Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Síða 10
HAGKEÐJAN landbúnaði, iðnaði, þjónustu í greininni sjálfri, þ.e. sjávarútveginum. ^ Eitt af grundvallaratriðum þessa máls er Sjávarút- veginn á að skoða sem hlunningi en ekki venjuleg- an atvinnuveg. í grein sem þessari verðiir varla kornist hjá að fara nokkuð út í að ræða um þau náttúruskilyrði, sem liggja því til grundvallar, að á íslandi er byggilegt. Og ekki aðeins það, heldur eru hér skilyrði til mikillar og traustrar og almennrar velmegunar. En nýting náttúrugæðanna krefst stjórnunar. Hér dugar engin laissez-faire-stefna, þ.e. gömul „frjálslyndis- eða íhaldsstefna'* um að láta þjóðfélagsöflin stjórna sér sjálf Viss rammastjórn eða afmörkunarstjórn er algjört skilyrði þess, að sá efnahagsbati geti átt sér stað sem hér verður sýnt fram á að efni standa til að ná, — ef þeirri stefnu yrði fylgt, sem hér verður miirkuð. Pessi rammastjornun er þáflur i ra'klun frelsisins, svo ég vitní aftur i bók thina, en sleppi útskýringum hér. Eg bið lesendur að hafa vel hugfast undir þessum lestri að tillögugerð mín byggist ó uppröðun þátta, sem verka hver á annan innbyrðis. Hér er um að ræða ofurlítið flókna tengingu milli framleiðsluþátta. Svo mikill bati, sem hér er gert ráð fyrir, byggist á samverkan eða milliverkan milli framleiðsluþátta en ekki aðeins inismikilli áherslu á einstaka þætti. Hér er um keðju að ra>ða, sem menn þurfa að lama hvernig er tengd sanian. Einn þótturinn i keðjunni getur ekki ón annars verið. bað er þetta samhengi, sem allt byggist ó. Brot úr fiskifræði, félagsfræði og hagfra'ði koma hér við sögu, — og út frá þessum fræðaþóttum er uppröðunin gerð. Eg hef sannreynl, m.a. gegnum ótal samtöl við menn í mörgum stéttum, að fjölda manns eru ekki Ijós sum helstu atriði þeirra nóttúruskilyrða, sem gætu iegið til grundvailar velmegun þjóðarinnar. Keyndar er ekki við neinn að sakast um þennan þekkingarskort, því sum atriði í þessum málum er nýlega fengin vitneskja Ulll. Aður en lengra er haldið vil ég taka fram, að mikið af hinum nýrri upplýsingum, sem sú hugmyndafræði- lega samantekt, sein hér er sett fram, er byggð á, eru fengnar fró okkar ágætu stofnunum. Hafrannsókna- stofnun og Hagrannsóknastofnun og fleiri islenskum stofnunum. En annað er byggt á rannsöknum ýmsra annarra þjóða, svo sem dana, englendinga, norö- manna, þjóðverja, rússa, bandaríkjamanna, m.ö.o. ..byggingarefnið" er víða að dregið og á mörgum órum. Fyrsta fyrirlestur minn um þetta efni flutti ég 10. júní s.l. og bauö þangað nokkrum hagfræðingum og fiskifræðingum. Síðan flutti ég fyrirlestra um þetta efní á 20 stöðum s.l. ár — og fékk verðmæta gagn- rýni og bendingar frá ýmsum áheyrendum — sem ég er þakklátur fyrir. Grænþörungamagnið er undir- staða lífsins við strendur íslands Eins og sjá mó af mynd no. .3, kemur golfstraumur- inn að landinu um suður-odda landsins og streymir til vesturs og umhverfis landið allt. Menn eru beðnir að veita sérstaka eftirtckt kvísl úr golfstraumnum, sem stefnir i vestur, milli Snæfells- ness og Látrabjargs. Ég Ieyfi mér hér að nefna þennan straum Vestur- kvíslina, því ég þekki ekki annað nafn á henni, en hún kemur við sögu i þessari grein síðar. Það er um Golfstrauminn að segja, aö á leið sinni umhverfis okkar nesjótta og skögótta land, veröur í hafstraumnum feikilega mikil lóðrétt hlöndun i sjávarlögunum. Þessi mikla lóðrétta blöndun veldur þvi að áburðarefni m.a. uppleyst steinefni, flytjast frá botnlögum upp í yfirborðslög, þannig að sólarljösið nær til þeirra. Þetta veldur þvi að lifsskilyröi skapast fyrir feiknalegt magn grænþörunga í sjónum, sem verða svo undirstaða þess dýralífríkis, sem dafnar við strendur Jslands og birtist i íslenskum þjóðarbúskap sem sjávarafli. Þetta er nú ekkert nýtt, býst ég við að lesandinn hugsi, og það er það vissulega ekki. En hafa menn hugleitt, að vegna þessarar afar miklu lóðréttu biönd- unar sjóvarlaga og annara skilyrða — er framleiðni sjávar við tsland, Ifklega með því mesta sem nokkurs- staðar gerist á jarðarkringlunni. ef frá eru taldir 4—5 staðir þar sem uppstreymi er. HÉR SÉST HVERT STEFNIR Myndirnar til hægri sýna nokkrar niður- stöður úr rann- sóknarleiðöngr- um síðustu ára. Veitið eftirtekt hversu feikna- lega miklu munar á seiða- magni milli ár- anna 1973 og 1974. Árang- urinn 1973 er líklega einn af sterkustu ár- göngum frá aldamótum, en árgangarnir beggja megin við mjög lélegir. Stundum er talað um að til jafnaðar „kom- ist upp" eða verði sterkur þriðji til fjórði hver árgangur af þorskfiskum. Enginn veit hversvegna. Lika er stundum talað um að til jafnaðar komist upp áttundi hver árgangur af síld. Einhvers- staðar hef ég lesið að þetta gilti þó ekki jafnt um alla þá 14 stofna af síld, sem talað er um að til séu í norður-höfum. Einstaka síldar- stofnar virðast vera nokkru „árvissari" en aðrir. Loðnan er aftur á móti miklu árvissari en bæði síld og þorskur, að þvi er fróðir menn telja — enda verður hún vart nema þriggja ára gömul.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.