Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 11
Friedrich Engels ullarverksmiBjueigandi og kommúnisti var mdttarstoBin i lifi Karls Marx. ávallt viBbúinn meB fjárhagshjálp sem hann hlaut þó takmark- aBar þakkir fyrir. Hér eru þeir Engels og Marx í gönguferB á götu í Manchester. Friedrich Engels var sonur auBugra foreldra en gerBist kommúnisti. Engels hafði mikiS yndi af borgaralegu sporti svosem hefBbundnum breskum refaveiBum. Sem verksmiSjueigandi sleppti hann engu tækifæri til fjárgróSa. En sérhver vottur um hrun á peningamarkaSnum vakti ánægju hans og von um byltingu. hann glaður að stjórn hans upp frá því. Foreldrar Engels voru ofsa- trúarfólk. Engels ofbauð trú þeirra Hann dreymdi um mildan og kærleiksríkan kristindóm. Þegar hann var í kaupmannslæri í Bremen reit hann foreldrum sín- um á þessa leið: „. .. ég fer með bænir daglega. Eg bið sýknt og heilagt um réttlæti og sannleik. En trúarkenningar ykkar get ég ekki tileinkað mér“. Heima i Wuppertal (hann uppnefndi bæ- inn Muckertal, sem merkir „hræsnisdalur") hafði hann barna- og öldungaþrælkun fyrir augunum í uppvextinum. Það var þá alsiða, að sex ára gömul börn ynnu í kolanámum og þótti Engels illt til að vita. „Þau anda að sér meira kolaryki en súrefni," sagði hann. Honum ofbauð þræl- dómurinn og ranglætið, sem alþýða manna sætti. Hann þráði mannúðarríki á jörðu. En hann varð snemma úrkula vonar um, að trúarbrögðin væru nokkurs megnug í því efni. Hann beindi þvi sjónum að daglegum veru- leika manna og lögmálum hans. Þegar þeir Marx hittust kom i ljós, að þeir höfðu verið að fást við svipuð efni og komizt að sviþuðum niðurstöðum. En ólíkar ástæður höfðu rekið þá félaga til að leggja fyrir sig þjóðfélagsmál, enda voru þeir ekki líkir að gerð. Það var rang- lætið I heiminum, sem gerði Engels að kommúnista. Marx varð hins vegar kommúnisti af bók lestri, enda var hann alla tíð fræðimaður um fram annað. Engels leit þannig á kommúnis- mann, að hann væri eina leiðin til þess að sætta menn við umhverfi sitt og sjálfa sig. Upphafleg ástæða Engels var einlæg um- hyggja fyrir verkalýðnum. Marx hafði öllu kuldalegri ástæður. Óþarfi mun að hafa orð á ást hans á verkalýðnum. Hann var að koma upp fjarstýrðu allsherjar- stjórnkerfi á pappírnum. Menn voru aðeins nauðsynleg peð í því kerfi. Til eru svör, sem þeir félagar rituðu í spurningakver, sem dæt- ur Marx áttu og settu gjarnan fyrir gesti. Lýsa svörin vel munin- um, sem var á höfundum þeirra. Fyrst var spurt hver væri lofs- verðastur mannkostur. „Hispurs- leysi“, svaraði Marx. „Glaðlyndi", sagði Engels. Það var spurt, að hverju væri mestur styrkur. „Karlmannsdug", svaraði Marx, en Engels: „Að því að vera sjálf- um sér nægur“. Þá var spurt um mikilvægastan eiginleika þess, er svaraði. Marx kvað mikilvægasta eiginleika sinn þann, að hann væri „þrautseigur við verk“. „Að vilja vita allt til hálfs“, sagði Engels. Svo var spurt, hvað menn teldu, að verst gæti hent þá. Sagði Marx, að það væri kúgun, en Engels kvað það sé mesta ógn standa af því að fara til tann- læknis. Nú var spurt, hver væri mesta ánægja manna. „Barátta", svaraði Marx. „Chateau Margaux 1848“, sagði Engels. Hann kunni vel að meta góð vin og hefur þetta verið úrvalsárgangur. Loks var spurt um kjörorð. „Haltu þinu striki, en leyfðu hinum að tala", sagði Marx. „Taktu lífinu létt“, svaraði Engels. Og það gerði Engels jafnan þeg- ar færi gafst. Eftir uppreistina 1848 hafði orðið ófriðvænlegt í Þýzkalandi. Engels tók sig þá upp og hélt á skemmtilegri slóðir. Lét hann ekki staðar numið fyrr en i Búrgundarhéraði í Frakklandi. Þar settist hann að og hóf ljúft lif við sæt vín og félagsskap fagurra kvenna Arió áður hafði hann ver- ið i París um tíma fyrir Marx vin sinn. Átti Engels að reyna að bregða fæti fyrir Proudhon, sem Marx taldi standa sér fyrir þrif- um. Líkaði Engels erindisrekstur- inn hið bezta og ritaði hann Marx svolátandi: „... ég hef tekið upp dálítið óvirðulega lifnaðarháttu hérna. Verkefnið hefur i för með sér nokkurn glaum. Kunnings- skapur við kvenfólk getur lika komið að margvíslegu gagni". Síð- ar segir hann það sitt eftirlæti um þessar mundir „að hella pólitiska andstæðinga kengfulla". Ágúst Bebel sagði einhvern tíma um Engels/að hann ætti það líkt með Lútheri, að „konur og vin væru honum krydd lífsins". Hann lét sig og aldrei skorta það. Vegna veikinda gat Marx ekki veriS viS jarSarför konu sinnar, sem and- aSist ðriS 1881 af völdum lifrar- krabba. ViS jarSsetninguna flutti Engels hjartnæm kveSjuorS, en frú Jenny hafSi ávallt hataS hann og taliS hann hinn „illa anda 1 lifi Karls." Friedrich Engels var sem sé glaðlyndur maður. Þó lék hann ekki ævinlega á als oddi. Hann átti það til að veróa uppstökkur og hrutu honum þá stundum stór orð af munni. Við Marx var hann þó oftast ljúfur og kátur og er það vissulega nokkurrar aðdáunar vert. Eins og áður hefur verið sagt má ætla, að illa hefði farið fyrir Marx, ef Engels hefði ekki notið við, því hann framfærði Marx að miklu leyti í fjöldamörg ár. Hlaut hann þó ekki alltaf mikl- ar þakkir fyrir og stundum alls engar. Oft fékk hann ekki nema kvittanir á borð við þessar: „... hef móttekið þessi 10 sterlings- pund“ og „... móttekið 5 sterlingspund". Marx var margt betur gefið en þakklætiskennd. Hann var hins vegar ólatur að skrifa, ef hann þurfti einhvers. Voru Engels alltaf að berast þvílíkar orðsendingar sem þessar: „. .. þú verður að senda mér fyrir ferðakostnaði og nokkra shillinga umfram það til að skilja eftir hjá konunni" og „Mig langar að vera i Brighton í vikutíma og þætti mér gott ef þú sendir mér fyrir uppi- haldinu“. Engels varð ævinlega við bón- inni. Það olli honum stundum nokkrum örðugleikum, en hann hafði jafnan einhver ráð. Studdi hann Marx þannig skilyrðislaust alla ævi. Var hann Marx svo tryggur, að hann mátti aldrei heyra um hann styggðaryrði stórt eða smátt, hvaö þá, að hann léti sér sjálfur slíkt um munn fara. Eru satt að segja fá dæmi um jafneinlæga vináttu og mikla tryggð. Væri gaman ef þessar til- finningar hefðu verið gagnkvæm- ar. En svolitill vafi leikur á um það. Þegar Marx lézt brenndu dætur hans „af mikilli nákvæmni" mörg bréf, sem farið höfðu milli foreldra þeirra. 1 þess- um bréfum öllum var Engels get- ið þannig að það hefði „getað sært hann eða móðgað“. Virðist svo, að dætur Marx hafi haft gilda ástæðu til að gefa eldinum þessi bréf. Það mun ekki ofsagt, að Jenny Marx lagði hatur á Engels. Taldi hún hann „illan anda“ manns sins. Mestan viðbjóð hafði hún á „lauslæti" Engels; það var óvigó sambúð hans við Mary Burns og síðar Lizzy Burns, systur hennar. Engels kvæntist Lizzy raunar skömmu fyrir lát hennar, og það í kirkju meira að segja, þótt hann kvæðist gersamlega guðlaus. En Jenny Marx þvertók fyrir það að verða við hjónavigsluna. Jenny hafði 'lengi neitað að hitta Engels á fundum kommúnista, ef Mary Burns var með honum. Var hún svo hörð á meiningunni, að þá er hún reit endurminningar sínar þakkaði hún Lion Philips, frænda Marx, fyrir peninga, sem hann hafði sent þeim hjónum endrum og eins, en vék ekki orði að því, að Engels hafði haldið þeim á floti áratugum saman. í bréfum þeim frá Jenny til Marx, sem dætur þeirra brenndu, hefur vafalaust staðið sitthvað misjafnt um Engels. En dæturnar eyðilögðu líka bréf frá Marx. í þeim bréfum hefur Marx líklega látið eftir sér að hreyta ónotum um Engels. Af gremju átti Marx nóg. Jós hann henni út af örlæti hjartans alla tið og væri satt að segja undarlegt, ef Engels hefði farið alveg varhluta af henni. Einu sinni reiddist Engels Marx ilia. Það var þegar Mary Burns lézt. Þá skrifaði Engels Marx, vini sínum, tíðindin og var harm- þrunginn að vonum. Marx gafst nú færi að láta í ljós vinarþel sitt og innilega samúð. Hann ritar á þessa leið: „Fréttin um lát Mary kom mér alveg á óvart. Hún var mjög hóglát stúlka, glaðlynd og auðsveip þér“. Það var allt og sumt. Siðan sneri Marx sér að því að rekja fjárhagsraunir sínar og voru þær miklar eins og fýrri daginn. Það var engin furðaþótt Engels rynni í skap. Hann skrifaði Marx heldur stuttaralegt bréf. Þar seg- ir svo: „Alvarlegir atburðir i lífi mínu svo og kuldalegt bréf þitt ollu því, að ég svaraði þér ekki fyrr. Fráfall Mary fékk ákaflega mikið á mig. En allir vinir mínir og kunningjar hafa sýnt mér furðu mikla vinsemd og skilning. Hins vegar fannst þér þetta hæfi- legt tækifæri til að láta i ljós kaldranalegan hugsunarhátt þinn“. Marx skildist þegar, að þarna hefði sér orðið á mistök, sem haft gætu alvarlegar afleiðingar. Ritaði hann Engels þegar og af- sakaði sig margfaldlega. Kvaðst hann glataður maður án Engels, og likti sambandi þeirra við sól og jörð; sólin sendi jörðinni lífgeisla sína, en Engels sendi Marx pen- inga. Þar að auki kvað Marx sér ómögulegt að ljúka stórvirki sínu, Auðmagninu, ef Engels hætti að leggja til efni í það. Hann þekkti til verksmiðjureksturs og studdist Marx mjög við þekkingu hans um afstöðu verkalýðs og auðvalds i iðnaði. Hann hafði einhverju sinni sagt við Engels: „Menn vita ekki hve litið ég þekki sjálfur til þessara hluta“. Engels tók afsakanirnar gildar. Skrifaði hanh Marx um það og létti Marx þá ákaflega. Engels skrifaði m.a.: „Það gleður mig þó, að ég missti ekki líka elzta og bezta vin minn“. Síðan sneri hann sér enn einu sinni að þvi að ráða fram úr fjárhagsvanda þess elzta og bezta. Þannig var Friedrich Engels. Marx nefndi hann líka gælunafni í spmræmi við það; kallaði hann Chitty, en það heiti er haft um saklaus, auðtrúa börn. Marx var sjálfur nefndur gælunafni stund- um, en það var ekki beinlinis tengt sakleysi; hann var kallaður Mohr, sem þýðir blámaður. Reyndar var Engels oftast nefnd- ur hershöfðinginn, þegar hann heyrði sjálfur til. Það gælunafn hlaut hann vegna áhuga sins á hernaði. En þegar hann var hvergi nærri kallaði Marx hann aftur á móti Chitty. Marx mislikaði ýmislegt { fari Engels og eru þess nokkur dæmi. Hann var t.d. lítt hrifinn af þeim ólæsu alþýðukonum, sem Engels valdi sér til fylgilags. Ræddi Marx í þvi sambandi um „fólk, sem lætur ástina glepja sér gersam- lega sýn“. Og i einu bréfi, sem láðist að brenna hefur Marx ekki fundið sér neitt hæfilegra bréfs- efni en skopast að „litlu, kringlu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.