Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1976, Blaðsíða 15
Svipmyndir úr Skuggahverfi Framhald af bls. 3 að nota þegar þú þarft raunverulega a stóryróum að halda?“Eg sá að þetta voru sterk rök og reyndi að draga úr blótsyrð- unum. Ekki held ég að amma hafi verið hneigð fyrir innanhússtörf. Þó var þokkalegt í kringum hana. Hún átti lika nokkuð góð húsgögn sem ég held að afi hafi smíðað að mestu og ýmsa fjársjóði svo sem eins og gullfiska sem Jón sonur hennar, en hann var vélstjóri, hafði fært henni. Steroskop átti hún líka og varð svo barnslega glöð þegar hún var að sýna okkur myndir i honum. En eftirminni- legastur er þó bókaskápurinn en þar átti amma Brynjólf biskup eftir Torfhildi Hólm, Sögu Borgarættarinnar, Fjalla- Eyvind, Sögukafla af sjálfum mér og Svanhvíti, ljóðaþýðingar eftir Matthias og Steingrim og svo ýmislegt fleira sem ég las i þegar ég kom til hennar. Hún hafði gaman af bókum. Yfirleitt hafði hún mikinn menningaráhuga og bar við- ingu fyrir menntun og kunnáttu. Afi gaf sér aldrei tíma til lestrar á yngri árum en þegar hann hætti að geta unnið eins mikið vegna gigtar keypti hann sér Islendingasögur og sá ég hann oft sitja og lesa í þeim. Aldrei man ég eftir að ég heyrði þau ræða nokkurn hlut og sjaldan eða aldrei fóru þau neitt saman nema upp í Brynju- dal en þangað fóru þau á hverju sumri í mörg ár. Hann var við smíðar en hún við ýmis störf bæði innanhúss og í heyvinnu og þar held ég að hún hafi verið i essinu sínu. Ég held að hún hafi verið framúr- skarandi afkastamikil við heyskap. Svona gengu þau áfram i þessu hjóna- bandi sem virtist árekstralaust en þegj- andalegt í rúm 30 ár en einn kaldan janúardag var því lokið. Afi hafði farið út aðmokasnjó af verstæðisþakinu sínu og þegar ömmu fór að lengja eftir hon- um fór hún út og fann hann látinn. Hafði hann fengið heilablóðfall. Ömmu brást ekki stillingin fremur en endranær. Ymsum fannst að amma væri nú frjálsari en áður þvi óneitanlega var afi dálitið strangur. Og fólk áleit að hún þyrfti engu að kvíða þvi að hann hefði veríð efnaður. En það fór á aðra leið. Éngir peningar fundust i búinu og þótti mönnum það með ólíkindum. Og það sem verra var: Húsið var veðsett fyrir þó nokkurri upp- hæð. Nokkrir miður heiðarlegir menn höfðu notað sér þann veikleika afa að honum þótti gott í staupinu og ginnt hann til að skrifa undir skuldbindingar. Amma hafði aldrei haft fjárhagsáhyggj- ur og þó að auraráðin væru naum þurfti hún enga ábyrgð að bera. Hún reyndi að standa skil á skuldun- um með leigu af íbúðunum. En nú var ekki afi til að dytta að öllu sem þurfti. Húsið hrörnaði þvi mjög og einnig amma. Hún fór að sjá illa og siðustu 2—3 árin þjáðist hún af æðakölkun. Loks leið hún burt með sömu hægð- inni og hún hafði lifað. Amma var jarð- sett 30. mars 1949. Þá grét allur miðbær- inn, að vísu ekki vegna hennar, en vel mátti gráta þessa góðu og mikilhæfu konu. GALLVASKI! í útlendingahersveitinni fZ/KUR? 00 S/MAE>UT/L^\ ÁMAR AÐ '/ RÓMAR. AÐ HVBmn ' SEM V/& HÖFUM ■Etaa LYST'A MATNUM, MUNUM VWAFTUR KOMA / OPINBERA, HEtMSOKN / ELDHUS/U \J HEU BRI6&ISEFT/R- . Ys. UT/ KjWí (UM- VIÐBRF MEVSft XHUFfM?m£> SEG- IR-ÐUUM ÞAÐ STE/, /onuR JOG VtV VUJUM ThELUNúAF H6N- 1UM- VIÐBRENNUM \MIKLU óú ETUM / grimmt! . *%] IRf>U UM ÞAv STE//V- jgV "'VEluh,$[R/KURj SULTUTAU? TAUI / *> éfM *LESI7/// (j{j TAKK! I HVAEERUÐ ÞIÐAE , FL/EKJAST HER ? UT! 7MA Eó HAFA ORÐ r Gott/enfariu þ/e/nú 'i&izr FYRST BLESSA0/R ÚTÁNAUT- ' GR/PAMA RKA D/NN 06KAUP/Ð N6KKRA VILL/6-ELTJ OG KARJ- ÖFL UR 0(, HINDBERJA SUL TUTAU., - OG A&UR EN Þ/Ð FAR/Ð, V/LJ/Ð Þ/Ð EKKI SLÖKKVA ELP/NN UND/R P0TTINUM7 ÚT Mí0 VKKUR, ÍM £6 LÆT HAKKAYKKURÍ LHBBSCAUSU! MAÉGNU SÝNA HONUM SVOLITLA £URTE/S/, 'ASTR/KURj ~KOMINN T/M/ T!L, KÆRI STEINRIKUR-y Slysið ó Hölsfjalli P'ramhald af bls.7 fljótt kröfsin eftir féð ofan til i ,,Bekkjunum“, þvi að snjór hafði verið þar nokkur á jörðu. Fljót- lega rákust þeir einnig á slóð, sem lá upp á Hólafjall. Þegar kom upp á brúnina mátti þar heita óstætt veður. Karlmannsþrekið, þó stuðzt sé við stóran stað, reynist stundum léttvægt I viðureign við islenzka sviptibylji á fjöllum uppi. Þeir félagar urðu sem næst að skriða yfir Hólafjall í þetta sinn, en slóðinni héldu þeir og sáu hana liggja beint frarn af svörtu klettunum á austanverðu fjallinu. Þeir sneru þá við og héldu eftir háfjallinu út í Laxárgil. Stormur- inn stóð þeim á hlið, og eftir stranga orrustu við hann náðu þeir gilinu og héldu niður eftir því. 1 gilinu voru smá vindhviður en hægviðri á milli. Þegar þeir félagar komu niður á móts við bekkinn i austanverðu fjallinu, héldu þeir norður eftir honum um stund. Eigi höfðu þeir lengi farið, er þeir sáu ófagra sjón. Beint austur af þar sem slóðin lá frarn af brúninni voru á bekknum og í skriðunum upp af honum 30—40 kindur illa út- leiknar. Sumar þeirra höfðu rot- azt á leiðinni niður klettana. Höfuðkúpurnar höfðu brotnað, og láu heilasletturnar út um vanga kindanna. Aðrar höfðu bein- brotnað á útlimum, baki og síðum. Enn aðrar höfðu rifnað á kvið, og höfðu innyflin oltið út um rif- urnar. Ull og bjórar voru ötuð i blóði. Nokkrar kindur höfðu látið lífið, en margar voru með lffs- marki, en flestar emjuðu af sár- sauka. Hryllingur fór um þá félaga við þessa sjón. Ögurlegt slys blasti við augum þeirra. Övissan um afdrif hins hluta fjárins og hús- bóndans kvaldi hina veðurböróu menn. Enn hærri klettar voru meðfram austurbrún fjallsins á löngu svæði. Hver vissi nema að Einar hefði hrapað þar fram af með hinn hluta bústofnsins? Skeflingu lostnir skiptu mennirn- ir með sér verkum án margra orða. Sigurður fór heim að Hólum en Magnús niður i Skeggjadal. Þegar Magnús hafði sagt frá ferðum þeirra Sigurðar, hélt hann tafarlaust heim að Hvammi. A Skerðingsstöðum var óvissan ríkjandi fram á kvöld. Þá koniu þeir aftur frá Hvammi, Magnús og Jón, og var Einar bóndi i fylgd með þeim heill á húfi. Þeir sögðu þær fréttir, að allt sauðfé frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.