Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1975, Side 15
mrfcur GALLVASKI! í útlendingahersveitinni Næsta stundin óviss er Framhald af bls. 3 lagður til hinstu hvílu sinna líkamsleifa í sömu gröf og barns- kista hafði fyrr um daginn verið af presti sungin í jörðina. Himna- faðirinn einn hlaut að vita hvoru fylgdu sterkari bænir blessutiar til hans bústaðar, barninu sem syrgt var af einlægni eða ákærða manninum, sem hjúpaður var grófu líni yfir treyjuna sína með silfurhnöppunum, og borinn á skarnbörum, með striga yfir jarð- arleifum sinum til sömu grafar. En hin hrönnuðu ský sem greiddust sundur um kvöldið — hvort lutu þau lögmáli er rauðir geislar kvöldsólar leituðu heim að Hólastað? Eða voru þessir geislar sendir frá gæskuríkri hendi þess, er sá og skildi maddömu Þóru er hún stóð álút við nýja leiðið og vers séra Gunnars bróður hennar barst út í fallegt vorkvöldið frá trúarsterku einiægu hjarta: Krýp ég nú að krossi þfnum Kristur Jesú, drottinn minn Hlaðinn ótal eymdum mfnum Undir krossinn flý ég þinn Þar að friða særða sál Sárra harma slökkva bál Brot mfn Guði bljúgur játa Bresti mína og syndir gráta. Með síðustu geislum kvöldsólar gekk maddama Þóra Gunnars- dóttir heim. III. Huggarinn á himni bætir hvað sem mæðir þig og grætir. B.H. Árið 1882 byrjaði með eðlileg- um hætti hvað veðurfar snerti. Hlýindakfli stillur fyrir páska boðuðu vorbliðu svo allir hugðu að sumarið væri að ganga I garð. En á annan dag páska breyttist veður og tók þá að gera norðanátt með hrfðum og illviðrum. 1 endað- an apríl gekk yfir ofsalegt norðan- veður með kafaldsbyljum og stór- hríðum norðanlands. Hafís lá allt austur með Norðurlandi, sam- frosta upp í hvern lækjarós og hverja á. Tiu ár voru nú liðin frá atburð- inum i Lækjarhólshúsi. Ár erfið- leika og vonbrigða fyrir Þóru Gunnarsdóttur, og var það tengdasonur hennar Jón Bene- diktsson sem mest bakaði henni það með framferði sínu. Þótt Jón byrjaði búskap sinn að Hólum eignaðist hann aldrei Hólastað eins og fyrr getur. Þóru Gunnars- dóttur rann oft til rifja hver litla fjármálagiftu hann hafði og bú- sýsla öll lánaðist honum illa. Árið 1881 var svo komið fyrir honurn og Þórunni Sigríði konu hans, að þau voru flutt að Hofi. Ekki gekk maddama Þóra þess dulin hve erfið þeim var sú ferð. Sjálf fann hún sársaukann brenna i brjósti sér er hún sá þetta nánasta venslafólk sitt koma heim Koppagötur i heim- sókn á sjálfan Hólastað — hið fyrra heimili þeirra. Dóttursonur hennar Benedikt Jónsson, hafði selt Hólastað, þar átti nú að stofna búnaðarskóla. Frumvarp það hafði verið borið fram á Alþingi samkvæmt ósk Skagfirðinga. Þótt það frumvarp væri fellt á þinginu 1881 var þó að fullu ráðið veturinn eftir að skól- inn skyldi stofnaður. Og nú varð það hlutskipti madd- ömu Þóru að yfirgefa stað þennan sem henni var orðinn svo kær. I Nýjabæ mátti hún vera um stundarsakir. Þangað fór hún með annarra hjálp lasburða mjög. Fannkoma og frost lágu yfir þessa vordaga flesta. Ekki varnaði samt kuldinn því, að Þóra Gunnarsdótt- ir staldraði á hlaðinu á Nýjabæ — studdafhjálparmönnum sinum — Ef til vill var það glampi æsku- ntinninga sem blikaði snöggvast í augum hennar er hún leit yfir Hjaltadalinn. Gott er að ganga geði kvfðlausu ófarið örstutt æviskeið Slík var tjáning æskuvinar hennar Jónasar Hallgrimssonar. Ekki var það ólíklegt að sömu hugsanir bærðust í vitund madd- ömu Þóru er hún leit til fjalla þennan kalda vordag á hlaðinu á Nýjabæ. Þóra Gunnarsdóttir lauk ævi sinni i Nýjabæ 9. júni 1882. 1 bók lífsins var blað brotið — en for- lögin voru henni þó miskunnsöm er hún þurfti ekki að hrekjast frá Hólum í lifanda lifi. Skrifað í des. 1973.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.