættir hann aó hugsa um hrúta og önnur dýr ferfætt. Hann fer með sólinni upp f heiði og situr f gulgrænum mosa og horfir á ekkert sérstakt. Þannig situr hann dag eftir dag og þar kemur að jafnvel hundurinn hans nennir ekki lengur að elta hann á þessu tilgangslausa rölti upp í heiði og sitja með honum allan daginn. Þegar sólin er farin situr hann áfram f skugganum og hagamúsin er farin að venjast honum, egg rjúpunnar orðin loðin með fætur en maðurinn kremur gleymmérei á milli vísifingurs og þumalfingurs, nuddar það til einskis og löngu eftir að það er mulið halda fingurnir áfrarn að nudda og nudda. Það er nánast það eina sem hreyf- ist á þessum manni utan augnalokin og brjóstið heiðinni, inn f vasklausan bæinn og hnígur út af í gestarúmið í borðstofunni, fer ekki úr fötum. Hjóna- herbergið á loftinu er autt. Vinir hans og sambýlismenn hjálpa lionum eins og hægt er með þvf að þegja til hans, lieyja heldur. Það hlýtur að brá af honum, manninum. tslenskir hafa áður verið sem bergnumdir en losnað úr álögum. Það kemur bráðum haust. Hann á hey f hlöðu án þess að vita það, hann borðar af þvf maturinn er á disknum hans. Uppi f heiðinni eru loðin egg fvrir löngu fleyg f gerfi rjúpna, hagamúsin búin með sín ævintýri, allt er breytt nema söknuður mannsins með sprungnu postulfnsaugun. Jafnvel sólin hefur fært sig með dögunum. En svo einn daginn um þetta haust þegar heyið hefur cinhvern veginn galdrast í hlöðu og verkin eins og unnist af sjálfu sér þá sjaldan hann man að Ifta f kringum sig á citthvað sérstakt, koma þrjár manncskjur gangandi inn dalinn á móti fljótinu sem er eitt fljóta f heimi. Maðurinn f hciðinni horfir niður á þessar gangandi manneskjur án þess að trúa augunum. En til lengdar getur hann ekki séð án þess trúa. Hann stendur stirðlega áfætur. Vöðvar hans hafa elst. Fingur hans mylja af ákafa gleymmérei sem ekki er það lengur. Svo tekur hann að hlaupa, hraðar og hraðar, niður f gegnum grávfðinn og kjarrið og að eyrum hans berast raddir sem hrópa pabbi, pabbi, og litlir fætur taka á rás á móti honum sem er farinn að hlaupa eins og dauðinn sé á hælum hans. Loks fellur hann á hné, stcndur ekki á fætur, bfður með augun á götunni og Iffiö hleypur áfram á móti honum. Hanii fær ckka þegar litlir niunnar kvssa skcggúfið aldlit lians og vatn þrýstist út um sprunguna f augunum. Konan með röddina horfir á þessa endurfundi f gamalli götu. Maðurinn lftur upp, augu þeirra mætast vfir höfðum drengjanna. Það er löng þögn og svo segir hún: Ég var orðin svo þvrst. Lágt eins og afsakandi. Hann stendur á fætur, tekur poka hennar og tösku og þau ganga þegjandi heim. Það var eins og hún hefði skroppió bæjarleið. Þegar Mútter og frændi fluttu úr dalnuni, fór gamla konan með röddina Ifka. Drengirnir urðu eftir. Maðurinn með póstulfnsaugun svaf f túninu. Þau þrjú fluttust f húsið sem nú var komió undir ma'lbik. Frændi fór að dútla fyrir aðra. Ég fékk að vera hjá þeim á sumrin, og heyrði um gömlu konuna með Framhald á bls. 16 Bjarni Sigurösson BIRTA I DALSHEIÐI Gegnum sólskin misseranna berst hljóðasta fótatakið, landnámskonunnar, sem gekk til öndvegis í brjósti annarra við farinn veg. Og undarleg eru þau sporin þín í framhaldi dægranna, í draumi íslands um mold og gras. Þegar börnin í dalnum að hundrað árum liðnum hlusta á andardrátt hans og skynja, hvað þau eru rik, þá verður þú þar. Og við fótskör olnbogabarnsins, sem grætur af því að hafa mátt vera brotabrot í lífinu hér, verður þú einnig í saltasta tárinu. Moldin heldur áfram að gróa í spori þínu. Og öndvegissúlur landnámskonunnar rísa óbrostnar í huldum stað. Sugiarti Siswadi KONUR Vi8 erum ekki framar safn skrautblóma hrífandi í auðsveipni okkar indælar i undanlátssemi okkar töfrandi i undirgefni okkar. það er skylda okkar að fara til helvítis til himins leyfist okkur að fylgja öðrum. og við erum ekki lengur blómstur burtköstuð og fótumtroðin sem selja sætleika sinn fyrir næstum ekki neitt hálfdrættingar i launum án öryggis án jafnréttis höfum við aðeins skyldur hróp okkar hafa borist út yfir veggi einangrunar út úrviðjum rekkjufjötranna upp frá næturiðju göturæsanna úr kvöl nauðungarhjónabandsins „Við erum mannlegar verur" Þýðing Þuríður Guðmundsdóttir Þetta Ijóð er eftir indónesíska konu, Sugiarti Siswadi, sem setið hefur i fangelsi i heimalandi sínu siðan 1 966. Sugiarti, sem er 48 ára gömul, er ættuð frá Jövu. Eiginmaður hennar er einnig i fangelsi Þau 10 ár, sem hjónin hafa verið í haldi, hafa ætti.igjai gæ?í þeirra. Sugiarti er pólitískur fangi og það er íslandsdeild Amnesty International, sem hefur konið Ijóðinu á framfæri, en Amtökin berjast m.a. fyrir náðun pólitiskra fanga 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.