Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Blaðsíða 6
-—•* / ' É V0tt fyrrunii?(iplótfiQt CmdirMi'BréM éffoMl þe/jí ' ~ *? *r ¦** * Pétur Karisson. Litlu myndirnar oru frð RauBa torginu f Moskvu. Það heyrir vissulega til undan- tekningum, að erlendir diplðmat- ar kveðji utanrfkisþjónustu lands síns fyrir fullt og fast og gerist fslenzkir rfkisborgarar. Að diplðmatinn setjist þar ð ofan á fslenzkan skðlabekk og læri loft- skeytafræði til þess að komast á sjð, — það er næstum þvf of f jar- stæðukennt til þess að nokkur trúi þvf. Eins og margir vita, varð þó sú raunin á með Peter Kidson, sem heitir Pétur Karls- son eftir að hann fékk fslenzkan rfkisborgararétt. Nýlega fðr Pétur f tveggja mánaða Rússlands- og Austur- evrðpureisu. A þessum sfðustu og mestu f erðatfmum þykir það út af fyrir sig ekki frásagnarvert. En ástæðan til þess að Lesbðkinni þðtti eftirsðknarvert að ná tali af Pétri um þessa ferð, er sú, að hann var að vitja gamalkunnugra slðða. Pétur var nefnilega brezk- ur diplðmat f Moskvu á dögum kalda strfðsins og talaði rússnesku. Sfðan eru liðin 25 ár og margt hefur breytzt f heimin- um. Meðal annars er kalda strfðið að mestu úr sögunni; við lifum á tfmum „detente", eða slökunar- stefnu f samskiptum austurs og vesturs. En hefur Moskva breytzt; er fðlkið á götunum þar öðruvfsi og hefur það aðrar skoðanir en fyrir aldarf jórðungi? Um veru sína í Moskvu fyrir 25 árum segir Pétur: „Mér fannst mjög forvitnilegt að vera austur þar og mér leið vel; ég kunni vel við Rússa sem fólk og í rússnesku andrúmslofti átti ég einhvernveg- inn vel heima. Ég hafði lært rússnesku og um tfma búið hjá rússnesku yfirsíéttarfólki, sem flúið hafði í bvKingunni. Þetta fólk settist að í London og ég lærði hjá þeim rússnesku, sem er eins og íslenzka, afar erfitt mál. Þegar ég Ht til baka og rif ja upp kynni mín af mönnum austur í Moskvu, þá er hlýjan í fari þeirra það, sem mér er efst í huga og það sem ég kunni bezt við. Hlýja og húmor, — mér fundust þeir líka góðir sálfræðingar og fljótir að átta sig á manni. Samt var það ekki óþægilegt. í framkomu eru Rússar yfirleitt mjög eðlilegir núna þótt oft hafi verið talað um tortryggni í fari þeirra, þá varð ég þess ekki var í þetta sinn. Vita- skuld er fólk misjafnt þar eins og annarsstaðar og verst féll mér við embættismenn og dyraverði á veitingahúsum, sem bæði eru frekir og dónalegir. Líklega hefur það verið vegna þess, að aðsóknin var jafnan meiri en plássið leyfði. Á þessum árum kalda stríðsins var f ólk vart um sig og ég get ekki sagt að ég hafi stofnað til náins kunningsskapar við rússneskt fólk. Við sendiráðsmenn vorum mjög einangraðir; það er bæði gömul og ný saga og það eru þeir jafnvel líka á tslandi. A þessum aldarfjórðungi, sem liðinn er síð- an ég starfaði þar, hef ég að vísu komið til Rússlands sem loft- skeytamaður á íslenzkum skipum. Til dæmis vorum við eitt sinn tepptir í mánaðartfma í Arkangelsk. Og á stuttum sumar- leyfisferðum hef ég komið til Moskvu og búið þar hjá Islending- um." — Hver var ástæðan til þess að þú fðrst til Rússlands núna? — í þetta sinn fór ég austur þangað til þess að taka þátt í námskeiði fyrir útlendinga, sem kunna rússnesku og vilja gjarnan bæta við sig. En auk námsins notaði ég tæki- færið til þess að sjá mig um. Leið- in lá um Finnland; þá var þar verið að undirbúa ráðstefnuna um öryggi Evrópu. Ég fór með lest frá Helsinki til Leningrad. Þangað hafði ég komið með skipi fyrir 25 árum á degi rússneska sjóhersins. Ég man vel, að þá var mikið þrumuveður og ég bjó á gömlu hóteli, sem hét Astoría. Nú vildi svo til, að enn var þrumu- veður og viti menn; ég lenti aftur á Hótel Astoría og það var einn dagur sovézka sjóhersins. Vegna þess að dulræn fyrirbæri eiga svo mjög uppá pallborðið á Islandi, þá langar mig til að rifja það upp, sem átti sér stað fyrsta kvöldið í Leningrad fyrir 25 ár- um, þó það sé smá útúrdúr frá þvl, sem við ætluðum að tala um. Þannig var, að ég gekk út um kvöldið mér til hressingar. Myrkur var en dágóð skima af tungli og bar skuggamyndir hús- anna við himin. I þessu einkenni- lega og framandi umhverfi villtist ég eitthvað, en allt í einu rann eitt upp fyrir mér: Eg hafði séð þetta i draumi á slóðum Egils Skalla- grímssonar heima í Yorkshire — nákvæmlega svona, þegar ég var drengur, — það hafði verið hálf- gerð martröð. — En sfðan fðrst þú sem leið liggur austur til Moskvu og varst þar allan ágústmánuð. Hvernig var að vera f Moskvu eftir öll þessi ár? — Það var ógleymanlegt að stofna til kynna við borgina og fólkið á ný. í fyrsta lagi var auð- séð, að détente eða slökunarstef n- an er ekki bara orðin tóm. Maður finnur muninn á ýmsan hátt og þaff var forvitnilegt að kynnast því. Ég bjó á stúdentagarði við háskólann og hafði nógan tíma til þess að líta I kringum mig. Yfir- íeitt forðaðist ég hina útlending- ana, en reyndi hvað mest ég mátti að vera meðal Rússa og tala rússnesku. Af tilviljun kynntist ég nokkrum Moskvubúum og kom heim til þeirra. Það var einungis venjulegt fólk, ekki menntamenn að atvinnu, en greint fólk. Þar að auki þótti mér það skemmtilegt, — ekki kannski fjörugt, en um- f ram allt eðlilegt. — Bar tsland á gðma? — Já, og maður undrast að þetta fólk veit yfirleitt miklu meíra um tsland en íbúar nál- ægari landa eins og Danmerkur og Englands. Margir vissu um Halldór Laxness og höfðu lesið eitthvað eftir hann, — og sjón- varpsþætti um ísland höfðu menn séð og mundu vel ef tir. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.