Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 12
Framhald af bls. 3 ast alveg að honum, áöur en hann yrði hans var. og hrinda honum fram af svölunum. Um huga hans fóru margar myndir af fólki, sem var að hrapa og hann hafði séð í blöðum og við önnur tækifæri, úr flugvélum, af húsþökum, úr gluggum og af húsasyllum og nú sá hann í huga sér í stað pokans sjálfan sig falla örhratt til jarðar, hugkvæmdist svo nær samtímis: Hann fer út um glugga á neðstu hæðinni. Hann steig af ítrustu varfærni inn úr dyrunum. Hlustaði. Hann nötraði allur af öþoli, sem hann jafnframt af stillingu undraðist yfir. Ekkert heyrðist nema vindgnauð lengi vel. Svo fannst honum, fremur en hann heyrði, niðri í húsinu eitthvað dregið eftir gólfi, síðan lágt dynk. Hann læddist að stigapaliinum og ofan þrep fyrir þrep. Annar dynkur og síðan enn. Hann fikraði sig niður þétt upp við vegginn. Hvað sjálfan hann áhrærði var hann sér ekki vitandi um neitt annað en að hann yrði að komast ofan sem hljóðlegast. Höndina kreppti hann um hnífinn og hefði fundist, ef hann hefði rennt huga til han.s, að einmitt með þeim hætti yrði hann að bera hann til þess réttlættist að hann var að læðast þarna í þessu fram- andi húsi, sem hann hafði gengið fram hjá, þúsund sinnum, án þess nokkurn tíma að hugsa til þess, hvort það hefði sjálfstæða vídd en væri ekki bara ytri mynd eins og uppstilling í kvikmynda- veri, án þess svo mikið sem ímynda sér að þessi bakgrunnur væri til, nema í þeim mæli sem hann rúllaði saman og sundur kortinu er hafði ósjálfrátt orðið til í huga hans yfir leiðina að og frá vinnustað. Margsinnis hafði hann séó brotnar rúðurnar á efri hæðum hússins, hlerana fyrir gluggunum á neðstu hæð- inni, en í hvert eitt sinn höfðu glundroði, meininp.arleysí.í í útliti þess, bægt huga hans inn á viðfeldnari rásir, þar sem haiiú vai heiniavanur og þaðan sem hann hafði engar ástæður til að víkja; þvert á móti allar til að halda sig við allt til þess að þessi útlitsmynd hætti að vera honum annað en kennileiti á kortinu og honum nærri þvi ósýnileg, svo lengi sem hún héldi formum sínum. Eftir þvi sem neðar dró varð hann greinilegar var við þrusk af neðstu hæð- inni. Síðan háreysti; skelli. Og hann gerði sér grein fyrir, hvað um var að vera: maðurinn var að reyna að ná hlera úr veggnum til að komast út. 1 anddyrinu staðnæmdist hann og mjög sterk löngun greip hann að fara út, heim. Ömurlegt hús, sem minnir á dauð- • ann, hugsaði hann. Sá slóð sína, ósýni- lega, í portinu. Síðan sementsmolana. Hugsaði: Hvað eru einnar viku laun hjá því að setja sig f lífshættu? Og nú kenndi hann hnífsins og slakaði takið á honum. Viku, sem þar að auki hafði verið stutt, aðeins hinir venjulegu eftirvinnutímar. Hluttekt mín í þessum eltingarleik er fráleit, hugsaði hann; ég er enginn maður til aó standa í svonalöguðu. Og spurði sjálfan sig nú í fyrsta sinn: hvað hyggst ég fyrir? Ogna honum með hnífn- um, uns hann afhendir mér peningana? Því að gera svo mikið veður út af fá- einum krónum? En hugrenningar hans voru átakalausar, þau kennslin sterkust, að ganga inn á slóð sína í portinu og heím. Innan af hæðinni barst brothljóð. Hann stökk niðtir nokkrar tröppur og inn í sal með hnífinn á lofti, fullur örvæntingar. Hann sá manninn strax, líkt og saxaðan sundur af ljósstrimlum, sem smugu lárétt milli borða i veggnum. Þeir mynduðu línur á steingólfinu, salurinn tómur og andstæður myrkurs og birtu inn um óþétta hlerana mögnuðu hverja aðra fyrir sjónum hans, svo að hann glýjaði i augun; hann sá manninn likt og engjast í skáraðri birtunni, snúa gegn sér og sleppa höndunum af brotnu borði og hverfa. Hann sá hann birtast aftur f jær, nærri þvi úti í hórni salarins, og hæglætislega gekk hann af stað á eftir honum. Það skerpti alla athygli hans, þegar hann greindi að maðurinn dró á eftir sér annan fótinn, það var fum á þeim gráklædda og þó horfði hann um öxl, — og hann herti eftirförina. Sá, sem elti, drap fótum við op á gólfinu, tviveðrungurinn í látæði þess gráklædda olli að hann leit niður fyrir fætur sér og steig á snið við opið, fannst, sem hjartað félli úr brjósti sér niður um það og um stund gat hann ekki gefið gaum öðru en örum slætti þess. Hann stóð hreyfingarlaus. Framundan var sá gráklæddi ýmist að birtast i ljós- skárunum eða hverfa uns mynd hans var likt og þrædd upp á þráð eitt augnablik, svo hvarf hann niður úr gólfinu; hann hafði farið niður um annað samskonar gat eftir kaðli, sem hékk ofan úr loftinu. Þegar maðurinn hafði gengið úr skugga um það, hraðaði hann sér út úr salnum sömu leið og hann hafði komið. Honum fannst hann berskjaldaður. Frammi i anddyrinu fann hann til sömu aðkenningarinnar og fyrr þar en nú óljósar, í huga hans vaknaði samtimis vissa um að sá gráklæddi væri enn hræddari en hann var, kenndi þess þó jafnframt að hann var hræddur. Hann kemst ekki út úr kjallaranum, ella hefði hann þegar notað sér það, hugsaði hann, ég hef yfirhöndina./ Birtan frá kjallaratröppunum náði skammt. Hann rýndi inn í myrkrið. Á gangi til beggja handa voru kolmyrkar gættir, möl og sandur á gólfinu. Hann gekk hægt í þá átt, sem mannsins var helst að leita. Loftið var rakt og kalt og rammt af fúa. Inn um gáttirnar sá hann keilulaga birtu ofan um loftop merla, líka kristalsljósakrónum, þungum og viðhafnarmiklum. Hann hélt sig á miðj- um ganginum, því að honum var ljóst að maðurinn gat setið fyrir honum innan við einhverja gáttina. Hann fikraði sig áfram. Oljóst bárust til hans raddir. Fyrst hélt hann þær vera í huga sér, sfðan greindi hann að þær bárust utan úr myrkrinu. Hann steig af ganginum inn í sal, mótstæðan þeim, sem sá gráklæddí hafði látið sig falla niður í. Raddirnar urðu skýrari. Mennirnir voru þrír, hann gerði ráð fyrir að sá í gráu peysunni væri meðal þeirra. Hrjúf rödd sagði: „Við kúgum þá til nlýðni." Önnur gróf en óstyrkari spurði: „Hvað viltu aðþeirgeri?" „Þetta sama," svaraði hinn. Litla stund varð þögn, svo hélt þessi rödd áfram: „1 stað þess að afraksturinn fari í að kaupa rusl og búa til rusl, vil ég breyta vinnunni i varanleg verðmæti." Þriðja röddin, sem var óburðugust; kersknileg en veik og hljóp upp og niður Páll Guðmundsson á Hjálmstöðum í Laugardal var á sinni tíð einn kunnasti hagyrðingur landsins. Ljóð og stökur eftir Pál birtust oft í Lesbókinni um og eftir 1 940. Vorvísurnar sem hér eru endurbirtar, komu í Lesbók vorið 1 942. Pöll ö Hjálmstööum VOR í SVEIT Vorið kallar: komið út, kliðar varla blærinn, fjöllin halla hvítum strút, horfinn allur snærinn. Kyrrist Rán á klettaströnd, klakans hlána leifar. Blik við mánans roðarönd rósa fána veifar. Lyftist vallar liljublað leyst úr mjalla spjörum, vorið hallast vengi að. vetur karl á förum. Lifna móar, flár og fit, flesjur gróa víðar, blaðafrjóvgar bregða lit, birkiskógarhlíðar. Tínir í klettum kindafans kjarnarjetti stundum. hrossin Ijettum loga dans leika á sljettum grundum. Hamrasali hljómar við hó og smalasöngur. Gljúfratali og giljanið glymur dalur þröngur. með stórum sveiflum, sagði: „Og valda- stéttina verður fortakslaust að grisja; afmá, eins og óhreinindabletti þá, sem spilltastir eru orðnir, enda eru þeir ekki annað frá sjónarmiði nýs skipulags. Ég hef hugleitt morðið. Við getum allir drepið menn og hver getur það ekki? Ég geri það. Ekkert hindrar mig annað en skipulag, sem ég hata, arðránsskipulag, samtök um hugleysi og hugsunarleysi; ótti manna hver við annan." Sá, sem hrjúfasta hafði röddina, sagði: „Þú hefur engan drepið." „Ég fer af stað bráðum. Ég hef gert það í huganum," svaraði hinn. Frammi í salnum mændi maðurinn í Falla hvast úr hamragjá hvítra vasta bungur, endurkastast klettum frá kliðus' rasta þungur. Þröstur hvimar hreiðri hjá, hræðslu svima sleginn Svifinn himinsölum frá, sólarbrimi þveginn. Vorið bannar værðum drótt, vors, eru' annir seimur, vorið sannan veitir þrótt, vor er annar heimur. Undir glæðum ársólar endurfæðast grundir, æska bæði og elli þar eiga næðisstundir. Villir sjónir ttbrá tær, túnin blómum vefjast, stillir tóna fossinn, fjær fuglarómar hefjast. Hefjast rómar fugla, fjær fossinn tóna stillir, vefjast blómum túnin, tær tíbrá sjónir villir. Lof þjer hátt um lög og ból Ijóða sáttir munnar, dýrðarmáttug mikla sól móðir náttúrunnar. þá átt sem tal mannanna barst honum úi og greindi innvegg úr uppsláttarvið, rif- aði í ljós með fram borðunum. An þess að hugleiða það frekar taldi hann þann með spröku röddina vera manninn í gráu peysunni. Sá sagði stillilega: „Stund hefndarinn- ar rennur brátt upp. Við förum af stað I nótt." Engin hljóð bárust manninum frammi önnur en þessar raddir. Hann hætti að hlusta, vék tilliti sínu að daufri skímu niður úm loftop, hugsaði, að ef til vill hefði hann dreymt þetta samtal ein- hverntíma áður og nú hefði það komið Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.