Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1976, Qupperneq 14
 Skáldsaga Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk, kom út í tveimur bindum árin 1934 og 1935. Þá þegar upphófust miklir reiöilestrar yfir sögunni og höfundi hennar í fletum sveitum landsins. Viötökum þeim, sem Sjálf- stætt fólk fékk á þessum tfma, hefur Halldór Laxness lýst m.a. á þessa leið. „Þeir fáu sérvitríngar sem báru blak af bókinni á fs- landi voru hrakyrtir af áhrifamönnum og úthrópaðir af almenníngi.“ (Skáldatími, bls. 208; Sjálfstætt fólk, þættir úr ævi bókar.) Blöð og tímarit þessara ára fóru ekki var- hluta af þeirri tjáningarþörf sem greip um sig við útkomu bókarinnar. Þar geisaði heilagt stríð. Fyrir kom jafn- vel, að ritdómari líkti öðrum ritdómara við þá persónu í Sjálfstæðu fólki, sem hann taldi leiðast að líkjast. Það er „alveg eins og Rauðs- mýrarmaddaman hefði sagt það11, sagði einn ritdómari um skrif annars. Og hefur þá væntanlega átt við að þau líktust hinni frægu ræðu sem Halldór Laxness lætur skáld- konuna á Útirauðsmýri flytja í brúðkaupi Bjarts og Rósu. Enda vissu þá fáir, að brúð- kaupsræða skáldkonunnar er tekin að nokkru orðrétt úr greinum í Hlín, ársriti Sambands norðlenskra kvenna. I greín, sem dr. Stefán Einarsson skrifaði um Halldór Laxness í Tímarit Þjóðræknis- félags íslendinga, mun það fyrst hafa komið fram á prenti, að brúðkaupsræða skáldkon- unnar er tekin úr greinum I Illín. Dr. Peter Hallberg segir í bók sinni um skáldverk Ilalldórs Laxness, IIús skáldsins I., að ræðan sé tekin úr tveimur tilteknum greinum í Hlín. Hið rétta er, að ræðan er tekin úr þromur greinum í Hlín. Greinarnar eru þessar: „Verðleikar bændastöðunnar. Erindi flutt á búnaðarfjelagsafmæli að Núpi í Dýra- firði.“ Undirritað „H.G.“, Hlín 13. árgangur 1929, bls. 112—116, „Samúð. Tileinkað „IIlín“, af austfirskri konu.“ Undirritað „Austfirsk kona“, og „Móðir, kona meyja. Erindi flutt að Hvítadal í Dalasýslu 28. júlí 1929 af Sveini Gunnlaugssyni skólastjóra í Flatey. Tileinkað konum í Dölum.“ Hlín 14. árgangur 1930, bls. 96—107. Hér á eftir verða rakin dæmi um tengsl milli ræðu skáldkonunnar og fyrrnefndra greina. I. ' „Mikill munur er á uppeldi kaupstaða- og sveitabarna. Þegar kaupstaðabarnið fer að geta vappað úti, þá er oftast ekki annar leikvöllur til fyrir það en rykug eða forug gatan... Barnið þekkir ekki þann frið, sem móðir náttúra veitir,..., og meðan hann ekki finst, er andanum svalað með augnabliks nýungum. — Hvað er eðlilegra en að slíkt móti hverflynda augnabliksmenn, er mest hugsa um útlit Ifkama og fata og finna augnabliksfró í heimskulegri tísku og öðrum lítilsverðum tilbreytingum. —“ (Hlín 1929, bls. 113. Úr „Verð- leikar bændastöðunnar.“) ,,Hún sagðist vera fædd með þeim ósköpum að geta aldrei látið neitt tækifæri gánga úr greipum sér til þess að Iofa verðleika bændastöðunnar,... Kaupstaðafólkið kvað frúin aungva hugmynd hafa um þann frið er móðir náttúra veitir, og meðan sá friður er ekki fundinn er andanum svalað af augnabliks- nýúngum. Hvað er eðlilegra en að slíkt móti hverflynda augnabliks- menn, er hugsa mest um út'Iít líkama og fata og finna augna- bliksfró í heimskulegri tísku og öðrum litilsverðum tilbreytíng- um?“ (Sjálfstætt fólk, II. útgáfa, bls. 27.) II. „En sveitabarnið kemur út á gróna völlu, í hreint og tært and- rúmsloft, og um leið og það andar að sjcr, streymir óþekt lífsafl um líkama og sál. — Friðurinn, sem rfkir í náttúrunni, gerir skapið rólegt og staðlynt. — Skrúðgrænt grasið, glifofið blómum undir fót- unum vekur fegurðartilfinningu, næstum lotningu, þægilegt er að hvflast í því, ilmurinn er angandi, kyrðin unaðsleg.“ (Illín 1929, bls. 113. Úr „Verðleikar bænda- stöðunnar.“) „En sveitamaðurinn, hann kemur út á gróna völlu í hreint og tært andrúmsloft, og um leið og hann andar þvi að sér streymir óþekt lffsafl um líkama og sál. Friðurinn sem ríkir i náttúrunni gerir skapið ósjálfrátt rólegt og glaðlynt, skrúðgrænt grasið glit- ofið blómum undir fótum hans vekur fegurðartilfinníngu, næst- um lotníngu, þægilegt er að hvílast í því, ilmurinn er ángandi, kyrðin unaðsleg.“ (Sjálfstætt fólk, II. útgáfa, bls. 27.) III. „Brckkurnar, lautirnar, hlíðarnar, fossarnir og fjöllin „RÖSA- LUNDUR FÁTÆKTAR- INNAR" FONG HALLDÓRS LAXNESS í ræðu skáld- konunnar á / Utirauðsmýri Eftir Eirík Jónsson verða æskuvinir, sem aldrei gleymast. ... Þau eru tfguleg og svipmikil sum fjöllin okkar. Fátt mun hafa haft dýpri áhrif á hjarta ykkur en einmitt hreinn og tfgulegur svipur þeirra. Þau veita okkur skjól í dölum sfnum, og benda okkur með því á að veita einnig skjól öllum þeim, sem eru lægri vexti og minni máttar en við sjálf." (Hlín 1929, bls. 114 Úr „Verðleikar bændastöðunnar.") „Brekkurnar, lautirnar, fossarnir og fjöllin verða æsku- vinir sem aldrei gleymast. Þau eru tiguleg og svipmikil sum fjöllin okkar. Fátt mun hafa haft öllu dýpri áhrif á hjarta ykkar en einmitt hreinn og tfgulegur svipur þeirra. Þau veita okkur skjól I dölum sinum og benda okkur um leið á að veita einnig skjól öllum þeim sem eru lægri vexti og minni máttar en við sjálf.“ (Sjálfstætt fólk, II. útgáfa, bls. 27.) IV. „Hvar er unaðsælli frið að finna en f kyrlátum, blómsælum, fjalldölum, þar sem blómin þessi engilaugu, ef jeg mætti svo að orði kveða, benda til himins og bjóða mönnum að krjúpa frammi fyrir almættinu, fegurðinni, viskunni og kærleikanum. Alt þetta er voldugt og víðfaðma, cn gctur þó búið I einasta smáblómi. Það er ekki einskisvert að verða fyrir svona áhrifum." (Hlín 1929, bls. 114. Úr „Vcrðleikar bænda- stöðunnar.“) ,,Hvar, spurði skáldkonan, er unaðsælli frið að finna en í kyrlát- um blómsælum fjalldölum, þar sem blómin, þessi eingilaugu, ef ég mætti svo að orði kveða, benda til himins og bjóða mönnum að krjúpa frammi fyrir almættinu, fegurðinni, viskunni og kær- leikanum? Já, sannarlega er alt þetta vold- ugt og víðfaðma. Konan sagði að það væri ekki einskisvert að verða fyrir svona áhrifum." (Sjálfstætt fólk, II. út- gáfa, bls. 27—28.) V. „Það þótti drengilegt á miðöld- unum að vernda lítilmagnann. Ilvf skyldi það ekki þykja svo enn? En Iftilmagna getum við kallað alla þá, sem eru minni máttar en við sjálf, eða þurfa skjóls að Ieita undir okkar vernd. Gegningar, eða hirðing búpenings að vetrinum cr göfugt starf.“ (Hlín 1929, bls. 114 — 115. Úr „Verðleikar bændastöðunn- ar.“) „Það þótti dreingilegt á miðöld- unum að vernda lítilmagnann, sagði hún. Hví skyldi það ekki þykja enn? Lítilmagna vildi hún nefna alla sem eru minni máttar en við sjálf og þurfa skjóls að leita undir okkar vernd. Gegníng- ar eða hirðíng búpeníngs að vetrinum er göfugt starf." (Sjálf- stætt fólk, II. útgáfa, bls. 28.) VI. „Fjósamenn og fjármenn fara snemma á fætur á morgnana út í kuldann, já oft út f grimdarfrost- bylji, til þess að vitja um mál- leysingjana f húsunum. En þeir kveinka sjer ekki. Samúðin knýr þá áfram ogfrostb.vlurinn hcrðir þá og stælir. Þeir finna hjá sjer þrótt, sem þeir ekki þcktu áður. Það vaknar hjá þeim hetjulund við að strfða við storminn, og þeim hlýnar um hjartaræturnar við þá hugsun að leggja á sig erfiði umkomulcysingjunum til góðs. — Svona er sveitalífið. Það er besta uppeldisstofnun þjóð- anna, og bændurnir bera sveita- menninguna á herðum sjer.... Iljá þeim situr forsjál alvara í öndvegi, landi og lýð til bless- unar.“ (Hlín 1929, bls. 115. Úr „Verðleikar bændastöðunnar.") „Fjármaðurinn fer snemma á fætur á morgnana útí kuldann til þess að vitja um málleysíngjana i húsunum. En hann kveinkar sér ekki, sagði hún. Samúðin knýr hann áfram. Frostbylurinn herðir hann og stælir. Hann finnur hjá sér þrótt sem hann þekti ekki áður. Það vaknar hjá honum hetjulund í stríðinu við storminn, honum hlýnar um hjartaræturnar við þá hugsun að leggja á sig erfiði umkomuleysíngjunum til góðs. Svona er sveitalífið fagurt. Það er hin besta uppeldisstofnun þjóðarinnar. Og bændurnir bera sveitamennínguna á herðum sér. Hjá þeim situr forsjál alvara í öndvegi landi og lýð til blessunar.“ (Sjálfstætt fólk, II. útgáfa bls. 28.) VII. „Vmsir ykkar kannast við trúarbrögð Persa. Þeir trúðu því, að guð ljóssins og guð myrkursins ættu í sífeldum ófriði, og mönnum bæri að styrkja Ijóssins guð í baráttunni með því að yrkja akra og vinna að jarðabótum. Það er einmitt þetta, sem bændurnir gera. Þeir eru að hjálpa guði, ef svo mætta að orði kveða, vinna með guði að uppeldi jurta, dýra og manna. Göfugra starf er ekki til á jörðu hjer.“ (Hlín 1929, bls. 115. Úr „Verðleikar bænda- stöðunnar.") „Ég veit ekki hvort þig kannist við trúarbrögð persa. Þessi þjóðflokkur trúði því að guð ljóssins og guð myrkursins ættu I sífeldum ófriði, og mönnum bæri að styrkja ljóssins guð í baráttunni með því að yrkja akra og vinna að jarðabótum. Það er einmitt þetta sem bændurnir gera. Þeir eru að hjálpa guði, ef svo mætti að orði kveða, vinna með guði að uppeldi jurta, dýra og manna. Göfugra starf er ekki til á jörðu hér.“ (Sjálfstætt fólk, II. útgáfa, bls. 28.) VIII. „Og þið bændur og búalið, sem oft eigið annríka og hvfldarlitla daga. Verið ykkur þess meðvit- andi hve gott og göfugt verk þið eruð að vinna. Jarðyrkja vkkar er samstarf við sjálfan skaparann og hann hefur velþóknun á því. En gleymið aldrei að það er hann, seni ávöxtinn gefur.“ (Illín 1929,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.